Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 3
Laugardagur **. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Hvenær fer herinn af landi brott? Framhald af 1. síðu. Þá lýsti hann deilunum um aðild Islands að Atlanzhafs- bandalaginu og lagði rika á- herzlu á að innganga Islands í bandalagið og vamarsamningur Islands og Bandaríkjanna 5- maí 1951 væru tveir aðskildir bættir, sem ekki mætti rugla saman bótt þeir væru hvor öðrum tengdir. Þegar Atlanzhafssáttmálinn var gerður 1949 var skýrt tekið fram að ekki kæmi til mála að er- lendur her yrði leyfður á ís- lenzkri grund á friðartímum. Is- land skipaði sér í flokk með þeim vestrænu b.ióðum er bund- ust samtökum um sameiginlegar vamir ef til ófriðar kæmi og var það að mínu viti sjálfsagt og rétt, sagði Sigurður, því við eigum samleið með vestrænum þjóðum. Kvað hann árangur Atlanzhafs- bandalagsins að sinu áliti ekki hafa orðið hernaðarlegan heldur fyrst og fremst siðferðilegan. Sigurður minnti á að bað hefði frá öndverðu verið viðurkennt af öllum aðilum að bátttaka Is- lands í Atlanzhafsbandalaginu fæli ekki í sér neina kvöð til að leyfa hér hersetu á friðartímum bg reyndar beinlínis tekið fram að svo skuli ekki vera- Sagði hann Kóreustríðið á sínum tíma hafa verið notað sem ástæða til að setja her á land hér að nýju og ástandið í Ungverjalandi og við Súeziskurð síðar sem ástæða til að senda hann efcki á brott þrátt fyrir skýlausa ósk þjóðar- innar um það í undangengnum þingkosningum. Var það í eina skiptið sem herstöðvamálið hefur verið lagt undir dóm íslenzkra kjósenda, en síðan hefur málinu sáralítið verið hreyft, sagði hann. Sagði Sigurður að sönnu vandasamt að segja til um það hvenær telja bæri friðvænlegt í heiminum, en sér fyndist satt að segja vera farið að kveða við þann tón á Islandi að ástandið sem rikti á árunum 1946-1951 þegar hér var ekki herafli, held- ur bara tæknifræðingar, eigi ekki afburkvæmt. Það vaknar sú spum, sagði hann, hvort hér sé þegar komin ein áþreifanleg af- leiðing hersetunnar, að menn séu orðnir henni svo vanir að þeir geti ekki hugsað sér Island án erlends herafla, hvernig sem viðr- ar í alþjóðamálum. Við verðum því að spyrja okk- ur í römmustu alvöru, allir Is- lendingar: er það ósk okkar eða fyrirætlun að hafa hér á landi erlendar herstöðvar um aldur og ævi? Sé svo ekki hlýtur það að vera krafa okkar allra að leið- togar þjóðarinnar og þá fyrst og fremst ríkisstjórnin taki til gagn- gerðrar rannsóknar hvernigþessu sé háttað nú og skýrgreini fyrir þjóðinni hvenær megi vænta þess að erlent herlið hverfi af íslenzkri grund. Minnti hann á að slíkt gæti gerzt af íslands hálfu í sambandi við endurskoð- unina á Atlanzhafssáttmálanum sem fram færi að ári liðnu. Allt sem Gunnar Thoroddsen varaði við 1945 hefur komið fram nema það að bandarísk herstöð yrði í sjálfri höfuðborginni, sagði Sigurður og leiddi rök að því. Menn væru farnir að sætta sig við hersetuna eða beinlínis æskja hennar hvernig sem heimsmálum væri háttað af því að við græddum á henni. Hér væri bæði þjóðerniskennd. sjálfs- virðing og siðferðisþrek farið veg allrar veraldar. Þar við bættust víðtæk spillingaráhrif sem hafa grafið um sig kringum herstöð- ina sjálfa og sýkt úr frá sér. Hin erlenda herstjórn væri utan við íslenzk landslög og mjög erf- itt fyrir Islendinga að ná rétti sínum ef í odda skærist. Þannig væru Islendingar annars flokks borgarar í sínu eigin landi. Þeir þyrftu líka leyfi útlendinga til að ferðast um tiltekna staði síns eigin lands- Hann minnti á nið- urlæginguna í sambandi við sjónvarpsmálið og að lokum hvemig utanríkisstefnan vasri orðin háð vilja vemdarans, eins og Gunnar hefði spáð- Islending- ar væru orðnir algerlega uppi- skroRpa með sjálfstæð viðhorf í alþjcd*má?