Þjóðviljinn - 17.10.1967, Page 7
ÞrfðjH&agur K. ofebðber 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ^
B. B.
Brigitte Bartfot
þýzkur borgari
Hin heimsþekkta þokkadís,
kvikmyndaleikkonan . Brigitte
Bardot hefur ákveðið að
leggj a fram sinn skerf til að
efla vináttu Frakka 'og Þjóð-
verja.
Til* þess að tryggja og inn-
sigla vináttu þessara' þjóða
er áður voru erkifjendur hef-
ur hin fullkomna BB ákveðið
að gerast vestur-þýzkur rík-
isborgari.
En hún vill ekki afsala sér
frönskum rikisborgararétti
sínum og óskar þess að verða
þannig tákn um bræðralag
þjóðanna.
Það var núverandi eigin-
maður hennar, Gunther Sachs
sem skýrði frá þessu í viðtali
við Munchen biaðið Bild
und Funk nýlega.
Af ást á mér og löndum
mínum vill eiginkona mín fá
vestur-þýzkan ríkisborgara-
rétt í viðbót við þann franska,
sagði Sachs.
Frægasta skáMsaga Kazan
tzakis í íslenzkrí þýðingu
Almenna bókafélagið hefur
gefið út fræga skáldsögu eftir
Nikos Kazantzakis, Alexis Sor-
bas, í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar.
Gríska skáldið Kazantzakis
er í fremstu röð bókmennta- ^
manna þessarar aldar. Hann
var maður víðmenntaður, dokt-
or í lögum og lagði síðar stund
á heimspeki og bókmenntir vjð
erlenda háskóla. Hann átti um
skeið sæti í ríkisstjórn Grikk-
lands og gegndi fleiri trúnað-
arstörfum, m.a. hjá UNESCO.
Hann ferðaðist mikið og bjó
lengi erlendis en var þó alla
ævi sjaldgæflega samgróinn
þjóð sinni og ættjörð. Naut
hann þar virðingar umfram
aðra höfunda og fráfall hans
1957 olli þjóðarsorg.
Eftir Kazantzakis hefur áð-
ur komið út á íslenzku skáld-
verkið Frelsið eða dauðinn, en
af öðrum verkum hans hefur
Alexis Sorbas náð mestri
frægð og orðið vinsælust, enda
er hún af flestum talin
skemmtilegust allra skáldsagna
hans. Sögumaðurinn er bók-
menntaður heimsmaður, sem
hefur dregið sig út úr skark-
ala veraldar og setzt að á eynni
Krit ásarnt verkstjóra sínum,
Sorbasi, sem annast jöfnum
höndum um ekkjuna Búbúlinu
og brúnkolanámu. Þessir tveir
menn eru á sinn hátt eins og
ósættanlegar andstaiður í
mannssálinni. I samskiptum
þeirra og eðlisfari eigast við
tveir öndverðir heimar, andinn
og holdið, aginn og taumleys-
ið, en baksvið atburðanna er
ástríðumettað smábæjarsamfé-
Iag í viðjum fátæktar og
munkdóms. En Sorbas, þessi ó-
borganlega persóna, er ekki að-
eins tákn hins frumstæða
Grikkja, heldur sver hann sig
engu síður í ætt við grískar
goðsagnahetjur, Seif og Ódys-
seif,, en manninn á götunni.
Þetta er með öðrum orðum
persónugerð, sem gæti auð-
veldlega minnt íslenzkan les-
anda á tvær aðrar og nærstæð-
ari sagnahetjur, þá Bjart í
einm og somu
Sumarhúsum og Jón Hregg- gerði kápuna.
viðsson — í
persónu.
Bókin ,er 313 bls., prentuð og
bundin i Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar. Kristín Þorkelsdóttir
Norðantímarít heíur
nýja útbreiðslusókn
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar á Akureyri hefur síðan 1956
gefið út mánaðarritið Heima
er bezt. Það hefur hlotið mikla
útbreiðslu, einkum til sveita,
norðanlands og austan. Hafa
útgefendur nú í huga að hefja
útbreiðslusókn fyrir ritið sunn-
anlands og verður það sent
hópi manna í Reykjavík og ná-
grenni til kynningar í þrjá
mánuði.
