Þjóðviljinn - 28.10.1967, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. oJctöber 1967 — í*JÓÐVXLJINN — SÍÐA 7
\ *
Ræðtr Jónasar Árnasonar
Fnamhald af 5. sí5u.
hontun standa. Það, sem til að
mynda veldur einna flestnm
grátim hárum á höfðum ís-
lenzkra foreldra nú til dags,
eru áhyggjur út af því hvað
böm þeirra eru einþykk og ó-
ráðþæg.
Samþandið milli kynslööanna
hefur rofnað. Þær umgangast
ekki lengur hver aðra eins og
eðlilegt væri, taka lítinn sem
engan þátt í lífi hver annarr-
ár, hafa lokazt inni hver í sinni
stíu.
Og hvað hefur valdið þessu?
Ég hef nefnt eina ástæðuna.
Nú skal ég nefna aðra.
Sú viðleitni sem að undan-
fömu hefur verið höfð í
frammi til hjálpar æskulýðn-
um í félagslegum efnum, virð-
ist byggð á þeirri meginhugs-
un að vandamál hans verði
helzt leyst með því að halda
honum sem mest aðskildum frá
öðru fólki. Sérstök æskulýðs-
heimili eru að sjálfs^gðu góðra
gjalda verð, og æskulýðsdans-
leikir undir eftirliti sam-
vizkusamra manna munu sjálf-
sagt geta minnkað nokkuð
hættuna á því að unglingar
lendi á glapstigum. Þó hef ég
séð mörg dæmi þess í sveit-
inni, þar sem ég á heima, að
þau böllin heppnast einmitt
bezt, þar eem kynslóðimar,
ungir jafnt sem gamlir, dansa
■4>
Tannlæknafélagið
B'ramlhald af 4. síðu.
upphrópunum um svíðdngshátt
stéttarinnar. Einnig mættu blöð-
in gæta meiri hófsemi í skrif-
um sínum um starfsemi tann-
lækna og ekki nema að' athug-
uðu máli. FóBk er orðið vant
því að læknishjálp sé að meira
éða minna leyti greidd af
sjúkrasamlögum og finnst þá
oft á tíðum að greiðsla sú sem
tannlæknar taka fyrir störtsín
sé allt of há, þar eð enginn
aðili hleypur þar undir bagga
með hjálp. Sanni nær mun
vera að þjónustugjaldi íslenzkra
tannlækna fyrir störf þeirra
sé mjög í hóf stillt, sé miðað
við þjónustugjald kdllega þeirra
í nágrannalöndum okkar; er
þar ekki aðeins átt við að
„taxti“ íslenzkra tannlækna sé
mikiu lægri en samsvarandi
„privat" taxtar erlendra starfs-
bræðra þeirra, heldur er taxii
oklcar efcki hærri — og í mörg-
um tilfellum lægri — en sjúkra-
samlagsgjaldskrár þær, sem
tryggingastofnanir og tann-
læknar hafa samið um sín í
milli hjá nágrannaþjóðum okk-
95% þjóðarinnar þjást
af tannskemmdum
Tannlæknafélag Islands lít-
ur yfir farinn veg undangeng-
inna 40 ára og telur að þótt
ýmislegt megi að finna og
sumt betur mátt fara, þá hafi
á hinn bóginn miklu meira á-
unnizt og framfarir á sviði
tannlækninga verið stórstígar
hér sem annarsstaðar. Okk-
ur er ofarlega- í huga að koma
menntun og kennslu tann-
smiða og aðstoðarstúlknatann-
lækna í sómasamlegt horf í
náinni frámtíð.
Væri- í því sambandi æski-
legt og raunar sjálfsagt að hið
opinbera taki á sig að ein-
hverju eða öllu leyt.i, og helzt
þá í samráði við Tannlækna-
deildina þær skyldur og fjár-
hagsilegu byrgðar, er slíkri bjálf-
un fylgir.
