Þjóðviljinn - 13.10.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Föstudagur 13. oktober 1967.
BólstruB húsgögn
SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI: Sófasett, Svefn-
bekki. — Tek klæðningar.
Bólstrunin, Baldursgötu 8.
Hjartavernd vinnur brautrySjendastarf
Hin mikla héprannsókn getur tryggt
sigur í baráttu við mikinn bölvald
Loflleiðir hf. ceila frá og meS desember n. k.
að ráða allmargar nýjar flugfreyjur til starfa.
í sambandi við vœntanlegar umsóknir skál
eftirfarandi tekið fram:
■ Umsækjendur. séu ekki yngri en 20 ára — eða verði
20 ára fyrir 1. janúar n. k. •— Umsækjendur liafi
góða almenna menntun, gott vald á ensku og ein-
hvcrju Norðurlandamálaima —- og helzt að auki á
þýzku og/eða frönsku.
B Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og svari lík.
amsþyngd til hæðar.
■ Umsækjendur séu reiðuhúnir að sækja kvÖldnámi
skeið í nóvemher n. k. (3—4 vikur) og ganga undir
hæfnispróf að J>ví loknu.
■ Á umsóknareyðuhlöðum sé J>e?s greinilega getið,
hvort viðkomandi sæld um starfið til lengri eða
skemmri tíma.
• ' ■ X ... ." . .
■ Umsóknareyðuhlöð fást í skrifstofum félagsins Vest-
urgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá um-
hoðsmönnum félagsins út um land og skulu um-
sóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins, Reykja-
víkurflugvelli fyrir 23. októher n. k.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■
■
■
□ 1 fyrradag var frétta- i
mqnnum boðið að skoða :
hina nýju rannsóknarstöð j
Hjartavemdar til húsa á j
sjöttu hæð í háhýsi að ■
Lágmúla 9 hér í borg.
□ Rannsóknarstöðin verð- "
ur opnuð formlega í ;
næsta mánuði, en nú er 1
verið að hleypa af stokk- i
unum einni mestu hóp- :
rannsókn, sem geng- j
izt hefur verið fyrir hér ■
á landi og haft bar í huga j
að kanna útbreiðslu :
hjarta- og æðasjúkdóma j
meðad bjóðarinnar, — j
einnig til þess að upp- :
götva slíka sjúkdóma á [
vægu stigi til þess að leit- ;
ast við að lækna bá. :
■
■
■
__ ■
□ Ríflega þrjú þúsund ■
mannshér á Reykjavíkur- i
svæðinu mega þannig bú- [
ast við bréfi í pósti, þar j
sem þeir verða boðaðir ■
til rannsóknar á næstu :
mánuðum og verður hún :
ókeypis, — menn fá með :
slíkri rannsókn nákvæma ■
vitneskju um heilsufars- ■
ástand sitt og verða þær j
niðurstöður sendar heim- [
ilislækni viðkomandi og j
farið með þær sem trún- •
aðarmál
■
■
■
□ Hér birtist greinargerð [
Hjartaverndar um fyrir- •
hugaða hóprannsókn, sem j
er tengd opnun hinnar :
nýju rannsóknarstöðvar.
Samkvæmt lögum Hjarta-
vemdar er það eitt af frum-
verkefnum samtakanna að
stuðla að auknum rannsóknum
á hjartasjúkdómum hér álandi.
Fljótlega eftir stofnun samtak-
anna var hafizt handa um f jár-
öflun í því skyni. Undirtektir
voru svo góðar, þegar í byrjun,
og svo mikið fé safnaðist meðal
einstaklinga, stofnana og félaga,
að stjómin sá hilla undir þann
möguleika að koma á fót hér
á landi fullkominni rannsókn-
arstöð á þann mælikvarða, sem
bezt gerist meðal annarra þjóða.
Hér er starfsfólk rannsóknarstöðvarinnar ásamt formanni Hjartaverndar Sigurði Samúelssyni,
prófessor. — Frá vinstri: Ottó Björnsson, tölfræðingur, Elínborg Ingvarsdóttir, hjúkrunarkona,
Svandís Jónsdóttir, hjúkrunarkona, Sigurður Samúelsson, prófessor, Oddný Vilhjálmsdóttir, ritari,
Ólafur Ólafsson, læknir, Þorsteinn Þorsteinsson, lífefnafræðingur og Nikulás Sigfússon, læknir.
