Þjóðviljinn - 17.10.1967, Page 3

Þjóðviljinn - 17.10.1967, Page 3
Þriðjudagur 17. október 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J Detlurnar í SF-flokknum danska Larsen og félagar halda til streitu kröfu um aukaþing Einn nánasti samstarfsmaður Larsens krefst þess að nuverandi meirihluti í flokksstjórni nni segi af sér KAUP,MANNAHÖFN 16/10 — Eftir skrifum danskra blaða að dæma er nú stefnt að allsherjaruppgjöri í SF-flokkn- um danska, en miklar deilur hafa verið uppi í flokknum að undanförnu milli meirihlutans í flokksstjóminni og minnihlutans undir forystu Aksels Larsens, formanns flokksins. Sovézka geimfarið Venus iV lótið lenda á rekistjörnunni? Geimfarið kemur til Venusar árdegis á morgun og í Jodrell Bank er talið sennilegt að það lendi þar LONDON 16/10 — Sovézka geimfarið Venus IV kemur^ til Venusar árdegis á miðvikudag eftir að hafa verið fjóra mánuði á leiðinni frá jörðu. Talið er sennilegt að ætlunin sé að láta geimfarið lenda hægri lendingu á plánetunni. „Information" segir þannig að Larsen og félagar hans reyni ekki lengur að halda þvi leyndu að þeir stefni að því að kallað verði saman annað aukaþing flokksins á þessu ári. Tilgangur- inn sé að koma frá meirihluta flokksstjórnarinnar sem kosinh var á , aukaþinginu í sutnar. Minnfhlutinn hefur ekki nægilegt fylgi í flokksstjórninni til að fá hana til að kalla saman auka- þing og er því unnið að þvi að KjaraskerSng Framhald af 1. síðu. Um farmiðaskattinn sagði Bjarni m.a. að sú hugmynd hefði áður komið frám en verið frá henni horfið vegna óvinsælda hennar. Nú væri svo komið að þeir sem gætu veitt sér utan- landsferðir og keypt vaming í þeirn nytu sérstakra hlunninda, og væri þvi farmiðaskatturinn ráðstöfun til að jafna kjör iands- manna! (en ekkert var minnzt á blessun hins alfrjálsa inn- flutnings og takmarkalaust vöru- val!). Skerfur verkamanma Eini ræðumaðurinn sem að komst vegna ræðulengdar Bjarna Var Eysteinn Jónsson og stóð fundur þó til kl. hálf fimm Eysteinn mótmælti harðlega frumvarpinu og kjaraskerðingar- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Minnti hann á hvað verkamenn og iðnaðarmenn fengju í laun á ári fyrir dagvinnutíma ef þeir ynnu hvern virkan dag, 114-140 þúsund krónur, og taldi með ó- líkindum ef þetta kaup þýddi að verkamenn og aðrir launþégar hefðu fengið sinn skerf og vel það af hinum stórauknu þjóðar- tekjum, en Bjarni hélt því fram í framsöguræðu sinni. Una ekki kjara- skerðingunni Eysteinn minnti einnig á hinn gífurlega húsnæðiskostnað flestra fjölskyldna, og taldi óhæfu að ráðast á þetta dagvinnukaup og skerða það með lögum og ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar. Taldi Eysteinn alveg óhugs- andi að menn vildu una þessu; verkalýðshreyfingin hlyti að gera ráðstafanir til að hindra svo rangláta kjaraskerðingu. Lagði hann til að ríkisstjómin drægi frumvarpið til baka eða frestaði því og sneri sér í þess stað að því verkefni að leysa vanda at- vinnuveganna. Eysteinn var í miðri rajðu þegar fundi var frestað. Umræð- umar halda áfram á fundi neðri deildar í dag, sem hefst kl. 2. fá samþykktir nægilega margra flokksdeilda fyrir þeirri kröfu. Það verður að kallla saman auka- þing ef flokksdeildir sem í er fjórðungur flokksmanna, eða um 2.000, fara fram á það. Talið er sennilegt