Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. nóvember 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA 3 McNamara lætur af embættí vegna ágremmgs við Johnson Johnson sagður óánægður með ,hófsemi' McNamara í rekstri stríðsins, vill láta hershöfðingjana ráða WASHINGTON 29/11 — Sá orðrómur sem gengið hefur í Washington um nokkurt skeið að Robert McNamara landvarnarráðherra ætlaði að láta af embætti hefur nú verið staðfestur, enda þótt opinber tilkynning um lausn hans hafi ekki verið birt. Fullvíst er talið að meginástæð- an fyrir því að McNamara fer frá sé ágreiningur milli hans og Johnsons forseta um stríðsreksturinn í Vietnam Blaðafulltrúi Johnsons, George. Christian, sagði í Washington i dag að ekki mætti með nokkru móti leggja þann skilning í frá- sögn Bandaríkjastjórnar af þvi að McNamara myndi nú Játa af embaetti að hún vantreysti hon- um. Blaðafulltrúinn sagði áð birt yrði skýrsla um mál Mc- <Namara. en vildi ekkert segjaum hvenær það yrði. McNamara hefði ekki verið leystur form- lega frá embætti og yrðu menn að bíða hinnar opinberu tilkynn- ir.gar. Christian var ófáanlegur til að gefa nokkra skýringu ó því hvers vegna McNamara læt-, ur nú af því embætti sem hann hefur gegnt í sjö ár og þykir það enn ein staðfesting á því að ástæðan hafi verið ágreiningur milli Johnsons og McNamara, enda þótt Christian harðneitaði því. Enn ósamið á milli Tyrkja og Grikkja Látlausar samningaviðræður til að afstýra styrjöld milli þessara tveggja NATO-ríkja AÞENU og ISTANBÚL 29/11 — Enn er ekki séö fyrir endann á deilu Grikkja og Tyrkja út af Kýpur, þótt orðrómur gengi um það í Aþenu í kvöld áð samkomulag væri að takast sem bægja mjmdi frá hættunni á stríði milli þessara tveggja aðildarþjóða Atlanzbandalagsins. Víst er talið að McNamara hafi haft sívaxandi áhyggjur af gangi stríðsins í Vietnam oghef- ur það reyndar orðið opinskátt að hann hefur verið ósammá'a herforingjunum í Saigon og Pentagon um hvernig Banda- ríkjaimenn ættu að. haga stríðs- rekstri sinuJp. Hann hefur þann- ig lýst því yfir. að hann væri mótfallinn því að lofthernaður- inn gegn Norður-Vietnam yrði herlur, enda hefði hann ekki borið þann árangur sem vænzt var. Johnson sniðgekk þá Mc-. Namara og féllst á kröfu herfor- ingjanna um að herða loftárás- irnar og brottför McNamara úr embætti landvamarráðhera er talin vísbending um að herfor- ingjarnir fói nú að fara sínu fram. • - Það. er talið nærri víst að Mc- Namara muni taka við embætti forstjóra Alþjóðabankans. Stjórn bankans var á fundi í dag og var búizt við að þar myndi ráðn- ing McNamara verða ákveðin. Danilo Dolci Langri göngu lokið í Róm RÓM 29/11 — Um þúsund manna hópur sem fyrir 25 dögum lagði af stað í gönguferð frá Mílanó til Rómar kom á leiðarenda í dag. Gangan var farin til að vekja athygli ítalsks almennings á baráttunni gegn stríði Banda- ríkjamanna í Vietnam. í farar- broddi gekk hinn kunni ítalski mannvinur Danilo Dolci og hann var einn af fjórum göngumönn- um sem fóru í dag á fund for- seta ítalska þingsins, Brunetto Ducci, og afhentu honum bæn- arskrá. Þingið er beðið að fylgja eftir kröfunni um að hætt verði loftárásum á Norðður-Vietnam. Griska stjórnin hafði gefið í skyn í gær að þá fyrir miðnætti myndi endanlega fást úr bví skorið hvort samningar myndu ■hakast eða stríð hefjast. Svo fór þó ekki og var haldið áfram samningaumleitunum og sáttatil- raunum i allan dag. Svo virðist sem samkomulag muni hafa tekizt í meginatriðum milli stjórna Grikklands ogTyrk- lands, þ.e. að gríska stjórnin hafi fallizt á meginkröfur Tyrkja, en nú sé beðið eftir að samþykki Kýpurstjórnar við það fáist. Sendimaður Bandaríkjastjórnar, Cyrus Vance, fór til Nikosíu á Kýpur í dag til viðræðna við Makaríos forseta og ráðherra hans. Framkvæmdastjóri Atlanz- hafsbandalagsins, Manílio Brosio. var samtímis á fundum með grískum ráðamönnum í Ankara. Tyrkneskar herflugvélar flugu í morgun yfir Nikosíu og Tyrkir halda áfram viðbúnaði sínum fyrir innrás á Kýpur, ef upp úr samningum skyldi slitna. Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn að Sjafnargötu 14 sunnudag- inn 3. desember kl. 14. STJÓRNIN. Callaghan og Jenkins skipta á ráðherraembættum sínum LONDON 29/11 — James Cail- aghan, fjármálaráðherra Breta lét í dag af því embætti. Hann tek- ur við embætti innanríkisráð- herra af Roy Jenkins sem skip- aður hefur verið fjármáilaráð- herra. Eftir gengislækkun sterlings- pundsins hafði verið búizt því því að Callaghan myndi láta af embætti fjármálaráðherra. Hann hafði að vísu sjálfur lagt til að gengið yrði lækkað, en í þrjú ar hafði hann stjórnað fjármúlum Breta með það eitt að leiðar- ljósi að halda gengi pundsins föstu. Hann afhenti Wilson lausnarbeiðni sína sama daginn og gengið var fellt og gerði þá grein fyrir henni að hann gæti Gin- og klaufa- veikin í ránun LONDON 29/11 — Gin- og kiaufaveikin í Englandi og Wales virðist nú vera í rénun, en hún er eitt mesta áfall sem enskur landbúnaður hefur orðið fyrir um langa hríð. Þegar hefurver- ið lógað 215.000 skepnum. í da" fréttist um 11 ný tilfelli, en þr voru öll í héruðum þar sem r aldurinn hefur áður gert \ við sig. ekki lengur gegnt því embætti aí því að hann hefði þrásinms fullvissað ríkisstjómir annarra landa um að þær þyrftu engar úhyggjur að hafa út af sterlings- forða sínum» TILKYNNING Verðlagsnefnd hefj^r ákveðið eftirfarandi hámarksverð á „Jurta-smjörlíki“ frá Af- greiðslu smjörlíkisgerðanma, frá og með 29. nóvember að telja: í heildsölu, hvert kg. í 500 gr. pk. Kr. 51,85 í smásölu með söluskatti hvert kg. 500 gr. pk. — 63,00 í heildsölu hvert kg. í 250 gr. pk. — 52,85 í smásölu með söluskatti hvert kg. 250 gr. pk. —- 64,00 í heildsölu, hvert kg. í 250 gr. dósum — 55,25 í smásölu með söluskatti hvert kg. í 250 gr. dós. — 67,00 Óheimilt er þó að hækka smásöluverð á því smjörlíki, sem keypt er af smjörlíkisgerð- um fyrir þann tíma. Reykjavík, 29. nóv. 1967. VERÐLAGSSTJÓRINN. Frá Tæknifræðingufélagi Islands \ Sú breyting hefur orðið á vetrardagskrá T.F.Í., að fundur sá sem verða átti fimmtudaginn 30. nóv. flyzt til fimmtudagsins 7. desember. ' * DAGSKRÁ. 1. Inntaka nýrra meðlima. 2. Erindi. Tækniskóli íslands, starfsemi og frarn- tíðarhorfur. Fyrirlesari: Bjarni Kristjánsson, skólastjóri. > 3. Önnur mál. Stjórn T.F.Í. Vegna jarðarfarar heiðursfélaga félagsins, Björns E. Árnasonar verða skrifstofur félagsmanna lokaðar eftir hádegi í dag. FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA Opnum á morgun Nýja matvöruverzlun ásamt sölutumi að Búðagerði 9. Opið frá kl. 8,30 til 23,30 alla daga vikunnar. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. — Vöruval — Vömgæði Söebechsverzlun Búðagerði 9 — Sími 32140. Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum fracmleiðendum: í heildsölu, pr. kg........!... kr. 73,60 í smásölu með söluskatti, pr. kg. kr. 92,00 Reykjavík, 28. nóv. 1967. VERÐL AGS ST J ÓRINN. ICELAND1966 HANDB00K PUBLISHED BYTHE CENTRALBANK 0F ICELAND Kjörin iækifærisgjof til fyrirtækja og vina erlendis. Mikilvæg handbók stofnunum og heimilum hér á Iandi. í ICELAND 1966 er að finna allar helztu upplýsingar um land og þjóð. Bókin er 390 lesmálssíður, prýdd nokkrum fögrum litmynd- um og íslandskorti. Bókinni er skipt í 11 höfuðkafla: Landið og fólkið Saga og bókmenntir Stjórnarskrá og ríkisvald Utanríkismál Atvinnuvegir Verzlun og samgöngur Efnahags- og fjármál Félagsmál Trúarbrögð og menntamál Vísindi og listir Tómstundaiðja. SEÐLABANKI ISLANDS ©AUGLÝSINGASTOFAN Hátt á annað þúsund atriðisorð (Index) er að finna aftast í bókinni. ICELAND 1966 er tvímælalaust vandaðasta handbók um ísienzk málefni sem völ er á. Bókin kostar kr. 400,00 með söluskatti. Útgefandi: Seðiabanki íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.