Þjóðviljinn - 13.10.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. otetöber 1961.
Otgefandi:
Sósíalistaflokk-
Saméiningarflokkur alþýðu
urinn.
Hitstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýstpgar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Kjaraskerðing
JJíkisstjórnarflokkarnir hafa birt bjargráð sín. í
lúalegri samfylkingu lýsa Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn yfir stórfelldri árás á
lífskjör alls almennings í landinu, nýrri verð-
hækkanaöldu og brotum á júnísamkomulaginu
við verkalýðssamtökin um vísitöluuppbót á kaup.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins lýsa nú blygðimarlaust yfir að engar uppbæt-
ur á kaup megi koma fyrir hinar miklu verðhækk-
anir sem verða afleiðing af ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar og flokka hennar. Sjálfstæðisflokk-
urinn, flokkur sem stjórnað er af auðvaldinu, og
Alþýðuflokkurinn, flokkurinn sem fátækir verka-
menn stofnuðu til þess að berjast fyrir bættum
hag og auknum réttindum, lýsa því yfir báðir í
kór að það sem nú eigi að gerast sé kjaraskerðing
almennings í landinu. Og til þess á meðal annars
að setja þvingunarlög gegn gildandi samningum
allra verkalýðsfélaga landsins. Þannig efna stjórn-
arflokkarnir kosningaloforðin. Þannig þakkar Al-
þýðuflokkurinn því alþýðufólki sem veitti honum
.fylgisaukningu í kosningunum í sumar.
Jjegar Bjarni Benediktsson las á Alþingi í gær
boðskapinn og hótanimar um kjaraskerðingu
alþýðu manna og Gylfi Þ. Gíslason lýsti yfir skil-
yrðislausu samþykki Alþýðuflokksins, lýstu tals-
menn beggja stjórnarandstöðuflokkanna, Eysteinn
Jónsson og Lúðvík Jósepsson, yfir andstöðu við
kjaraskerðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins. Lúðvík sagði m.a.: „Við Alþýðu-
bandalagsmenn erum andvígir þeim ráðstöfunum
í efnahagsmálum sem ríkisstjómin hefur nú boð-
að. Þær ráðstafanir sem hér er um að ræða munu
leiða af sér miklar verðlagshækkanir og beina
kjaraskerðingu alls launafólks. Þær eru brot á
júnísamkomulaginu sem ríkisstjómin gerði við
verkalýðssamtökin um fulla vísitölugreiðslu á
laun og brot á yfirlýsingu stjómarinnar um verð-
stöðvun. Og þær leysá á engan hátt þann vanda
sem nú steðjar að atvinnulífi landsmanna.“ Lúð-
vík, vakti athygli á að tillögumar miða allar að
því að afla ríkissjóði nýrra tekna með nýjum
sköttum eða að því að létta af ríkissjóði útgjöld-
um sem beint hljóta að leiða af sér aukna dýrtíð.
Ríkisstjórnin héldi þannig fast við dýrtíðarstefn-
una. Hins vegar bóli ekki á tillögum um lausn
hins mikla vanda framleiðsluatvinnuveganna, en
brýnasta verkefni sem úrlausnar bíði í efnahags-
málum sé að leysa rekstrarvandamál framleiðslu-
atvinnuveganna. Á þann hátt einan sé hægt að
tryggja fulla atvinnu og þá heildarframleiðslu
sem 'tæki og auðlindir þjóðarinnar geri mögulega.
En til þess þurfi að breyta um stjórnarstefnu í
grundvallaratriðum. „Alþýðubandalagið tehir að
sú stefna sem ríkisstjómin nú boðar og felur í sér
stórhækkað verðlag og beina lækkun á umsömdu
kaupd, m.a. lækkun á lágmarkstekjum verkafólks,
sé airöng og fái ekki staðizt í framkvæmd“, sagði
Lúðvík að lokum, og varaði ríkisstjórF ma við að
fara ieið. — &
Ræða Lúðvíks
Framhald a£ 1. síðu.
andstööu Framsóknarflókiksins
við ríkisstjómina og stefnu
hennar. Taldi hann m.a. að rik-
isstjómin væri alltof veik til að
framkvæma úrræði sem dygði og
nyti minnkandi trausts meðal
þjóðarinnar.
