Þjóðviljinn - 12.10.1967, Page 5

Þjóðviljinn - 12.10.1967, Page 5
KiöHntudOigur 12. oktober 1967 — ÞJÓBVIiLJlNN — SlÐA g SOVÉTRÍKSN Á AFMÆLISÁRINU 1967 Alexander Werth höfundur eftirfarandi grein- ar fæddist í St. Pétursborg (Leningrad) 1901, fór landflótta og varð brezkur þegn. Á stríðsárunum síðari var hann fréttaritari brezka íhaldsblaðsins Sunday Times í Moskvu. Hann hefur einnig ver- ið fréttaritari Manchester Guardian og annarra blaða. Werth hefur ritað mikið um nútíma{?tjórn- I málasögu og var bók hans „Russia at war“, met- sölubók í Bandaríkjunum þegar hún kom út 1964. Hann dvaldist nýlega tvo mánuði í Sovétríkjun- um og skrifaði eftir það þessa grein, sem Þjóð- viljinn birtir nú lesendum ekki sízt til fróðleiks um það, hvernig skrifað er um Sovétríkin á þessu afmælisári. Greinin er þýdd úr New Statesman. ■ ■ |g|g|| : iili! Grettistaki hefur verið lyft í bygffingariðnaðinum í Sovétríkjunum á siðusta árum og áratugum. Á rústum hrörlegra íbúðarhverfa stórborgánna rísa nýtízkulegar húsasamstæður. \ Hinn sjöunda nóvember 1967 mun sovétstjómin halda upp á fimmtíu ára afmæli sitt — fimmtíu ár eru iiðin frá þeim degi árið 1917 er bolsjevikar undir forustu Lenins tóku völd og stofnuðu „fyTsta sósíalíska ríki í hedmi.“ Afmælishátíðir geta brugðizt tíl beggja vona, en ríkisstjórn sú, sem nú situr í Sovétríkjun- um er heppin að afmælið ber upp á betta ár. Þvi það er hægt að segja með sanhi, að árið 1967 hafi Rússum liðið betur en nokkru sinni fyrr. Það hefði verið öðru máli að gegna ef afmælið hefði orð- ið t.d. á órinu 1964, bogar sú skrýtla gekk, að kommúnismi væri ,,sama og samyrkjubúskap- ur plús kanadiskt hvciti“ — en bá hafði burft að flytja inn mikið af hveiti vegna ógur- legra burrka næstum bví um öll Sovétríkin. Ekki hefði árið 1962 t. d. heldur verið gott afmæilisár, begar Krústjof hafði komið Sovétríkjunum á holjai'þröm kjarnorkustríðs við Bandaríkin vegna Kúbu. Hvað viðvíkur fyrri afmæl- ishátiðum er bezt að leiðaekki hugann mikið að þeim; árið 1947 var geigvænleg hungurs- neyð f Rússlandi og árið 1937, árið sem mestu fjöldaaftökum- ar og fjöldaflutningar áttusér stað á tímum ógnarstjórnar Yezhovs og Stalíns, heldur á- fram að vera einkennisorð ógn- ar, skelfingar og öryggisleysis, þegar enginn gat verið þess viss / að hann yrði ekki hand- tekinn, fluttur burt eða skot- inn á næstu dögum. Frjálslyndir gegn Stalínistum Utan afmælishátíðarinnar hefur ekkert sérstakt gerzt á árinu 1967. Það eru alls konar efnahags- og aðrar áætlanir sem á að Hjúka fyrir afmælið. í Leningrad eru vinnupallar eftir endilangri húsaröðinni á Nevubakka og með mörgum öðrum strætum. Það á að ljúka við hina þriðju af miklum leið- um neðanjarðarbrautarinnar f Leningrad fyrir afmælið og einnig á að ljúka við hið nýja breiðstræti Kalinin-stræti í Moskvu' með hiiwm mörgu 12 óg 14 hæða byggingum fyrír hótiðina. Svipuð hátíöaihörk hafa verið sett í öllum öörum borgumSov- étrikjanna. Og Shostakovitsj er að skrifa stóribrotna hátíða- kantötu. En það er ekkert „endanlegt" við árið 1967. Skínandi efna- hagsþróuii íleygir fram í land- inu og mikið er á breytinga- skeiði, þó breytíngarnar gangi oft hægt. Um nokkur undanfarih ár hafá verið snarpar deilur með hagfræðingum: í hópi „frjáls- lyndra“ eru menn svo SemLib- crmann, Lisitsjkin og Meyen- dorff sem berjast fyrir meiri persónulegum ábato, meira svig- rúmi fyrir einkaframtak í hverri verksmiðju og á hverj- um bæ og gegn þeim eru.,stal- ínistar“, sem viija halda í mið- stjórnarvald