Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — PimmttKÍagu-r 30. iwivemiber 1967. Handknattleikur: Fram varð Reykjavíkurmeistari '67, hlaut fagran bikar til fullrar eignar □ Á þriðjudagskvöld fóru fram síðustu leik- ir Reykjavíkurmótsins í meistaraflokki, og léku þá Fraim og Víkingur. Fram vann 15:11, og þar með Reykjavíkurmeistaratitilinn og fagran bik- ar til eignar. Q Þá léku Valur og Ármann og sigraði Valur 16:10, og að lokum léku svo KR og ÍR og vann KR með yfirburðum eða 17:9. Minníngarorð Rjörn E. Árnason löggiltur endurskoðandi Bjöm E. Ámason, löggiltur endurskoð&ndi Tjarn'argötu 24 andaðist 23. þessa mánaðar og jarðarför hans fer fram ki. 1,30 í dag frá Dómkirkjunni. Um líf og starf þessa mæla manns mun annarsstaðar ,vera skrifað, hér skal aðeins minnst á starfsemi hans sem fonmanns Kauplagsnefndar. Björn E. Árnason var for- maður Kauplagsnefndar frá því sú nefnd var stofnuð í aprii 1939 og til dauðadags, en þeirri . nefnd er falið, með aðstoð Hag- stofunnar, að reikna vísitölu framfærsiiukostnaðar. Auk for- manns, sem tilnefndur er af hæstarétti, sitja í nefndinni fulitrúi Alþýðusambandsins >g fulltrúi Vinnuveitendasamb. í meira en fjórðung aldar, eða rúm 28 ár þurfti Björn að ná samkomulagi við fulltrújj launþega og fulltrúa atvinnu- rekendá um vafatriði varð- andi , útreikning þessarar vísi- tölu, sem mestallan tímann hef- ir haft mikla þýðingu fyrirkjör launþega og þá einnig fyrir til- kostnað atvinnurekenda. Það ber réttsýni og þolinmæði Bj.öriis fagurt vitni, að öll þessi ár hefir aðeins örfáum sinn- .um þurft að greiða atkvæði i nefndinni, og aðeins einu sinni þannig að um djúptækan á- greining hafi verið að ræða. Bimi var starfið í Kauplags- nefnd mjög hjartfólgið, og jafnvel síðari árin þegar hið mikla starfsþrek hans minnkaði slakaði hann aldrei á kröfum til sjálfs sín um að fylgjast . nákvæmlega, með. öllum atrió- ' um. Frá ;mörgum fundargerð- um var gengið við sjúkrabeð hans heima eða á sjúkrahúsi. Síðustu fundargerð nefndarinn- ar undirritaði .hann á Lands- spítalanum, fáum dögum fyrir dauða sinn. Við undirritaöir, sem um margra ára skeið vorum sam- verkamenn Björns í Kauplags- nefnd, vottum fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum inni- lega samúð okkar. Við minnumst -með söknuði hins réttsýna rnanns og karl- mennisins Björns E. Árnasonar. Björgvin Signrðsson, Torfi Asgeirsson. Formaður íþróttabandalags Reykjavikur, Oilfar Þórðarsom, afhenti sigurvegurunuml meist- arafl. karla og svo meisturum Vals í kvennaflokki verðlaunin þetta sama kvöld með stuttri ræðu. Fram átti fullt í fangi með Víking. Það leyndi sér ekki allt frá upphafi, hvort var betra liðið, og það mun varla hafa hvarflað að neinum sem á horfðu að Fram hafði frumkvæðið í leikn- um. Eigi að síður veittu Vík- ingar þeim harða mótspymu með nokkuð kvikum leik, og svo sínar tvær stórskyttur, Jón Hjaltalín og Einar Magnússon, sem skoruðu flest mörkin. Um aðra er varila að ræða sem skora, nema þá helzt Rósmund sem skoraði í þessurn leik tvö mörk. Hinir í liöi Víkings eru margir hverjir nokkuð léttirog leikandi menn, en þeim tekst ekki að skora. Það verða þessir tveir að gera. Þar liggur mun- ur liðanna fyrst og fremst að Fram hefur fleiri góða leik- menn sem geta hvenær sem er ógnað með skotum ef tækifæri gefst. Má þar nefna menn eins og Sigurð Einarsson, Guðjón Jónsson, Gunnlaug Hjálmarsson og Ingólf Óskarsson að ógleymd- um Þorsteini í markinu, enall- ir þessir áttu góðan leik. Þó var það svo að liðið náði sér aldrei veruilega upp í sínum gamla góða „stíl“, og þeirurðu að hafa sig alla við til að halda Vikingunum frá sér. Fyrri hluti fyrri hálfleiksvar mjög jafn, því að þegar liðnar voru 12 mínútur stóðu leikar . 