Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 4
J,
SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. desember 1967.
Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
77/ álita
Y'erðhækka'nir þser sem dundu yfir í októbermán-
uði leiddu til þess að vísitala vöru og þjónustu
hækkaði um hvorki meira né minna en 15 stig, en
það er eitthvert mesta dýrtíðarstökk sem um get-
ur hér á landi. Hin opinbera vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkaði um 11 stig eða 5,6%, og sam-
kvæmt lögum og kjarasamningum hefði kaupgjald
átt að hækka um þann hundraðshluta frá og imeð
deginum í gær. En ríkisstjómin rifti jafnt lögum
og samningum og lét nýju vísitöluna koma til
framkvæmda við útreikningana, en samkvæmt
henni varð hækkunin aðeins 3,39%. Stjómarvöld-
in rökstyðja þá ráðabreytni með því að fulltrúar
launafólks hafi fallizt á nýju vísitöluna í viðræð-
um við ríkisstjórnina fyrir nokkmm vikum. Af
hálfu launamanna var það samþykki að sjálfsögðu
við það miðað að vísitalan héldi áfram að tryggja
uppbætur á laun. Ríkisstjórnin lætur nýju vísi-
töluna hins vegar aðeins skammta kaupuppbót
einu sinni, þegar það er launafólki óhagkvæmast,
en frekari vísitölubætur samkvæmt lögum hafa
nú verið afnumdar, hversu miklar sem verðhækk-
animar verða.
|Jpphaflega var það ætlun ríkisstjórnarinnar að
ekki yrðu neinar kaupuppbætur 1. desember, og
lá fmmvarp um það efni fyrir alþingi. Viðbrögð
verklýðshreyfingarinnar urðu þau að um 50 fé-
lög með nær 20 þúsundir félagsmanna boðuðu alls-
herjarverkfall. Andspænis þeim. ákvörðunum
glúpnaði ríkisstjómin, og Bjami Benediktsson
keypti af sér verkföllin með því að fallast á þær
vísitölubætur sem komu til fraimkvæmda í gaer.
Vilji verklýðshreyfingin miða við það fyrirkomu-
lag sem áður var í gildi kemur til álita að sækja
næstu vísitöluuppbót á hliðstæðan hátt 1. marz
n.k. og þannig áfram þriðja hvern mánuð. Ríkis-
stjórnin hefur reynslu af því fyrirkomulagi, til að
mynda frá árinu 1963 þegar kaupgjald hækkaði á
einu ári um því sem næst 30% að krónutölu.
Brýnasta verkefnið
Qpinberir starfsmenn hafa nú enn einu sinni
fengið staðfesta þá vitneskju að gerðardómur
veitir þeim ekkert öryggi í kjaramálum. Sú stað-
festing er hins vegar mun alvarlegri nú en fyrr,
vegna þess að ríkisstjórnin hefur afnuimið lagaá-
kvæðin um vísitöluuppbætur á kaup, einmitt þeg-
ar vitað er að framundan er stórfelld verðbólgu-
skriða. í því sambandi hefur Bjarni Benediktsson
sagt verklýðsfélögunum að þau geti sótt bætur
sínar til atvinnurekenda, og þarf ekki að efa að
hann verður tekinn á orðinu. Opinberir starfs-
menn hafa hins vegar ekki þau mannréttindi að
mega heyja slíka baráttu. Við hinar nýju aðstæð-
ur hlýtur það því að verða brýnasta verkefni
B.S.R.B. að tryggja sér þann rétt. — m.
Hluti af heildarútgáfunni, ísílendingasögurnar 13. AIls telur heildarútgáfan 43 bindi. Og þess má
geta til gamans — nú á þessum tímum yfirborðsmennskunnar — að heildarútgáfan er 1.36 m.!
Nýir aðiíar hafa tekið við
□ Undanfarin ár hefur
verið hægt að fá íslend-
ingasögumar í ýmsum bóka-
verzíunúm hérlendis á
ensku, dönsku og sænsku
— en ekki á íslenzku. Úr
þessu hyggjast nýir eigend-
ur íslendingasagnaútgáf-
unnar h.f. bæta og eru all-
ar bækurnar, 42 talsins,
væntanlegar á markaðinn.
Þegar hafa komið út 11
bækur 18 koma út fljót-
lega eftir áramót og síð-
ustu 13 bækurnar koma út
í júlímánuði.
Nær 10 ár eru liðin sfðan
heildarútgáfan var fáanleg að
nokkru ráði, má nefna að 1960
voru bundnir inn síðustu 15
flokkamir sem komu á mark-
aðinn..
I sumar vildi fyrri eigandi
losa sig við útgáfuna og nokkr-
ir einstaklingar tóku sig þá
saman og stofnuðu hlutafé-
lag Islendingasagnaútgáfan og
keyptu útgáfuna af Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga, sem
var fyrri eigandinn.
1 stjóm útgáfunnar eru rtú
Gunnar Þorleifsson, formaður,
Jón D. Hjálmarsson og Björn
Jónsson, meðstjómendur. Sögðu
þeir á blaðamannafundi nýlega
að þeim hefði þótt það vera
þjóðarskömm að á sama tíma
og barizt var fyrir því að fá
handritin heim var heildarút-
gáfan á Islendingasögunum ekki
fáanleg á markaðnum. Vilja
þeir félagar breyta gamla kjör-
orðinu — Handritin heim — í
Handritin inn á hvert heimili.
