Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. desember 1967.
kvBkmyncSBi*
Enska kvikmyndin War Game vekur geysimikla athygli
VIÐ LEIKUM
OKKUR
AÐ ELDINUM
WAR GAME — þetta enska
nafn hefur fleiri en eina merk-
ingu. Það getur þýtt „Stríðs-
leikur“ og einnig „Leikur að
stríðinu". Og líklega er það
þetta síðarnefnda sem enski
heimildarkvikmyndarinn og
sjónvarpsmaðurinn Peter Wat-
kins hafði í huga þegar hann
gerði þessa mynd „War Game“
fyrir enska sjónvarpið sam-
kvæmt pöntun frá BBC.
Við leikum okkur að stríð-
inu. Tökum þátt í leiknum um
hve langt menn þori að ganga.
Bara aðeins lengra, þetta er
bara leikur — Bara nokkr-
ar kjarnorkusprengjur og eld-
flaugar ennþá, þetta er bara
leikur. Mótaðilinn tekur líka
þátt í leiknum bara aðeins
lengur. Þetta er bara leikur.
Þar til við uppgötvum að það
er stríðið sem leikur sér að
okkur.
Því hvað mundum við gera
ef mótaðilinn gengi of langt
og stigi yfir strikið? Ja, hvað
ættum við að gera? Peter
Watkins hefur gengið út á
götur og torg og spurt vegfar-
endur. Og hverju svöruðu þeir?
Eigum við að endurgjalda
sprengju með sprengju?
— Ég vil ekki að við sitjum
án þess að gera nokkuð. Já,
ég hugsa að ég mundi endur-
gjalda það, svarar um 45 ára
gömul ensk húsfreyja. Aðrir
svara á sama máta.
Vita þau í raun og veru hvað
þau eru að segja? Hafa þau
hugsað þá hugsun til enda
hverjar afleiðingarnar verða?
Peter Watkins hugsar um
afleiðingarnar fyrir þau. Hann
sýnir okkur hvað muni gerast.
Ekki í þessu stóra gjöreyðandi
vetnissprengjustríði. heldur
bara i „litlu“ kjarnorkuvopna-
stríði, svona eins og við leik-
um okkur að í „stríðsleiknum"
okkar.
Bara „litið kjarnorkustríð“
með smáum kjarnorku-
vopnum
Kannski með því móti að
Kína ákveði að taka raunhæf-
an þátt í Vietnamstríðinu.
Bandaríkin noti — eða hóti
kannski aðeins að nota — lít-
il kjarnorkuvopn gegn Vietnam
og Kína.
Rússar slá hring um Vestur-
Berlín, það kemur til átaka
við múrinn. Rússarnir halda
inn í Vestur-Berlín og Vestur-
Þjóðverjar taka lítil kjarnorku-
vopn í notkun.
Enginn vill á þessu stigi
hefja vetnissprengjustríð, þvert
á móti reyna menn að koma í
veg fyrir það. Enn er það bara
„stríðsleikur“.
Þar til EnglendingSr upp-
götva að það er stríðið, sem
leikur að þeim en ekki öfugt.
Sprengja. sem er eitt mega-
tonn að stærð. springur yfir
flugvelli í Suður-Englandi, í
10 km. fjarlægð brenna menn
i hel og allt brennur sem
brunnið getur.
Utan við þetta 10 km svæði
verður hver sá sem lifir af að
reikna með því að hafa 350
særða á sinni könnu. Árangur-
inn er sá að særðu fólki er
skipað í þrjá flokka: léttsærða,
sem fá sárabindi og lyf og er
sagt að sjá um sig sjálfa, milli-
flokk sem aðrir verða að reyna
að hjálpa og þriðja flokkinn,
en fólk í honum verður tekið
af lífi.
Ef menn vilja það ekki í
fyrstu, munu þeir sjálfir sár-
biðja um það eftir tvo til þrjá
daga.
★
Tveim dögum eftir árásina
er lögreglan vopnuð og bráð-
lega verða uppþot við mat-
vælageymslur. 14 dögum eftir
árásina skýtur lögreglan á
fyrstu matræningjana, en tveim
dögum seinna er vopnabirgð-
um stolið. Múgurinn er nú
vopnaður, stjórnleysi ríkir,
herdómstóll kveður um dóma
daglega.
Á meðan er skýrt frá því í
hátölurum hvaða ráðstafana
Bandamenn hafa gripið til
gegn Rússum.
En þetta er enn bara lítið
kjarnorkustríð. Svona smástríð,
sem við leikum okkur að í al-
þjóðastjórnmálum, í SÞ, í
leynilögreglunni, í huganum.
