Þjóðviljinn - 28.10.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.10.1967, Blaðsíða 4
I 4 SÍÐA — ÞJÓÐVXJXNN — Laugardagur 28. ofobólber 1967. Otgefandi: Saméiningarflokktir alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Viðmiðun 'Jpekiz’t hefur með eftirgangsmunum að fá nokkra vitneskju um nýja vísitölugrundvöllinn, sem miðaður er við neyzlurannsókn frá árinu 1965, og er þar ýmsan athyglisverðan fróðleik að finna. Rannsóknin náði til 100 fjölskyldna, verkamanna, sjómanna, iðnaðanmanna, opinberra starfsmanna, verzlunar- og skrifstofumanna í þjónustu eihka- aðila. Brúttótekjur þessara fjölskyldna á árinu 1964 reyndust verða mjög breytilegar,' kauplægsta fjölskyldan reyndist hafa 85.000 kr. í árstekjur, sú tekjuhæsta 370.000 kr. Er þar uim að ræða miklu meiri tekjumun en felst í kjarasamningum þeirra stéttarfélaga sem um er að ræða, og kynni sú staðreynd að benda til þess að raunverulegur launamismunur hafi aukizt á undanfömum vel- gengnisárum. Meðalárstekjur þeirra 100 fjöl- skyldna sem tóku þátt í könnuninni reyndust vera 253.664 krónur að meðreiknuðum fjölskyldubót- um en að frátöldum tekjuskatti, útsvari og kirkju- garðsgjaldi, svo að raunverulega er um að ræða fjölskyldu sem hefur nær 30Ó.000 króna árstekjur. En tekjur og gjöld þessarar meðalfjölskyldu eru grundyöllur hinnar nýju vísitölu og eðlileg við- miðun fyrir launafólk, því gjaldaskipting sýnir að þar er sannarlega ekki um neina óhófseyðslu að ræða. J^aunafólk hlýtur að taka sérstaklega eftir því hvað þessar meðaltekjur eru háar í saman- burði við árstekjur þær fyrir venjulegan dagvinnu- tíma sem felast í samningum verklýðsfélaganna. Dagsbrúnarverkamaður sem vinnur fullan dag- yinnutíma allan ársins hring samkvæmt 4. taxta hefur ekki nema.tæplega 120.000 krónur í árstekj- ur. Hæstu umsamdar árstekjur prentara fyrir dag- vinnutímav eru um 175.000 krónur. Engin sú stétt sem neyzlurannsóknin náði til hefur í umsamið dagvinnukaup nándar nærri þá upphæð sem með- alfjölskyldunni er reiknuð. Þessar staðreyndir sanna að fjölskyldur þær sem gáfu upp tekjur sín- ar og neyzlu hafa sótt mjög verulegan hluta af launum sínum í aukavinnu og aukaborganir. Af því getur hver maður markað hversu mikið vantar á að verklýðshreyfingin hafi náð því markmiði sínu að tryggja verkafólki sómasaimlegar árstekj- ur fyrir dagvinnuna eina saman. þessar sj;aðreyndir hljóta að hafa áhrif á viðræð- ur þær sem nú fara fram um kaup og kjör. Þær ráðstöfunartekjur sem speglast í vísitölugrund- vellinum hafa að undanförnu verið að skerðast stórlega hjá miklum fjölda launafólks og veruleg hætta er á að sú þróun haldi áfram á næstunni með, óbreyttri stjórnarstefnu. Það er því sannar- lega ekki á dagskrá hjá verklýðshreyfingunni að fallast í ofanálag á mjög stórfellda lækkun á um- sömdu kaupi, eins'og ríkisstjómin ætlast til; verk- efnið er hitt hð tryggja yaxandi samræmi milli dagvinnukaups verkafóiks og þeirrar eðlilegu við- miðunar sem felst í vísitölugrundvellinuim. — m. Tannlæknafélag íslands 40 ára I>að imjn hafa verið sunnu- daginn 30. okt. árið 1927, að 3 af tannlasknum Reykjavikur. Brynjúlfur Bjömsson, Thvra Lange, síðar frú Loftsson, og Hallur L. Hallsson komu sam- an í Ingólfshvoli, húsi í Hafn- arstræti er svo var nefnt, í þeim tilgangi að stofna til fé- lagasamtaka meðal tannlækna bæjarins, sem þá voru 5 tals- ins. Fyrir framták og stéttar- vitund þessara frumherja ís- lenzkrar tannlæknastéttar vaið Tannlæknafélag Islands til. Félagið hefur á margan hátt reynt að þakka þessum frum- herjum áralöng trúnaðarstörf i þágu þess, með þvi m.a. að gera þau að heiöursféiögum í stéttárfélagi þeirra. Énn eru frú Thyra Loftsson og Hallur L. Hallsson starfandi félagar, en Brynjúlfur Bjömsson er lát- inn fyrir allmörgum árum. Fyrstu 3ög Tannlæknafélags Islands svo og Codex Ethicus voru að mestú samin af — eða fyrir tilstillli Brynjúlfs heitins Björnssonar, sem var vel menntaður og fræðimaður mik- iU f öllu er að tannlækningum laut. Á þessum 40 ára starfsferli