Þjóðviljinn - 11.11.1967, Qupperneq 8
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 11. nóvemibear 1963.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
47
Mér farmst ég ekki hafa neinu
tíl að svara, svo að ég þagði.
Stuttu seinna sagði hann: —
Þetta eru mér hræðileg vonbrigði,
Mamie- Ég hef trúað þvi að
haegt og bítandi væri hægt að
finna einhverja leið, en nú hef
ég rekizt á ókleifan múr. Ef þú
vilt ekki fara aftur til Romans,
þá finnst mér þetta allt saman
vonlaust.
Við fórum upp til að skipta
um fot og fórum að heiman í
þessu ömurlega hugarástandi. Við
töluðumst ekkert við alla leið-
ína til Newton-Smiths.
f>au áttu heima í mjög stóru
húsi alveg upp í sveit, og þegar
við komum þangað, uppgötvuð-
trm við okkur til undrunar, að
við áttum að vera tólf til horðs.
Ég hugsaði með mér, að það
væri furðuleg hugmynd að bjóða
okkur til miðdegisverðar með
Holbrookfeðgunum til , þess að
haegt væri að rasða viðskipta-
HARÐVIÐAR
ÚTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. hæð flyfta)
Sxmi 24-6-16
PERMA
Hárgreíðslu- og snyrtistoía
Garðsenda 21. SÍMl 33-968
málin í bróðemi — og bjóða
svo aðskotafólki í sömu veizl-
una. En ef til vill var það vilj-
andi gert, ef til vill vildu þau
heldur að fundur okkar og Hol-
brookfeðganna liti út eins og
hvert samkvæmi. Þeim gekk ekki
annað en gott til, Rex og móður
hans, en ef til vill voru þau
ekki alltof skynsöm. Terry var
kominn á undan okkur, og hann
var nauðrakaður og nýklipptur,
en virtist dálítið óöruggur og
taugaóstyrkur eins og eitthvað
hefði komið honum óþægilega
á óvart nýlega. MacDonaldhjón-
in voru þama líka og ég var
kynnt fyrir einhverjum Malcolm
Leicester og konu hans og ég
mundi ekki hvar ég hafði heyrt
nafnið áður- En þetta varð allt
gersamlega einskis virði, því
gegnum opnar dyrnar frá dag-
stofunni og út í anddyrið sá ég
allt í einu að ný hjón bættust
í hópinn og manninn þekkti ég,
því að hann hét Arthur Strutt.
Hann var meðeigandi í fyrir-
tækinu Crombie & Strutt, sem
hafði haft útibú í Birmingham.
Og það var í útibúinu í Birming-
ham, sem þeir höfðu um tíma
haft skrifstofustúlku sem hét
Marion Holland.
Já, nú var ólánið dunið yfir,
ég horfðist í augu við það eins og
byssuhlaup sem miðað var beint
á mig. 1 fyrstu hafði það ekki
áhrif á mig, því. að eins og vana-
lega fannst mér sem byssan mið-
aði á Marion Holland, en ekki
á mig. Hún og ég vorum sitt
hvor persónan.
En auðvitað yrði það dálítið
óþægilegt, ef það kæmi í Ijós,
að hún og ég hefðum sama and-
litið-
Meðan Marion Holland hafði
starfað hjá útibúinu í Birming-
'ham hafði Strutt komið þangað
frá London einu sinni í mán-
uði. Með öðrum orðum, þá hafði
hann oft séð hana. Hann var
yfirleitt heilan dag í skrifstof-
unni og yfirfór allt n?eð útibús-
stjóranum, herra Pringle- Við
tvö mismunandi tækifæri hafði
hann verið meira en klukku-
stund í návist Marion Hnlland
á skrifstofunni.
Þegar mér tókst að losa tung-
una frá gómnum, greip ég í
handlegginn á Mark. Hann var
að tala við frú Holbrook og nú
sneri hann sér við og leit undr-
andi á mig.
— Má ég — ég þarf aðeins
að tala við þig, sagði ég biðj-
andi. — Mér datt nokkuð í hug.
Þegar hann hafði beðið frú Hol-
brook að afsaka andartak, hélt
ég áfram: — Ég mundi allt í
einu eftir því að ég hef skilið
straum eftir á ofninum.
— Hvaða ofni? Ofninum pkkar
í eldhúsinu heima?
— Já- Ég hló vandræðalega.
