Þjóðviljinn - 10.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVJLJUMN — FVfetudagur M. tmðwenKber 1067. Herra íorseti. — Ekki þarf að færa rök að þvi hér á þess- um stað hvers vegna Þingvell- ir eru í vitund þjóðarinnar helgasti stáður landsins. Hiris vegar er ástæða til að íhuga hverju sú helgi er tengd á staðnum sjálfum. Hún er ekki fyrst og fremst bundin við fornminjar; þær eru fáar og ekki tilkomumiklar, nokkrar búðatóftir sem fornfræðingar telja vera frá 17du og 18du öld. Helgi staðarins er fyrst og fremst bundin við náttúruna sjálfa, fegurð hennar og tign, sjálft andrúmsloftið, tengsl staðarins við skrifaðar heimild- ir sem allir landsmenn kunna einhver skil á, áhrifamikla sögu jafnt í reisn sem niður- lægingu. Á Þingvöllum mynda land, þjóð og tunga órofa ein- ingu, nákomnari íslenzkum manni en á nokkrum stað öðr- um. Þess vegna hlýtur um- Friðlýstur helgista allra riyggja landsmanna fyrir Þing- völlum fyrst og fremst að vera fólgin í náttúruvernd; með henni er ekki aðeins verið að fullnægja náttúruvemdarsjón- armiðum í þröngum skilningi, heldur og skyldum við sÖgu og bókmenntir. Þingvellir munu halda áfram að færa þjóðinni boðskap sinn meðan náttúran sjálf fær að tala máli, sínu á öllu hinu víðlenda svæði sem umlykur mann þar, meðan andrúmsloftið helzt óbreytt. Víðátta þjóð- garðsins Einnig er nú orðið tímabærf að setja ný ákvæði um víð- áttu þjóðgarðsins, svo að ekki geti heldur orðið ágreiningjjr , um það atriði. í lögunum frá 1928 er Þingvallasvæðinu skipt í tvennt; annarsvegar er hið friðhelga land sem skilgreint er í annarri ^grein laganna; hinsvegar land jarðanna Kára- staða, Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka. Ástásðan fyrir þessari skiptingu mun annars~,...„.vlands: vegar. hafa verið sú að nokkur „Ekkert ágreiningur var um það á þingi hvað hið friðlýsta land þyrfti að vera víðáttumikið, og hins vegar sú að land það sem lögin náðu til var þá ekki allt í almenningsdgu. Hins vegar gekk alþingi þannig frá lögunum að þrátt fyrir þessa tvískiptingu náði friðlýsingin í verki til alls þess lands sem þar er fjallað um. Þar er með-. al annars þetta ákvæði um svæðið utan hins friðhelga jarðrask, húsbygg- Endurskoðun nauðsynleg Lög þau sem hið háa alþingi setti 1928 um friðun Þingvalla einkenndust af stórhug og framsýni sem ást'æða er til að meta og þakka. Engu að síð- ur er nauðsynlegt orðið að end- urskoða- þá lagasetningu eftir nærri fjögurra áratuga reynslu, og er hér lagt til að það verk verði falið náttúruverndarráði og þjóðminjaverði, og felast rökin fyrir því að leita til þeirra aðila í orðum þeim sem ég mælti hér í upphafi. Margt er það sem gerir endurskoðun laganna nauðsynlega. Hug- myndir manna um náttúru- vemd og þau vandamál sem henni eru tengd hafa breytzt mjög og skýrzt að undanfömu, m.a. setti alþingi sérstaka lög- gjöf um náttúruvemd 1956. Þegar þau lög voru sett gerðu alþingismenn sér Ijóst að nátt- úruvemdarreglurnar yrðu um- fram allt að ná til Þirigvalla; í greinargerð frumvarpsins var gert ráð fyrir því „að mikil samvinna takist milli Þing- vallanefndar og Náttúruvernd- arráðs“. En á milli þessara stofnana hefur ekki tekizt nein samvinna, eins og nánar mun vikið að síðar, enda skýrði hæstvirtur menntamálaráð- herra frá því í ræðu hér fyr- ir nokkru að það væri lög- fræðilegt vandamál hvernig meta bæri valdsvið Þingvalla- nefndar annarsvegar og Nátt- úravemdarráðs hins vegar. Auðvitað er það fráleitt með öllu að þar sé um einhver matsatriði að ræða; um það verða að vera skýr og ótvíræð lagafyrirmæli að náttúruvemd- arsjónarmið móti allr.r fram- kvæmdir á- Þingvöllum. r.