að þingið verði kallað saman fyrir jól. Aksel Larsen sagði fyrir helg- ina að hann byggist við því að óhjákvæmilegt yrði að kalla saman aukaþing flokksins. — Það hefur lengi verið megn óá- nægja f mörgum flokksdeildum með það hvernig aðalstjórnin og framkvæmdanefndin hafa gegnt störfum sínum, sagði hann. Yfirlýsing Þrír af þingmönnum flokksins, sem styðja Larsen, þeir Ove Krog Hansen, Poul Dam og Morten Lange, gáfu út yfirlýs- ingu fyrir helgina. Þar segja þeir m.a.: — Undanfarið hálft ár hefur verið sundnung í SF. Þetta ástand ógnar möguleikum flokks- ins til hagnýts starfs og því hlýtur að vera að því komið að flokksfélagar krefjist þess að bundinn verði endi á þessa ó- vissú svo að þingflokkurinn fái viðunandi starfsskilyrði. Þeir félagar segja að hin ný- kjöma aðalstjórn og fram- kvæmdanefnd hennar hafi ekki tekizt~að tryggja einingu' í röðum flokksins og ekki sé seinna vaenna að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hún vinni BELGRAD 16/10. Norska síjórn- in telur að Bandaríkjamenn eigi skilyrðislaust að hætta loftárás- um sínum á Norður-Vietnam. Hætta ber loftárásunum hvort sem leiðtogar Norður-Vietnams lýsa því yfir að þeir muni þá fúsir til samninga eða virða að vettugi tOkynningu um stöðv- un loftárásanna. Per Borten, forsætisráðherra Noregs, segir þetta í viðtali við hann sem birt var í Belgrad í gær. Borten er væntanlegur til SAIGON 16/10 — Bandarískar flugvélar vörpuðu í gær sprengj- um á virki Bandaríkjamanna við Con Thien, rétt fyrir sunnan flokknum tjón sem ekki verði bætt fyrir. Morten Lange bætti því við að nauðsynlegt væri að kalla saman aukaþing ef ,,aðal- stjómin áttar sig ekki og bætir ekki ráð sitt“. Meirihluti flokksstjórnarinnar er andvígur nýju flokksþingi. Hann telur að sögn „Informa- tion“ að sundrungin í flokknum stafi einvörðungu af því að Aks- el Larsen hafni allri samvinnu og virði vilja meirihlutans að vettugi. Fáránlegt Leiðtogi meirihlutans, Erik Sigsgaard, segir í viðtali við „Information“ um yfirlýsingu þremenninganna: — Það hefur verið talað um að koma verði á kyrrð í flokkn- um, en það verður ekki gert með því að ' vekja vantraust á hina löglega kjömu flokksstjórn. Mér finnst það einnig heldur fárán- legt að slík yfirjýsing skuli koma frá nokkrum hellztu að- standendum hins nýja klofnings- tímarits sem öðru fremur hefur valdið ókyrrðinni í flokknum. (Larsen og félagar háns hafa ný- lega hafið útgáfu nýs mánaðar- rits, „Her og Nu“.) „Þið verð'ið að fara" Jens Maigaard, einn helzti samstarfsmaður Aksels Larseps, skrifar grein í „Information", bar sem hann krefst þess að stjórn SF segi af sér. „Þið verð- ið að fara“, heitir greinin. Hann kennir henni um allar deilur innan flokksins og segir um bá með umrituðum fleygum orð- um Churohills: Aldrei hafa svo fáir -eyðilagt svo mikið fyrir svo mörgum. Júgóslavíu á morgun í fimm daga opinbera heimsókn. í við- tali við blaðið „Borba“ segir Borten að Vietnamdeilan verði aðeins leyst með samningavið- ræðum. Augljóst sé að hvorugur aðilinn geti knúð fram hernað- arlausn með úrslitasigri á víg- vellinum. Mikil og vaxandi hætta sé á því að stríðið breið- ist út og því sé það mjög að- kallandi að hlé verði gert á vopnaviðskiptum og samninga- viðræður hafnar, segir Borten. markalínuna við 1.7. breiddar- baug í Vietnam