Þjóðviljinn - 11.11.1967, Blaðsíða 6
0 SlÐA — I>.TÖÐVILJINN — Laoigawiagw 1L. nóvember L963.
• Fiðlusnillingur í morgunleikfimi
• Það er cnginn venjulegur borgari scm þarna er í morgunleikfimi fyrir opnum glugga, heldur
sjálfur Ychudi Mcnuhin, heimsfrægur fiðlusnillingur, sem á þennan hátt vcgur upp á móti árcynslu
tónlcikanna. Myndin var tckin við glugga brczka scndiráðsins í París og cins og sést á hcnni eru
það jogaæfingar sem meistarinn leggur aðaláherzlu á. XJm leikfimina hefur Mcnuhin látið hafa
cftir sér: — Mig Iangar að verða 130 ára eins og fólkið í Kákasus. Kannski lærði ég þá loks að
spila á balalaiku.
MargfróðSr söguþœttir
Nýjar bækur
FramhaiUi af 2. síðu.
börnum sínum myndskreytt
sögubrél Fannst honum þetta
milda grimmdaráhrif stríðsins
á huga sinn.
í þessuœ bréfum sagði hánn
bömum sínum frá Dagfinni,
lækninum sem af tilviljun
lærði dýramál af páfagauknum
sínum, hóf dýralækningar og
lenti í fjölmörgum ævintýrum
vegna hinnar sérstæðu tungu-
málakunnáttu sinnar!
Bréfin voru geymd þar til
Lofting kom heim úr stríðinu,
að þau voru gefin út. Bókin
náði miklum vinsældum og
þegar Lofting sendi aðra bók
sína á markað, 1923, fékk hann
Newbexy verðlaunin sem er
ein mesta viðurkenning sem
veitt er í Bandaríkjunum fyrir
bamabækur.
Nú hefur Dagfinnur dýra-
læknir verið kvikmyndaður í
Bandaríkjunum og fer Rex
Harrison með aðalhlutverkið,
en auk hans og fjölda annarra
leikara koma fram 1500 tam-
in dýr í myndinni.
Rússar eru einnig að kvik-
mynda Dagfinn dýralækni og
sá sem leikur hann í þeirri
mynd er frægur rússneskur
leikari, Oleg Yeframov.
Bókin er prentuð í Prent-
smiðjunni Eddu, myndamót
eru gerð hjá Litrófi hf. en kápu-
teikningu annaðist Gísli B.
Björnsson. Bókin kostar kr.
198,00, með söluskatti.
Togaraflotl
Framhald af &. síðu.
skemmdar langtímum saman
og vinna það eftir því, sem
haganlegast er fyrir reksturinn.
Til þess að greiða fyrir fram-
gangi þessa máls þarf aðstoð
hins opinbera að koma til, bæði
að því er varðar aðild að
smíðasamningi skuttogara og
útvegun lánsfjár. Hins vegar er
eðlilegt, að starfandi bæjarút-
gerðum og öðrum togarafélög-
um verði gefinn kostur á að
eignast og reka hina nýju skut-
togara, þegar þar að kæmi. Ef
til vill reynist nauðsynlegt,
meðan útgerð slíkra togara er
á tilraunastígi hér, að hið cpin-
bera styðji þær tilraunir með
einhverjum hætti. Engan veg-
inn er þó víst, að til fjárstuðn-.
ings þurfi að koma umfram
það, sem felst í fyrirgreiðslu
varðandi hagkvæm lán til
kaupanna.
Jafnskjótt og einhver reynsla
væri komin á hin nýju skip
og talið, að hún' lofaði góðu,
yrði að gera nokkurra ára á-
ætlun um endurnýjun íslenzka
togaraflotans, t.d. þannig, að
honum bætist a.m.k. 4-5 skip á
ári. En eins og nú standa sak-
ir, ber brýna nauðsyn til, að
sem allra fyTst sé hafizt handa
um öflun skuttogara í tilrauna-
skyni. Þess vegna er frumvarp
þetta flutt.
Charles Bickford látinn
HOLLYWOOD 10/11 — Einn af
kunnusfru skapgerðarleikurum
bandarískra kvikmynda, Charles
Biokford, lézt í nótt sem ' leið,
78 ára gamall.
