Þjóðviljinn - 11.11.1967, Page 10

Þjóðviljinn - 11.11.1967, Page 10
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON sýnír 4 KVIKMYNDIR (ekki geröar fyrír sjónvarp) Mitaveítuævintýrí i Græníandsflug AÖ byggja tVlaÖur og verksmiðja * h I I i ! ! I I ! Q Þorgeir Þorgeirsson sýnir í kvöld fjórar kvikmyndir sem hann hefur gert og verða tvær kvikmyndanna Að byggja og Maður og verksmiðja frumsýnd- ar. Hinar tvær eru Hitaveitu- ævintýri sem gerð var 1963 og Grænlandsflug sem lokið var 1965. „Þar sem ég veit að blöðin þurfa á sínum auglýsingatekjum að halda, ætla ég ekki að skýra frá því núna“, sagði Þorgeir er hann var spurður að því á blaða- .mannafundi 1 fyrradag hvers vegna frumsýningin væri ekki í einhverju kvikmyndahúsanna 1 Reykjavík. Q Leifur Þórarinsson hefur samið tónlist í Grænlandsflug og Að byggja. i Allir vélunnarar íslenzkrar kvikmyndagerðar velkomnir: Frumsýning á isknzkum kvikmynd- um í Hlégarði sunnudagskvöld kl. 9 Sýndar verða fjórar kvikmyndir eftir Þorgeir Þorgeirsson og fjytur hann inngangsorð: ,Menningarlegt vandræðabarn í einangrun/ ! „Fyrir byrjandi þjóðlega kvikmyndagerð er það allt í senn, íyrsta verkefnið, fyrsta siðferðiskyldan og fyirsta listræna freistingin að uppgötva umhverfið í landi sínu og Iýsa því“. Marcel Martin- Höfundur gerir eftirfarandi grein fyrir sýningunni og myndunum: „Þessar fjórar kvikmyndir, sem nú verða samferða fyrir almennings sjónir eru til orðnar á síðastliðnum fimm árum. Upphaflega var það ætlun höfundarins, eða réttara þó sagt von, að þessar stuttu myndir mættu, líkt og víða tíðkast, þéna sem aukamyndir fyrir kvikmyndahúsin. Áhugi kvikmyndahúsa hér á sýning- um innlendra aukamynda hef- ur til þessa sofið vært og fyrst enn sjást nú engin merki þess að hann sé að rumska er ' gripið til þess ráðs að hóa þessum verkum saman í eina sýningu svo sundurleit sem þau þó eru í mörgu tilliti — sé slíkt tiltæki vafasamt, og vissulega er það vafasamt, þá má þó altént reyna að afsaka það sem eins konar afmælis- hátíð eftir fimm ára viðleitni til kvikmyndagerðar án mark- aðsvoða — eitt hlálegasta fyrirbrigði sem um getur, — Myndirnar eru sýndar í þeirri röð sem þær urðu til ef ske kynni að þannig mætti .merkja samhengisþráð í þess- ari viðleitni. Elzta myndin er Hitaveitu- ævintýri, sem gerð er að til- hlutan Reykjavíkurborgar og vAr fullgerð sumarið 1963. wfendin er hugsuð jöfnum höndum sem lýsing á upphit- unarkerfi borgarinnar og kennslumynd fyrir börn til að gera þeim ljósa lausn á fé- lagslegu vandamáli. Spurs- málið um upphitun er tengd einföldu vandamáli, sem börn skilja (að villast og rata heim). Þannig gæti myndin orðið forsenda samræðu við barn um þetta fyrirbrigði — lausn félagslegs vandamáls. Vonandi firrist enginn þó þessi barna- mynd fljóti hér með. Þetta er frumraun höfund- ar að loknu námi. Grænlandsflug var tekin á þriggja sólarhringa ferðalagi með skíðaflugvél Flugfélags Islands vorið 1964 en var fullfrágefigin síðla árs 1965. Að byggja var tekin á síð- astliðnu ári