Ritstjóri er Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum. Ritið flyt-
ur aðallega íslenzkt efni, eink-
um frásagnir og viðtöl við
merka samtíðarmenn, rækilega
myndskreytt, svo og framhalds-
sögur eftir vinsæla höfunda
(nú er birt saga eftir Magneu
frá Kleifum). Þá er og í rit-
inu efni fyrir yngri lesendur,
dægurlagatextar, myndasaga og
fleira.
- ★ -
Áskrifendur ritsins geta einn-
ig keypt útgáfubækur forlags
Odds Björnssonar með 30% af-
slætti að meðaltali og fá þeir
árlega senda skrá yfir bækur
sem á böðstólum eru, en þær
eru nú á þriðja hundrað.
Nýtt smásagnasaín eftír
GuBmund Frimann komiB át
A'B. hefur gefið út nýtt smá-
sagnasafn eftir Guðmund Frí-
mann sem nefnist „Rautt
sortulyng*1.
Guðmundur Frímann byrjaði
kornungur að yrkja og hefur
getið sér orðstír sem Ijóð-
skáld. Fyrsta bók hans kom út
er hann var tvítugur, ,en alls
hefur hann samið fimm ljóða-
bækur auk þýðinga á erlend-
um kvæðum. 'Fyrir þrem árum
gaf hann út smásagnasafn,
Svartárdalssólin, sem seldist
upp á skömmum tíma að sögn
útgefanda.
Samkvæmt sömu heimild
sækja flestar sögurnar ,í hinni
nýju bók „efni í marinlegar
ástríður og ástir, sem eru þó
að sama skapi margvíslegar
sem persónur þær sem þar
fara með hlutverk eru hver
annarri ólíkar að aldri og skap-
gerð.“
Rautt sortulyng geymir átta
sögur, 163 blaðsíður. Bókin er
gerð í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar. Torfi Jónsson teiknaði
kápuna.
Ljós og sjón — nýjasta bók-
in á AlfræBasafni Almenna
Nýlega er komin út fimmt-
ánda bókin í Alfræðasafni Al-
menna bókafélagsins og nefn-
ist hún Ljós og sjón. Aðalhöf-
undar hennar eru þau Conrad
G. Mueller, prófessor í tauga-
fræði við Indianaháskólann og
vísindaráðunautur bandaríska
sjórannsóknaráðsins, og Mae
Rudolph, sem skrifað hefur
margt um læknisfræðileg efni,
m.a. á vegum Alberts Ein-
steinslæknaskólans. Auk þeirra
hefur fjöldi annarra sérfræð-
inga haft hönd í bagga um
samantekt og myndaval bókar-
innar, en íslenzka þýðingu
gerðu þeir Jón Eyþórsson veð-
urfræðingur, sem jafnframt er
ritstjóri Alfræðasafnsins, og
Örnólfur Thorlacius, mennta-
skólakennari, sem einnig skrif-
ar formála fyrir íslenzku út-
gáfunni.
Um efni þessarar bókar þarf
ekki að fara mörgum órðum
fram yfir það, sem nafnið gef-
ur berléga í skyn. Það er al-
kunna, að ljós, litir og \jón
hafa verið mönnum hugleikið
efni athugunar og rannsókr.a
allt frá því, er mannkynið^
komst á legg og hóf að ieita
lausnar á huldum dómum til-
veru sinnar og umhverfis. Og
þessi þrotlausa forvitni og
þekkingarleit á sér að sjálf-
sögðu mjög nærtækar orsakir.