Hannibal
Framhald af 1. síðu.
hennar dóm, hvort rangt hafi
verið að hafna „kostaboðum"
ríkisstjórnarinnar. Hvað svo
gerist, veft enginn. Það er allra
veðra v<*n.
Annars vil ég segja það að
lokum, að það vandamál, sem
þessar umræður snerust um, er
smámál eitt í samanburði við
vandamál atvinnuveganna, sem
úrlausnar bíða.
Þetta eru bara gjaldkeraá-
hyggjur rikissjóðs.
Erfiðleikar atvinnuveganna eru
hinsvegar vandamál fjármála-
ráðherrans. Og þegar þau verða
tekin til úrlausnar, hygg ég að
vert sé að gera sér ljóst, að
þá duga þær efnahagsaðgerðir
einar, sem efla og treysta grund-
völl framleiðsluatvinnuveganna.
— Allar aðrar efnahagsráðstaf-
anir munu reynast haldlausar
og á sandi byggðar.
Nvtt bankaútibú
Framhald af 10. síðu.
búðarhverfi, en jafnfnamt nálægt
oUírum verzluitar- og skrifetofu-
bygs'' ’um og í grennd við
vaxandi iðnaðarhverfi.
Húsakynni útibúsins eru á 200
ferm. jarðhæð þar sem er af-
greiðslusalur, herbergi fyrir úti-
bússtjóra, tvö lítil vinnuherbergi
og eldtraust geymsla.
I kjallara eru geymsluhólf,
kaffistofa starfsfólks, snyrtiher-
bergi, fatageym.sla og almennt
geymslupláss-
Þess má geta að Nina Tryggva-
dóttir mun gera rpósaikmynd á
einn vegg afgreiðslusalarins.
Auk venjulegra sparisjóðs- og
hlaupareikningsviðskiptá geta
viðskiptamenn Múlaútibús fengið
afgreiðslu í öllum greinum gjald-
eyri,sviðskipta, samkvæmt þeim
reglum, sem um þau viðskipti
gilda á hverjum tíma. Þetta é
jafnt við um kaup og sölu á
erlendum tékkum, ferðatékkum
og erlendri mynt, yfirfærslum,
bréflegum og símleiðis, inn-
heimtu á erlendum kröfum og
opnun erlendra ábyrgða. Enn-
fremur annast það kaup og sölu
á innlcndum ávísunum, tekur að
sér innlendar innheimtur og
hvcrskonar fyrirgreiðslu innan-
lands og utan, sem bankar ann-
ast að jafnaði.
Þá mun útibúið annast varð-
veizlu á verðbréfum og öðrum
verðmætum, sem viðskiptamenn
óska að láta bankann gcyma og
annast um.
Útibúið hefur geymsluhólf til
leigu og menn geta fengið þar>
afnot af næturhólfi-
Við innréttingu húsnæðisins
hefur bankinn notið aðstoðar og
fyrirgreiðsu Jóns Karlssonar,
arkitekts í Stokkhólmi, en Helgi
Hallgrímsson annast störf arki-
tckts að öðru leyti.
Útibústjóri verður Jón Júl.
Sigurðsson, sem undanfarið hef-
ur veitt forstöðu Langholtsútibúi
bankans. Bókari verður Bjarni
Magnússon og gjaldkeri Gylfi
Friðriksson.
Framhald af 10. síðu
smekklega út gefin og hefur Al-
þýðuprentsmiðjan hf. sett og
prent-jö inngang, en bókband
annað’s^ Nýja bókbandið, hvort
tveggja unnið eftir forsögn Haf-
steins Guðmundssonar.
Ólafur Pálmason skýrði blaða-
mönnum frá vali þessa fyrsta
rits í útgáfuflokiknum og sagði
ad margt hefði komið til álita,
eins og t.d. notagildi fyrir mál-
frasðinga, fjöldi varðveittra ein-
taka og hvort bókin hefði mark-
að tfmamót í prentlist eða út,-
gáfustarfsemi og væri bókin sem
orðið hefði fyrir valinu nú af
síðasta flokknum. Rakti hann
hvemig allt prentverk hefði
hálfa þriðju öld eftir að það
fluttist til Islands verið vigt
kristinni kirkju og rétttrúnaði
hennar og verið undir handar-
jaðri biskupa fyrst á Hólum og
víðar og síðast í Skálholti eða
allt fram að því að Hrappseyj-
arprentverk tók til starfa 1773.
