Þjóðviljinn - 25.11.1967, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐYILJHSTN- — Laugardagur 25. nóvember 196L
Sjúkrahjálp í frumskóg-
um Vestur-Afríku
JÓHANN ÞORVALDSSON sem
dvalið hefur nokJsur ár í
Nígeríu, talar og sýnir skugga-
myndir í AÐVENTKIRKJUNNI
sunnudaginn 26. nóvember kl.
5 síðdegis.
ALLIR VELKOMNIR.
Frá Byggingasamvinnufélagi
Kópavogs
Af sérstökum ástæðum eru íbúðir lausar í 8. bygg-
ingaflokki.
Félagsmenn, sem vilja sækja um íbúðir þessar tali
við Salómon Einarsson, sími 41034, sem fyrst.
Stjóniin.
Hjúkrunarkonur
Nobkrar hjúkrunarkonur vantar að lyflaekninga-
deildum BORGARSPÍTALANS í FOSSVOGI um
n.k. áramót.
Til greina kemur bæði fullt starf og HLUTI AF
STARFI, þannig t.d. að nokkrar hjúkrunarkonur
skipti milli sín vöktum. einkum kvöld- og nætur-
vöktum.
Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma
41520 kl. 10—12 daglega.
Reykjavík, 24/11 1967,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
2-3-4-5 og 6mm.
ABstoðurmenn
Stöður aostoðarmanna við húsvörzlu o.fl. í BÓRG-
ARSPÍTALANUM í FOSSVOGI eru lausar til
umsóknar. — Laun samkvæmt kjarasamningum
Reykj avíkurborgar.
Umsóknir sendist 'sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur,
Heilsuvemdarstöðinni, fyrir 4. desember n.k.
Reykjavík, 24/11 1967,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Aog B gæðaflokkar
MarsTrading Companyhf
Laugaveg 103 Sími 1 73 73
• Laugardagur 25. nóvember.
13,00 Óskalög sjúklinga. Krist-
ín Svéinbjömsdóttir kynnir.
14.30 Á nótum æskunnar. Dóra
Ingvadóttir og Pétur Stein-
grímsson kynna nýjustudæg-
urlögin.
15,10 Minnisstæður bókarkafli.
Margrét Indriðadóttir les
sjálfvalið efni. '— Tónleikar.
16,05 Tónlistarmaður velur sér
hljómplö'ur. Sigfús Halldórs-
son tónskáld.
17,05 Tómstundaþáttur barna
og unglinga. Jón Pálsson
flytur þáttinn.
17.30 tJr myndabók -náttúrunn-
ar. Ingimar Óskarsson nátt-
úrufræðingur talar um jarð-
skjálftann mikla í Japan
1923.
17,EiO Söngvar i léttum tón:Lyn
og Graham t McGarthy syngja
og leika.
19.30 Daglegt líf. Árni Gunn-
arsson fréttamaður sér um
þáttinn.
20.30 Leikrit: „Indælis fólk“
eftir William Saroyan. Þýð-
andi: Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri Benedikt Ámason.
Leikendur: Sigurður Skúla-
son, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Edda Þórarinsdóttir,
Þorsteinn ö. Stephensen,
Lárus Pálsson, Ævar R. Kvar-
an, Rúrik Haraldsson.
21,25. Kórsöngur: Karlakórinn
Þrymur á Húsavfk syngur. —
Hljóðritun áð norðan. Söng-
stjóri: Sigurður Sigurj'ónsson.
Einsöngvari: Guðm. Gunn-
laugsson. Píanóleikari: Reyn-
ir Jónsson.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,15 Danslög.
23,55 Fréttir í stuttu máli.
— Dagskrárlok.
sjónvarpið
Laugardagur 25. nóvember/
17.00 Enskukennsla sjónvarps-
ins. Leiðbeinandi: Heimir Ás-
kelsson. 3- kennslustund end-
urtekin. 4. kennslustund
frumflutt.
17.40 Endurtekið efni. „Segðu
ekki nei.... “ Skemmtiþáttur
sænsku hljómsveitarinnar
Sven Ingvars. Áður fluttur
14. apríl 1967.