Dýrtíðarstefnaft áfram
Lúðvík Jósepsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
lýsti afstöðu hans á þessa leið:
Við Alþýðubandalagsmenn er-
um andvígir þeim ráðstöfunum
í efnaihagsmálum, sem ríkis-
stjórnin hefur nú boðað. Þær
róðstafanir, sem hér er um að
ræða, rnunu leiða af sér miklar
verðlagshækkanir og beina
kjaraskerðingu alilra launþega i
landinu. Þær eru brot á júní-
samkomulaginu, sem ríkisstjórn-
in gerði við verkalýðssamtökin
um fulla vísitölugreiðslu á laun
Lúðvik Jósepsson
og brot á yfirlýsingu stjórnar-
innar um verðstöðvun. Og þær
leysa á engan hótt þann vanda,
sem nú ‘ steðjar að atvinnulifi
landsmanna. Það hlýtur að vekja
athygli allra, sem virða fyrir
sér tillögur þær, sem ríkisstjórn-
in nú boðar, að þær miða allar
að því að aflla ríkissjóði nýrra
tekna með nýjum sköttum eða
að því að létta af ríkissjóði út-
gjöldum, sem beint hljóta að
leiða af sér aukna dýrtíð í
landinu.
Ríkisstjórnin heldur sér því
enn við dýrtíðarstefnuna.
•
Atvinnuvegirnir látnir bíða
Hins vegar bólar ekki á nein-
um tillögum fró stjóminni um
það að leysa þann mikla vanda,
sem framleiðsluatvinnuvegimir
eiga nú við að glíma og dag-
lega birtast í stöðvun fram-
leiðslufyrirtækja eða f sam-
'drætti i framleiðslu. Það er
skoðun okkar Alþýðubandallags-
manna, að brýnasta verkefnið,
sem nú bíði úrlausnar í efna-
hagsmálúm, sé að leysa rekstr-
arvandamál framleiðsluatvinnur
veganna og skapa -þeim viðun-
andi starfsgrundvöll. A þannhátt
einan er hægt að tryggja fulla at-
vinnu og þá helldarframleiðslu,
sem tæki og auðlindir þjóðar-
innar gera mögulega. Það er
skoðun okkar, að óhjákvæmileg
forsenda þess að leysa vandamál
atvinnuveganna sé, að breytt
verði um stefnu i efnahagsmál-
um i grundvallaratriðum. Við
teljum, að þegar í stað eigi ,að
lækka vexti af lánum til fram-
leiðslunnar verulega. Við teljum
að tryggja verði nauðsynlegum
atvinnufyrirtækjum eðiileg stofn-
lán. Við teljum, að lengja eigi
stofnlán frá því, sem nú er.
Við teljum, að skipa þurfi
rekstrarlánum framleiðslunnar á
annan veg en nú er gert, þann-
ig að fuHlt tillit sé tekið til óhjá-
kvæmilegra þarfa. Við teljum, að
lækka megi ýmis útgjöld fram-
leiðsluatvinnuveganna, eins og t.
•d 'há útflutningsgjöld á þeim af-
urðum, sem fallið hafa mikið í
verði að undanförnu. Við teljum
óhjákvæmilegt, eins og nú er
háttað verðlagi í landinu, að
ýmsar greinar iðnaðarins séu
vemdaðar gegn hömlulausum
innflutningi erlendra vara.