—•.....................................................................N Framsöguræða Magnúsar Kjartanssonar fyrir þingsályktunar- tillögu um endurskoðun laga um friðun Þingvalla k________________________________________________________________________j Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) - Askriftai-verð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Ný sókn í sjávarútvegi gamfara því að togarafloti íslendinga hefur verið að ganga úr sér og skipum hans fækkað um helming í tíð stjómarsaimvinnu Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins hefur allmikið borið á á- róðri gegn togaraútgérð almennt. Ýmsir hafa ein- blínt svo á „síldarævintýrið11 að þeir hafa taíið að stórir bátar gætu sem bezt komið í stað togar- anna. Þessi áróður getur reynzt háskalegur ef hann nær að móta almenningsálit á íslandi; tog- araútgerð er ómissandi þáttur í sjávarútveg þjóð- arinnar. Reynslan af togaraútgerðinni er rifjuð upp í ýtarlegri greinargerð sem fylgir frumvarpi Gils Guðmundssonar, Björns Jónssonar og Karls Guðjónssonar um togarakaup ríkisins. Með því frumvarpi er lagt til að ríkisstjórninni sé heim- ílt að láta smíða eða kaupa allt að sex skuttog- ara með það fyrir augum að þeir verði seldir bæjarútgerðuim, félögum eða einstaklingum. Gert er ráð fyrir togurum af a.m.k. tveim gerðum, fremur litlum skuttogurum sem geti ísvarið fisk fyrix- heimamarkað, og stórum skuttogurum, bún- um fullkomnum tækjum til að heilfrysta fisk. Flutningsmenn frumvarpsins telja þessi togara- kaup einungis byrjunarkafla, jafnskjótt og reynsla væri koimin á hin nýju skip og' talið að hún lof- aði góðu, yrði að gera nokkurra ára áætlun um endumýjun íslenzka togaraflotans, t.d. þannig að honum bættust a.m.k. 4-6 skip árlega. Hitt megi ekki dragast að hafizt verði handa um öflun skut- ftogara til slíkra tilrauna, ef það mark á að nást að íslendingar eignist á ný myndarlegan togara- flota og geti tekið forystu um útgerð og aflabrögð á slíkum skipum. rr^ ^róðrinum um báta í stað togara er kröftuglega mótmælt í greinargerð frumvarpsins: „Þær raddir heyrast nú í seinpi tíð að bátafloti lands- manna eigi að geta leyst togarana af hólmi. Hér er um hásklegan imisskilning að ræða. Enn er ekk- ert veiðarfæri til, sem getur komið í staðinn fyr- ir botnvörpuna, ef stunda á með árangri þorsk- og karfaveiðar á djúpmiðum allan ársins hring. Hverfi íslenzk togaraútgerð úr sögunni, yrðu mik- ilsverð* fiskimið .hér við land eftirlátin öðrum þjóðum einum, auk þess sem íslendingar hefðu þá ekki lengur not af fjarlægum miðum, svo sem við Grænland og Nýfundnaland. Þá mundi einn- ig glatast dýrmæt reynsla togarasjóimanna og út- gerðarmanna, sem torvelt gæti orðið að endur- heimta síðar þótt þess yrði talin þörf. Loks er það staiðreynd að starfsgruindvöllur stórra afkasta- mikilla hraðfrystihúsa víðs vegar um land má teljast algerlega brotinn, ef ekki nýtur við tog- araafla“. Hér er skýrt og skilmerkilega rökstudd þörf íslendinga að efla togaraflotann, og frumvarp Alþýðubandalagsþingmannapna þriggja er eðlileg- ur byrjunarkafli á nýrri sókn í sjávarútvegi þjóð- arinnar. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.