Það er fynrsjáanlegt að Tann-
læknafélag íslands verður að
bafa samráð og samvinnu við
aðrar stéttir heilbrigðisbjónust-
unnar um uppbyegingú og end-
urbætur á heilbrigðismálum
bjóðarinnar, einkum þó þeirri
hlið er að tannheilsu og tann-
vemd - snýr. Þetta er stórmál.
er varðar- heilbrigði og veilfarð
allra landsmanna, ekki sízt, ef
haft er f huga að meira en
95% bjóðarinnar þjáist meira
os minna af tann- og mimn-
sjúkdómum.
í einum sal. Og ég fullyrði
hiklaust, að margt það til-
stand, sem gert er með æsku-
lýðinn, sem slíkan og sér á
parti, er alveg ástæðulaust og
sumt mjög varhugavert. Þegar
til að mynda Sinfóníuhljóm-
sveit íslands vill bæta tónlist-
arsmekk ungs fólks, sem sann-
árlega er ekki vanþörf á, með
því að bjóða því afsláttarmiða,
færi bezt á að hún gerði það
án þess að auglýsa endilega
sérstaka æskulýðstónleika, eins
og hún hefur gert. Enda sýnist
mér, að ungt fólk ætti að geta
haft sömu ánægju af klassískri
músik, þó að einhverjir full-
orðnir séu viðstaddir. Og þó
að ég þykist vita að gott eitt
vaki fyrir þeim prestum sem
nú eru í vaxandi mæli famir
að auglýsa sérstakar æskulýðs-
guðsþ j ónustur, efast ég ekki
um að Guð almáttugur mundi
kunna bezt við að sjá unga
sem gamla sitja hlið við hlið
í húsi sínu.
Slik dæmi mætti nefna
fjöldamörg fleiri, og enda þótt
þau kunni að virðast smávægi-
leg hvert fyrir sig, á þetta þó
allt sinn þátt í þeirri sortér-
ingu sem tvímælalaust er kom-
in út í öfgar. (Sérstakar æsku-
lýðsguðsþjónustur gætu jafn-
vel virzt vottur þess, að far-
ið sé að reikna með því að
til sé sérstakúr æskulýðsguð).
Víst er að þessi sortéring er,
vægast sagt, ekki líkleg til þess
að draga úr þeirri sannfæringu
æskulýðsins, að hann sé sér-
stök manntegund, — og minn-
ít reyndar óskemmtilega mikið
á það sem gerist í löndum þar
sem kynþáttamismunun ríkir
og tilteknu fólki er bannað að
láta sjá sig nema á tilteknum
stöðum.
Aðbúð unga
fólksins
Og hér er ég kannski kom-
inn að sjálfum kjama málsins.
Allar hinar miklu umræður
um vandamál 'æskulýðsins og
tilstandið sem stundum er ver-
ið að gera út af honum, — hvað
sannar það? Að eldri kynslóð-
in og það þjóðfélag sem rekið
er á hennar ábyrgð láti sér í
raun og veru annt um þetta
fólk?
í þessu sambandi væri freist-
andi að taka t.-d. skólamálin til
.rækilegrar athugunar. Um þau
væri margt acf segja og ekki
allt par fallegt. Fjárveitingar
til þeirra eru skomar svo við
nögl, að margir skólar mundu
án efa lognast út af með öllu,
ef ekki væri fyrir þrautseigju
og fórnfýsi þeirra manna sem
stjóma þeim.
