Þjóðviljinn - 10.11.1967, Blaðsíða 5
Pösfcudagur 10. nóvember 1067 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA J
irtgax, vegi, naiíeiðslur eða
öonur mannvirki má gera á
himi friðlýsta svæði, eða í
landi jarðanna Kárastaða,
Brúsastaða, Svartagils og Gjá-
bakka, nema með leyfi Þing-
vaHanefndar".
Einnig gera lögin írá 1928
ráð fyrir því að allt það land
sem þar er fjallað um komist
smátt og smátt í almennings-
eigu. Um það sogir svo i 3ju
grein laganna:
„Nú takast eigi samningar
milli Þingvallanefndar og ábú-
enda jarða þeirra, er að nokkru
eða öllu falla undir hið frið-
lýsta land, og skal þá Þing-
vallanefnd taka afnotarétt jarð-
anna eða jarðahlutanna eignar-
námi samkvæmt lögum og á-
búendum greitt fyrir afnota-
réttinn samkv. óvilhallra, dóm-
kvaddra manna mati. Svo
skulu og metnar bætur til
Þingvallahrepps fyrir íþynging
fjallskila og rýrnun útsvara,
enda náist ekki samningar. —
Heimilt skal Þingvallanefnd að
kaupa jörðina Gjábakka, eða
ef ekki nást viðunandi samn-
ingar um verð, að taka jörð-
ina eignamámi samkvæmt lög-
um“.
Þessi lagagrein sýnir ljóslega
að ætlun löggjafans var sú að
allt það land sem lögin náðu
til yrði þjóðareign, jafnframt
því sem sett voru ströng á-
kvæði um að því landi mætti
á engan hátt raska. Þannig
var eftirkomendunum gert
kleift að sameina Þingvalla-
svæðið alit í einn samfelldan
þjóðgarð, og ég vil endurtaka
það sem ég sagði áðan að þessi
lagasetning bar vott um fram-
sýni og stórhug. '
Nauðsyn á upp-
landi
Ég álít að nú sé tirpabært að
láta ein og sömu ákvaeðin ná
til Þ3 n gval ] asva?ðisiTis allii það
verði í heild „friðlýstur helgi-
staður aUra ísk>ndinga“. Siðan
lögin voru sett fyrir naerri
fjórum áralugum hafa orðið
miklar breytingar á högum ís-
lendinga. Þá voru Þingveilir
næsfca afskekktur staður fyrir
allan þorra landsmanna; það
þótti mmnisverður og frásögu-
verður atburður að ferðast
þangað. Nú er svo komið að
meirihluti þjóðarinnar er bú-
settur í næsta nágrenni Þing-
valla, og sú gerbreyting hefur
orðið á samgöngum að það
þykir ekki mikið ferðalag að
skreppa þangað. íbúarnir á
þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa
þurfa á miklu upplandi að
halda, ef þeir eiga að komast
í snertingu við land sitt, og
Þingvallasvæðið er öðrum
stöðum betur til þess fallið að
verða mönnum slíkur þjóðgarð-
ur. En sá hluti Þingvallasvæð-
isins sem kallaður er „hið frið-
helga land“ í lögunum er þeg-
ar orðinn of litill til þess að
nægja sem slíkur þjóðgarður,
ef menn eiga að geta notið
þeirrar friðsældar og einmana-
legu tignar sem er aðal ís-
lenzkrar náttúru. Af þessum á-
slæðum einum er orðið tíma-
bært að gera allt Þingvalla-
svæðið að samfelldum þjóð-
garði, og engin ráðstöfun önn-
ur mun tryggja það að Þing-
vellir verði til frambúðar sá
friðlýsti helgistaður allra ís-
lendinga sem lögín msela fyrir
um
Fjáröflun
t sambandi við endurskoðun
laganna þarf jafnframt að
huga að fjáröflun. Fjárveiting-
ar til Þingvalla hafa alltaf ver-
ið af mjög skomum skammti
og torveldað mjög störf Þing-
vallanefnda. Verði nú unnið
markvisst að því að gera allt
Þfngvallasvæðið að samfélld-
®i þjóðgarði mun þurfa á
verulegum fjárupphæðum að
halda. Nátlúruvernd er ekki
einvörðungu í því fólgin að
forða nátfcúru frá spjöllum; til-
gangur hennar er einnig sá afi
tryggja almenningi sem bezt
not af þeim svæðum sem sér-
staklega eru vernduð og er
J>örf á margskonar þjónustu-
starísemi í því sambandi. End-
urskoðun laganna mun ekki ná
tilgangi sínum nema nauðsyn-
legar tekjur séu jafnframt
tryggðar
Tilgangur
alþingis
Þegar lögin um friðun Þing-
valla voru sett var ein ástæð-
an sú að einstaklingar höfðu
sólzt mjög eftir því að tryggja
sjálfum sér einkaafnot aí landi
á Jxíssum helgistað þjóðarinnar.