3:3. Eftir það dró heldur í sund- ur, en þó oftast aðeins 3—4 mörk. Framarar sýndu oft góð tilþrif, og var Guðjón þar fremstur í flokki, og kom þá fram að þeir gátu meira en þeir sýndu, þegar þeir fóru verulega af stað. Þeir voru vel að þessum titli komnir, þótt litlu munaði í leiknum við KR, en þá endurtók sagan sig með Fram, 6em alltaf fer illa útúr leikjum eftir þátttöku erlendis í Evrópubikarkeppni hand- knattleiksliða. Þeir sem skoruðu fyrir Fram voru: Guðjón 5 (1 úr víti), Sig- urður Einarsson og Ingólfur 3 hvor, (Ingólfur 1 úrvíti), Gunn- laugur og Björgvin 2 hvor. --------------------------------«> Hug- myndir formannsins Þegar ríkisstjórnin hóf hin- ar svokölluðu efnahagsaðgerð- ir sínar í háust voru vinnu- brögð hennar þau að fyrst lét hún koma til framkvæmda stórfelldustu hækkun á mjólk og mjólkurafurðum, kjöti og kartöflum sem nokkru sinni hefur orðið hérlendis, og síð- an kallaði hún á stjórn Al- þýðusambands Islands, til- kynnti henni hvað gerzt hefði og talaði mjög fagurlega um samstarfsvilja sinn. Sá sam- starfsvilji reyndist hins veg- ar í því einu fólginn að reyna & fá verklýðsfélögin +.*1 þess að sættá sig við þessar verðhækkanir bótalaust. Nú hefur ríkisstjórnin hald- ið áfram efnahagsaðgerðúm sinum með mjög stórfelldri gengislækkun og verðhækk- anir dynja yfir. Samkvæmt mati ríkisstjómarinnar sjálfr- ar er talið að slík gengislækk- un án vísitölubóta muni hafa af iaunafólki 8% kauphækk- un. Áætla má að heildar- kaupgreiðslur í landinu hafi numið 15 — 18 miljörðum króna á síðasta ári. 8% af þeirri upphæð nema svo sem 1200—1500 miljónium króna á ári — yfir 6.000 kr. að með- altali á hvem þegn þjóðfé- lagsins frá komabörnum til 1 gamalmenna. Þessa upphæð ætlar ríkisstjómin að hirða bótalaust. Þegar ríkisstjómin er búin að taka ákvarðanir sínar og framfcvæmdir eru hafnar er enn kalíað á verk- lýðshreyfinguna, og Bjami Benediktsson lýsir yfir þvi að hann vilji umfram allt sam- starf við hana; „nú reynir á sáttfýsi og samstarfsvilja" sagði hann í útvarpsumræð- unum í fyrrakvöld og Morg- unblaðið prentaði í gær þau fögru orð með stóru letri á forsíðu. Og til þess að sýna að hugur fylgdi máli hefur fulltrúum launamanna verið boðið upp á það eftirsóknar- verða hlutskipti að fás að reikna út í verðlagsnefnd hveraig þessi hundruð miilj- óna króna eigi að deilasitnið- úr á hverja vörutegund um sig. Þessi dæmi og mörg önnur sýna fullvel hverjar hug- myndir Bjami Benediktsson gerir sér um saimstarf við verklýðshreyfinguna. Hann vill tryggja sér Öll völd, taka ákvarðanir einhliða, en semja s'ðan við verklýðshreyfinguna um að hún sætti sig við það hlutsfcipti sem henni hefur verið skammtað. Harm líturá sig sem húsbónda en launa- fólkið sem hjú; að hans hyggju er1 samvinna sam a sem hlýðni. — Anstri. Fyrir Víking skoruðu Einar 5 (1 úr víti), Jón Hjaltalín 4 og Rósmundur 2. - Dómari var Óli Ólsen og dæmdi vel. Armann réði ekki við Val. Lið Vals er skipað ungum mönnum, sem greinilega temja sér hraða, og að ógna. Lék lið- ið oft skemmtilega og leikandi.