Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Surmudagur 26. nóvemiber 1962- .. ......... Hér stjaka piltarnir jakanum sínum frá skörinni, þar sem óvígur her illfiska og sela hefur fylkt sér til árásar. MYNDIR OG TEXTI GRÉTAR ODDSSON 8 *w. Andrés og Andrésína hafa loks- ins fundið frið og hamingju, og væntanlega er erjum þeirra iokið í bilL ÆVINTÝRI Á ÍSJAKA : ...............................................................'■i""''1 ..........................- ................................... ....................................;! íl • - !-í “‘“'i imiimnuuaiuiun ;'•* v.''••••''i'1 :••!’ . ••! ;•> v.r ,i «••••*. ••rmtn—— i: 1 ',1***- v" 1 ■ • ' . . "f," '1 Stundum fara af því miklar sögur, að á íshafs- svæðum séu svo og svo margir vísindamenn á reki á einuim jaka, eða fieirum. Þeim sem halda lengstri búsetu á slíku „farartæki“, hlotnast mik- ill og margvíslegur heiður og frægð, en vísinda- legur árangur af svoddan salíbunum á herðum hafstraumanna, fyllir mörg og þykk bindi, sem næstum engir nenna að lesa. Eina verulega skemmtisagan af ferðalagi á ís er hinsvegar frá- sögn Mark Twain af því, þegar hann tók sér fari með skriðjökli suður í Sviss. Fyrirskipanir eru gefnar í föstum og öruggum rómi og ekki þýðir undan að skorast. Óvinurinn er á næsta leiti. Ekki verður þvi haldið fram af neinum teljandi sannfær- ingarkrafti að laekurinn í Hafn- arfirði jafnist á við veraldar- sjóinn, nema þá að því leytinu, að hann er blautur, ef hann er ekki botnfrosinn. Stundum kemur þó á hann mannheld skæni og þá gefst manni tæki- færi til að virða fyrir sér í framkvæmd friðsamlega sam- búð fugla og barna og sann- færast um að Reykjavik og Akureyri eiga engan einkarétt á því sviði. Myndimar sýna þetta og sanna, svo ekki verð- ur um villzt. í fljótu bragði gæti manni virzt að drengimir tveir eigi sér þann tilgang einan á ís- flögunni, að prófa hvað hún þoli mikið brambolt, án þess að velta þeim af sér. En ef maður rennir huganum aftur að sjálfum sér á þessum aldri, getur mann auðveldlega rennt grun í hvað drengirnir eru að gera. Þeir eru sem sé ekki staddir á ómerkilegri lækjar- sprænu (bið Hafnfirðinga for- láts) á ennþá ómerkilegri ís- flögu, heldur mundu þeir vera víðsfjarri að íremja afreksverk á öðrum hvorum pólnum. Endurnar, sem í vorum aug- um eru ekki annað en værðar- legur sunnudagsmatur, sílspik- aður af franskbrauði og vinar- brauðsáti, mundu í þeinra aug- um taka á sig allt aðrar mynd- ir. Þarna eru sem sé á ferð- inni illvigir rostungar, blöðru- selir og mannskæðir bákarlar. En ef tS vill á íerðalagið sér hernaðarlegan tilgang og ekk- ert líklegra en að verið sé að lumbra á Kínverjum, eða Rússum (Hafnarfjörður er í NATO). Endurnar hafa hinsvegar í öðru að snúast, en leika óarga- dýr og skaðræðisskrímsli fyr- ir strákana Þær kúra sig nið- ur í kuldanum og velgja sér við endurminningar liðins sum- ars og á hjónakornunum hér uppi í horninu má greinilega merkja, að þau hafa fundið fullsælu og hamingju, án þess að leggja á sig allar þær króka- leiðir, sem mennirnir fara að því marki, ef þeir þá nokkurn- tímann komast á leiðarenda. Hann er á varðbergi. Kannar dýpi á siglingarleiðinni, meðan kafteinninn stjakar jakanum áleiðis. 1111 111(111 k-'nH-r.!i,•>.»_•„ „\ . ,u- >u J • •: 1111 § 1 Iffllfli ’m!-f?1 '! • ' !,«!* illilÍISiÍflllliilillllfllllPlllil jdjjll Si. 1 ;lhUg}|pPi w ................................ i:i:iiiiiiiiiiÚliiiiH‘r'"‘ ‘; laiiiiimiÚMiiiii'.ii iÍHÍÍI! .......... ..'il.júiliíÍiWiiiÍÍÍÍÍiiiÍÍÍÍiÍiMiiiíÍÍhi, ”"iiiiiuuWw4nij”||iitiii!|jjÍ|| SligBliii'' jj|)g».hl«bii{jÍp»i.::: iii :illintfllUl.m!m:: :hUU| IHPI' ' .......................... .„jfeiíiíii1"'”""’!" !!"!: ‘JWI ! lP' , Umkringdir? Jakastjóranum lízt greinilega ekki á, hvernig málin hafa þróazt. Þarna reynir hann að ná með sér minni jaka, sem notast mætti við sem björgrunarbát, ef í harðbakka slægt J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.