Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 1
Umræðufundinum um æskulýðsmál, sem halda átti á morgun, er frestað um sinn, þar sem m.a. má búast við útvarpsuimræðum um van- trauststillöguna þetta kvöld. Magnús Kjartansson í rœðu ó Alþingi um gengislœkkunarmálið: Gengislækkun Seysir ekki nein vanda- mál til frambúðar—heldur magnar þau ■ Hæstvirtir ráðherrar munu fljótlega komast að raun um það að sú hrossalækning sem gengislækkun er nægir ekki til þess að hleypa nýju lífi í viðreisnardrógina; hún mun aldrei framar ganga í endurnýjun lífdag- anna. Efnahagsmálafrumvarpið sem lagt var fram í upphafi þings varð þjóðinni til marks um gjaldþrot viðreisnarstefnunnar, og gengislækkunin er mun stórfelldari sönnun um hið sama. ■ Vandamál íslendinga verða ekki leyst með stefnu núverandi ríkisstjórn- ar, heldur aðeins með félagslegri stefnu sem er í samræmi við sérstakar aðstæður þessarar fámennu þjóðar. ■ Gengislækkunin mun ekki leysa nein vandamál til frambúðar heldur magna þau — áframhaldandi viðreisnarstefna mun leiða til þess eins að gengislækkanir verða ekki aðeins þrisvar á sjö árum, eins og núverandi ríkisstjóm hefur afrekað til þessa, heldur mun hún leiða yfir okkur það hlutskipti að tekið sé að fella gengið oft á ári, líkt og tíðkast í sumum við' reisnarríkjunum í rómönsku Ameríku. ■ Enn sem fyrr eru stjórnmálin í brennidepli; engin vandamál verða leyst nema breytt- verði um ríkisstjórn og stjórnarstefnu. . Með þessum orðum lauk Magn- ús Kjartansson ræðu sinni á kvöldfundi Alþingis á föstudag- iþn. Hann átaldi ólýðræðislega rþéðferð gengislækkunarmálsins Og óvirðingu þá sem ríkisstjórn- iþ sýndi Alþingi með meðferð lýiálsins og efnisrýrri framsögu- ríéðu Bjarna Benediktssonar. Magnús sagði m.a.. Hvað verður gert? Það er ákaflega margt. sem alþingismenn eiga heimtingu á að vita áður en hægt er að ætl- ast til þess að þeir fari að sam- þykkja einn hlekk í keðju sem þeir þekkja ekki að öðru leytj. Vlð tökum upp hægrl umferö m 26-5.1968 Aljjýðubandaiagil í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi hefur myndasýningu í Félags- heimili Kópavogs í dag, sunnu- dag, klukkan 4 síðdegis fyrir börn félagsmanna og þátttakend- ur i berjaferð félagsins á sl. hausti. Sýnd verður m-a. kvik- mynd sem tekin var í berjaferð- inni. Klukkan 21 í kvöld verður mynda- og kaffikvöld fullorð- inna í Félagsheimilinu, efri sal. Allt Alþýðubandalagsfólk og gestir þess er velkomið en sér- stáklega er þess vænzt að þeir sem fóru í skemmtiferð Alþýðu- bandalagsins á Snæfellsnes sl. sumar mæti og taki með sér myndir úr ferðalaginu. Forsætisráðherra greindi okk- ur þó frá einu atriði. Hann lét þess getið í lok ræðu sinnar að löggjöfin um verðtryggingu launa yrði afnumin þegar vísitöluhækk- unin 1. desember væri komin til framkvæmda. Ætlun ríkisstjórn- arinnar er sú að stórfelldar verð- hækkanir skelli á launafólki — og að minnsta kosti bótalaust á öllum þeim sem ekki hafa verkfallsrétt og nægilega öflug samtök til þess að knýja fram kauphækkanir. Verklýðsfélögin hafa með verkfallshótun