- I byrjun var eins og Ármenn- ingar væru ekki viðbúnir því og eftir nokkra stund stóðu leikar 5:1 Val í yil, en eftir það jafnaðist leikurinn nokkuð og í hálfleik stóðu leikar 8:4. Eftir leikhlé tóku Ármenn- ingar góðan sprett og komust í 7:9, en þegar leið á leikinn dró mjög í sundur með þeim aftur. Það er greinilegt að þetta Ármannslið er í vissri deiglu, það berst, en vantar í það heildarsvip, enda ólíkir einstaklingar, sem hafa ekki brætt sig saman. Skyttur eiga þeir fáar, enda skoruðu þeir Hreinn og Guðmundur 8 af þessum 10 mörkum. Hinsvegar skoruðu 10 Valsmenn mörk, þar sem Hermann var með flest eða 4 alls. Ármenningarnir sýna dugnað og baráttuvilja, en þeir hafa ekki enn vald a leikandi samleik með nauðsynlegum leikfléttum, og meðan þeirhafa aðeins 2 skyttur, gengur allt erfiðlegar. Guðmundur er hrað- ur og marksækinn, en Hreinn er fyrir stærð sína m'jöghættu- legur á línu, og skoraði þaðaa nokkur mörk. Eftir leik liðanna 6 þetta kvöld verður ekki annað sag't en að Valur skipi annað sætiö með réttu, því að liðið gerir margt laglega, og verður gam- an að sjá hvað verður úr hin- um ungu mönnum sem þareru að koma fram í dagsljósið í meistaraflokki. Enn eru það þeir Herman’n, Stefán Sandholt, Bergur, Jón í markinu og Ág- úst sem mynda kjama liðsins. Dómari var Björn Kristjáns- son og dæmdi yfirleitt heldur vel. ÍR-ingar gátu ekki hindrað stórsigur KR-inga. Nokkur spenna virtist í þess- um leik til að byrja með, og fyriríram var gert ráð fyrir nokkuð jöfnum leik. ÍR-ingar hafa átt sæmilega leiki, og var því búizt við jöfnum leik með tvísýnum úrsllitum. KR-ingar eru að yngja upp lið sitt og eftir af hinum „gömlu“ eru aðeins Sigurður Óskarsson og Karl Jóhannsson. Sumir þess- Umræður um lög og leikreglur handknattleiks Að tilhllutan Dómaranefndar HSl og Handknattleiksdómara- félags Reykjavíkur, verður hald- inn umréeðufundur um lög og leikreglur handknattleiksins og túlkun þeirra í félagsheimili Vals sunnudaginn 3. des. n.k. og hefst fundurinn kl. 10. Er gert ráð fyrir að fundurinn standi til hádegis. A fundinum mun mæta hinn þekktí. sænski handfcnattleiks- dómari Lennart Larsson, og mum hann ræða m.a. um hið nýja tveggja dómarakerfi. Eru handknattteiksdómarar eindregið hvattir til að mæta á fund þennan og ,-heyra hvað þessi ágæti dómari hefur að segja um þessa nýjung sem hæst ber í dómaramálum um þessar mundir, svo og annað sem hann hefur að segja um dámeusmáMsa ySrJeitt. ara manna KR eru góð efni, og má þar nefna ' Halidór Björnsson, sem er líka mjögvel liðtækur i knattspymuíþrótt- inni, og hann er einnig vsl liðtækur í handknattleik, það leynir sér ekki; saima er að segja um markmann þeirra KR- inganna, Emil Karlsson, sem lofar góðu sem markvörður. Þegar á leikinn leið voru KR- ingar mun ákveðnari en IR- ingamir og náðu fljótilega und- irtökunum, í leiknum. Nokkuð var liðið á leikinn þegar stað- an var 2:2, en í hálfleik stóðu leikar 8:3 KR í vil, og í síðari hálfleiknum breikkaði bilið nokkuð. ÍR-ingum tókst ekki upp á móti KR, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir þessum hraða, sem fram kom hjá KR-ingum. Karl