Með þetta í huga fesíú, sam-
tökin kaup á tveim 400 ferm.
hæðum i háhýsinu Lágmúli 9,
hér í borg, og hefir önnurhæð-
in nú verið innréttuð sem
rannsóknarstöð. Reynt hefir
verið að vanda innréttingar
sem mest og eru húsakynni
öll hin vistlegustu. Allt fyrir-
komúlag stöðvarinnar er mið-
að við hóprannsóknir og í því
sambandi verða vinnubrögð
öll hagrædd og tækjaval miðað
við það.
Vönduð tæki
Við innréttingu stöðvarinnar
var m.a. stuðst við erlenda
reynslu, en báðir læknarstöðv-
arinnar og yfirhjúkrunarkona
hafa unnið við svipaðar rann-
sóknir erlendis. Þá hafa sam-
tökin notið ráðlegginga „WHO“
(Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar) um fyrirkomulag rann-
sóknarinnar. Þá hefir og frá
upphafi verið haft samráð við
íslenzk heilbrígðisyfirvöld um
fyrirkomulag stöðvarinnar.
öll tæki til stöðvarinnar eru
af vönduðustu gerð. I sam-
bandi við tækjabúnað má
nefna, að notkun ,,Auto-Ana-
lyzers“ (sjálfvirks efnamæOis)
við blóðrannsóknir, er alger
nýjung hér á landi. Kostir
efnamælisins eru margir um-
fram eldri aðferðir og eru þess-
ir helztir:
a) Aukinn vinnuhraði. Á
einum klufckutíma er mælt
eitt eða fleiri efni úr 30-100
sýnum.
b) tækið mælir efnin af meira
öryggi en mannshöndin.
c) kostnaður hefur reynzt
mun minni en með eldri að-
ferðum.
Með notkun sjálfvirks efna-
mælis er beitt þeirri fyllstu
sjálfvirkni, sem þekkist á
þessu sviði.
Af öðrum tækjum stöðvar-
innar má nefna: Þrekmæli af
vönduðustu gerð, sem ernauð-
sýnlegur til að ákvarða afkasta-
getu hjartans. Röntgentæki,
sem er sérstakllega gert fyrir
hóprannsóknir, þegar skoða á
lungu og ákvarða hjartastærð,
hjartalínuritstæki . og mörg
önnur tæki, sem nauðsynleg
eru til slíkra hóprannsókna.
Þáttur í heilsu-
vernd
Á síðustu ámtugum hefur
heilbrigðisþjónusta meðal
menningarþjóða þróast í þáátt,
að nú er lögð aukin áherzla á
heilsuvemd, sem dæmi má
benda á, að ungbarna- og
mæðravernd, geðvemd, skóla-
skoðanir, ónæmisaðgerðir, heilsu
farseftirllit með starfsmönnum
vissra iðngreina, berkla- og
krabbameinsvarnir eru fastir
liðir í heilbrigðisþjónustu flestra
landa.
Samtök almennings hafa bæði
fyrr og nú stuðttað að og flýtt
fyrir þessari þróun, og benda
má á árangursrfkt starf ým-
issa samtaka, er vinna að þess-
um málum. Síðustu áratugi
hefur hjarta- og æðasjúkdóm-
um fjölgað ískyggilega ört f
hlutfalli við aðra sjúkdóma i
hinum vestræna heimi og eru
nú orðnir skæðasti dánarvald-
urinn. Þessir sjúkdómar leggja
að velli allt að annan hvern
Islending yfir fimmtugt og
herja meir og meir á yngri ald-
ursflokka.
Það má því telja eðlilega
þróun, að víða um lönd hafa
verið stofnuð hjarta- og æða-
vemdarfélög. Slik samtök hafa
nú verið starfandi á IsHandi
Framhald á 7. síðu.