Það er skoðun okkar Alþýðu-
bandalagsmanna, að óhjákvæmi-
legt sé að taka upp nýja stefnu
í verðllagsmálum og fjárfesting-
armálum, þar sem reynt verði
að hamla gegn óeðlilegum milli-
liðakostnaði og skipulagslausri
fjárfestingu.
Það er skoðun okkar, að óhjá-
kvæmilegt sé að taka upp beild-
arstjórn á þjóðarbúskapnum í
stað þess skipulagsleysis, sem nú
ríkir á flestum sviðum.
Alröng stefna
Það er skoðun okkar Alþýðu-
bandalagsmanna, að sú stefna,
sem ríkisstjórnin nú boðar, og
felur í sér stórhækkað verðlag og
beina lækkun á unsömdu kaupi
og meðal annars lækkun á lág-
markstekjum verkafólks, sé al-
röng og fái ekki staðizt í fram-
kvæmd. Við vörum við slíkri
stefnu.
Það fer því ekki á milli mála
að við Alþýðubandalagsmenn
styðjum ekki núverandi ríkis-
stjórn. Við teljum, að skipta
þurfi um, stefnu í grundvallar-
atriðum frá þeirri stefnu, sem
hún hefur tekið sér. Við teljum,
að við þjóðlnni blasi nú mikil
vandamál , í efnahagsmálum,
vandamáll, sem jöfnum höndum
stafa af lækkandi verðlagi á út-
flutningsvörum þjóðarinnar og af
rangri stefnu, sem haldið hefur
verið fram í efnahagsmálum
undanfarin ár. Sá vandi, sem við
er að glíma í þessum efnum, er
svo mikill, að það má ekki drag-
ast að koma atvinnuvegum
landsmanna til hjálpar.
Við hljótum að vekja athygli
á því, að hæstvirt ríkisstjóm
hefur svo að segja ekkert gert
til þess að bægja frá þeim vanda,
sem atvinnuvegimir eiga við að
stríða. Hún hefur enn ekkert gert
í þá átt að rétta við hag ís-
lenzkrar togaraútgerðar, þó að
alllir landsmenn hafi séð, hvað
þar að fór. Hún hefur nálega
ekkert gert til þess að fram-
kvæma þær margvíslegu tilllögur,
sem milliþinganefndin sem
fjallaði um vandamál vélbátaút-
vegsins, lagði fyrir ríkisstjórnina.
Og hún hefur ekkert gert til þess
að mæta þeim margvíslegu
vandamálum sem nú hafa komið
upp hjá síldariðnaði landsmanna.
Qg hún hefur ekkert gert held-
ur til þess að koma í veg fyrir
það, að þýðingarmiklar greinar
íslenzks iðnaðar lytu í lægra
haldi eða yrðu að gefast upp við
sinn rekstur. ^
Samráð við launastéttirnar
Þessu þarf að breyta hið alllra
fyrsta og á það leggjum við Al-
þýðubandalagsmenn höfuð-
áherzlu. Af ráðstöfunum til úr-
lausnar þessum vandamálum
þarf að vinna í fullu samráði
við launastéttir landsins, en ekki
á þann hátt, sem ríkisstjómin
virðist kjósa sér, að gera það
með því að ganga á þýðingar-
mikla gerða samninga, sem hún
hefur gert við verkaiýðssamtölí-
in um hagsmunamál vinnustett-
anna.
Afstaða okkar Alþýðubanda-
Sambandsstjérnarfundur ÆF
Sambandsstjórnarfundur Æ.F. verður
haldinn dagana 14.—15. október. Fund-
urinn verður settur kl. 2 á morgun, laug-
ardag, í Tjarnargötu 20.
DAGSKRÁ FUNDARINS:
1. Skýrsla framkvæmdanefndar.
2. Þjóðfrelsisbaráttan fram til 1969.
3. Menningar- og æskulýðsmál dreif-
býlisins.
4. Félagsmál Æ.F.
Framkvæmdanefnd Æ.F.