Þegar árið 1919 hafði alþingi
raunar samþykkt áskorun á
rikisstjórnina um „að koma i
veg fyrir að einstakir menn
eða félög reisi sumarbústaði
eða nokkur önnur skýli á svæð-
inu sem í I. lið getur“, en þar
er átt við „svæðið frá Þing-
vallavatni milli Almannagjár
og Hrafnagjár norður á móts
við Ármannsfell og Hraína-
björg“. Nefndin sem undirbió
friðunarlögin 1928 lýsti sér-
stakri andstöðu sinni við sum-
arbústaðabyggingar einstak-
linga á Þingvallasvæðinu öllu,
og það kom ákaflega skýrt
fram í umræðunum á þingi
að ástæðan til þeirra ströngu
ákvæða sem sett voru um lönd
jarðanna Kárastaða, Brúsa-
staða, Svartagils og Gjábakka
var einmitt sú að alþingi vildi
koma í veg fyrir að þar risu
sumarbústaðir einstaklinga.
Mig lang.vr í þessu sambandi
að tilfæra ummæli nokkurra
þeirra manna sem einkum
beíttu sér fyrir setningu lag-
anna. Þáverandi dðmsmálaráð-
herra, Jónas Jónsson/ komst
svo að orði í umræðunum:
„En )>etta friðlýsta svæði er
ekki stærra on svo, að utan
við það gæti risið upp eins
konar Grímsstaðaholt í skjóli
skipulagsleysis og stundarhagn-
aðar einstakra listsnauðra
manna. .Bændur gætu óátalið
leyft að byggja út um allt
hraun, svo að þar risu upp ló-
legir sumarbústaðir".
Annar hvatamaður málsins,
Bernharð Stefánsson. komst
svo að orði:
„En .frumvarpið gerir auk
þess ráð fyrir, að friða eigi
allstórt svaeði utan þinghelg-
innar gömlu. Og um það er
ágreiningurinn, hvort aðeins
skuli íriða þingstaðinn sjálfan
cða allt það svæði, sem frum-
varpið garir ráð fyrir“. Og
Bernharð heldur áfram um
ástæðurnar fyrir því að ákveð-
ið er er að friða svæðið allt:
„Annað er það líka, að hugsa
mætti sér þau mannvirki gerð
í nágrenni Þingvalla sem ekki
ættu heima á J>eim stað . . .
Þess konar mannvirki, þó að
góð kunni að vera í sjálfu sér,
eiga ekkí við á þessum forn-
helga stað. Sama er, þó að þau
séu ekki í sjálfri þinghelginni,
ef þau eru í þeirri nálægð, að
þau blasa við frá Þingvöllum,
því að þá eru þau til helgi-
spjalla. Ef nokkur staður er
hér á landi, þar sem náttúr-
an á að vera í fullum friði og
án þess að henni sé raskað af
mönnum. þá eru það Þingveli-
ir“
Jón Baldvinsson sagði:
„Frumvarpið er borið fram
með fortíðina fyrir augum,
svo að komandi kynslóðum
gefist kostur á að skoða hin-
ar fornu menjar sögualdarinn-
ar á Þingvöllum og að hin
stórfenglega náttúrufegurð
Þingvalla verði ekki skemmd
með framkvæmdum, svo sem
byggingum og jarðraski, sem
hæglega getur orðið ef ekki er
fyrir það girt í tkna“.