Aðeins tvisvar varð ofurlítið
frávik frá hinni linnulausu út-
gáfu guðsorðarita, í fyrra skipt-
ið þegar Islendingabók, Land-
náma og fleiri voru gefnar út í
Skálholti og síðan 1756 þegar
Gísli biskup Magnússon og
Bjöm Markússon staðarráðsmað-
Hægri — vinstri
Framhald af 4. síðu.
félag virðist vanhaga um flest
annað en akstur á hægra kanti.
Þeim hundruðum miljóna, sem
hverfa munu í þessa fram-
kvæmd, væri sannarllega bet-
ur varið til annarra hluta. Þetta
vita allir og viðurkenna.
Ymsir segja, að of seint sé
að snúa við, það sé þegar búið
að gera svo mikið. Hvað er
búið að gera? Stór hópur manna
fór til Svíþjóðar og lifði þar
við gestrisni og góðan fagnað,
nokkur gul prik hafa verið rek-
in hiður meðfram þjóðvegun-
um, samið um kaup á bflgrind-
um, sem vafalaust er unnt að
selja, þetta cr> nú öll ósköp-
in.
Þeir sem leggja hönd að verki
til þess að stöðva þessa fárón-
legu framkvæmd, munu sann-
arlega fá þökk alþjóðar.
maður á Hólum gáfu út Nokkra
margfróða söguþætti og sama ár-
ið Ágætar fornmannasögur.
Hlutu útgefendur á sínum
tíma þó nokkurt ámæli margra
fyrir þessa útgáfu á harðinda-
öld og efuðust menn um gagn-
semi hennar, sagði Ólafur og
vitnaði m.a. í bréf frá Birni Hall-
dórssyni í Sauðlauksdal, þar sem
hann segir um bókaútgáfuna á
Hólum: „Þaðan útganga gamlar
sögur, en á meðal þeirra nokkrar
hneykslislegar ljótar lyga- og
tröllasögur, hvar með fáfróður
almúgi lokkast til að miðla af
sínum brauðbita fyrir það, sem
kóngleg majestet hefur fordæmt
til eilífrar gleymsku með þvf
að banna að lesa það.“
Þess má geta til gamans að
bókin kostaði þá 24 fiska og var
gefin út í 1000 eintökum. Tvö
þeirra eru til á Landsbókasafn-
inu nú.
Nú er bókin komin aftur, sagði
Ólafur Pálmason að lokum, —
til leyfilegrar skemmtunar með-
an enn er beðið eftir bjargráð-
um.
Jennifer Jones
Jennifer Jones milli
heims og helju
IIOLLYW OOD 10/11 — Leik-
V.onan Jennifer Jones, sem hlaut
Oscarsverðlaun fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Söngurinn um
Bcrnadottu" árið 1943, fannst i
dag nær dauða en lífi undir
146 metra háum kletti við Mari-
buströnd i Hollywood. Henni
mun þó vera hugað líf. Leit var
gerð að henni eftir að Hæknir
hennar skýrði frá þvi að hún
ætlaði að fremja sjálfsmorð.
• Leyfilegt að
yfirheyra lög-
reglumenn
• Þjóðviljanum barst í gær
eftiríarandi athugasemd pm yf-
irheyrslu lögreglumanna eða
-kvenna:
„I sambandi við rannsókn á
svokölluðu „Bjargsmáli" hefur
mátt sjá í dagblöðum eftirfar-
andi klausu:
..Starfskonur kvenlögregl-
unnar hafa ekki verið yfir-
heyrðar, en ekki er venja að
lögreglumenn taki skýrslur af
lögreglumönnum, en rannsókn-
arlögreglumerm í Hafnarfirði
hafa tekið skýrslur f þessu
máli hingað til“-
Vera má að það eigi að vera
venja að lögreglumenn taki
ekki skýrslur af lögreglumönn-
um, en ég hlýt að mótmæla
þessu vegna eigin reynslu. Fyr-
ir nær ári síðan var gerð til-
raun til að koma á mig
skemmd, sem varð á lögreglu-
bifreið okkar hér í flögreglu
Hafnarfjarðar. Við þá ná-
kvæmu rannsókn, sem fram
fór í því sambandi var ég und-
irritaður tekinn fyrir af Rann-
sóknarlögreglunni við Lögregl-
una hér- Ég vil vekja athygli á
þessu og benda á, að framan
greind ummæli dagblaðanna
eru ekki undantekningarlaus
með öllu. .