tryggt vísitölu- bætur 1. desember og þau munu cflaust rétta sinn hlut áfram, ef til vill oft á ári eins og 1963, ef með þarf. En hvað með aðra? Hvað með opinbera starfsmenn? Ifvað með gamalt fólk, öryrkja og sjúklinga og einstæðar mæður, — einmitt þá sem ævinlega bera skarðastan hlut frá borði þegar yfir dynja efnahagslcgar koll- stcypur. Mörg atriði óljós Og hvernig verður háttað afla- hlut sjómanna, fá þeir að njóta þeirrar fiskiverðshækkunar sem væntanlega verður afleiðing geng- islækkunar eða ætlar ríkisstjórn- in að ganga á samningsbundinn rétt þeirra? Hvernig hugsarrík- isstjórnin sér að tryggja afkomu bænda, þegar allarinn- fluttar rekstrarvörur landbúnað- arins snarhækka í verði? Hvað liugsar ríkisstjórnin sér að gera til að rétta hlut sparifjáreigenda — þar á meðal aldraðs fólks sem geymt hefur skildinga til elliár- anna og óttast nú réttilega að rænt verði drjúgum hluta af sparifénu? Það er ekki ég einn sem ber fram þessar spurningar heldur svo til hver einasti lands- maður. Og við höfum ástæðu til að spyrja um margt fleira: Hvernig ætlar ríkisstjórnin að haga verð- lagseftirliti á þessum snöggu um- breytingatímum? Hvernig verður verðlagsákvæðum hagað; eiga kaupsýslumenn að fá að sópa til sín stórfé með frjálsri álagningu á miklu stærri grunnupphæð en áður? Hvernig ætlar ríkisstjórn- in að haga innheimtu sinni á inn- flutningstollum, eiga þeir einnig að hækka í hlutfalli. við gengis- lækkunarbreytinguna? Og hvernig verða efndirnar á því Ioforði sem hæstvirtur for- sætisráðherra gaf hér á þingi í fyrra með stóryrðum, að ef geng- ið yrði enn fellt undir hans for- ustu skyldu gengislækkunar- og verðbólgubraskarar fá að bera fyllilega sinn hlut? Hvenær er að vænta frumvarps ríkisstjórn- arinnar um það efni, hvað felst í því, ætlar forsætisráðherrann að leggja byrðarnar á braskar- ana? Fjárplógsmenn Magnús taldi stjómarfrum- varpið um nokkur fram- kvæmdaatriði gengislækkunar- innar, sem um var fjallað á Al- þingi á föstudag og laugardag einungls svo lftlnn hlut alls máls- ins, að óeðiilegt væri að afgreiða hana sérstaklega, og hélt áfram: Hins vegar er þetta frumvarp mjög fróðleg vísbending um það hvað fyrir ríkisstjórninni vakir með svokölluðum hliðarráðstöf- unum sínum. Eins og Lúðvík Jósepsson rakti hér áðan er það einn megintilgangur þessa frum- varps að heimila hejldsölum og öðrum innfilytjendum að hækka vörubirgðir sínar í verði, ef þær eru taldar keyptar fyrir erlent lánsfé — en þar er um að ræða mjög annarlega mismunun og stórfelld tækifæri til sviksam- legrar gróðasöfnunar fjárplógs- manna. Mér þykir rétt að minna hér sérstaklega á einn aðila, sem kemur við þá sögu, olíufélögin þrjú. Þessi félög hafa um skeið notið mjög stórfelldra forréttinda í viðskiptum, fengið stórfelld vörukaupalán í Sovétríkjunum með vöxtum sem nema aðeins broti af venjulegum bankavöxt- um á fslandi. Með því fyrirkomu- lagi hefur loksins rætzt í verki hið mikla og langvinna umtal um Kússagull á íslandi og sér- staka umboðsmenn þess. Þetta fyrirkomulag vilja olíufélögin nú fá að nota til