Eins og komizt er að o.ði í
upphafi Ljóss og sjónar hefur
flestum einhvern tíma ,orðið
á að loka augunum og reyna
að þreifa sig áfram þvert yfir
herbergi til að skapa sér hug-
mynd um, hvernig það er að
vera blindur. En fáir hafa sál-
arþrek til að halda þessari til-
raun lengi áfram, þeim verð-
ur fljótt ómótt og fá ekki bælt
niður þörf sína til að sjá. Er
maðurinn opnar augun, léttir
honum mjög, enda nefur hann
endurheimt meira en sjónina:
Hann er á ný í tengslum við
umheiminn.“
í svo ríkum mæli á maður-
inn hamingju sína og velfarn-
að undir sjón sinni og því
ljósi, sem gerir hondm mögu-
legt að njóta hennar. Sjónin
er honum ekki einungis vopn í
lífsbaráttunni', heldur einnig
tæki til hugsunar g þrcska
og um leið uppspretta pcrsónu-
legrar lífsnautnar. En þó að
mannsaugað sé dásamlegt líf-
færi er það ekki alltaf á-
gallalaust eða ónæmt fyrir
hrörnun og sjúkdómum. Fyrir
því hafa hugir manna beinzt
snemma að augnlækningum og
jafnvel í fornöld komust menn
þar furðulangt. Þannig tíðkuð-
ust í Austurlöndum fyrir þrjú
þúsund árum skurðaðgerðir
við skýi á augum, þó að tækin
væru ærið frumstæð, enda én-
Happdrætti ÆF
ÞEGAR HEFUR verið dregið i
happdrættinu en vinnings-
núnier verða ekki birt að svo
stöddu þar sem margir eiga,
eftir að gera skil.
GERIÐ SKIL sem fyrst. Skrif-
stofa ÆF í Tjarnargötu 20 er
opin daglega kl. 3—7 síð-
degis.
att úr steini. Þá' var í Babí-
lóníu lögfest gjaldskrá lyrir
augnlækningar og var hún all
rífleg, einnig á nútíðarmæli-
kvarða sérstaklega, ef auðug-
ir menn og frjálsir áttu í hlut.
En ábatavoninni fylgdi líka
talsverð áhætta /yrir skurð-
lækninn, því að honum var
gert að ' láta hönd sína, ef
sjúklingurinn missti sjón við
aðgerðina. Frá öllu slíku kann
Ljós og sjón mörg skemmti-
leg dæmi, en að sjálfsögðu
skipa þar mest rúm augnvís-
indi nútímans, sem á seinni
árum hafa margfaldað þekk-
ingu manna á ljósi og sjón-
skynjun og aukið við bata-
horfur augnsjúklinga að sama
skapi.
Þannig fjallar Ljós og sjón
um efni, sem varðar hvern
mann. Bókin er 200 bls. að
stærð og eins og aðrar bækur
Alfræðasafnsins hefur hún að
geyma mikinn sæg mynda, og
þar á meðal litmyndir á um
það bil 70 blaðsíðum.
(Frá AB).
Bessi Bjarnason í hlutverki „Jónatans" í „Kardemommubæn-
um“ — og Lánis Ingólfsson ’í hlutverki bakarans.
Bessi Bjarnason í
norska sjónvarpinu
Bessa Bjamasyni hefur ver-
ið boðið að taka þátt í norskri
sjónvarpskvikmynd, sem norska
sjónvarpið vinnur nú að. Kvik-
myndin á að fjalla um norska
leikritahöfundinn Thorbjöm
Egner og verk hans. Margir
norrænir leikarar taka þátt í
þessari kvikmynd, og verður
hún væntanlega sýnd í sjón-
varpinu hér innan tíðar.
Bessi lék sem kunnugt er i
leikritum Egners, þegar þau
voru sýnd hjá Þjóðleikhúsinu
fyrir nokkrum árum. Hann lék
Jónatan, einn ræningjanna í
„Kardemommubæ“ og Mikka
j:ef í leikritinu „Dýrin í Hálsa-
skógi“.
★
Bessi hlaut mikið lof fyrir
frábæra túlkun á þessum hlut-
verkum. Þegar „Kardemommu-
bærinn" var sýndur í 75. sinn
var höfundurinn sjálfur stadd-
ur hér og varð mjög hrifinn
af túlkun Bessa á hlutverki
sínu.
