Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1967, Blaðsíða 10
JQ SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 26. nóvember 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 59 húsið okkar, gamla fjölskyldu- setrið og megnið af innbúinu, og ég var að flytja inn í ibúðina í London- Og a'llt í einu þyrmdi yfir mig, mér fannst ég hvorki geta né vilja meira. Mér fannst ég hafa rifið upp allar rætur minar, Gg það var meira en ég gat afborið svona stuttu eftir að Geroge dó og hinn sonur minn hafði fallið í stríðinu. Ég gat ekki afborið að eiga heima í London. Ég gat ekki afborið að eiga heima neinstaðar. Það eina sem ég þráði var hlýr og friðsæll staður þar sem ég gæti fengið að deyja. Ég sagði Estelle að ég kæmi til miðdegisverðar, þvi að ég varð að vera í samvist- um við einhverja manneskju og fá ögn af samúð og skilningi ef hægt væri. Það var bf dimmt í stofunni. Ég sá eftir að ég skyldi ekki hafa kveikt á borðlömpunum. Það þurfti að festa gardínuhring- inn þama; frú Leonard gleymdi UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan tiárgreiðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laugav 18. III hæð (lyfta' Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SIMl 33-968 þvi alltaf. BYú Rutland var með netta og mjóa fingur; þeir voru ekki vitund líkir fingrunum á Mark; hún renndi þeim eftir borðþrúninni. — Og gat Estelle gefið þér samúð og skilning? — Ég bað hana ekki beinlínis um það, og þegar ég sat hjá henni varð mér ljóst að það eru viss andleg djúp sem maður verður sjálfur að klifra uppúr ef maður vill komast uppúr I þeim. Og brunnurinn sem ég hafði hrapað niður í var af því taginu .... Það er ekki hægt að ætlast til þess að tuttugu og fimm ára mannsbarn geti klifið þá skelfilegu einmanakennd sem getur lagzt að manni þrjátíu ár- um seinna. Hún hélt áfram að tala, og ég horfði á hana og hlustaði á hana og ég hugsaði með mér, að kann- ski hefði Estelle aldrei verið ein- mana — og þó hlaut hún að hafa verið það þegar hún lá og beið dauðans. — Það er vist ekki aldurinn sem skiptir máli. sagði ég. — Hvað áttu við? Hún var komin yfir í eitthvað annað. — Þetta með einmanaleikann stendur ekki í sambandi við ald- ur. Varstu aldrei einmana sem barn? Hún hugsaði sig um- — Jú. En það er dálítið annað. Meðan maður er ungur á maður ein- hvem varasjóð af orku og þreki, sem heldur manni uppi. En þeg- ar maður eldist, þegar lífið er að verða búlð, þá er sá vara- sjóður uppurinn og það er að- eins tómrúm þar sem orkan var áður. Mér datt ekki í hug að spyrja hana, hvers vegna þessi máls- I verður okkar minnti hana á það skipti. Hún fór að tala um eitt- hvað annað. eins og hún væri hrædd um að mér þætti hún of tilfinningasöm. Stuttu seinna spurði ég: — Talar Mark nokkum tíma um mig? — Áttu við. hvort við ræðum um þig okkar á milli? Nei. það gerum við ekki. — Hefur hann aldrei sagt þér að þetta gangi ekki sérlega vel hjá okkur — Nei .. Gerir það bað ekki? — Nei, ekki mjög. Hún sat og sneri vínglasinu sínu; en hún horfði ekki á mig. Þá sagði ég: — Það er aðallega mín sök. — Fyrst þú segir þetta, þá er ekki langt í sættir. — Það er ekki svo að skilja að við séum alltaf að rífast. Það er miklu djúpstæðara. Frú Leonard kom inn. Þegar hún var farin út aftur, sagði frú Rutland: — Ég vona að betta lagist milli ykkar aftur, Mamie — hvort sem þú átt sökina eða hann. Ég held hann myndi alveg bugast. ef