Ég kenndi tvo undanfama
vetur við hehnavistarskála,
þar sem ekki er að heitið geti
nein aðstaða fyrir unglingana
að nota tómstundirnar sér til
gagns og þroska, og er þó slik
aðstaða engu þýðingarminni á
slíkum skóla en sjálfar kennslu-
stofurnar. (Og þó hefur þessi
skóli búið við batnandi hag að
því er aðstöðu snertir undan-
farin ár, en samt er ástandið
enn eins og ég sagði) Og fyr-
ir fáeinum árum kenndi ég
við skóla hér i Reykjavík, sem
hafði fyrir náð og miskunn
fengið inni hjá fyrirtæki sem
annaðist bílaviðgerðir á neðstu
hæð hússins. Það voru stund-
Um böll á laugardagskvöldum.
og þá urðu nemendurnir að
dansa í einni kennslustofunni
og í þröngum gangi fyrir ír'am-
an hana og jafnvel niðri í
stigunum. Kennslan var stunl-
um við stöðugt undirspil frá
skröltandi vélum og hömrum
sem dundu á stáli. Og þegar
vindur stóð upp á útidyruar
fylgdi þessum skarkala siybba
af margskyns málningartegund-
um, benzíni pg olíum.
Þetta sérkennilega skólanús-
næði mun r.ú að vísu afiagt
sem slíkt, en þó er enn víða
kennt við aðstæður sem eru
litlu betri en þessar. Og Jvetta
gerist á sama tíma og bif-
reiðainnflytjendur byggja sér
æ stærri og glæsilegri hallir
þar sem þeir hafa tfl. sýnis
sína fjórhjóluðu gæðinga. Sam-
anburður á þeim höllum og
skólum okkar tala sínu máli
um það, hverjir velþóknunar
njóta í þessu þjóðfélagi. Lúxus-
bílar búa við miklu glæsilegri
húsakynni, meðan þeix bíða eft-
ir kaupendum sínum, heldur
en íslenzkur æskulýður, meðan
hann býr sig undir lífið.
Ég held að ég láti þetta
nægja um skólamálin að sinni.
Það gefst án efa tækifæri til
að ræða þau nánar, og það
frekar i fyrr en síðar, á þessu
þingi. %
í slæmum félags-
skap
í framhaldi af þessu væri þó
kannski ekki úr vegi að minn-
ast hér á annað atriði sem
veldur mér áhyggjum, og það
er aðstaða hæstvirts mennta-
málaráðherra. Aðsiaða hans
veldur mét áhyggjum, vegna
þess að hún er svo óskemmti-
leg, að ég ekki segi átakanleg,
og mér finnst að maðurinn eigi,
vegna margra góðra kosta,
miklu 'betra hlutskipti skilið.
Ég veit, að það er honum metn-
aðarmál að láta sem mest gott
af sér leiða í þessum efnum.
Ég er viss um, að hann mundi
feginn vilja reisa marga skóla,
sem að glæsileik væru sam-
bærilegir við a.m.k. miðlungs-
bílasölur. En hann hefur orðið
að sæta þeim hörmulegu örlög-
um að vera ekki 'aðeins
menntamálaráðherra heldur og
ráðherra viðskiptamála í rik-
isstjóm sem fyrst og • fremst
lýtur vilja þeirra þjóðfélags-
afla sem alla hluti meta sam-
kvæmt sjónarmiðum gróða-
hyggjunnar, en hafa litinn sem
engan skilning á skólamálum
eða öðru því sem til menningar
horfir.
Það er eins og þar stendur:
Illt er tveim herrum að þjóna.
Það getur enginn þjónað
menntagyðjunni af trúmennsku
án þess að valda um leið
styggð í röðum þeirra sem
dýrka Mammon. Og samstarf-
ið í þeirri stjóm, ' sem
hæstvirtur (ráðherra á aðild
að, byggist á því fyrst og
fremst að í þeim röðum ríki
gleði og fögnuður. Hann hefur
sem sé lent í slæmum félags-
skap, og fyrir þá sök getur
hann ekki komið í framkvæmd
nema litlu einu af öllu því
góða sem hann vill í menning-
armálum. Hann mundi án efa
verða miklu hamingjusamari
maður i öðrum og betri félags-
skap, sem hann og ætti skil-
ið, í annarri og betri ríkis-
stjórn. En það er sennilega til
lítils að benda honum á það.