«tn og hefðu t.d. ekki einu sinni mannrænu til að standa við hlið annarra Norður- Jandaþjóða ef það fæli í sérand- stöðu við sjónarmið bandarískra stjórnarvalda eins og komið hefði fram fyrir örfáum dögum er Is- lendingar greiddu atkvæði gegn aðild Kína að SÞ, en önnur Norðurlönd, Bretland og Frakk- land studdu þetta augljósa rétt- lætismál. Svipaða sögu væri að segja um Vietnam-stríðið þarsem nálega öll lýðfrjáls Evrópuríki hefðu mótmælt framferði Banda- ríkjanna í Vietnam, en frá ís- lenzkum stjórnarvöldum hvorki heyrizt hósti né stuna. Þó hefði kastað tólfunum, sagði Sigurður er kom til afstöðu Is- lands til fasistabyltingarinnar í Grikklandi og lýsti aumlegri og klaufalegri meðferð þess máls- Niðurstaðan yrði því sú, að í tíð núverandi ríkisstjómar hefðu Is- lendingar í sífellt ríkari mæli losað sig við þá kvöð að leggja sjálfstætt mat á viðburði og þró- un alþjóðamála og lofaði bað ekki góðu þegar við stæðumbrátt frammi fyrir endurskoðun Norð- ur-Atlanzhafssáttmálans. Prófsteinn Við verðum að gera okkur grein fyrir því, sagði Sigurður að samskipti við aðrar þjóðir eru prófsteinn á raunverulegt sjálf- stæði þjóðar. Sjálfstæð stefna íslenzku þjóðarinnar ætti fyrst og fremst að miða að því að efla eigin sjálfsvirðingu. Þjóð sem glaðaði sjálfsvirðingu sinni fyr- ir tómlæti, hugsunarleysi eða hugleysi væri dæmd til að glat- ast. Hann minnti á að Norðurlönd hefðu getið sér gott orð um all- an heim fyrir að láta mannúð- ar- og siðmenningarsjónarmið ráða afstöðu sinni og gerðum á alþjóðavettvangi fremur en haen- aðarsjónarmið. Hlytum við því að harma að ísland væri óðum að fjarlægjast þau cn ánetjast i þess stað stói’veldi sem gert hefði sig bert um meiri fólsku- verk gegn bláfátæku og varnar- litlu fólki en dæmi væri um áð- ur í sögunni. Og það af hug- sjónafræðilegum ástæðum, að því er talsmenn þess segja. Kvaðst Sigurður hvorki pré- dika einangrunarstefnu né and- bandarísk viðhorf, hins vegar knýja á um að við vöknum úr því siðferðilega dauðadái sem deyfilyf hinnar erlendu hersetu hefur leitt yfir okkur og velj- um okkur sjálfir stöðu við hlið hinna erlendu rfkja sem við eig- um mesta samleið með, en þar eru Norðurlönd efst á blaði. Við gætum haldið áfram þátttöku í Atlanzhafsbandalaginu ef það ætti framtíð fyrir sér, en yrðum að gera það með fullri reisn, sjálfsforræði og algerum yfir- ráðum yfir eigin landi- Eins ætt- um við að taka þátt í störfum Sameinuðu þjóðanna áfram, ekki sízt í mannúðarstofnunum þeirra. „Kjarni þess sem ég vildi sagt hafa hér felst f þeirri meginstað- reynd að tími hinnar gömlu ný- lendustefnu er liðinn og hún á ekki afturkvæmt í sinni upphaf- legu mynd um fyrirsjáanlega framtíð. Yfirstandandi tími ein- kennist af meira eða minna vin- samlegum samskiptum þjóða. Það útilokar hins vegar ekki að voldug ríki seilast til valda og áhrifa meðal þjóða sem minna