hann biði nýjan ósig- ur. — Ösigur? — Já, það er víst ekki fjarri lagi. Er það kannski ekki ósigur fyrir forlögunum að missa eig- inkonuna aðeins tuttugu og sex ára gamla. Hún horfði beint á mig og mér var ekki beinlínis um það; nú léti hún það koma; augu hennar voru rök, en aðeins lítillega, eins og hún hefði á sfðustu stundu getað haldið aftur af tár- unum. — Ég er móðir hans, og þess vegna er bað víst ekki nema eðlilegt að mér skuli finnast hann einstakur f sinni röð. En ég geri mitt bezta til að dýrka hann ekki. Sjáðu til, Mark er einn þeirra sem leggja gjaman allt í sölumar — fyrir málefni, fyrir aðra manneskju. Hann er geysilega viljasterkur, en lfka óendanlega viðkvæmur. Dauði Estelle kom mjög illa við hann. Og að hann skyldi svo fljótt verða hrifinn af annarri, það kom mér á óvart — og gladdi mig. En einmitt þess vegna .. Ég greip fram í fyrir henni og mér var órótt. — Hefur Mark sagt þér frá ráðagerðum sínum í sambandi við prentsmiðjuna? Hún sat enn og sneri vínglas- inu milli fingranna. — Að hann hafi tekið tilboðinu frá Glaston- bury? Já. Það var ég sem taldi hann á það- — Gerðir þú það? Já, en — skiptir nafnið Rutland & Co. þá engu máli? — Það skiptir afarlitlu máli f samanburði við allt hitt. Mark myndi aldrei geta átt skikkan- legt samstarf við Holbrookfeðg- ana. Hann er ekki jafnsveigjan- legur og faðir hans. Það er miklu betra fyrir alla aðila, að þeir skilji nú að skiptum. — Holbrookfeðgamir verða ekki ánægðir með þetta. — Nei, þeim líkar trúlega ekki hvernig málin hafa snúizt- En þeir vilja helzt vera lausir við Mark. Annars var Mark tregur til að stíga þetta spor. Hann sagðist hafa vissa ábyrgð gagn- vart starfsfólkinu. Það er ein- mitt það atriði, sem hann hefur verið að semja um, oghannhefur sett viss skilyrði í sambandi við starfsfólkið ef það á að verða af sölunni. Það virðist enginn þurfa að líða fyrir þessa breytingu. Enginn þarf að líða. Ég hugs- aði með mér, að þetta léti í eyr- um eins og grafskrift. Enginn þarf að líða nema ég og Forio og Mark og móðir mín og — þegar fram í sækir, móðir hans. Á þriðjudaginn ók frú Rutland mér á sjúkrahúsið. Það var ekki með glöðu geði sem ég fór þang- að. Ég hafði ekkert að segja við Mark. Nema það sem ég gat ekki sagt. Til að mynda: fyrir- gefðu. Og ég fer bráðum. Og vertu sæll- Hann var á eins manns her- bergi — hann lá sjálfsagt þama sem einkasjúklingur. Og það var stór gluggi á stofunni og sólin skein inn á eitt rúmshomið. Til allrar hamingju lét hún mig fara eina inn. Það kom mér á óvart, að hann skyldi engar umbúðir hafa um höfuðið, en hafi mér fundizt hann veiklulegur begar ég sá hann í fyrsta sinn, þá fannst mér það f enn ríkara mæli í dag; það var eins og hann hefði létzt um tíu kiló að minnsta kosti og sagði: — Hæ, Marnie. — Hvemig líður bér Mark? Ég reyndi að ganga óhölt, þegar ég gekk að stólnum sem stóð hjá rúminu. og þegar ég var f þann veginn að setjast, mundi ég eftir því að hjúkrunarkonan stóð enn í dyrunum, svo ég laut yfir hann og kyssti hann. — Og hvernig líður þér? — Ö, mér? Mér lfður ágætlega- Ég er bara dálítið stirð. En þú? — Höfuðverkur — og svo þessi handleggur, það er allt og sumt. Ég vil helzt komast heim. — Færðu leyfi til þess? — Ekki næstu daga. Mér þyk- ir þetta svo leitt með Forio .... — Mér þykir þetta allt svo leitt. — Já, en ég veit hvers virði Forio var þér. — Þetta var allt mér að kenna- — Ef það var þá eleki