Vottur
af blygðunarkennd
Á Alþingi hafa síðustu'
dagana verið leiknir nýir
leikir í þeirri refskák sem
mótaði ’ alþingiskosningarnar
í sumar á næsta óskemmti-
legan hátt. Sú refskák hófst
á því að tvær kjörstjómir,
sem báðar voru einvörðungu
skipaðar fulltrúum Alþýðu-
flokks.Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, kváðu upp
gagnstæða úrskurði •— og
þarf bamslega einfeldni til
að ímynda sér að þar hafi
forustumenn flokkanna ekki
lagt. á ráðin með fulltrúum
sínum. Síðan tók landskjör-
stjóm sér það vald sem henni
er gefið í lögum og lýsti yf-
ir því í upphafi kosningabar-
áttunnar að hún myndi
leggja atkvæði I-listans við
atkvæði Alþýðubandalagsins
við úthlutun uppbótarsæta.
Þá tóku við málsvarar ' og
málgögn þeirra þriggja
flokka sem að kjörstjórnun-
um stóðu og lögðu á það
megináherzlu í kosningabar-
áttunni að úrskurður lands-
kjörstjórnar væri réttur og
endanlegur. Ekki var þar að
verki neitt málefnalegt mat
á lögum og lýðræði, heldur
var enn um að ræða pólitíska
refskák og var tilgangurinn
tvíþættur. Kjósendum Al-
þýðubandalagsins var sagt að
þeim væri óhætt að kjósa I-
listann, atkvæði þeirra
myndu engu að síður nýtast
Alþýðubandalaginu. Og kjós-
endum annarra flokka var sagt
að þeir mættu ekki fyrir
nokkurn mun kjósa I-listann,
þá væru þeir að hjálpa Al-
þýðubandalaginu — „komm-
únistum“. Þessir þrír flokk-
ar reyndu sem sé að stuðla
að því að I-listinn ynni sem
mest fylgi frá Alþýðubanda-
laginu og tæki sem minnst
frá öðrum flokkum, og úr-
slit kosninganna sýndu r<ð
þessi refskák bar mikinn ár-
angur.
Með þessum málatilbúnaði
var auðvitað búið að útkljá
efnislega það vandamál
hvemig haga skyldi skipt-
ingu uppbótarþingsæta.
Landskjörstjórn, sem hefur
endanlegt vald til að gefa út
kjörbréf uppbótarþingmanna,
hafði lýst aðstöðu sinni, og
yfirgnæfandi meirihluti al-
þingis, sem kveður upp dóm
um störf landskjörstjómar,
hafði lýst fylgi sínu við nið-
urstöður þeirrar stofnunar.
Auðvitað áttu kjósendur þá
heimtingu á að við þau fyr-
irheit yrði staðið, og orð
þingmanna fyrir kosningar
reyndust einhvers virði að
kosningum loknum. En stjóm-
arflokkarnir geymdu sér þann
leik að ræna einu þingsæti
ef þeir (þyrftu á að halda;
þeir voru staðráðnir í f>ví að
skeyta hvorki um skömm né
heiður ef völdin væru í húfi.
Svo fór að þeir héldu ó-
breyttum meirihluta sínum á
þingi — vegna klofnings Al-
þýðubandalagsins — og
þurftu ekki á atkvæðaþjófn-
aði að halda. Samt; halda þeir
refskák sinni áfram allt til
loka; þeir sátu hjá við at-
kvæðagreiðslu um kjörbréf
Steingríms Pálssonar — jafn-
framt því sem Bjami Bene-
diktsson lýsti enn einu sinni
yfir því að hann teldi úr-
skurð landskjörstjórnar efn-
islega réttan! Er þess að
vænta að formaðurinn kjm-
oki sér á næstunni við að
vitna í kjörorðið: Gjör réft,
þol ei órétt.
Óheilindi af þessu tagi
stuðla mjög að því að rýra
virðingq alþingis, og mann-
orð „hinna æfðu stjómmála-
manna“ bíða hnekki sem það
mátti þó sízt við. Hins veg-
ar birtist nokkur vottar af
blygðunarkennd í því að
þingmenn þessara þriggja
flokka hafa nú lofað að gera
breytingar á kosningalögum
til að koma í veg fyrir að
þeir geti leikið þvílíka ref-
skák oðru sinni. — Austri. í
Lomfiom
Flugfreyjur