Jóhannsson var aðal- stjómandi liðsins, svo og Hilm- ar, og áttu báðir góðan leik. Hilmar sérstaklega er á leið. Af iR-ingunum voru beztirþeir Þórarinn, Ólafur og Ágúst. — Þeir, sem skoruðu flest mörk fyrir KR voru Gísli Blöndal, Hilmar og Karl 4 hver (Karl 3 úr víti). Fyrir ÍR-inga skoruðu flest mörk þeir Þórarinn 3 (1 úr víti), Ágúst og Vilhjálmur 2 hvor. Dómari var Jón Friðsteinsson og slapp heldur vel. — Á'horf- endur voru ekki margir. — Frímann. Körfuknattleikur: Körfubolti ai Há- logalandi í kvöld I kvöld, fimmtudag, kl. 8.15 heldur Reykjavíkurmótið í körfuknattleik áfram að Há- logallandi. Faira þá fram tveir leikir í meistaraflokki karla, Ármann leikur gegn fR og KFR gegn KR. Er þetta fyrsti leikur Ár- menninga í mótinu og verður gaman að fylgjast með frammi- stöðu þeirra- Báðir leikimir ættu að geta orðið jafnir, enda þótt ÍR og KR verði að teljast si gurstr anglegri. Einn leikur fór fram í meist- araflokki sl. mánudagskvöld, og áttust þá við KFR og ÍS. Lauk leiknum með nokkuð öruggum sigri KFR, 87-65. Eins og fyrr segir fara leik- irnir í Reykjavíkurmótinu fram að Hálogalandi, þar sem Körfu- knattleiksráðið telur ékki únnt að leika í hinni nýju og glæsi- legu fþróttahöll vegna húsa- leiguókursins þar. Er hlálegt til þess að vita, að hin veglega íþróttahöll, sem leysa átti all- an húsnæðisvanda reykvískra íþróttamanna skuli vera svo dýr, að aðeins fjánsterkustu í- þróttagreinamar hafa efni á að leika í henni. Nær hefði verið að byggja tvö til þrjú íburðar- minni íþróttahús fyrir sama pehing, en svo virðist sem sýndarmennskan hafi orðið skynseminni yfirsterkari við býggingu hallarinnar. Akureyringar enn mjög sigursælir □ Körfuknattleikslið íþrótta- félaers Keflavíkurflugv. heim- jótti Akureyringa um síðustu helgi og Iék tvo leiki þar nyrðra, við ÍBA og Þór. Lauk báðum Ieikjunum með örugg- um sigri Akureyringa. Lið ÍBA er úrval úr þrem- ur körfuknattleiksliðum: Þór, KA og Menntaskólanum á Ak- ureyri. Fór leikur • þeirra við ÍKF fram sl. laugardag, og sigraði ÍBA með 60 stigum gegn 44. Beztu menn ÍBA vom Einar Bollason, sem skoraði 23 stig, og Jón Friðriksson, sem skoraði 16 stig. Þá átti Jón Stefánsson einnig ágætan leik og skoraði 11 stig. Lið ÍKF virðist mjög svipað að styrk- leika frá því í fyrra. Beztu menn liðsins eru Friðþjófur og Hilmar. Öaginn eftir lék ÍKF við Þór. Lið Þórs sigraði í II. deild íslandsmótsins 1967 og mun því leika í I. deild á kom- andi íslandsmóti. — Þórsarar unnu þennan leik örugglega með 66 stigum gegn 43, og munaði þar mestu um fram- lag Einars Bollasonar, en hann skoraði 30 stig. Pétur Sigurðs- son vakti einnig athygli og skoraði 11 stig. Hittni Þórsara var mjög góð í leik þessum eða ea. 50%. Einar Bollason, hinn kunni körfuknattleiksmaður úr KR, hefur tekið að sér þjálfun Þórs í vetur og leikur jafnframt með liðinu. Virðist hann vera þama á réttri leið, og ekki kæmi mér á óvart, þótt Þór komi enn sterkari til leiks í íslands- mótinu. Liðið miý> þá leika helming leikja sinria á heima- velli og er það vissulega sterkt, tromp, enda hefur- það þegar sýnt sig, að önnur ll. deildarlið sækja ekki gull í greipar þeirra norðanmanna. Mikill áhugi ríkir nú á Ak- ureyri fyrir körfuknattleik, og var húsfyllir á báðum leikj- unum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.