mér að kenna. Ég hefði ékki átt að reyna að ná þér. Það varð þögn. — En þakka þér fyrir að þú dróst mig upp úr leðjunni, Mamie. — Hver sagði þér það? — Ég vissi nægilega vel af mér til þess að finna það. Ég man líka að þú þurrkaðir leðj- una úr augunum á mér og eyr- unum. — Ég man varla sjálf hvað ég gerði. — Þá man ég það þeim mun betur. Þetta var allt og sumt. Við höfðum ekki meira að segja hvort við annað. Hjúkrunarkon- an hafði ekki rakað hann sérlega vandlega, svo að hann yrði kom- inn með svarta skugga um hökuna eftir fáeina tíma. Svo sagði hann: — Hefurðu sagt Roman frá slysinu — Nei. — Gerðu þá svo vel og hringja í hann- Annars heldur hann, að þú skrópir í tímunum hjá hon- um. Ég spurði: — Hvað er gert við hest þegar búið er að skjóta hann, Mark? Er hann grafinn eða hvað gera þeir? — Ég veit það ekki. — Ég má ekki til þess hugsa að eitthvað annað verði gert við hann .... hann verði kannski seldur .... — Það tel ég ólíklegt. Það stóðu blóm á borðinu við rúmið og þar lágu líka nokkur vínber og tímarit og tvær eða þrjár bækur. Ég hefði sjálfsagt átt að muna eftir því að færa honum eitthvað- Hann sagði: — Það er kannski fullsnemt að tala um j>að núna, en .. það eru til fleiri hestar. Þegar vorar getum við reynt að finna handa þér annan hest. — Það held ég að ég mundi ekki vilja. — Við skulum nú bíða og sjá til. Hann strauk á mér höndina. Þetta var stórfurðulegt, það verð ég að segja. Þann tíma sem við höfum verið gift, hafði hann hvað eftir annað horft á mig eins og hann hataði mig — ým- ist fyrir það að ég var kunnug Terry eða vegna þess að ég hörf- aði frá honum þegar hann snerti mig; það gat gert hann náfölan af reiði. En nú, þegar ég hafði næstum orðið bess valdandi að hann stórslasaðist. nú virtist hann alls ekki reiður mér. Frú Rutland fór heim á mið- vikudaginn. Ég heimsótti Mark á hverjum degi, bg þeir sögðu að hann ætti að geta komið heim á mánudag. Á miðvikudagskvöld meðan ég var að hátta, hringdi Terry Hann sagði að sig tæki það mjög sárt að ég skyldi hafa orðið fyr- ir þessu alvarlega óhappi og hann vonaði að Mark væri á batavegi og hann hefði spurzt nokkrum sinnum fyrir um mig hjá Newton-Smith mæðginunum, og var þetta ekki slysalegt allt saman? Ég viðurkenndi það. Hann rausaði áfram í nokkrar mínútur og svo sagði hann: — Þér hafið sjálfsagt heyrt, að það verður alvara úr því að Glaston- bury taki við Rutland & Co-? — Ég — ég hef ekki haft tíma til að hugsa um það. — Nei, þér hafið auðvitað hvorki hugsað um það — né um mig. — Nei, ég hef ekki hugsað um yður heldur. Þér verðið að fyr- irgefa það, Terry. I I n FÍFA auglýsir Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti. Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). MANSIO^-rósabón gefnr þægilegan ilm I stofuna Einangrunargler Húseigendui — Byggingameistarax. Otvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar 6 lluggum Útvegum tvöfalt gler f lausaföe oe sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur l steyptum veggjiun með baulrevndu gúmmfefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMl 5 11 39. NÝKOMIÐ Peysur. úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJONUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145 Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla- Ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun, bremsuskálar • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.