18.00 Iþróttir. Efni m. a-: Leik-
ur Leicester City og Arsenal.
Hlé.
20.30 Frú Jóa Jóns- Aðalhlut-
verkin leika Kathlcen Harri-
son og Hugh Manning. Is-
lenzkur textí: Gylfi Gröndal.
21.20 Ólgandi blóð. (Hasty
Heart) Bandarísk kvikmynd
Aðalhlutverkin leika Ronald
Reagen, Richard Todd og
Patrica Neal. íslenzkur
texti: Óskar Ingimarsson.
23. Dagskrárlok.
• Kvikmynda-
sýning Germaníu
• Á kvikmyndasýningu félags-
ins Germanía, sem er í dag,
laugardag, verða sýndar frétta-
myndir frá sl. sumri, þ.á.m. frá
ferð óperunnar í Hamborg til
heimssýningarinnar í Montreal
og þýzkum degi, sem þar var
haldinn. Þar eru einnig sýnd-
ar myndir frá árlegu móti síg-
auna sem nú var haldið
skammt frá Köln. — Fræðslu-
myndimar, sem sýndar verða,
eru að þessu sinni tvær. Báð-
ar eiga það sammerkt að vera
frá Rín og Mósél, þótt fátt
annað sé þeim sameiginlegt
Er önnur frá borginni Trier
við Mósel, einni elztu borg
Þýzkalands, er rekur sögu sína
allt til Ró'mverja hinna íornu.
Sjást þar enn mannvirki frá
þeim tíma og margt annað
sögulegt, m.a. handrit frá því
á dögum Karla-Magnúsar. En
hin fræðsilumyndin er um þýzkt
vin og víngerð. Þaðan koma
nokkrar vinsælustu víntegund-
ir, sem um getur, og koma
þær einkum frá Rín og Mósel.
Mun margan fýsa að sjá vín-
yrkju á þessum slóðum.
Kvikmyndasýningin verður í
Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. Öll-
um er heimill aðgangur, böm-
um þó einungis í fylgd með
fullorðnum.
• Úrræði við-
reisnarstjórnar
Viðreisnin hóf upp víl og mas
um veginn þennan eða hinn.
Eftir mikið arg og þras
hún ætlar að pissa’ í skóinn
sinn.
• Nýtt hefti af
lceland Revew
• Nýtt hefti Iceland Review er
að nokkm tyelgað íslenzkum
bömum, Alan Boucher ritar
grein og Baltasar teiknar, en
að auki fylgja efninu allmarg-
ar ljósmyndir. Els,a E. Guðjóns-
son ritar um íslenzka kvenbún-
inginn og er greinin prýdd
fjölda mynda. Pétur Karlsson
segir frá Þórsmerkurferð að
haustlagi og fylgja margar fal-
legar myndir, birt er viðtal við
Hannes Kjartansson ambassa-
dor Isilands hjá Sameinuðu
þjóðunum, Jón Jónsson for-
stöðumann Rannsóknarstofnun-
ar sjávarútvegsins skrifar um
fiskveiðamar og fiskistofninn
og ýmislegt fleira er oð finna
í ritinu. ,
• Höfuðborgaráð-
stefna í Osló
• Höfuðborgaráðstefna Norð-
urlanda verður haldin í Osló
dagan 29. — 31. janúar n.k.
Hefur Rcykjavík verið boðið að
senda fulltrúa á ráðstefnuna.
• Brúðkaup
• X dag verða gefin saman í
hjónaband af sér Garðari Þor-
steinssyni ungfrú Ásta Ág-
ústsdóttir, Norðurbraut 39,
Hafnarfirði og Helgi Sævar
Þórðarson, iðnnemi, Amar-
hrauni 34, Hafnarfirði. Heimili
brúðhjónanna verður á Álfa-
skeiði 102, Hafnarfirði.
M/S HERÐUBREIÐ
fer vestur um land til Bolungar-
víkur og Húnaflóahafna á mánu-
dag.
M/S BLIKUR
/fer austur um land til Vopna-
fjarðar á mánudag. Vörumót-
taka til Hornafjarðar, Djúpa-
vogs, Breiðdfilsvíkur, Stöðvar-
fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyð-
arfjarðar. Eskifjarðar, Norð-
fjarðaf, Mjóafjarðar, Seyðisfjarð-
ar, Borgarfjarðar og Vopna-
fjarðar.