Við le;kum okkur enn að
striðinu
Peter Watkins gerði þessa
mynd samkvæmt pöntun frá
BBC. Hann studdist við stað-
reyndir, við rannsóknir og vís-
indalega útreikninga.
Þegar BBC sá myndina full-
gerða var neitað að senda
hana út.
Þetta vap, pf hæ.ttulegt, því
myndin var of ærleg. Þetta
var leikur stríðsins að mann-
eskjunum, en ekki leikur mann-
anna að stríðinu. Þetta var
War Game. en ekki það War
Game sem menn höfðu í huga.
Síðan var myndin send út
sem kvikmynd. í fyrra var hún
sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum. En fyrst í stað þorði
ekkert land að kaupa hana.
Þar til Englendingar sjálfir
riðu á vaðið og sýndu hana.
Þá fylgdu aðrir á eftir. Og nú
hefur hún verið keypt til Dan-
merkur.
Og norska útgáfufyrirtækið
Pax hefur gefíð söguna út í
bók, Krigsspillet. í henni er
texti myndarinnar og myndir
úr henni.
Um bókina skrifar Otto Bast-
anien prófessor við Óslóarhá-
skóla:
Við teljum að upplýsingin sé
bezta baráttuaðferðin fyrir
friði og réttlátari þjóðfélags-
skipan. En upplýsingin verður
að vera laus við hvort tveggja,
ýkjur og óskhyggju.
Enginn hefur hingað til
reynzt fær um að setja fram
raunhæfa gagnrýni gegn kvik-
mynd Peters Watkins. Enginn
hefur þorað að halda því fram
að hún sé óskhyggja.
War Game er staðreyndir.
Staðreyndir sem munu hrista
við mannkyninu.
Halldór Pétursson:
ÞJÓFNAÐIR
Þjófnaðir eru með ýmsu móti,
en hér verður ekki ættfærsla
á þeim.
Einn er það þó sem af ber;
hann er svo fullmótaður og
þaulhugsaður, að ég efast um
að lengra hafi verið komizt í
reikningslistum, þó j afnvel
mengi sé með talið. Þessi þjófn-
aður er gengislækkun og hann
hefur þann stóra kapitalíska
kost, að hann heyrir undir orð
Gröndals, ekki nýjasta afbrigð-
------------------------<5>
Bandsríkjaþing
neitar Johnsen
um skattahækkun
WASHINGTON 30/11 — For-
maður fjárveitinganefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings,
Wilbur Mills, sagði í dag að
ekki kæmi til mála að frum-
varp Johnsons forseta um al-
menna tíu prósent hækkun
skatta yrði samþykkt á því þingi
sem nú situr. 1
ið, heldur gamla: „Þá var stol-
ið frá þeim sem ekkert áttu“.
Ég sat fyrir nokkrum dögum
dolfallinn undir spurningaþætti
Árna Gunnarssonar frétta-
manns og hugsaði sem svo: Hér
er um þrennt að gera.
1. — í þennan þátt hefur
verið valið fólk til að verja
gengislækkunina og slá á öld-
ur hennar.
2. — Valdir menn eftir vits-
munaprófi.
3. — Eru allir hættir að
hugsa og taka bara við því sem
spýtt er ofan í þá?
Sé siðasta tilgátan rétt er
ákaflega auðskilið hvernig kom-
ið er í okkar þjóðfélagi. Þar
erum við komnir á þá lengdar-
og breiddargráðu að svona
hugsunarleysingjum er smalað
vélrænt á kjörstaðinn til að
velja sér viðreisnarstjórn. Sið-
an taka þessir menn við afleið-
ingunum með því að pundað
er á þá nýrri lygi sem pökkuð
er inn í glanspappír.
Allir sem nokkuð hugsa vita
að gengislækkun er ekkert ann-
að en þjófnaður sem hefur ver-
ið löggiltur, og óneitanlega
sniðugur.
Gengislækkun er aldrei
framkvæmd til annars en
troða gulli í rassvasa þeirra
ríku til að vega á móti því
sem safnazt hefur á kviðinn.
Siðan er okkur ætlað að trúa
því að þetta sé gert fyrir
þjóðina.
Annars hefur það aldrei
heyrzt að auðjöfrar hafi átt
nokkra aðra ættjörð en þar
sem auður þeirra hefur haft
aðsetur sitt.
Þessir sauðir sem nú þykj-
ast ekkert skilja mundu þó
beit kjafti og klóm, ef menn
frá stjórninni kæmu á heim-
ili þeirra og íæru með fjórða-
partinn af bóshöfn þeirra.
En nú spyr ég þá, hvaða
munur er á þessu og því að
þeir hafi t.d. átt 100 þúsund
krónur á banka, sem ekki er
nú stór summa, og af þeirri
upphæð væri nú búið að
taka 25 þúsund?