Tannlæknafélags ísiands hefur félagatalan vaxið allört, eink- um þó síðan Tannlæknadeild Læknadeildar Háskóla íslands tók til starfa. Er nú tala fé- laga, þeirra sem á lífi em um 88 talsins auk nokkurra ís- lenzkra tannlækna, er sezt hafa að erlendis. Félagið hefur fró fyrstu tíð borið gæfu til að vinna að hugðarefnum sínum á sviði heilbrigðismálla í tann- lækningum samihent og undir merki góðvildar og sanngimi og með því móti komið mörg- um áhugamálum sinum fram, bæði innan félags og utan, íé- lagsmönnum og aímenningi til hagsbóta. Má í því sambandi minna á tannlæknavaktþjón- ustu félagsmanna á stórhátíð- um ársins, fræðslustarfsemi félagsins í þógu almennings, með blaðagreinum, gluggasýn- ingum, útvarps- og sjónvarps- erindum um tannhirðingu og tannvernd. Ennfremur má nefna þá leiðréttingu á lyfja- málum tannlækna, sem fengizt hefur eftir áralanga baráttu fé- lagsins, mjög til hagræðis fyrir almenning. Þá hefur félagið haldið uppi tannsmíðaskóla fýrir tannsmíðanema nú í nokkur ár. Hefur slík starfsemi verið allþungur baggi á herðum félagsins, en komið að ómet- anlegum notum fyrir þettaað- stoðarfólk tannlækna. Fyrir nokkrum árum stofnuðu tann- læknar lífeyrissjóð TFl, til þess að reyna með því móti að tryggja afkomu meðlima sinna, er árin færast yfir þáogvinnu- ------------------------------- þrékið Jætur á sjá eða heilsu- brestur segir til sín. Skólatannlækningar liggja niðri Lengst af hefur féiagið verið á hrakhólum með húsnæði fyr- ir starfsemi sína, en fyrir nokkr- um árum tók það í samráði við innkaupasamband tann- lækna, Dentaliu hf., húsnæði á leigu í Bolholti 4. Eftir að □ Nýlega áttu blaðamenn þess kost að ræða við stjórnarmeðlimi Tann- læknafélags Islands í til- efni af fjörutíu ára af- mæli félagsins í vistleg- um húsakynnum félags- heimilis þcirra að Braut- arholti 4- □ Núverandi stjórn skipa Gcir R. Tómasson for- maður, Kjartan Guð- mundsson varaformaður Kristján Ingólfsson ritari Gunnar Dyrset gjaldkeri og Hörður Einarsson nSeð- stjórnandi. Hér fara á cftir nokkur atriði úr spjalli við tann- læknana. VerkaSýðsforingj- ar þriggja Norð- urlanda þinga STOKKHÓLMI 26/10 — Mikil á- herzla var lögð á nauðsyn varð- veizlu efnahagslegrar samvinnu á Norðurlöndum, er leiðtogar al- þýðusambandanna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð komu sam- an á fund í dag. Og í kvöld var skýrt frá því að mikil eining væri í viðhorf- um um framtíðarstöðu Norður- landa til EBE. Mikilvægustu málin á dag- skrá voru launænál og vinnu- tími og því var lýst yfir að staca láglaun-afólks yrði mjög ,á oddinum í væntanlegum samn- ingum við vinnuveitendur í lönd- unum þrem. f löndunum þrem verður 42,5 tíma vinnuviku komið á í síð- asta lagi um áramótin 1968/69 og alþýðusamböndin vinna að því að vinnutíminn verði tak- markadur við 4€ stundir á viku Dentalia fflutti burt hefur hús- rými þetta verið aukið ogend- urbætt þannig að vel má nú við una. Með tilliti tffl hinnar öru þró- unar þessarar tiltölulega ungu vísindagreinar, sem nútima- tannlæknisfræðin er orðin, þá hefur það að sjólfsögðu fallið i skaut TFl að hafa forgöngu um faglega fræðslu félagsmanna, gera þeim þannig kleift að fyigjast með helztu nýjungurn á lækningasviði sínu. Hefurþá helzt verið reynt að fá hingað erlenda sérfræðinga, er haldið hafa námskeið í hinum ýmsu greinum tannlækninga á vegum kursusnefndar félagsins. Að sjálfsögðu bíða enn mörg verkefni úrlausnar á komandi tímum. Má þar ncfna m. a. skólatannlækningar, scm hafa lagið mikið til niðri undanfar- in ár hér í Reykjavík, cnda þótt nú sé ofurlítið farið að rofa til í þeim málum. Stnfn- að hefur verið skólayfirtann - læknisembætti hér í borg og lofar það góðu um forystu og hægfara uppbyggingu ogskipu- iagningu á barnaskólatann- lækningum, sem vissulega er knýjandi nauðsyn, ckki einung- is hér í Rcykjavík, heldureinn- ig um byggðir Jandsins. Þar er ástandið vægast sagthörmu- legt, eirikum hjá skólabörn- um, en erfitt er um vik, bar sem tannlæknaskortur háir enn raunhæfum aðgerðum, _ enda þótt aðstæður til tannlækninga séu sæmilegar á sumum stöð-- um. Sé t.d. gert ráð fyrir ein- um tannlækni á hverja þúsund íbúa .landsins þá' þyrftu að vera starfandi hér um 180 tannlækn- ar, en heildartala þeirra er nú tæplega 90. Þeim tanniæknum er setjast vildu að úti á Jandi þyrfti að tryggja það góða af- kómu og vinnuaðstæður, helzt í nánum tengslum við héraðs- sjúkrahús eða fjórðungssjúkra- hús, að þeir yndu vel hag sín- um. Mætti í því sambandi vel hugsa sér að stofna til héraðs- tannlæknisembætta í þvískyni, líkt og t.d. Svíar hafa gertmeð góðum árangri. Það er varla hægt að sofa á þessum mál- um öllu lengur af hendi hins opinbera og Tannlæknafélag íslands er ætíð reiðubúið iii þess að ljó uppbyggingu á heiilbrigðismálum í tannlækn- ingum allt það lið er félagið telur að til hagsbóta horfi. 1 helzíu sjúkrahúsum í bæjum og borgum byrfti svo að koma upp lækningaaðstöðu fyrir sér- menntaða tannlækna og þá einkanlega í kjálka- og munn- skurðlœkningum sem tækju eð sér stærri aðgerðir er krefðust sjúkrahúsvistar ásamt meðferð annarra legusjúklinga, svosem nú er orðinn háttur á í flestum menningarlöndum. Á sjúkrasamlagið að borga tanntöku? Tiil þess að uppfylla þær kröfur, sem í dag eru gerðsr til heilsugæzlu og verndar á sviði tannlækninga, þarf m.a. eð auka og endurbæta alla starfsaðstöðu Tannlæknadeild- ar Læknadeildar Háskóla ís- lands. Eins og er, virðist var'a sjáanlegt að hún geti taiizt starfhæf, hvað þá heldur tek- ið við og menntað þann f jölda tannlækna, sem þjóðfélagið þarfnast. Ber að vona að for- ráðamenn þessara málla beri gæfu til að finna hina réttu leið sem fyrst. Um sjúkrasamlög og sjúkra- tryggingar í sambandi rfð tannlækningar hefur töluvert verið rætt og ritað á undan- fömum árum. Hafa skoðamr verið allskiptar um þau mál, bæði innan félags og utan, og oft verið skammt öfganna á milli um hver bezt yrði lausn þeirra mála. Tvívegis het'ur komið fram á alþingi frumvarp til laga um breytingar á al- mannatryggingum viðvíkjandi sjúkratryggingum í sambandi við tannlæknisverk og greiðsílu á beim frá hendi sjúkrasam- laga, allt að 3l/„ ef þær teld- ust bein heilsufarsleg nauðsyn, eins og komizt er að orði, að því er mig minnir í viðkom- ■andi frumvarpi. Alm. tryggingar og sjúkra- samlög almennt hafa yfirleitt tekið neikvæða afstöðu til bóta- greiðslu fyrir tannlæknisverk, sjálfsagt aðallega af fjárhags- legum ástæðum, enda má gera róð fyrir stórhækkuðum ið- gjöldum til sjúkratrygginga, ef sjúkrasamlögin tækju að scr greiðslur fyrir. unnin tann- læknisverk, þótt aðeins væri miðað við hið allra nauðsyn- legasta. Tann- og munnsjúkdómar munu vera þeir kvillar sem mest hrjá Islendinga nú á tím- um. Má í því sambandi nefna að samkvæmt rannsókn,um á bömum undir skólaskyldualdri, sem framkvæmd var fynr nokkrum árum, eða náriar til- tekið 1962, þá voru 55,2% af 2ja ára bömum og 100% af 7 ára börnum með meira og minna skemmdar tennur. Seg- ir slíkt sína sorgarsögu um heilbrigðisástand tanna, einnig hjá þeim eldri, þegar slíkt hörmungarástand ríkir hiá yngstu þjóðféiagsþegnunum. Siæmt ástand tanna og aðrir sjúkdómar i munni hafa svo aftur orsakað milda aðsókn til hjnna tiltölulega fáliðuðu tann- lækna hér á landi. Eru tannlæknar svíðingar? Oft hefur ómaklega verið vegið að tannlæknum í sam- bandi við óheyrilega verðlagn- ingu á læknisaðgerðum þeirra. Hefur þá gjaman geirum óá- nægjunnar verið beint að alln stéttinni, þegar ná hefur átt til einstakra tanniækna er mönnum hefur fundizt þeir hlunnfamir í skiptum sinum við þá. Slikt kann í einstaka tilfellum að hafa komið fyrir. Segja má að mönnum séu í slíkum tilfelJjum samkvæmt landslögum tryggður réttur til að leita réttar síns og ættu því ekki að rjúka í blöðin með Framhald á 7. síðu. Vatteraðir nyionjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. FÍFA auglýsir Stórkostleg verðlækkun á peysum og úlpum fyrir börn og fullorðna. Verzlið yður í hag — Verzlið í Fífu. Verziunin FÍFA i Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.