Þjóðviljinn - 25.11.1967, Page 1
Máttarstólparnir boðnir til gleðihátíðar
□ Kl. 5 í gærdag, um leið og
Bjarni Benediktsson tilkynnti Al-
þingi gengislækkun íslenzku
krónunnar, komu máttarstólpar
Sjálfstædisflokksins saman til
gleðihátíðar, — árlegs kokkteil-
boðs sem flokkurinn heldur fjár-
hagslegum stuðningsmönnum sín-
um, þ.e. heildsölum og fleiri sem
Laugardagur 25. nóvember 1967 — 32. argangur — 268. tölublað.
TilSaga um vantraust á
ríkisstjórnin skapar aðstöðu til
gróða.
□ Það er táknrænt að á sama
augnabliki sem gengislækkunin
skellur yfir og almenningur verð-
ur æ örvæntingarfyllri vegna
þrenginganna skuli þessir menti
koma saman til að gleðjast,, —
og hafa sjálfsagt ástæðuna, því
búið mun að semja við stórkaup-
menn bak við tjöldin og lofa
þeim aé gengisfallið skelli ekki
á þeirra veika hrygg.
KJ
265.1968
DAGURINN
• Á síðdegisfundi neðri' deildar Alþingis í
gær var útbýtt þingskjali frá sameinuðu þingi:
Tillögu til þingsályktunar um vantraust á rík-
isstjórnina.
• Flutningsmenn tillögunnar eru Eysteinn
J’ónsson, Hannibal Valdimarsson, Ólafur Jó-
hannesson og Lúðvík Jósepsson.
• Tillagan er ein setning: Alþingi ályktar
að lýsa vantrausti á núverandi ríkisstjóm.
• Vantrauststillögu verður að sjálfsögðu að
ræða í sameinuðu þingi, en í uimræðunum á
neðrideildarfundinum um framkvæmdaatriði
/
gengisjækkunarinnar í gær rökstuddu tveir
flutningsmanna, Eysteinn Jónsson og Lúðvík
Jósepsson, vantraustið með því að minnax á að
ríkisstjómin hefði unnið meirihluta sinn með
blekkingum og feluleik með afleiðingarnar af
stjórnarstefnu'nni, og m.a. með því að marg-
fullyrða að hún myndi ekki framkvæma geng-
islækkun. Hin stórfellda gengislækkun væri
játning á því hvernig stjómarstefnan hefði
leikið atvinnuvegina, og engum kaami til hug-
ar að stjórnin nyti nú stuðnings meirihluta
þjóðarinnar.
S
i
FELLT UM 24.6%
Bandaríkjadollar og annar glaideyrir er helzt
óbreyttur hœkkar gagnvart ísl. krónu um 32,6%
□ Kl. 4 síðdegis í gær tók gildi nýtt stofngengi
íslenzkrar krónu gagnvart Bandaríkjadollar. Hið
nýja gengi er 57,00 krónur íslenzkar hver Banda-
ríkjadollar en áður var dollarinn kr. 43.00. Er hér
því um að ræða 24,6% lækkun á íslenzku gengi
miðað við Bandaríkjadollar. Gagnvart sterlings-
pundi lækkar gengi íslenzku krónunnar hins veg-
ar um 12%. Þessi lækkun íslenzku krónunnar þýð-
ir hin vegar að Bandaríkjadollarinn og annar
gjaldeyrir sem haldizt hefur óbreyttur frá því
sterlingspundið féll hækkar nú í vérði miðað við
íslenzku krónuna um 32,6%, þ.e. vara sém kéypt
er í ■Bandaríkjunum ðg kastaði í gær 100 krónur
íslenzkar kostar í dag kr. 132,56.
í fréttatilkynningu sem Jó-
hannes Nordal Seðlabankastjóri
las upp á fundi með fréttamönn-
um kl. 4 í gærdag segir svo um
þessa ráðstöfun:
„Bankastjórn Seðlabankans
hefur, að höfðu samráöi við
bankaráð og að fengnu samþykki
ríkisstjórnarinnar, ákveðið nýtt
stofngengi islenzkrar krónugagn-
vart bandarískum dollar, og tek-
ur það- gildi frá kl. 16 í dag 24.
nóvember 1967. Ákvörðun þessi
hefur verið staðfest af stjóm Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hið nýja stofngengi er 57,00 ís-
lenzkar krónur hver bandarískur
Framhald á 7. síðu.
Jóbannes Nordal les fréttatilkynninguna um gengisfellinguna. Við
hlið honum situr hinn scðlabankastjórinn, Davíð Ólafsson.
(Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Ríkisstjórnin ætlar að afnema ðll
lagaákvæði um verötryggingu kaups
Með því yrði stofnað til stórfelldra átaka á vinnu-
markaðinum, sagði Lúðvík Jósepsson á Alþingi í gær
Alþýðubandalagið er
mótfallið hinni stór
felldu gengislækkun rík-
isstjórnarinnar, aðalatr-
iðið við lausn á vanda
atvinnuveganna er að
breyta um stjómar-
stefnu, sagði Lúðvík Jós-
epsson á Alþingi í gær.
Haldi viðreisnarstefnan
svonefnda áfram, munu
allar þær ráðstafanir
sem nú er verið að gera
mistakast og aftur sækja
Með gengisfellin,gunni í gær var íslenzka krónan skert um fjórðuna
G^einaraerð frá Inga R. Helgasyn
á 10. síðu
Vlö tökum upp _
hasgrl umferö 19&Q
í sama horf. Rikisstjórn-
in leysir ekki vandann,
hún vekur ný og erfið
vandamál.
Lúðvík mótmælti harð-
lega áformum ríkis-
stjórnarinnar að þurrka
út eftir 1. des. úr íslenzk-
um lögum ákvæðin um
verðtryggingu kaups
samkvæmt vísitölu. Þá
tryggingu ætti alþýða
manna að hafa í lögum
og hefði áunnið sér það
Framlhald á 7. síðu.
| Tilmaeli miðstjórnar ASÍ til verklýðsfélaganna:
j Boðuðum verkföllum 1. des. sé afíýst
\
í gær síðdegis barst Þjóð-
viljammi eftlrfamandS fréttatil-
kynnmg frá Alþýðusambandi
íslands:
„Miðstjóm A,lþýðusambands
íslands hefur í dag sent ríkis-
stiómirmi svdhljóðandi orð-
sendmgu.
Nánari gceánargerð verður
send sambandsfélögu nu m í
bréfi.
Svarið til ríkisstj lómari n nar
var svoM§i(3ðairwfi;
„Miðstjórn Alþýðusambands
Islands ítrekar þá fyrri; af-
stöðu verkalýðshreyfingarinn-
ar að kaupgjald sé miðað við
verðlag og lýsir því yfir, að
samtökin muni standa fast á
því, að slíkt sé tryggt í fram-
tíðinni.
Með því að ríkisstjórnin
hefur nú iýst yfir, að hún
muni tryggja kaupuppbætur,
sem orðið hafa vegna verð-
hækkana frá 1; ágúst s.I., og
þannig orðið við kröfu verka-
lýðssamtakanna um verðbæt-
ur launa 1. desember í sam-
ræmi við rétt þeirra, ályktar
miðstjórnin, að mæla með því
við sambandsfélögin, að þau
aflýsi boðuðum. vinnustöðvun-
um fyrir næstkomandi mán-
aðamót."
24 11 1967
Alþýðusamband íslands/*