Þeir réðust því f það mikla
fyrirtæki að gefa út öll bindin
í skinnbandi. Eru þau öll Ijós-
prentuð í Offsetmyndun, nema
konungasögunrnar, 13 bindi
sem ekki var nauðsynlegt að
ljósprenta.
I útgáfu SÍS komu fyrstu
bækumar út í stríðslok en síð-
ustu bækumar — konungasög-
umar — komu ekki út fyrr en
1957. Er tailið að upplagið af
heildarútgáfunni til þessa sé ca.
15-20 þúsund sett.
íslendingasagnaútgáfan býð-
ur upp á þessi kjör: Bindin 42
afihendast þannig: Við undir-
skrift kaupsamnings 11 bindi, á
tímabilinu janúar tíl fébrúár
1968 eru afgreidd 18 bindi og
fyrir lok iúlí 1968 13 bindi:
Heildarverð er kr. 16.000.00 og
greiðist 4.000.00 við undirskrift
kaupsamnings og síðan kr.
1.000.00 á mánuði þar til verðið
er að fullu greitt. Gegn stað-
greiðslu er gefin 10 prósent af-
sláttur.
Þó hefur verið sleginn sá
varnagli að ábyrgjast ekki
þetta verð nema til áramóta.
Ástæðan er náttúrlega gengis-
feHingin, pappírinn í sfðustu 13
bindin kemur ekki strax til
landsins og fléira kemur þar til
greiha.
★
Ætlunin er að haga sölu bók-
anna á svipaðan hátt og áður;
sölumenn munu framvegis fara
um og bjóða bækurnar til sölu
eins og áður, en nú verður
hægt ;að fá bækurnar í öllum
bókaverzlunum iandsins. Sú ný-
breytni hefur verið tekin upp
að láta smíða skápa sérstak-
lega utan um Islendingasagna-
útgáfuna og geta þeir sem þess
óska keypt skápinn um ileið og
bækumar.
Ferenc Muennich
látinn, 81 árs
BÚDAPEST 29/11 — Dr. Fer-
enc Muennich, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ungverjalands,
lézt í dag í Búdapest, 81 árs að
aldri. Hann hafði átt við van-
heilsu að stríða. Muennich
barðist í her Austurríkis-Ung-
verjalands í fyrri heimsstyrjöld-
inni, var tekinn til fanga af
Rússum og sendur til Síberíu.
Þar komst hann í kynni við
bolsévika sem þar voru í út-
legð og gekk í Rauða herinn.
Heimkominn varð hann einn af
stofnendum ungverska komm-
únistaflokksins. Hann barðist í
lýðveldishernum á Spáni, en
dvaldist síðan í Sovétríkjunum
til ársins 1945. Hann var um
skeið lögreglustjóri í Búdapest,
síðar sendiherra í ýmsum lönd-
um. Haustið 1956 var hann
nokkra daga í stjóm þeirri sem
Imre Nagy myndaði, en gekk
í lið með Janos Kadar og varð
forsætisráðherra 1958.
Bloðugar éeirðir
í Malasíu vegna
gengislækkunar
KUALA LUMPUR 29/11 — Mikl-
ar róstur hafa orðið í Malasíu
eftir að gengi Malasíudollara
var fellt í kjölfar gengislækkun-
ar pundsins. 69 menn eru sagð-
ir hafa látið lífið í óeirðum
þessum síðustu fimm daga en
um 200 hafa særzt. Tunku Ab-
dul Rahman forsætisráðherra
sakaði í dag kommúnista mn að
hafa staðið fyrir óeirðunum og
sagði að fyrir þeim vekti að
ná völdum í landinu. — Það
myndi þeim ekki takast, sagði
hann.
MAÍ
Menningartengsl Albaníu og
íslands halda fund sunnudaginn
3. desember kl. 2.30 að Freyju-
götu 27.
Á fundinum flytur Stefán Jóns-
son fréttamaður erindi, Jón frá
Pálmholti les upp úr nýútkom-
inni Ijóðabók og Ólafur Jónsson,
Helga Hjörvar og Þorsteinn frá
Hamri sjá um samfellda dag-
skrá. Auk þess verða kaffiveit-
ingar á staðnum.
Félagar eru hvattir til að
mæta vel og stundvíslega.
Verzlunarfólk athugið
Yfirvinnugreiðsla í desember
Samkvæmt kjarasamningi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
við vinnuveitendur, ber að greiða alla vinnu, sem fer framyfir
dagviinnutíma með eftir,- næfur- og helgidagakaupi. — Hjá af-
greiðslufólki greiðist eftirvinna frá kl. 18—20 nema föstudaga frá
kl. 19—20. Næturvinna greiðist frá kl. 20. Helgidagavinna greið-
ist frá kl. 12 á hádegi alla laugardaga. — Ef vinna hefst fyrr
en klukkan 9 að morgni, hefst yfirvinna þeim mun fyrr.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur