Þjóðviljinn - 25.11.1967, Qupperneq 10
Yfir 40 árekstrar
í Reykjavík og ná-
grenni—4 slösuð-
Mjög margrir árekgtrar urðu í
hálkunni í gær í Reykjavík og
nágrannabæjunum. Voru bókað-
ir hjá lögreglunni í Reykjavík
yfir 30 árekstrar yfir daginn, en
fimm í Hafnarfirði og fimm í
Kópavogi. Fólk slasaðist í tveim
árekstranna.
Skömmu fyrir kl. 11 varð
harkalegur árekstur milli stræt-
isvagns og fólksbíls á mótum
Gunnarsbrautar og Flókagötu.
Slösuðust háðir ökumennirnir og
farþegi í folksbifreiðinni og
voru fluttir á slysavarðstofuna.
en ekki var vitað í gærkvöld
hve alvarleg meiðsl þeirra reynd-
ust.
í Kópavogi varð umferðarslys
um 6-leytið í gær, ekið á dreng
á mótum Borgarholtsbrautar og
Skólagerðis. Var drengurinn
fluttur á slysavarðstofuna og
síðan á Landspítalann til frek-
ari rannsóknar.
Skömmu síðar valt bíll á Álf-
hólsvegi í Kópavogi, á móts við
hús' nr. 81. Ekki urðu slys á
mönnum.
Alþýðubanda-
liíið í Kópavogl
Alþýðubandalagið í Kópavogi
hefur myndasýningu í Félags-
heimili Kópavogs sunnudaginn
26. nóvember kl. 4 síðdegis fyr-
ir börn félagsmanna og þátt-
takendur í berjaferð félagsins
á sl. hausti. Sýnd verður m.a.
kvikmynd sem tekin var í berja-
ferðinni.
Klukkan 21 um kvöldið verð-
ur mynda- og kaffikvöld full-
orðinna í Félagsheimilinu, efri
sal. Allt Alþýðubandalaesfólk og
gestir þess er velkomið tn sér-
staklega er þess vænzt að þeir
sem fóru í skemmtiferð Alþýðu-
bandalagsins á Snæfellsnes sl.
sumar mæti og taki með sér
myndir úr ferðalaginu.
Alþýðubandalagið
á Suðurnesjum
Alþýðubandalagið á Suður-
nesjum heldur fund í Aðalveri
í Keflavík n.k. sunnudag kl. 3
e.h. — Fundarefni: Stjórnmála-
viðhorfið. — Frummælandi er
Hannibal Valdimarsson.
Vöruúrvals-limra
í gærdag er grandvör kelling
gekk út að kaupa í velling.
Sagð’ún: Ég saltlúku vil.
Svarað var: Ekkert til
- nema splunkuný gengisfelling.
1
| Greinargerð Inga R. Helgasonar:
! Engar forsendur eru fyrir
! svo mikilli gengisfellingu |
f I X r tihnfijivorð efnnhnfifiráðstöfiin. ^
□ Á fundi bankaráðs Seðlabankans er haldinn var
í fyrradag var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 sú
tillaga bankastjómarinnar að lækka gengi íslenzku
krónunnar um 24,6%. Með þeirri ákvörðun greiddu at-
kvæði bankaráðsmennirnir Emil Jónsson, Birgir Kjar-
an og Þorvaldur Jón Júlíusson en á móti henni voru
Ingi B. Helgason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í banka-
stjórninni, og Sigurjón Guðmundsson, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins. — Gerði Ingi R. Helgason eftirfar-
andi grein fyrir atkvæði sínu:
I
" Bankastjórnin leggur hér
u til, að gengi ísilenzkrar krónu
^ verði lækkað um 24,6% frá
L því sem það er nú, en það
" er gengisbreyting, sem felur í
b sér hækkun bandaríkjadollars
" um 32.6% gagnvart íslenzkri
krónu.
Enginn tölulegur útreikn
ingur fylgir þessari tillögu,
sem sýnir, hvernig hlutfalls-
tala þessi er fundin, engin
gögn eru lögð fram um stöðu
atvinnuveganna eða þarfir
H þeirra og engar upplýsingar
" gefnar um áhrif þessarar stór-
felildu gengislækkunar á af-
komu ríkissjóðs. Tillaga þessi
er því nánast órökstudd á
þessum vettvangi.
Gengislækkun sterlings-
pundsins veldur að sjálfsögðu
breytingu á viðskiptum ís-
lands til hins verra. Til að
vinna þá röskun upp, þarf að
lækka gengi íslenzkrar krónu
um 6-7% eða um svipað hlut-
fall og Danir lækkuðu strax
gengið hjá sér. Sú umfram-
gengislækkun, sem hér erlögð
ti'l, á sér því innlendar rætur,
sem raktar verða til sjálfrar
stjórnarstefnunnar og stað-
festir hið alvarlega og sjúka
efnahagsástand, sem hér ríkir
nú” og sífellt hefur farið
versnandi vegna verðlagsþró-
unarinnar innanlands, en allt
verðlag hér hefur meira en
tvöfaldazt á undanförnum 6
árum.
Gengislækkun er mjög var-
hugaverð efnahagsráðstöfun,
sem beita þarf með varfærni
og aðeins undir vissum kring-
umstæðum, en jákvæður og
varanlegur árangur hennar
þjóðhagslegur, er allur kom-
inn undir sjálfri framkvæmd
hennar og þeim hliðarráðstöf-
unum, sem jafnframt þarf að
grípa til. Gengislækkunin ein
leysir engan efnahagsvanda og
hún getur orðið mjög hættu-
leg efnahag landsins, ef illa
tekst til um framkvæmd henn-
ar, svo sem verður ef ó-
breyttri stjórnarstefnu verður
fram haldið.
Höfuðforsendur fyrir því, að
framkvæma eigi gengislækk-
un við núverandi aðstæður á
islandi, eru þær, að sam-
komulag sé við stéttasamtökin
um framkvæmd hennar og
hliðarráðstafanir og að víðtæk
samstaða sé um það megin-
atriði, að verðlagsþróuninni
innanlands sé haldið í skefj-
um.
Með því að ekkert liggur
hér fyrir um, að tilgreindar
forsendur séu fyrir hehdi, get
ég ekki greitt atkvæði með
þessari gengislækkun og segi
því nei.
Ingi R. Helgason.
Stjérn og trúna&arráð VR
vítt fyrir framkomu sína
•h í fyrrakvöld fór fram aðal- i
íundur í launþegadeild sam-
vinnustarfsroanna Verzl-'
unarmannafélags/Reykjavíkur
og gerði þessi fundur ályktun,
þar sem vítt er sú ákvörðun
meirihluta trúnaðarráðs og
stjórnar, að hætta við verk-
fallsboðun fyrsta desember á
sínum tíma og rjúfa þannig
dýrmæta samstöðu launþega-
samtakanna til varnar kjör-
um sínum í þjóðfélaginu.
★ Veiðuiv að draga í efa al-
mennan hljómgrunn meðal
verzlunarmanna sjálfra gagn-
vart þessari ákvörðun trún-
aðarráðsins.
★ Hér fer á eftir ályktun aðal-
fundar og var hún samþykkt
með öllum greiddum atkvæð-
um fundarmanna gegn einu:
„Aðalfundur launþegadeildar
Samvinnustarfsmanna í V.R.
haldinn 23. nóvember 1967 for-
dæmir harðlega þá ákvörðun
meirihluta trúnaðarmannaráðs V.
R. að rjúfa samstöðu alþýðusam-
takanna og boða éigi til verk-
falls 1. desember n.k.
Telur fundurinn, að ákvörðun
trúnaðarmannaráðsins sé' aðeins
til þess fallinn að veikja sam-
stöðu hinna vinnandi stétta í
þeirri varnarbaráttu sem fram-
undan er.
Jafnframt mótmælir fundurinn
harðlega ákvörðup formanns V.R.
að kljúfa sig úr 12 manna nefnd-
inni. Telur fundurinn, að bæði
formaður og trúnaðarmannáráð
| félagsins hafi eigi heímild
• j þess að taka svo afdrifaríka
til
kvörðun
manna.
án samþykkis félags-
Framhald á 7. síðu.
Laugardagur 25. nóvember 1967 — 32. árgangur — 268. tölublað.
Vinnubrögðunum mótmælt:
Bankaráðið éttí að-
eins að samþykkja!
Á fundi bankastjórnar Seðla-
banka íslands, þar sem form-
lega var tekin ákvörðun um
gengisfellingu íslenzku krónunn-
ar, lét Ingi R..Helgason, fulltrúi
Alþýðubandalagsins í Seðla-
bankastjórninni, bóka eftirfar-
andi mótmæli við vinnubrögðum
er viðhöfð voru við ákvörðun
gengisfellingarinnar:
„Með sérstakri bokun Ieyfi ég
mér að mótmæla harðlega þeim
vjnnubrögðum, sem viðhöfð eru
í þessu máli. Samkvæmt lögum
á þessi stofnun, bankaráð Seðla-
banka íslands, ákvörðunaraðikl
að gengisbreytingum. Samkvæmt
skýlausum lagafyrirmælum og
reglugerðarákvæðum á banka-
stjórn Seðlabankans, þ.e. fram-
kvæmdastjórarnir þrír, að hafa
„náið samráð“ við bankaráð um
gengisbreytingar, ef þeirra er
þörf
í fjóra daga hafa öll gjald-
eyrisviðskipti verið stöðvuð í
landinu meðan bankastjórnin er
að athuga, livort nauðsynlegt og
rétt sé að fella gengi íslenzkrar
krónu eða ekki. Á beim tíma
hefur bankaráðið aldrei verið
kvatt saman til fundar, engar
upplýsingar eða útreikningar
verið lagðir fyrir bankaráðið og
bankaráðsmönnum ekki gefinn
kostur á því að fylgjast með
þeirri athugun, sem fram heför
farið á vegum Seðlabankans í
þessum afdrifaríku málum.
Siðan ætlast bankastjórnin til
að bankaráðsmenn greiði' at-
kvæði um gengislækkunina án
gagna og umhugsunarfrests á
klukkutíma fundi.
Með þessum vinnubrögðum er
bankastjórnin að lítilsvirða
bankaráð og virða að vettugi
bein lagafyrirmæli, sem ber að
víta“.
Ingi R. Helgason.
Datt í bálkunni og
mjaðmabrotnaði
Það slys varð á Suðurgötu i
gærkvöld að eldri maður, Jón
Á. Kristjánsson datt í hálku
með þeim afleiðingum að hann
mjaðmarbrotnaði og liggur nú
á sjúkrahúsi.
Nafn bílstjórans
Maðurinn sem beið bana í
bflsiysinu við Kiðafellsá á mið-
vikudagskvöld var Gunnlaugur
Sigursveinsson frá Ölafsfirði, 37
ára gamall. Gunnlaugur heitinn
var kvæntur og átti þrjú böm.
Vélhjóli stolið
Aðfaranótt fimmtudagsins var
stolið þríhjóli með hjálparmótor
frá Efstasundi 100. Fötluð kona
er eigandi hjólsins og er hvarf
þess eðlilega mjpg bagalegt fyrir
hana. Eru þeir sem einhverjar
upplýsingar gætu gefið umstuld-
in eða rekizt hafá á slíkt hjól
beðnir að snúa sér til rannsókn-
arl ögreglunnar.
er nú að endurskoðim
í gær barst Þjóðviljanum éft-
irfarandi fréttatilkynning frá
dómsmálaráðuneytinu:
,,Á síðastliðnu ári ritaði ráðu-
neytið stjórnarnefnd ríkisspítal-
anna bréf þar sem þess var ósk-
að að hún gerði, í samráði við
yfirlækna ríkisspítalanna, tillög-
ur að reglum um verksvið og
ábyrgð lækna ríkisspítalanna,
einnig um starfssvið spítala-
stjóra við Landspítalann og
semdi frumvarp að reglugerð um
verkefni og starfssvið stjómar-
nefndarinnar með hliðsjón af 9.
gr. sjúkrahúsalaga nr. 54'1964.