Þakka fyrir birtinguna.
Hafnarfirði 9- nóvember 1961
Gísli Sigurðsson
lögregluvarðstjóri".
flthugasemdir við
Þingvallalistann
í gær endurprentaði Þjóðvilj-
inn lista þann" sem tímaritið
Samvinnan hefur birt yfir hand-
hafa sumarbústaðalóða í Þing-
vallalandi. Vegna þessarar grein-
ar hafa tveir einstaklingar haft
samband við blaðið: Ingibjörg
Thors, ekkja Ólafs Thors fyrrum
forsætisráðherra, kvað það rangt
að fjölskylda Ólafs Thors ætti
sumarbústað innan þjóðgarðsins
á Þingvöllum, hún væri ein eig-
andinn. Gunnar G. Schram deild-
arstjóri kvaðst ekki vera hand-
hafi lóðar undir sumarbústað,
hvorki í Gjábakka’andi né ann-
arsstaðar á Þingvöllum.
sjónvarpið
17.00 Enskukennsla sjónvarps-
ins (Walter & Connie). Leið-
beinandi Heimir Áskelsson.
1. kennslustund endurtekin.
2. kennslustund frumflutt.
17.40 Endurtekið efni. Labbað
um Lónsöræfi. Þessa kvik-
mynd gerði Ásgeir Long
sumarið 1965 og lýsir hún
ævintýralegu ferðalagi 12
manna hóps um eitthvert
hrikalegasta fjallendi íslands.
Tónlist: Ragnar Páll Einars-
son. — Þulur: Róbert Ani-
finnsson — Áður sýnd 18.
okt. 1967.
18.10 Iþróttir. Bfni m. a.
Queens Park Rangers og
Blackburn úr ensku knatt-
spymunni.
— HLÉ —
20i.30 Frú Jóa Jóns. Aðalhlut-
verkin leika Kathleen Harri-
son og Hugh Manning. ís-
lenzkur texti: Gylfi Gröndal.
21.20 Að hrökkva eða stökkva.
(To Have and Have not).
Bandarísk kvikmynd eftir
skáldsögu Emest Hemingway.
Handrit gerðu Jules Forth-
man og William Faulkner.
Aðalhlutverkin leika Hump-
hrey Bogart og Laureen
Bacall. íslenzkur texti: Ósk-
ar Ingimarsson.
• Lailgardagur 11. nóv. 1961.
13,00 Óskalög sjúkílinga. Krist-
ín jSveinbjörnsdóttir kynnir.
14.30 A nótum æskunnar. Dóra
Ingvadóttir og Pétur Stein-
grímsson kynna nýjustudæg-
urlögin.
15,10 Séra Óskar J. Þorláksson
dómkirkjuprestur les sjálfval-
ið efni. — Tónleikar.
16,05 Tónlistarmaður velur sér
hljómplötur. — Guðmundur
Jónsson söngvari.
17,05 Tómstundaþáttur barna
og unglinga. Jón Pálsson
liytur þáttinn.
17,(0 Úr myndabók náttúrunn-
ar. Ingimar Óskarsson nátt-
úrufræðingur talar um körfu-
blóm.
17,50 Söngvar í léttum tón: Los
Paraguayos tríóið.
19.30 Daglegt líf. Ámi Gunn-
arsson fréttamaður.
20,00 „Ásýnd ófreskjunnar". —
Leikrit eftir Edoardo Anton.
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Leikendur: Helga Bachmann,
Jón Sigurbjörnsson, Rúrik
Haraldsson, Guðrún Stephen-
sen, Róbert Amfinnsson,
Helga Valtýsdóttir.
21.15 Hljómsveitarsvíta nr. 2 í
h-moll eftir Bach. Fílharm-
oniusveit Berlínar leikur; H.
von Karajan1 stjómar. Ein-
leikari á flautu: Karl-Heinz
Zöllner.
21,35 „Hjónin uppi og hjónin
niðri“, smásaga eftir O’Henry.
Sveinn Bjarman fslenzkaði.
Þorsteinn ö. Stephensen les.
22.15 Danslög.
23,55 Fréttir í stuttu máli.