Allir vita að sparifé það
sem bankarnir leika sér með er
frá smáköllum. Ríkur maður
hættir aldrei fé sinu í banka,
heldur hefur það þar sem það
heldur velli hvað sern á geng-
ur.
Hér á íslandi amar ekkert
að nema stjórnleysi og skipu-
lagsleysi, e:i hugmynd stjóm-
arinnar með því er að koma
upp svo sterkri stétt ríkis-
manna að hún geti knésett
verkalýðshreyfinguna. Stóriðn-
aður með útlendu auðmagni á
svo að styðja við bakið á
þessari stétt, og lögreglusveit-
ir, innlendar eða annars staðar
frá,
Það á að stuðla að því að
slíta líftaug okkar, útgerðina.
Útgerðin er rekin eins og
spilabanki, en sá sem heldur
spilabankann gengur frá með
allt.
Af þessari útgerð er nú reytt
og stolið og síðan heimtað úr
ríkissjóði, en hvað er hann
annað en það sem sótt er í
vasa okkar? Þessir stóru bera
aldrei nein gjöld vegna tapsins.
Finnst ykkur ekkert undar-
legt að allir vilja kaupa báta,
gera út og byggja frystihús?
í fullu samræmi við þetta
væri að við sem vinnum hörð-
um höndum vildum helzt vinna
fyrir sem lægstu kaupi og helzt
engu. Þeir eru ekki mjög slor-
legir tapkóngarnir, þegar þeir
eru komnir á sjónvarpsflötinn.
Hvernig var það annars?
Mig minnir að Einar ríki stofn-
aði almennt fiskihlutafélag fyr-
ir ári með löngu nafni, enda
greiddi þetta félag strax á
fyrsta ári stóran arð.
Þessi gáta verður sjálfsagt
ekki ráðin fyrr en fleiri svona
félög verða stofnuð af stórum
mönnum, og sjálfsagt tapar
Einar drjúgt á sinni útgerð.
Auðvitað er ekki takandi
mark á mér og mínum líkum,
en það sorglega er að allar
okkar spár hafa rætzt og ræt-
ast því miður enn.
Hverjir haldið þið aonars að
kaupi þegar lánastofnanirnar
fsra að gramsa með það sein
fóxkið missir vegna vanskila,
hæði hús og annað? Haldið þið
ekki að ykkur verði slegið
góssið sem misst hafði það og
ipngar til að bióða í það.
Nei, þá verður hönd að selja
hendi og hverjir haldið þið að
þá kaupi fyrir litið verð?
Ég trúi því að fólk fari að
trénast upp á því að leggja
aura í banka til að láta stela
þeim þar, þó samkvæmt lögum
sé.
Það hvarflar jafnvel að
manni, að þeir séu vitrari sem
kaupa sér brennivin fyrir aur-
ana, heldur en að undirbúa
með þeim nýjan þjófnað.
Gamla fólkið sem alltaf er að
hugsa um að eiga fyrir útför-
inni ætti að kasta þessari hugs-
un fyrir róða, því að nú er
komin á jafnaðarmennska við
að grafa fólk.
Hafið nú ráð þótt heimsk-
ur kenni. Farið að hugsa, enda
segir Þórbergur eftir Einari
ríka að eina leiðin til að græða
sé að hugsa rétt. Takið við
vopninu og berið fram til sig-
urs.
Til hvers er
að eiga
fé í banka
Sparifjáreigandi skrifar: —
Nú er nokkuð liðið síðan
krónan var felld um fjórðung
og erlendur gjaldeyri hækkaði
í verði um nær 33 prósent.
Þessar aðgerðir eiga að lækna
allar meinsemdir segja stjórn-
arherrarnir. En hvað skeður?
Olíuverðið er hækkað til muna,
liðurinn sem hvað mest áhrif
hefur á verðlag í landinu. Með
öðrum orðum, ný sneið skorin
af krónunni, sneið sem er
reyndar ekki ýkja stór miðað
við 32,6fl/n sneiðina.
En hvað skeður í náinni
framtíð þegar olíu og benzíni
er skvett á verðbólgubálið að-
eins nokkrum klukkustundum
eftir að krónan er stórlega
skert?
Fyrir þremur árum lagði ég
eitt hundrað þúsund krónur inn
á sparisjóðsbók. Vextirnir eftir
tímabilið urðu rúmar tuttugu
þúsund krónur. Nú hefur sjálf
seðlabankasfjórnin stolið öllum
vöxtunum og vel það. Mér er
spurn: Til hvers er að eiga fé
á banka? Aðeins til að magna
spillinguna, er svarið.
Spairif járeigandi.