mega sín. Það liggur á eðli al- þjóðaisamskipta að stærri og máttugri rfki reyna að mynda samstæðar heildir vinveittra þjóða í kringum sig og það er m.a. gerí með því að móta smekk, hugsunarhátt og viðhorf smá- þjóðanna. Því líkari innbyrðis sem hver ríkjaheild er, þeim mun auðveldara er við hana að fást, þeim mun betur lætur hún að stjóm. Islendingar eiga aðild að alþjóðasamtökum sem eru svo sundurleit að þeim getur ekki stafað nein hætta af þeim, t.d. Sameinuðu þjóðunum og sérstofn- unum þeirra. En í Samtökum eins og NATO ber okkur að vera vel á verði vegna þess að þau mótast að verulegu leyti af þeim aðilanum sem voldugastur er, Bandarikjunum, og ísland liggur á miðju áhrifasvæði þeirra. Þetta voldugasta stórveldi heims- ins ver árlega gífurlegum fjár- fúlgum til að móta skoðanir og smekk þeirra þjóða sem það nær til. I þessu skyni beita bandarísk stjórnarvöld njósnum, mútum, kvikmyndum, útvarpi, sjónvarpi og öðrum áhrifasterkum áróð- urstækjum. 1 sjálfu sér er ekk- ert oeðlilegt við þessa um- fangsmiklu og margháttuðu á- róðursstarfsemi, hún er rekin í góðum tilgangi frá sjónarmiði Bandaríkjamanna. Þeir vilja vekja traust og aðdáun annarra þjóða og auðvelda þeim barátt- una við þau öfl í hciminum s@m þau vilja feig, þó þeim gleymist einatt að mörg máttug öfl inn- an sjálfra Bandaríkjanna veikja mjög aðstöðu þeirra og ónýta á margan hátt viðleitnina út ávið, fyrir utan hvað áróður þeirra er kluhnalegur og beinlíms móðgandi við sjálfstæð ríki, eins og margoft hefur sannazt. Það sem er ískyggilegast hér- lendis er að menn virðast týna dómgreindinni gagnvart ofur- magni hins vesturheimska áróð- urs, jafnvel þótt við þeim blasi staðreynd eins og hið óhugnan- lega framferði Bandaríkjanna í Vietnam. Hér eiga íslenzkir stjómmálaleiðtogar ósmáan hlut að máli. Þeir hafa beinlínis lagt sig fram um að stinga þjóðina svefnþorni, fá hana til að sofna á verðinum og gleyma t.d. hönmulegum örlögum Hawaii- búa sem á örfáum áratugum glötuðu bæði tungu siiini ogsér- kennilegri menningu og urðu bandarískum áhrifum að bráð. Þeir hafa reynt að telja henni trú um að bandaríski herinn væri hér til að tryggja öryggi íslendinga sem vitanlega er blekking — eða hafa menn gleymt Pearl-Harbor. Varnarliðið er hér fyrst og fremst til ið verja Bandaríkin og tryggja ör- yggi þeirra ef til styrjaldar kemur. Þetta vitum við allir sem starfað höfum að einingu vestrænna þjóða og ég hef aldrei litið á herstöðina öðruvísi en sem dýra fórn, svo dýra að við erum löngu hættir að hafa efni á henni, ef við höfum þá nokk- urn tíma haft það“. Sigurður sagði að viðhorfin í Evrópu síðan Atlanzhafsbanda- lagið var stofnað fyrir nær tutt- ugu árum hefðu gerbreytzt, bandalagið gegndi ekki lengur því hlutverki sem því hefði verið ætlað og bætti því við að ,,fas- istabyltingin í Grikklandi" hefði í hans augum verið „rothögg á bandalagið og núverandi stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum“. Lýsti hann því er herafli i Grikklandi sem bandalagið og Bandaríkin hefðu átt stærstar, þátt í að móta og þjálfa og víg- búa svipti þjóð sína frelsi mcð stuðningi bandarísku leyniþjón- ustunnar og gerði þannig yfirlýst markmið bandalagsins að hjómi og hégóma í sjálfu föðunlandi lýðræðishugsjónarinnar. Valda- ránið í Grikklandi tók af öll tvímæli um það að Atlanzhafs- bandalagið er ekki þeim vanda vaxið að verja lýðræði í Evrópu og er þannig máttlaust orðið í öllum hugsjónalegu-m átökum við kommúnismann, sagði Sig- urður. „Þeir, sem aldrei trúðu á hlut- verk bandalagsins né tóku það alvariega láta sér þessa þróun vitanlega í léttu rúmi liggja. En við hinir sem bundum við það einhverjar vondr höfum verið sárlega sviknir, ekki aðeins í Grikklandi, Portúgal, Víetnam, heldur fyrst og fremst hérheima á Islandi þar sem við höfum verið hafðir að ginningarfíflum allan þann tíma sem við þrjósk- uðumst við að tengja saman at- ferði Bandaríkjamanna á Is- landi frá því þeir lögðu fyrst fram beiðni um afnot Islands til 99 ára haustið 1945 þar til þeir sviku loforð sín í sjónvarpsmál- inu haustið 1967“. En þjóðin er að rumska, hélt hann áfram og benti á aðhvergi kæmi það skýrar fram en hjá íslenzkum ritihöfundum, þar sem herinn væri snar þáttur í ná- lega öllum umtalsverðum skáld- verkum sem skrifuð hefðu verið á síðustu árum. Talaði þetta sínu máli um hve brýnt væri vanda- mál hersetunnar og hvílík nauð- syn væri að binda endi á það smánarástand sem viðgengizt hefði allt of lengi. Hann minnti á fyrirhugaðar ákvarðanir í markaðsmálum og sagði: ,,verði framimistaða íslenzkra ráða- manna eitthvað í líkingu við það sem hún hefur verið í herstöðva- málunum og samskiptunum við Bandaríkin er sannarlega ástæða til að örvænta um framtíðartiag Islendinga." Hann vitnaði í rit Williams Fulbrights þar sem hann ræðir m.a. um sjálfsvirðingu smáþjóða og bendir á tvö dæmi í Vestur- heimi til sönnunar því að metn- aður og sjálfsvirðing sé hverri þjóð miktu verðmætara en gull og grænir skógar: Kúbumenndái Castro þrátt fyrír erfið lífskjör og harðstjórn og séu meginor- sakir þess þjóðarstoltið ogsjálfs- virðingin sem byltingin vakti. Eftir að Kúba hafi verið efna- hagsleg nýlenda Bandaríkjanna í sex áratugi séu Kúbumenn á- kaflega stoltir af Castro fyrir að bjóða Bandaríkjamönnum byrg- inn þrátt fyrir efnahagslegar hrakfarir og skort á mörgum nauðsynjavörum. Einnig bendir hann á Mexíkó, sem sé á önd- verðum meiði við Bandaríkja- stjórn í mikilsverðum málum, svo sem um innrásina í Dómin- íkanska lýðveldið og brottrekst- ur Kúbu úr samtökum Ameríku- ríkja. Segir Fulbright síðan orð- rétt: Mexíkó er líka í meira vinfengi við Bandaríkin en flest önnur ríki Rómönsku Ameríku og held ég það sé ekki þrátt fyrir sjálfstæða afstöðu Mexíkana heldur vegna hennar. Samskipti þessara tveggja ríkja einkennast af gagnkvæmri virðingu og sjálfsvirðingu. Metnaður Og Sigurður hélt áfram: „Með fyrra dæminu vildi ég leggja áherzlu á mikilvægi heil- brigðs þjóðarmetnaðar og sjálfs- virðingar fyrir þegna hvers lands, en seinna dæmið á að undir- strika þá algildu reglu að þjóð sem sýnir öðrum þjóðum reisn og festu uppsker virðingu þeirra og traust, en þjóð sem Iiggurflöt fyrir annarri ávinnur sér ekkert nema fyrirlitningn hennar og allra þjóða annarra. Það er þvi fjarri sanni að undirlægjuháttur íslendinga gagnvart Bandaríkja- mönnum sé vináttuvottur og hollustu. Vinur er sá er til vamms segir. Og ég þykist viss um að við uppskerum ekkert nema fyrirlitningu heilbrigðra Bandaríkjamanna fyrir frammi- stöðu okkar í herstöðvarmálinu og þá ekki hvað sízt viðkvæm- asta þætti þess, sjónvarpsmálinu“. Sigurður minnti á að