Stjórnarnefndin , kornst að
j^eirri niðurstcðu, að æskilegt
væri, að leitað væri til Svíþjóð-
ar eftir sérfræðingi til þess að
kanna eftirtalin atriði:
1. Æskilegar breytingar á rekstri
Landspítalans, m.a. varðandi
verkefni hans, svo að hann
gæti sem bezt gegnt hlutverki
sínu sem kennsluspítali, sér-
deildasjúkrahús fyrir landið
og rannsóknaspítali.
2. Þörf fyrir starfslið í Land-
spítala, vinnutíma þess og
vinnuskipulag í spítalanum.
3. Hlutverk stjórnarnefndar,
spítalastjóra og yfirlækna í
Landspítala.
Ráðuneytið leitaði aðstoðar
sendiráðs íslands í Stokkhólmi,
sem sneri sér til yfirstjórnar
heilbrigðismála, er að lokum
benti á tvo sérfróða menn, er
vildu takast þetta verk á hend-
ur, eða veita liðsinni sitt til úr-
lausnar því.
í framhaldi af þessu komu
síðan hingað til lands að kvöldi
sunnudagsins 19 þ.m. prófessor
Carl-Axel Hamberger frá Karol-
inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
og sjúkrahús-forstjóri Gunnar
Högberg frá sænska Landþings-
sambandinu í Stokkhólmi.
Dvöldu þeir hér á landi mánu-
daginn 20. og þriðjudaginn 21.
nóvember, og öfluðu sér upp-
lýsinga um rekstur ríkissjúkra-
húsanna hér, þó einkum Land-
spítalans, auk ýmissa annarra
málefna er sjúkrahús og kennslu
læknaefna varða. Áttu þeir
fundi með eftirtöldum aðilum:
Stjórnarnefnd ríkisspííalanna,
stjórn læknaráðs Landspítalans,
stjórnum Læknafélags íslands og
Læknafélags Reykjavíkur, for-
seta læknadéildar Háskólans,
Jónasi Hallgrímssyni lækni,
Kjartani Jðhannssyni verkfræð-
ingi og fulltrúum frá ráðuneyt-
inu.
Munu í framhaldi af þessu
gerðar áætlanir um framkvæmd
þeirra rannsókna, sem stefnt er
að, eftir að álitsgerð berst frá
hinum sænsku sérfræðingum“.
Eru til varftveittar myndir
af ióni biskupi Arasyni?
Saga, tímarit Sögufélagsins, er
nýkomið út fyrir árið 1967 og
birtir m.a. varðveittar myndir
af Jóni biskupi Arasyni og börn-
um hans: Björn f»orsteinsson
birtir þar ritgerð um Grundar-
stólinn á Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn, en á herðafjöl
hans og bakrimla eru skornar
mannamyndir. Björn leiðir riik
að þvi, að stóllinn muni skorinn
síðla árs 1550 eða í janúar 1551,
á vegum Þórunnar Jónsdóttur á
Grund I Eyjafirði, og sé þetta
minningagripur um Jón biskup
og börn hans gerður handa kirkj-
unni á Grund
Þá birtir dr. Trausti Einars-
son prófessor þar ritgerðina:
Myndunarsaga Lándeyja og nokk-
ur atriði byggðarsögunnar, en
þar leiðir hann m.a. rök að því.
að allmikill dalur hafi verið
við Bergþórshvol á dögum Njáls.
Dalurinn i hvolnum í Njálu er
ekki jafn mikill skáldskapur og
menn hafa ætlað.
Haraldur Sigurðsson skriíar
rækilega ritgerð um Vínlands-
kortið, aldur þess og uppruna.
Þar mun dregið fram það ein-
hlítasta, sem um þann fræga
grip hefur verið sagt.
Lúðvík Kristjánsson skrifar
um nýjustu og merkustu rit. i
sem út hafa komið um fiskveiði-
og útgerðarsögu Færeyiiíga, en
færeysk saga hefur verið allt
of lítið kunn hér á landi til
þessa.
líS á Magnús Már Lárusson
Framhald á 7- *5Öu.
i