þess að hækka um- svifalaust vörubirgðir sínar. En það eru fleiri vandamál tengd starfsemi þessara félaga á ts- landi. Þau halda hér uppi ó- þörfu þreföldu dreifirigarkerfi, þreföldum skriffinnskukostnaði, þrefaldri forstjóralhersingq og þrefaldri gróðasöfnun. Tilgangur- inn með þreföldu dreifingarkerfi er ekki sairikeppni um sem bezta þjónustu, eins og oft er talað um til réttlætingar óhagifvæmu skipulagi; olíufélögin hafa lengi haft nána einokunarsamvinnu um alla hluti og sú samvinna hefur ekki sízt haft þann til- gang að skerða þjónustuna við almenning. Það hefði sannarlega ekki verið neitt harmsefni þótt þessi félög eða eirihver þeirra hefðu orðið gjaldþrota, heldur mikið þjóðþrifamál. Ef ríkis- stjórn hins frjálsa framtaks get- ur ekki unað því að framtaks- menn séu ábyrgir gerða sinna, þá bar henni einmitt þá skylda til að þjóðnýta olíufélögin og koma á einfaldara, nútímalegra og miklu kostnaðarminna kerfi. Á þann hátt hefði ríkisstjórnm getáð vegið mjög mikið á móti þeirri stórfelldu hækkun á olí- um og benzíni sem verður af- leiðing gengislækkuriorinnar. En svo er að sjá sem ekkert sh'kt sé fyrirhugað; 'ríkisstjórnin ætl- ar aðedns að bjarga oliufélögun- um þFemut? ;úr þeim vanda sem þau hafa komið sér í á eigin á- byfgð, svo að bau geti haldið á- fram hinu úrelta og kostnaðar- Framhald á 9. síðu. 1959: Kr. 16.32 íslenzkar í hverjum Bandaríkjadollar = 100%. 1960: Kr. 38-00 íslenzkar í hverjum Bandaríkjadollar = 42.9% 1961: Kr. 43.00 íslenzkar í hverjum Bandaríkjadollar = 38% 1967: Kr- 57.00 íslenzkar í. hverjum Bandaríkjadollar = 28.6%. Þannig hefur gengi íslenzkrar krónu rýrnað gagnvart JoHarnum síðan '59 Hve mikið hefur gengi ís- lenzku krónunnar verið fellt frá því árið 1959, er núver- andi stjórnarflokkar tóku við völdum í landinu? Þetta er spurning sem vert er að íhuga þessar dagana. Þegar stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokksins og AJþýðu- tlokksins hófst seint á árinu 1959 hafði skráð gengi ís- lenzku krónunnar haldizt ó- breytt í 9 ár eða frá því árið 1950 og.voru þá 16.32 íslenzk- ar krónur í hverjum Banda- ríkjadollar. Á þeim 8 árum sem Sjálf- stæðisflokkurinn og ALþýðu- flokkurinn hafa farið með völd í landinu hafa þeir framkvæmt þrjár gengislækk- anir, Hin fyrsta og stærsta var gerð árið 1960 og var þá gengi íslenzku krónunnar miðað við Bandaríkjadollar rýrt um 57.1 prósent — sneið- in sem eftir var skilin var aðeins 42.9 prósent af krón- unni eins og hún var við upp- haf ..viðreisnarstjómarinnar" 1959. Næsta ár, 1961, var gengi íslenzku krónunnar fellt. Að henni lokinni var samanlögð rýrnun krónunnar frá 1959 orðin 62 prósent — eftir var skilin af henni sneið uþp á 38 prósent. Loks í fyrradag var gengi íslenzku krónunnar fellt af „viðreisnarstjórninni. Að lok- inni þessari þriðju og síðustu skurðaðgerð hennar á íslenzku krónunni er heildarskerðingin verðgildis hennar frá 1959 orðin 71.4 prósent miðað við Bandaríkjadollar — sneiðin sem eftir er skilin er ekki orðin nema 28.6- I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.