fátt væri viðsjárverðara í heimi sem breytist eins ört og heimur sam- tímans en að hugsa í gömlum glósum og steinrunnum hug- myndum. Þó létu Islendingar eins og ekkert verulegt hefði gerzt síðan 1951 og sárasjaldan öriaði á nýrrihugmynd hjá ráða- mönnurn, hvorki í utanríkis- né innanríkismálum og mætti þetta ekki lengur svo til ganga. „Á þessum degi heimtum við fyrst og fremst skýr svör við þeirri spurningu hvenær hinn er- lendi herafili hverfi af landi brott. Fáist ekki skýr og undanbragða- laus svör við því þá held ég okkur væri sæmst að reyna *að gleyma bæði 1. desember og 17 júní, þvi þá er það sýnilega 10 maí sem telst vera örlagadagur íslenzku þjóðarinnar“, sagði Sig- urður í lok ræðu sinnar ogbætti að endingu við orðum Williams Fulbrights: „Að gagnrýna þjóð sina er að gera henni greiða og slá henni gullhamra. Það er greiði vegna þess að það kynn að örva hana til að gera betur en hún gerir, það eru gullhamr- ar vegna þess að það er til vitn- is um þá trú, að þjóðin geti gert betur en hún gei'ir“. að hefur nú síazt út og verið staðfest með semingi í Washington að Robert Mc- Namara landvarnaráðherra láti af því embætti. Hann kveður Pentagon með allsér- stæðum hætti. Enn hefur engin opinber tilkynning ver- ið gefin út um lausn hans, enginn virðist vita með vissu hvenær hann lætur af staríi sínu, alls konar getgátur eru uppi um ástæðuna; það hefur ekki einu sinni verið látið uppi hvort hann baðst sjálf- ur lausnar (það segja „New York Tirnes" og „Washing- tón Post“) eða hvort hann var neyddur til að segja af sér (álit „New York Pcst‘þ. Blaðafulltrúi Johnsons forseta McNamara í Vietnam. Reiknimeistari íer verst allra frétta; biðurmenn að bíða hinnar opinberu til- kynningar frá Hvíta húsinu, sem enginn mun trúa fremur en öðru sem þaðan berst um þessar mundir. „Fall“ þessa lang valdamesta embættis- manns sem nokkurn tíma hef- ur ráðið ríkjum í Washington og þá væntanlega í allri sögu mannkynsins, ber að með hætti sem gæti minnt suma á atburð sem gerðist í höfuð- borg annars stórveldis fyrir rétt rúmum þremur árum. að er bó varla blöðum um bað að fletta að það er stríðið i Vietnam sem veldur þvi að McNaimara hverfur nú úr því embætti sem hannhef- ur gegnt í tæp sjö ár, lengur en nokkur annar maður. Bandaríska tímaritið „News- week“ sagði í desember 1965, að þegar McNamara hefði tekið til starfa í Pentagon í janúar 1961 ,,taldi han,n lík- legt að verða þar ekki lengur en fimm ár. En nú... er varla nokkur vafi á þvi að hanii ætlar að vera þar lengur. Vietnam er ástæðan. En það verður ekki fyrr en fer að síga á seinni hlutann í Viet- namstríðinu að hægt verður að spá um bað hvað fram- tíðin ber í skauti sínu fyrir Robert McNamara". Það var rétt að dvöl McNamara í Pentagon varð. lengri en hann ætlaði sér, en ástæðan til þess að hann fer þaðan erþ5 allt önnur en hirj bandaríska tímarit gat sér til um. Mc- Namara lætur ekki af em- bætti vegna þess að hann telji að nú horfi svo vel fyrir Bandaríkjamönnum 1 Viet,- naim að hann geti látið öðrum eftir að reka smiðshöggið. Hann fer frá vegna þess að smám saman hefur honum orðið ljóst að það stríð sem hann hefur borið meiri á- byrgð á en nokkur annar (Wayne Morse; „McNamara’s War“) hefur farið á alilt ann- an veg en tölvur bandarísku vfgvélarinnar sögðu fyrir um. Það er