að tilhlutan Kópa- ■ vogskaupstaðar, sem kostar myndina að nokkru leyti í til- efni 10 ára afmælis kaupstað- arins. Þetta er frumsýning þessar- ar myndar sem og seinasta verksins á efnisskránni: Mað- ur og verksmiðja. Maður og verksmiðja er raunar fyrsta myndin sem höfundur gerir án annars til- efnis en þeirrar frásagnar, sem myndin felur í sér. Margvegsömuð sumarvinna námsmanna er tekin ögn til athugunar ásamt þvf um- hverfi sem ein síldarverk- smiðja hefur upp á að bjóða. Þessari mynd var lókiðfyrir mánuði.“ Dagskráin í Hlégarði hefst kl. 9 annað kvöld með því að Þorgeir Þorgeirsson flytur inngangsorð sem hann nefnir: Menningarlegt vandræðabam í einangrun. Síðan verða kvikmyndirnar fjórar sýndar. Allir velunnarar íslenzkrar kvikmyndagerðar eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. 5. útibú Landsbankans í Reykjavík: Múlaútibú opnað í gær aö Lágmúla 9 □ í gær viar opnað að Lágmúla 9 fimmta útibú Lands- banka íslands í Reykjavík og nefnist það Múlaútibú. Verð- ur þar um hönd höfð öll venjuleg bankaþjónusta, hlið- stæð þeirri er Austurbæjarútibú veitir, þar á meðal gjald- eyrisviðskipti. Fyrsta útibú Landsbankans hér í Reykjavík var Austur- bæjarútibúið, sem stofnað var 1931 og var það lengi eina úti- bú bankans hér í borginni... Hefur starfsemi þess vaxið mjög hin síðari ár, einkum eftir að það flutti í ný húsakynni að Laugavegi 77 vorið 1960. önnur útibú bankans í bæn- um eru Langholtsútibú, stofnað 1949, Vegamótaútibú, stofnað 1960 og Vesturbæjarútibú, er stofnað var fyrir réttum 5 árum. Öll þessi útibú eru fyrst pg fremst fyrir sparisjóðs- og hlaupareiknrngsviðskipti, jafn- framt því að hafa milligöngu um alla aðra bankaþjónustu. Hlutur útibúanna fer ört vax- andi í starfsemi bankans. Ef miðað er við færslufjölda, þá er nú svo komið, að meira en helm- ingur viðskipta Landsbankans í bænum, fer fram í útibúunum. I aðalbankanum hefur samt sem áður verið um mjög mikla aukn- ingu viðskipta að ræða, eða eins mikla og húsakynni hafa fram- ast leyft. , - Á árinu 1965 festi bankinn kaup á húsnæði fyrir Múlaúti- bú í húsi Bræðranna Ormsson h-f., sem var í smíðum að Lág- múla 9. Við staðarval var haft í huga að húsið er við þéttbýlt í- Framhald á 6. síðu. Alþýðubanda- lagið í Reykjavík Fulltrúairáðsfundur verður haldinn á morgun klukkan 14.00 í Domus Medica, Egils- götu 3. Fundarefni: Efnahagsráð- stafanir rikisstjómarinnair og afstaða Iaunþegasamtakanna. Frummælándi: Hannihal Valdimarsson, forseti ASl- Stjómin. Haldið námskeiB fyrir 125 stjórnendur á vinnuvélum □ Um 125 stjómendur stórvirkra vinnuvéla sækja nám- skeið, sem hefst hér í Reykjavík á mánudaginn kemur á vegum öryggiseftirlitsins og Verkamannafélagsins Dags- brúnar. \ Námskeið þetta stendur yfir þrjú kvöld, en að auki verður efnt til sýnikennslu í meðferð jarðýtna, ámokstursvéla og fleiri slíkra tækja hjá gamla gollfvell- inum við suðurenda Kringlumýr- arbrautar á morgun, sunnudag ki. 2. Bandarikjamaður, sér- fræðingur frá hinum frægu Caí- erpillarverksmiðjum, mun