Námsstyrkir Evrópuráðs'
Evrópuráðið veitir árlega
styrki til námsdvallar í aðild-
arríkjum þess. Einn flokkur
þessara styrkja er' veittur fólki,
sem vinnur að félagsmálum og
hafa nokkrir íslendingar not-
ið slíkra styrkja á undanförn-
um árum. Ætlazt er til þess
að þeir, em styrks njóta, afli
sér þekkingar, er kæmi þeim
að notum í félagsmálastörfum
þeirra og er námsdvöl skipu-
lögð af hlutaðeigandi aðila í
væntanlegu dvalarlandi. Af
þeim greinum félagsmála, sem
um er að ræða, má nefna ail-
mannatryggingar, velferðarmál
fjölskyldna og barna, þjálfun
fatlaðra, vinnumiðlun, starfs-
þjálfun og starfsval, vinnulög-
gjöf, vinnueftirlit, öryggi og
heilbrigði á vinnustöðum o.Ð.
Þeir, sem styrk hljóta fá
greiddan ferðakostnað og 800
til 1000 franska franka á mán-
uði eftir því í hvaða landi dval-
ið er. Styrktímábilið ér 1—6
mánuðir.
Vegna breyttrar tilhögunar á
styrkveitingum þarf nú að sækja
um styrki sem veitast á árun-
um 1968 og 1969. Sækja berum
styrki næsta érs fyrir 25. októ-
Verðhækkanir
Framhald af 10. síðu.
meira, um eða yfir 6 kr. á hvert
kíló.
Frá og með deginum í dag
fellur niðurgreiðsla á kartöflum
alveg niður. Verð á kartöflum
verður því 6 kr. hærra á hvert
kíló en verið hefur.
ber n.k., en um styrki ársins
1969 fyrir 30. nóv. n.k.
Umsóknareyðublöð fást í fé-
lagsmálaráðuneytinu, sem einn-
ig tekur á móti umsóknum.
(Frá félagsmálaráðuneytimi).
Kosninger
Framhald af 10. síðu.
loknum fundi sameinaðs þings
og kjörnir forsetar og skrifarar.
Forseti efri deildar var kjör-
inn Jónas G. Rafnar með 11 at-
kvæðum. Ásgeir Bjarnason
hlaut 9 atkvæði.
1. varaforseti var kjörinn Jón
Þorsteinsson með 11 atkvæðum.
Björn Jónsson fékk 9 atkv.
2. varaforseti var kjörinn Jón
Árnason með 11 atkv., auðir
seðlar 9.
Skrifarar voru kjörnir- Stein-
þór Gestsson og Bjami Guð-
bjartsson.
Forseti neðri deildar var, kjör-
inn Sigurður Bjarnason með 21
atkv., Ágrúst Þorvaldsson hlaut
19 atkvæði.
1. varaforseti var kjörinn
Benedikt Gröndal með 21 at-
kvæði. Eðvarð Signrðsson hlaut
19 atkvæðl.
2. varaforseti var kjörinn
Matthías Á. Mathiesen með 21
atkv., 19 seðlar auðir.
Skrifarar neðri deildar voru
kjörnir Friðjón Þórðarson og
Ingvar Gíslason.
Fundir verða í dag í samein-
uðu þingi og þingdeildum og
fer íram kosning fastanefnda
þingsins.
HJOLBARÐAR frá
RASNOIMPORT MOSKVA
EINKAUMBOÐ
lagsmanna til núvérandi ríkis- stjómar er óbreytt. Við erum í andstöðu við hennar stefnu í grundvallaratriðum. llVIARS TRADING OOI 1 I.AUGAVEGI 103 SIMI 17373 1
VIÐGERÐIR á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þiónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B. Sími 24-678 Húsnæði óskast Húsnæðd 1500—1800 ferm. í steinhúsi ósk- ast til leigu (helzt á eimi gólfi). Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borg- artúní 7, fyrir 20. þ.m. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins.
«