sannleikskorn í þeim ummælum í forystugrein ,,Morgunblaðsins“ i fyrradag að McNamara hafi „verið sá maður í Washington sem staðið hefur fastast gegn kröfum herforingja um aukn- ar hernaðaraðgerðir í Viet- nam og þá sérstaklega gegn enn harðari loftárásum á Norður-Vietnaim". Það er rétt að á síðustu mánuðum hefur hann látið í ljós efasemdir um að auknar loftárásir og stöðug fjölgun í bandaríska herliðinu í Vietnam myndu koma að tilætluðum notum. „Ég tel að augljóst sé“, sagði hann í ágúst sl. við nefnd öldungadeiidarmanna sem skipuð var til að kanna loft- árásirnar á Norður-Vietnam, „að það myndi ekki stytta stríðið neitt sem um munaði“ að herða þær. „Svo lágu verði mun sigur í stríðinu ekki keyptur“. Það er einnig rétt að síðustu mánuði hefur Mc- Namara — að vísu með tak- mörkuðum árangri — reynt að standa á móti kröfum her- foringjanna um síaukna liðs- flutninga til Vietnams. En hinu mó heldur ekki gleyma — og því verður heldur ekki gleymt — að það var í valda- tíð McNamara sem Bandarík- in hófu árásarstríð sitt í Viet- nam. Það var hann sem lagði á ráðin begar Kennedy for- seti ákvað að hefja beina í- hlutun Bandaríkjanna í Viet- nam 1961; það voru 3.000 bandarískir „hemaðarráðu- nautar" í Vietnam þegarhann tók við embætti, nú þegar hann lætur af þvi er háif miljón bandarískra hermanna þar. Þegar ,,Morgunblaðið“ segir að „uggs gæti um af- leiðingar þess að hann lætur nú af embætti" og á þar við að nú fái herforingjarnir að fara sínu fram, þá mætti það minnast þess að þeir vilja aðeins halda áfram þeirri stefnu stöðugrar „stigmögnun- ar“ stríðsins sem McNamara hefur fylgt árum saman og „Morgunblaðið“ ogönnur blöð af þvi tagi hafa ekki talið á- stæðu til að gagnrýna. Ibók þeirri um Vietnam sem lögð var á borð ís- lenzkra alþingismanna fyrir nokkrum dögum eru á einum stað rákin ummæli McNam- ara um stríðið frá ári til árs. Þau gefa allgóða lýsingu á því hvaða hugmyndir hann hefur gert sér um stríðið og gang þess; „Eftir 48 stunda dvöl í Suður-Vietnam var McNamara mjög uppörvaður af gangi mála . . . .Hvarvetna blöstu við mér framfarir og bjartar framtíðarvonir* (,,N.Y. Times", (maí 1962). „Stríðið i Vietnam gengur vel . . .“ (jan. 1963). „Hernaðarhlutverki Bandaríkjanna (í Vietnam) verður að mestu lokið i árs- lok 1965“ (okt. 1963). „Banda- rikin gera sér enn vonir um að flytja burt mestallan her sinn frá Suður-Vietnam fyr- ir árslok 1965“ (febr. 1964). „Við erum hættir að taoa stríðinu" (okt. 1965). Síðan verða engin ummæli höfð eftir McNamara um að sigurs Bandaríkjanna sé að vænta á næstunni. Hinn tölvísa reikni- meistara var farið að gruna að hann kynni að hafa sett dæmið vitlaust upp. „Hann fylgdist með árásarferðum flugvélanna, hve mörgum hef- ur verið grandað, hve mörg- um sprengjum varpað, hve mikið magn skotfæra nctað, birgðum komið í lóg, með drápshlutfallinu („kill ratios"). vopnatapi, liðhlaupi, her- fangi, liðsauka — öllum stað- reyndum, sem hægt er að safna og hafa not af“ (News- week“). Síðan voru tölvurnar látnar reikna út sigurlíkurn- ar. En niðurstöður þeirra komu aldrei heim við veru- leikann. Reiknivélar eru mik- il þarfaþing og kunna svör við mörgum vanda. En þær kunna ekki skil á baráttu- þreki þjóðar sem berst fyrir frelsi sínu og tilveru. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.