Þannig var það einn megin-
tilgangur laganna að koma í
veg fyrir að einstaklingar helg-
uðu sér land á Þingvöllum og
reistu þar einkabústaði. í sam-
rícmi við það sjónarmið hljóð-
aði fyrsta grein laganna svo:
„Frá ársbyrjun 1939 skulu
Þingvellir við Öxará og
grenndin þar vera friðlýstur
helgistaður allra íslendinga".
og 4ða grein hljóðar svo: „Hið
friðlýsta land skal vera undir
vemd Alþingis og ævinlega
eign íslenzku þjóðarinnar. Það
má aldrei selja eða veðsetja".
Með öðrum orðum: Helgistað-
ur allra íslendinga en ekkert
óskipulagt eða skipulagt sum-
nrbústaðaland.
Látið undan
ásókn
Enda þótt svona tryggilega
væri frá þessum málum geng-
ið, jafnt við meðferð málsins
sem orðun laganna, hefur svo
illa til tekizt að Þingvalla-
nefndir hafa æ ofan í æ látið
undan ásókn cinstakra manna
í sumarbústaði og sumarbú-
staðalönd á Þingvöllum. Um-
hverfis Þingvallavatn eru um
30a sumarbústaðir, og að
minnsta kosti 21 þeirra er inn-
an þess svæðis sem í lögunum
er kallað „hið friðhelga land“,
frá Valhöll suður með Þing-
vallavatni vestanverðu. Á
J>essu svæði, hinu friðhelga
landi, er nú verið að reisa tvo
bústaði í viðbót, að vísu á
lóð sem veitt hafði vcrið leyfi
fyrir löngu áður. Ég held að
það geti naumast verið álita-
mál að þessir bústaðir eru al-
gert brot, ekki aðeins ó anda
laganna um friðun Þingvalla,
heldur og á orðum þeirra. Því
gerum við. flutningsmenn þess-
arar tillögu, ráð fyrir að í hin-
um endurskoðuðu lögum um
friðun Þingvalla skuli „sett á-
kvæði sem mæla svo fjrrir að
sumarbústaðir einstaklinga
skuli fjarlægðir af því svæði
sem lögin ná til innan ákveð-
ins tíma og samkvæmt tiltefcn-
um reglum“. Mér þætti eðli-
legt að þeir einstaklingar sem
þama eiga hlut að máH fengju
rúman frest til þess að breyta
högum sínum; nokkur ár til
eða frá skipta að sjálfsögðu
ekki máli, heldur hitt að sett-
ar séu skýrar og undantekn-
ingarlausar reglur. Ég kann
ekki skil á samningum þeim
sem Þingvallanefndir hafa gert
við þessa einkaaðila, en ég trúi
ekki öðru en að það fólk sem
nú nýtur mjög óeðlilegra for-
réttinda á helgistað allra ís-
lendinga muni fúslega fallast
á að afsala sér þeim ef eftir
verður leitnð
Líta ,,illu auga"
Ég geri ekki ráð fyrir að á-
greiningur verði um þetta at-
riði í tillögu okkar, að minnsta
kosti ekki frá Þingvallanefnd.
Formaður Þingvall<mefndar,
Emil Jónsson utanríkisráð-
herra, sagði í viðtali við Al-
þýðublaðið 9dá júlí í fýrra:
„Þeir bústaðir sem eru irm-
an Þjóðgarðsins voru reistir
áður en lögin um friðun Þing-
valla voru sett og við í Þing-
vallanefndinni litum þá illu
auga“.
Nú er það að vísu ekki rétt
hermt að bústaðir þessir hafi
allir verið reistir áður en lög-
in voru sett, en það kann að
vera missögn blaðamanns; ég
tilfæri þessi ummæli aðeins
vegna þess að utanríkisráð-
herra segir Þingvallanefnd líta
þessa bústaði illu auga — þótt
það augnaráð hafi að vísu
komið fyrir lítið. 30asta júlí
í fyrra endurtók utanríkisráð-
herra þessa skoðun sína í
i\amhaid á 7. síðu.