í efnahagsmálum og nákvæma áætíanagerð rík- isins með þeim rökum, aðþrátt fyrir mikla sóun muni fimm ára áætlanir i anda Stalínsþeg- ar allt kemur til alls, samt skila nauðsyniegum árangri. Kosygin hallast yfirleitt held- úr að hinum frjálslyndu, en andstaða hinna íhaldssamari er enn mjög öflug. Sú skrýtla gengur nú með frjáislyndum og höfðar til hikandi afstöðu Kosygins til þeirra, að nokkrir rússneskir u m fei'ðarsérf ræði n gar hafi farið til Bretlands og kom- izt að því að vinstri handar aikstur hefði margt til sfns á- gætis. Við því sagði Kosygin: — Jæja, við skulum gera tilraun með það — 20 próscnt af um- fei'ðinni á að fara vinstramcg- in, en 60 prósent eins og áður á hægra kanti. Frjúlslyndir halda því sem sagt fram, að meginreglur þeirra verði að nota í öllú efna- hagslífinu og ckki sé mögulegt að gera samsuðu úr hinum tveim meginreglum. Þeir segja einnig að fHestir leiðtogar Sovétríkjanna séu heldur mötfallnir rýmkun í efnahagslífinu nf hugsjónaá- stæðum, þar sem það x „þer of mikinn keim af kapitalisma“. En þeim er þó nokkur huggun í því, að jafnvel hinir harð- svíruðustu eru reiðubúnir að Fimmtíu úrum síðar nota Ungverjaland, Tékkóslóv- akíu og Austur-Þýzkaland sem tilraunadýr: ef meginreglur hinna frjálslyndu standast þar, án þess að viðkomandi ríki gerLst auðvaldsríki, þá og fyrr ekki eru þeir reiðuibúnir að taka upp sömu hætti í Sovét- ríkjunum. Frjálslyndir segja einnig að hin'ar miklu framfarir sem orðið hafa í landbúnaði síðan Krústjof var vikið írá, hafi orðiö á „rangan“ máta. Bænd- ur fengu miklu meira frelsi en fyrr tiíl að rækta sína einka- skika og eiga sjálfir eins mikið af skepnum og gátu lifað af skikunum. * Þó þetta hafi bætt matvæla- ástandið í landihu að miklum mun síðan 1965, var „endur- bótin“ ekki annað en viður- kenning á mistökum í sósíalísk- um landbúnaði, það sem meg- inmáli skiptir var ekki að vekja frekari áhuga bænda á sínum einkaskikum, heldur finna í þess stað nauðsynlegar aðferð- ir og örvun til að beina kröft- um þcirra að sjálfum sam- yrkju- eða ríkisbúunum. Eitt- hvað var gert í þá átt með verðlagsráðstöfunum, en ekki nærri nóg. En þessar deilur hagfræðinga, þó þær geti haft úrslitaáhrif á þróun í Rússlandi, 'ærða ekki leiddar til lykta í snatri og sig- ur frjáMyndra er emgan veg- inn í sjónmáli enn. En hvort sem þeir hafa rétt eða rangt fyrir sér halda þeir þvi fram að margt sem aflaga fer i land- inu sé því að kenna, að hvorki cinkaframtak né hagnaðarvion eru örvuð. Þcss vegna rotna miljónir tonna af ávöxtum í suöri, því að ríkisáætlun gerir ekki ráð fyrir flutningi þcirra norður og smásöluverð á eplum, vín- berjum og tómötum er álíka fáránlega hátt f boi'gunum Moskvu og Leningrad og verð á innfluttum banönum og app- elsínum. Dreifingarkerfið er veikasti hlekkurinn í sovézku atvinnu- lífi, það eru ekki nærri nógu margar búðir og jafnvcl bó fullt sé af varningi er ákaflega flókið máll að verzla og ógnar- mikil tímasóun. Það er ekkert undur að sov- ézkir gestir á Vesturlöndum skuli furða sig.á hinum stóru verzlunum, þar sem hægt er að ljúka viðskipfcum á nokkrum mínútum. En samt eru erfiðleikarnir á því að verzla miklu minni nú er, þeir voru fyrir nokkrum ár- um og eru nú ekki nema eins og hvert annað ergelsi f dag- legu lífi i Sovétríkjunum. An þess að menn viti al- mennt mikið um deilumálhag- fræðinganna finnst öllum — eða svo til ölílum — fbúum Sovét- ríkjanna, að þeir hafi aldrei búið við betri kjör. Unga fölkið man ekki eftir neyð fyrri daga og sér það hvernig öllu fleygir fram frá ári til árs. Gamla fólkið man ekki aðeins eftir ógnarstjórn Stailíns, hinum erfiðu árumrétt eftir stríð — það man einnigað bað hafa ekki verið nema til- tölulega íá ár af hinum fimm- tíu árum sovétstjómarinnar að lífið hefur verið sæmilega þol- anlegt. Þetta yrði orðað á einfáld- astan hátt: á mjög fáum af þessum fimmtíu árum hefur rússneska þjóðin haft nóg að borða. Meira húsnæði Fyrstu fimm ár sovétstjómar- innar voru ár borgarastyrjáld- ar, hungursneyðar, farsótta og efnahagslegs glundroða, síðan fylgdu nokkuð betri tímar á stuttu tfmabili NEP stefnunn- ar, nema hvað húsnæðisvand- inn var jafn átakanlegur og nokkru sinni fyrr. Eftir samyrkjuátak Stalíns komu aftur tvö hungurát og þá árin 1936 til- 1937 — þó mat- væli væru þá meiri, ríktí ógn- arstjórn Stalíns; áriö 1941 brauzt stríðið út, þar sem tutt- ugu miljónir Rússa létu lífið. Árin strax eftir stríðið vora einkar hörð og erfiðust í hung- ursneyðinni 1947 og þá reis ný bylgja ógnarstjórnarinnar. Á sjötta áratugnum fór á- standið skánandi þó hægtfæri. ! dag eru skilyrði öll miklu betri en nokkru sinni fyrr. Iðn- aðinum fleygir fram^ það er næstum því framleitt sexsinn- um meira af stóli nú en árið 1940, það er enginn matvæla- skortur og það sem er jafn- vdl mikilvægara: — í fyrsta sinn í sögu Rússa cru alvarleg húsnæðisvandræði úr sögunni nema í slíkum „segul-borgum" sem Moskvu, þar sem alltaf verða of margir íbúar. En allt frá 1952 til 53, en þá höfðu borgirnar sem voru eyddar i stríðinu verið endurbyggðar, hefur verið byggt af æðisgengn- um krafti. Mosikva iþenur sig út í allar áttir með þúsundum nýrra sex og sjö hæða húsasamstæðna. Þróunin er jafnvel ennhrað- ari í borgum Siiberíu svo sem hinum geysimiklu Omsk og Novosibirsk, og í Leningrad einni voru um 40.000 fbúðir byggðar á síðasta ári, allarmeð miðstöðvarhifca, w.c„ baðher- bergjum o^.frv. NæstuiÁ þvi annar hver íbúi Rússlands hefur flutzt í nýtt húsnæði á síðustu árum. Og það sem er mjög mikilvægfc Leigan er einstaklega lág — u.þ.b. fimm rúböur á mánuði (25ft ísl. kr.) fyrir hvert her- bergi. Þannig er leigan fyrir þriggja herbergja fbúð ekki nema sem svarar um 600 kr. að meðtalinni greiðslu fyrir Ijós, gas og hita. Tvennt er mjög þýðingar- mikið í viðbófc í fyrsta lagi al- gerlega ókeypis og sérstaklega góð læknisiþjónusta. Bamadauði er einlhver hinn lægsti í heinti, og fölkið í Rússlandi lifir svo lengi að hinar mörgu miljónir eftirlaunaþega (konur frá 55 ára aldri, karlar frá 60 éra aldri) eru orðnir verulegt fjár- hagsvandamál fyrir rikið. í öðru lagi er það menntun- in; ég kem að henni síðar, en Rússar virðast nú á dögum vera bezt menntuð þjóð í heimi, með einiiægar ástríður eftir menntun og „menningu". Allt er þetta kannski ekki beinlínis í miklum tengslum við Lenin. En kjörorðið: „Allt er þetta Lenin að þakka“, er viðkunnanlegt, sérstaklega á þessu hátíðaári. Hinir séðari vita að sjálf- sögðu að sköpun sérlega vel- virks velferðarrfkis í Rússlandi var hvergi nærri efst á blaði hjá Lenin. Þeir vita einnig að Lenin. lézt fyrir nærri fimmtíú árum og mikið af ritum hans eruúr- elt, og það voru márgir hlutir sem hann sá ekki fyrir — smá- borgarahamskipti verkalýðsins f Vestur-Evrópu, fasisma og enn síður atóm- eða vetnis- sprengjur. En staðreyndin stendur, að fyrir fimmtíu árum var Rúss- land villimannlegt, sjúkt og menntunarsnautt þjóðfélag sem líktist meir —r að frátaldri um- Framhald á 7. síðu. L i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.