Beiðni Loftleiða um vetrar-
fargjöld synjað af ráðherra
□ • Samgöngumálaráðuneytið
hefur fyrir skömmu synjað til-
mælum Loftleiða um sérstök
vetrarfargjöld á áætlunarlcið
félagsins milli Reykjavikur og
Lúxemborgar.
' Um þetta mál hefur ráðu-
neytið sent frá sér svofellda
ályktun:
Vegna blaðaummæla varð-
andi svonefnd vetrarfargjöld
Loftleiða h.f. á flugleiðinni
Reykjavík-Luxemborg - Reykja-
vík vill ráðuneytið taka eftir-
farandi fram:
Samkvæmt ósk Loftleiða h.f.
og að fengnum meðmælum
Flugráðs heimiláði ráðuneytið
17. ágúst 1963, félaginu um-
beðin vetrarfargjöld á ferðum
fram og til baka milli íslands
annars vegar og Luxemborgar,
eða Amsterdam hins vegar, til
reynslu næstu tvo vetur, 1.
október 1963 til 1. apríl 1964
og 1. október 1964 til 1. apríl
1965.
Haustið 1965 sóttu Loftleið-
ir h.f. um það til Flugráðs að
mega hafa sömu vetrarfar-
gjöld á flugleiðinni og áður
veturinn 1965—1966.'Enda þótt
Flugráð féllist á málaleitan fé-
lagsins að því er Luxembor^
snerti, var málið ekki borið
undir ráðuneytið og lá því ekki
fyrir leyfi frá réttum aðila
til vetrarfargj aldanna að þessu
sinni.
Haustið 1966 sóttu Loftleið-
ir h.f. ekki um leyfi til sér-
stakra vetrarfargj alda á þess-
ari leið.
Verður því að líta svo á
------------------------------^
Kveðja frá skattþegnum.
Veizluhöld ríkisstjórnar
og bjargráð
Þið veltist stöðugt í veizluhöldum
vetur, sumar og haust.
Skattþegn, er boginn bo.rgar,
brýnir hér sína raust:
Bjargráðin ykkar birtast nú óðum;
hinn blásnauði greiðir þar mest.
Þið ættuð heima í hurðarlausu . . .,
það hsefði ykkur bez’t.
að hinn opinberi fargjaldataxti
á umræddri flugleið hafi tvo
siðastliðna vetur verið kr.
9.256,00 fyrir báðar leiðir, enda
þótt nú sé upplýst, að taxtinn
hafi í framkvæmd verið kr.
7.065,00.
Hinn 15. ágúst þ.á. sóttu
Loftleiðir h.f. um leyfi ráðu-
neytisins til vetrarfargjalda á
flugleiðinni milli Luxemborg-
ar og fslands næstu tvó vet-
ur, þ.e. 1. október 1967 til 1.
apríl 1968 og 1. október 1368
til 1. apríl 1969. — Fargjald
skyldi vera kr. 7.065,00 fyrir
báðar leiðir.
Rétt er að leggja áherzlu á,
að umrædd vetrarfargjöld eiga
aðeins við sjálfstæðar feiðir
fram og til baka milli íslands
og Luxemborgar, en ekki tíl
ferða á þeirri leið sem ‘•luta
af lengri flugleið, t.d. til '’ða
frá Bandaríkjunum.
Samkvæmt upplýsingum Loft-
leiða h.f. var tala þeirra far-
þega, sem nutu vetrarfargjalda
síðustu tvo vetur 62 fyrri og
.71 síðari veturinn.
Ráðuneytið leitaði umsagnar
Flugráðs um málið og í um-
sögn ráðsins segir:
„Með því að umrædd fai>
gjaldalækkun myndi Dijóta al-
gerlega í bága við margyfir-
lýsta stefnu íslenzkra flug-
málayfirvalda um að gilda
skuli IATA-fargjöld milli ís-
lands og annarra Evrópulanda
en einmitt vegna þessarar
stefnu hefur tekizt að gera 'oft-
ferðasamninga við hin Evr-
ópulöndin um flug íslenzkra
flugfélaga til þessara landa, þá
telur flugráð ekki rétt að
víkja frá hinum almennu IATA
fargjöldum á einni tiltekinni
Framhald á 9. síðu.