— Ég kveikti á hotium um
fimmleytið, og svo steingleymdi
ég honum. Ég vgrð víst að aka
heim og —
— O, það getur ekki komið
að sök þótt hann —
— Jú, einmitt, Mark. Ég setti
nefnilega dálítið inn í ofninn og
setti pergamentpappír yfir- Ég
var að baka köku og var að
reyna dálítið nýtt. Og ef hann
ofhitnar, þá getur kviknað í papp-
ímum. Og þá kviknar kannski
í öllu húsinu.
— Ef þú ert svona óróleg,
þá geturðu hringt í frú Leonard
og beðið hana að skreppa úteftir.
Hún er ekki nema tfu mínútur
að þvi.
—> Hún kemst ekki inn.
— Víst kemst hún irm. Þú
velzt vcxl að hún hetfur alltaf^
varalykiL
— Já — en hún sagði mér
í gær að hún væri búin að týna
þeim lykli. Það er bezt ég fari
heim, Mark.
— Já, en góða bam — þú gelur
það ekki. Þú getur ekki verið
komin hingað aftur fyrr en eft-
ir hálfan annan tíma. Það er
óhugsandi. Og það getur ekki
sakað —
— Mark — ég verð að komast
héðan.
— Komast héðan. Af hverju
verðurðu —
— Ég verð að fara — undir
eins. Eftir fimm mínútur er það
of seint. Ég skal útskýra það fyrir
þér seinna- En þú verður að
skilja, að það er óhjákvæmi-
legt.
Terry kom til okkar. — Gott
kvöld, kæra vinkona- Þér eruð
töfrandi á að líta. En dálítið
fölar, finnst mér. Fer Mark illa
með yður?
'— Nei. Þvert á móti, sagði ég
og steig nokkur skref yfir gólf-
ið. En um leið sá ég að það var
of seint. Herra og frú Struttvoni
komin inn í stofuna.
Rex kynnti fólkið. Ég sá að
Apthur Strutt brosti til Gail Mac-
Donald og ég hugsaði með mér:
kannski hef ég breytzt nægilega.
Það er aldrei að vita. Hárið á
mér er allt öðru vísi á litinn
og það er allt öðru vísi greitt;
í Brimingham greiddi ég það aft-
ur fyrir eyrun. Og það voru lið-
in tvö ár. Kannski hafði hann
aldrei litið almennilega á mig.
Hann var lítill og feitur maður
og konan hans horuð og upp-
lituð og —
Hann kom auga á mig og and-
litið á honum breytti gersamlega
um svip.
Um leið sagði Rex: — Og þetta
er frændi minn og konan hans,
Mark Rutland og frú.
Við skiptumst á venjulegum
kurteisissetningum. Ég horfði
ekki mikið á Strutt, en ég tók
eftir því að hann deplaði aug-
unum £ sífellu bakvið gleraugun
eins og hann var vanur að gera
þegar hann komst í æsing.
Eftir eilífðartíma ræskti hann
sig og sagði: — Ég held að við
höfum hitzt áður, er ekki svo?
Ég leit undrandi á hann og
svo brosti ég: — Það held ég
ekki. Ég man ekki eftir því.
Hvar hefði það átt að vera?
— I Birmingham.
Ég hristi höfuðið, — Því mið-
ur. Ég hef aðeins komið til
Birmingham í örfá skipti. Hve-
nær hefði það átt að vera?
— Fyrir svo sem tveimur ár-
um-
Konan hans horfði á hann með
tortryggnissvip.
— Fyrir tveimur árum átti ég
heima í CardifT. Svo að það get-
ur ekki verið.
— Þá skjátlast, mér — þér
verðið að fyrirgefa, sagði hann
og hélt áfram hringferðinni um
stofuna. Það átti að kynna hann
fyrir Malcolm Leicester og konu
hans.
Ég saup hressilega á cjx’ykkn-
um sem stofustúlkan bauð mér
i sömu svifum. Það var gin og
eitthvað saman við og hann var
vél sterkur. En mér veitti ekki
af- Hendumar á mér skulfu svo
mjög, að ég varð að setja glasið
niður, svo að enginn tæki eftir
því.
Svo tók einhver í handlegginn
á mér. — Taktu þetta ekki
nærri þér. sagði Mark láeum
rómi- Nú er harm farinn. Get
ég hjálpað þér núna?
Þakklætisstraumur fór um mig
alla. Viðbrögð hans voru mér
meiri styrkur en drykkurinn þótt
sterkur væri. Ég brosti til haris
bg hristi hötfuðið.
En Strott virtist ekki ánægður
með þetta. Ég sá að hann var
að tala við konuna sína, en hann
kom ekki yfir til mín, því að
um leið sagði frú Leicester eitt-
við hann og að viðtali þeirra
loknu, var kominn tími til að
setjast að borðum.
Þetta var ein af þessum góðu
matarveizlum, þar sem fram er
borið mikið af góðum mat, með-
höndluðum á réttan hátt. Það
var auðfundið að Newton-Smith
mæðginin vildu ieggja sig öll
fram. Og þótt Mark héldi þvi
fram, að þetta væri sóun átíma
og erfiði, þá sá ég vel að þau
voru ekki svo blá, fyrst þau buðu
Malcolm Leicester. Með því að
bjóða bæði Mark og Holbrook-
feðgunum og Leicester saman,
kom hann því til leiðar að Hol-
brookarnir voro eins og hálfaf-
hjúpaðir, bæði í augum Marks
og Leicester. Þetta var alveg ný
tegund af pókerspili, og það var
hreint ekki auðvelt fyrir Hol-
brookana að halda grfmunni, og
ég var ekki viss um að ég myndi
kæra ijiig um að spila póker við
hinn stóra og digra Rex.
Terry sat öðrom megin við
mig og maður, sem ég man ekki
nafnið á, við hina hlið mér. En
þótt þetta væri allt saman svona
mikið fyrirtak, þá var hver ein-
asta munnfylli eins og járn-
klumpur í' maganum á mér.
Einhvem tíma meðan á mál-
tíðinni stóð, heyrði ég að verið
var að tala um Rutland og Co.
við hinn borðsendann. Leicester
laut fram og sagði eitthvað við
Mark og Mark svaraði einhverju,
sem kom öllum til að hlæja, og
ég sá greinilega að Mark hafði
bætt við sig stigum.
Ég leit meðfram borðinu og
komst að raun um að Strott
var að horfa á mig. Ég leit nið-
ur jafnskjótt og hann leit í aðra
átt. Konan hans sat hinum meg-
in við Terry og það værí synd
að segja að Terry hefði sóað
töfrom sínum á hana.
— Kæra vinkona, sagði Terry
við mig, — er það fúlasta alvara
að þér getið aldrei, aldrei fram-
arkomið í kvöldboð til mín?
— Það hef ég ekki sagt.
— Ég ætia að halda sérstakt
samkvæmi á laugardaginn kem-
ur. Og það verður ekki leiðin-
legt, því lofa ég. Haldið þér að
þér getið skroppið?
— Terry, segið mér eitt. Mal-
colm Leicester — er hann frá
Glastonbuxy Investment Trost?
Dálítið kindarlegt bros kom á
andlit hans. — Já. En hvemig
vitið þér það? Hefur Mark sagt
yður það?
— Nei. Ég las það úr kaffi-
bolla.
— Eða í bréfi sem merkt var
Einkamál? Ég man að pabbi
sagði mér einu sinni að þér
hefðuð opnað og lesið slík bréf,
þegar þér unnuð hjá fyrirtækinu.
Þetta var eina samtalsbrotið
sem ég mundi eftir frá þessum
miðdegisverði og ég beið þess
með óþreyju að borðhaldinu
lyki- Á eftir fór allt kvenfólkið
upp á loft. Mér var ljóst að
mín biðu fleiri óþægindi, en ég
hafði ekki látið mér detta í hug
að þap kæmu lika frá frú Strutt.
RAEPEX hreinsar gólfteppin á angabragái
SKOTTA
rr I-... nrt
— Þetta hlýtur að vera ákaflega sorglegt, en reyndu samt að
koma þvá út úr þér af hverju þú ert ólesm!
Einangrunargler
Húseigendui — Byggingameistarai.
Útvegum tvöfalt einangruna/rgler með mjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um ísetningu og allskoruar brejrtmgar á
Úuggum. Útvegum tvöfalt gler f lansafög oe sjá-
um um máltöku.
Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með
baulreyndu gúmmfefni
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMI 5 11 39.
NÝKOMID
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
Gerið við bila ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÖNOSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. ljósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platinur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta
BlLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hebilaviðgerðir
• Rennun; bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur
• Límum á bremsuborða
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.