og var það í annað sinn á þrem dögum sem slík árás var gerð á virkið. Á föstudaginn varpaði bandarísk flugvél sprengjum á útvarð- stöðvar virkisins og biðu þá tveir bandarísikir landgöngulið- ar bana og 21 særðist. í loft- árásinni á virkið í gær féllu þrir Bandaríkjamenn, en rtíu særðust. Stórskotálið Vietnama hélt á- fram skothríð sinni á virkið í gær, en skothríð á það hófst aftur á föstudaginn, eftir nokk- urra daga hlé. Síðan hefur sprengjum rignt yfir það nær látlaust. Bandarískar flugvélar hétdu “áfram -loftárásum á skotmörk í Hanoi og Haipihong um helgina. Sir Bernard Lovell, forstjóri athugunarstöðvarinnar í Jodrell Bank í Englandi, skýrði frá því í dag að borizt hefði bréf frá forseta Vísindaakademíu Sovét- ríkjanna, M. V. Keldysh, þar sem þess er farið á leit að fylgzt verði með Venus IV frá Jodr- ell Bank. Þetta er í fyrsta sinn í all- mörg ár sem sovézkir vísinda- menn hafa, farið fram á aðstoð Breta við að fylgjast með ferð- um geimskipa og sir Bernard þykir það benda til að þeir leggi mikið upp úr ferð Venusar IV. í orðsendingunni frá Keldysh er ekki tekið fram hvort ætlunin sé að láta geimfarið lenda á plánetunni. Hugsanlegt sé að það eigi að fara fram hjá henni, en þó sé' sennilegra, að ætlunin sé að láta það lendá hægri lend- ingu. Fréttamaður brezka útvarps- ins spurði sir Bernard hvort bú- ast mætti við því að sendar yrðu sjónvarpsmyndir af plánetunni frá Venus IV. Hann kvaðst ekki hafa átt von á því, en þó væri það alls ekki útilokað og myndi mikill fengur að slikum mynd- um, þar sem enginn hefur hug- boð um hvernig umhorfs er á yfifborði Venusar, af þvi að plánetan er alltaf skýjum hul- in. Daginn eftir að Venus IV kemur til plánetunnar verður bandaríska geimfarið Mariner þar á ferðinni, en því er ætlað að fara fram hjá plánetunni. Njósnari gefur sig fram WASHINGTON 16/10 — Starfs- maður sovézku leyniþjónustunn- ar. Évgeni Rung, að nafni, gaf sig fyrir skömmu fram við bandarísk hernaðaryfirvöld í V-Þýzkalandi og hefur hann nú fengið hæli í. Bandaríkjunum. Runge kom upp um fjóra Vest- ur-Þjóðverja sem hafa stundað njósnir fyrir Sovétríkin og voru þeir handteknir á miðvikudag- inn. Einn- þeirra, kona að nafni Leonore Suetterling, hehgdi sig í fangaklefanum í gær. Hún hafði starfað í vesturþýzka ut- anríkisráðuneytinu og hafði þar kómizt yfir ýms leyniskjöl sem hún ljósmyndaði handa sov- ézku leyniþjónustunni. Einn hinna handteknu var eiginmað- ur hennar. Brenndi sig til bana til að mótmæla Vietnamstríði LOS ANGELES 16/10 — 55 ára gömul kona framdi í gærkvöld sjálfsmorð í Los Angeles í mótmælaskyni við stríðið í Vietnam. Hún vætti klæði sin í benzíni, bar eld að og stóð þegar í björtu báli. Þetta gerðist við byggingu sambandsstjórnarinnar f borginni. Konan, sem hét Flor- ence Beaumont, var flutt í sjúkrahús og lézt þar skömmu síðar. ALLT GENGIIR (hvar sem er og hvenær sem er - vi3 leik og störf » úti og inni BETURMEÐ COCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léttir skapi3 og gerir Iífi3 ánægjulegra. FRAMLEITT AF VERKEMIOJUNMt VÍFTEFEU. í UMBOÐI THE DOCA-COLA EKPQRT OOttPORAVKM Borten, forsætisráðherra Noregs: Hætta verður loftárásum á N- Vietnam skilyrðislaust 2 loftárásir gerðar á Con Thien-virkið fyrir mistök

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.