Kannski er það orðið um sein-
an.
En þessi staðreynd, þessi
vafasami félagsskapur sem
hæstvirtur ráðherra hefur valið
sér, veldur mér einnig nokkr-
um beyg í sambandi við fram-
kvæmd þeirra mála sem ráð-
gerð eru í þessu frumvarpi. Það
er talað um fjárveitingar. Það
er hinsvegar lítið talað um
það hve háar þær eigi að vera
né heldur hvemig þær verði
tryggðar. Margt bendir sem sé
til þess, að eftir að hæstvirtur
menntamálaráðherra hefði
fengið, frumvarp þetta sam-
þykkt, færi fyrst verulega að
reyna á einlægni hans í málinu
og dugnað, hvemig honum
tækist til með að fyrirbyggja
óæskileg áhrif þess Mamm-
onssafnaður, sem mestu ræð-
ur um aðgerðir hæstvirtrar
ríkisstjórnar, og að tryggja
nægan stuðning fjárveitingar-
valdsins. Það hygg ég að verði
þrautin þyngri. Það er nefni-
lega fast sem . . . e . . . sum-
ir halda.
Sízt vildi ég þó gerast sek-
ur um ástæðulaugar hrakspár.
Ég leyfi mér að vona allt hið
bezta um framkvæmd þessa
frumvarps.
Maður er manns
gaman
En, sem sagt. árangurinn
veltur að mínum dómi fyrst og
fremst á því að þeir,
framkvæmdinni eiga að stjóma,
hafi hliðsjón af þehn grund-
vallaratriðum, sem ég hef hér
reynt að gera grein fyrir. Fram-
kvæmdin verður að miða að
því að venja æskulýðinn af
þeirri hugsanaskekkju að hann
sé sérstök manntegund. Eldri
kynslóðin verður þá líka að
hætta að haga sér gagnvart
honum eins og svo sé. Hún
verður að hætta að stugga hon-
um frá sér. Hún verður að taka
meiri þátt í lífi hanS.
Áður en tímabil hinnar
skefjalausu sortéringar hófst,
var það helzta einkennið á fé-
lagslífi okkar íslendinga að
ungir sem gamlir tóku jafnan
þátt í því. Aldursmunur var
þá ekki talinn neinn þröskuld-
ur i vegi fyrir því að menn
gætu verið góðir félagar. Og
þannig er þetta raunar enn í
vissum byggðarlögum. En ég á
hér við ungmennafélögin.
Mörg þeirra hafa að vísu dá-
ið drottni sínum, en það eru
líka til ungmennafélög sem enn
starfa af furðu miklu tápi og
fjöri. Ég get um það borið af
eigin raun. Tvo undanfarna
vetur starfaði ég í tveim ung-
mennafélögum, og ég hef ekki
í annan tíma fundið betur
sannleiksgildi hins fomkveðna,
að maður er manns gaman.
Starfsemi þessara félaga bygg-
ist á því gamla og 'góða við-
horfi að aldursmunur þurfi
ekki að vera til trafala í sam-
skiptum manna, heldur geti
hann þvert á móti orðið til
að auka ánægjuna af slíkum
samskiptum og efla þroska
allra aðila. Menn teljast vera
jafngóðir og nýtir ungmenna-
félagar, hvort sem þeir era 50
eða 15 ára.
• / Ég vek athygli á þessu hér
vegna þess að mér sýnist, að
starfshættir ungrnennafélag-
anna gætu um margt orðið til
fyrirtnyndar við framkvæmd
þessa frumvarps. Raunar er
gert ráð fyrir einhverjum
stuðningi við ungmennafélögin,
sem og önnur skyld samtök í
frumvarpinu, og gott er það.
Þeim mun meiri sem sá stuðn-
ingur verður, þeim mun betra.
Kannski yrði það einmitt
happasælasti árangurinn af
þessu frumvarpi, ef það gæti
blásið nýju lífj í ungmenna-
félögin og hafið aftur til vegs
hinar gömlu hugsjpónir þeirra.
í>ví yrði þó eflaust haldið
fram, að starfshættir ung-
mennafélaganna mundu ekki
eiga við í Reykjavik eða ann-
arsstaðar í þéttbýlinu. Og það
er sjálfsagt rétt, — að þeir
hæfi.betur þar sem færra fólk
saman komið og minni
gauragangur í daglegu lífi, —
úti á landsbyggðinni —■ í kaup-
stöðum og í sveitum. En þess
ætti maður þó að mega æskja
að einnig í Reykjavík yrði sem
mest reynt að starfa í þeim
anda sem enn einkennir ung-
mennafélögin. Þar — í þétt-
býlinu, — kallar líka mest að
um lausn vandans. Þar er mest
í húfi . að kynslóðimar fari
aftur að gefa vinsamlegan
gaum hver að annarri. Þar
ríður á mestu að rofin verði
einangrun þeirra hverrar um
sig, felld niður spilverkin. og
afnumdar stíurnar.
Að endingu þessi ítrekun:
Þó að frumvarp þetta nefnist
„Frumvarp til laga um æsku-
lýðsmál11, lít ég, svo á, að
framkvæmd slíkra laga eigi
ekki að vera bundin einvörð-
ungu við æskulýðsmál í þröngri
merkingu. Ég vil vona, að
framkvæmdin verði með þeim
hætti að frumvarpið hefði eins
mátt nefnast: .'.Fxumvarp til
laga um heilbrigð samskipti og
sættir milli ungra og gamalla
íslendinga“.
ÓSKATÆKI
Fjölskyldunnar
Sambyggt
útvarþ-sjónvarp
GRAND FESTIVAL
23” eða 25"
KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR
• MeS innbyggðri skúffu
fyrir piötuspilara
• Plötugeymsia
• Ákaflega yandað verk, — byggt
með langa notkun fyrir augum.
• Stórt útvarpstæki með 5 byigjum,
þar á meðai FM og bátabyigju.
• Allir stillár fyrir útvarp og
sjónvarp í læstri veltihurð
• ATHUGIÐ, með einu handtaki
má kippa verkinu innan úr
tækinu og senda á viðkomandi
verkstæði — ekkert hnjask með
kassann, lengri og betri ending.
ÁRS ÁBYRGÐ
Fást víöa um land.
AöalumboS:
EINAR FARESTVEIT & CO
Vesturgötu 2.
SER.VÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Smurt brauð
Snittur
vlð Oðinstorg —
Síml 20-4-90.
INNH&MTA
tÖGFRÆQtSTðfíl?
óodhmmoK
Mávahlíð 48. Síml 23970.
AHt til
RAFLAGNA
■ Rafmagnsvórur.
■ Heimilistækl.
■ Útvarps- og sjón-
varpstækl
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12.
Síml 81670.
NÆG BÍLASTÆÐl.
VAUXHALL
BEDFORD
UMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 3 5ÍM1 38900
HÖGNl JÓNSSON
Lögfræðl- og fasteignastofa
Bergstaðastræti 4.
Sími 13036.
, Heima 17739.
SIGURÐUR
BALDURSSON
hæstaréttarlögmaður
LAUGAVEGl 18, 3. hæð.
Símar 21520 og 21620.
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannargæðin.
BiRIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRI DGESTON E
ávailt fyririiggiandí.
GÓÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðír
Gýmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Laugavegi 38
Skólavörðustíg 13
Mjög vandaðar og
fallegar unglinga-
og kvenbuxur.
Efni: 55% térylene
45% ull.
Stærðir: 10 — 12 —
14 — 38 — 40 — 42
og 44.
Verð frá 675,00.
Póstsendum um
allt land.
KH«X9