M/S ESJA
fer vestur um land til ísafjarð-
ar á þriðjudag. Vörumóttake til
Patreksfjarðar,- Tálknafjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Súgandafjarðar og ísafjarðar.
Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavik.
Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, ritari, Gunnar
Magnússon, formaður, Dagur Sv. Jónasson, gjaldkeri. Standandi:
talið frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, meðstjórnandi og
Geir U. Fenger, meðstjórnandi.
• Styrktar- og sjúkrasjóður verzlun—
armanna 100 ára í gær
• 1 gær voru liðin 100 ár frá
stofnun eins elzta félagsskapar
hér á landi, sem enn er starf-
andi. en það er „Styrktar- og
sjúkrasjóður verzlunarmanna í
Reykjavík", sem stofnaður var
24. nóv. 1867. I tilefni af af-
mælinu hefur verið gefið út
veglegt afimælisrit sjóðsins.
Ekki er vitað með vlssu hver
hefur verið aðallhvatamaður að
stofnun styrktarsjóðsins, en
líklegast er talið að það hafi
verið H. Th. Á. Thomsen, kaup-
maður, eigandi „Thomsens
Magasin“. Ilann var kosinn
fyrsti fo- 'aður sjóðsins og hélt
því star mngað til hann flutt-
ist af landi burt til Kaup-
mannahafnar árið 1871.
Fyrstu stjóm sjóðsins skip-
uðu með honum þeir Hannes
St. Johnsen, kaupmaður og
Hans A. Sivertsen, verzlunar-
stjóri.
Stynktar- og sjúkrasjóðurinn
hefur alltaf verið fremur fá-
mennur félagsskapur og komst
félagatalan ekki yfir 100 fyrr
en árið 1902, eða 35 árurn eítir
stofnun hans. Alls hafa 1104
menn gengið í félagið á þess-
um 100 árum, en nú eru félags-
menn 426, þar af aðeins 2 kon-
ur. Aðaltilgangur sjóðsins hefur
aliltaf verið að styrkja ekkjur
látinna fólagsmanna, svo og
sjúka félagsmenn- Hefur styrk-
urinn numið ca 60—70 þúsund
kr. á ári undanfarið.
Nuverandi stjórn Styrktar-
og sjúkrasjóðsins skipa þeir
Gunnar Magnússon, skrifstofu-
stjóri, formaður, Dagur Sv.
Jónasson, framkvæmdastjóri,
Guðmundur Sigurðsson, banka-
bókari, ritari og meðstjórenend-
ur eru Guðmundur Guðmunds-
son, forstjóri og Geir Fenger,
verzlunarmaður.
Skýrðu stjómarmeðlimirnir
frá því á fundi með blaða-
mönnum að í kvöld yrði af-
hent gjöf úr sjóðnum í tilefni
100 ára afmælisins: 100 þúsund
krónur í Nemendasjóð Verzl-
* -unarskóla lslands, en" 'sá -«jóð-
ur hefur þann tilgang að
styrkja fátæka nemendur í
skólanum.
Staða umsjónarmanns
Staða ums'jónarm anns Borgarspítalans í Fossvogi
er laus til umsóknar.
Væntanlegir umsækjendur skulu hafa fagréttindi
í iðngrein og reynslu í verkstjóm. — Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Umsóknir um starfið ásamt úpplýsingum um fyrri
störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsu-
vemdarstöðinni við Barónsstíg fyrir 4. des. n.k.
Reykjavík, 24/11 1967,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Eiginmaður minn og faðir okkar
BJÖRN E. ÁRNASON
löggiltur endurskoðandi,
Tjamargötu 46,
lézt í Landspítalanum fimmtudaginn 23. nóvember
Margrét Ásgeirsdóttir,
Aðalbjörg Björnsdóttir,
Árni Björasson.
Dóttir mín og systir okkar
ÞÓRA 7
andaðist 23. nóvember í Landspítalanum.
Elías Jóhannsson og systkini.