sjá um sýnikennslu þessa, en hann er hingað kominn gagngert vegna námskeiðsins og verður einn af aðalkennurum þess. Þessi sýni- kennsla á morgun er opin öllum og ekki eingöngu ætluð þátttak- endum námskeiðsins, en þess má, geta að mun fleiri vildu sækja það en hægt var að skrá til þátt- töku. Verður því væntanlega efnt til annars námskeiðs fyrir stjóm- endur vinnuvéla innan skamms. öryggiseftirllit ríkisins ogDags- brún hafa áður efnt til svona námskeiðs fyrir stjómendur vinnuvéla, þ.e. á síðasta vori; en þá voru þátttakendur á þriðja hundrað talsins. Margfróðir söguþættir íslendinga gefnir út á ný . V,.. .^..^..VVV.V.V'VVNV .v.svvvv.... Til leyfilegrar skemmtunar meðan enn erbeðið bjargráða ★ A hallærisöld, 1756, var gefin út á Hólum bókin NOKKRIR MARGFRÖÐIR SÖGUÞÆTT- IR ÍSLEIWDINGA, til leyfi- legrar skemmtunar og dægra- styttingar þessa lands inn- byggjurum, að því er segir á titilblaði. ömuðust ma/rgir við og efuðust um gagnsemi útgáfustarfseminnar á þess- um harðindatímum, og töldu fólk hafa annað við fjármuni sína að gera en eyða þeim í bækur. ★ Nú er bókln komin út aftur í frumgerð sinni, — „til leyfi- legrar skemmtunar meðan enn er beðið eftir bjargráð- um‘‘, eins og Ólafur Pálma- son magister, orðaði það, en hann ritaði inngang að bók- irnii á vegum Landsbókasafns- ins. Það er fyrirtækið Endurprent- un sf. undir forystu Ólafs Þor- grímssonar og Ólafs Hansen, sem ráðizt hefur í endurútgáfu þess- arar bókar í samvinnu við Landsbókasafn Islands og hafa þessir aðilar ákveðið að gefa út, ef svo má til takast, nokkur merk íslenzk rit i frumgerð þeirra, að því er segir í upphafi bókar. Safnsins menn vellja rit- in og semja — eða láta semja — inngan’g, þar sem gerð verður grem fyriT ritunum og frumút- gáfu þeirra, en Endurþrent sf. arfnast að öðru leyti alla útgerð ritanna og drehSngu þeirra. tJtgáfuaðilar kynntu blaða- mönnum bókina í gær og skýrði Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður frá því að þetta væri fyrsta bókin' í flokki islenzkra rita, sem gefin yrðu út í frum- gerð á þennan hátt, en næsta rit verður Brevis Commentarivs de Islandia eftir Arngrim Jónsson lærða, — fyrsta vamarrit hans gegn óhróðri erlendra manna um ísland og íslendinga, sem út kom í Kaupmannahöfn 1593. Inngang að Nokkrum marg- fróðum söguþáttum hefur Ólafur Páknason magister ritað, en inn- gangur að riti Arngríms lærða verður eftir dr. Jakob Benedikts- son. Fyflgir nngangi Ólafs út- dráttur á ensku. Hin ijósprentaða útgáfa sögu- 2ii Sítfeffgrttt ©f ímtun<tt/ ptffa Söttfee? Snbosgíutum TitiII bókairinnar: Nockrer marg-frooder Sþpu-Þættcr Islcndinga til Ieifelegrar skemtunar og dægra- stittingar þessa Iands inbyggiurum. þáttanna er prentuð í aðeins 600 eintökum og kostar í vönduðu bandi kr. 970,00, en þeir sem hug hafa á að éignast bókina verða að snúa sér beint til Endurprents s£. á Gunnarsbraut 28, þvi hún, verður ekki til. sölu á aimenn- um markaði. Bókin er mjög Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.