Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. desember 1967 — X>JÓÐVILJINN — SlÐA J
Miðstöö sovézkrar
upplýsingaþjónustu
Fréttastefan APN í Moskvu
var sett á laggirnar í febrúar
1961. Að stofnun hennar stóðu
nokkur félagasamtök, þar á
meðal Blaðamannasamb. Sov-
étríkjanna, Rithöfundasamband-
ið og samband menningar- og
vináttutengsla Sovétríkjanna
við önnur lönd. APN er starf-
rækt af þessum samtökum og
er því ekki ríkisfyrirtæki, eins
og t.d. b’ASS.
Tilgangurinn með stofnun
APN var fyrst og fremst sá, að
veita sem beztar og sannastar
upplýsingar um sovézkt þjóðlíf á
erlendum vettvangi, enda hefur
engin vanþörf verið á slíkri
fræðslu á Vesturlöndum, þar
sem lygisögur og ýkjur haía
löngum verið aðaluppistaðan i
hugmyndum fólks um þetta
víðlenda ríki í austri. APN á
ekki lítinn þátt í þeirri ger-
breytingu, sem orðið hefur á
þessum hugmyndum nú á síð-
ustu árum. Fréttastofan hefur
vaxið ört og dafnað og er nú
orðin að voldugu fyrirtæki, sem
teygir arma sína um allan
heim frá aðalstöðvunum við
Púskintorg í Moskvu.
APN veitir eriendum frétta-
stofum og útgáfufyrirtækjum
upplýsingar um innan- og ut-
anríkispólitík Sovétríkjanna,
efnahags- og menningarlíf þjóð-
arinnar, og um afstöðu sovét-
borgara tiil mikilvægra atburða
og málefna innanlands og utan.
Ennfremur dreifir APN upplýs-
ingum um önnur lönd til sov-
ézkra blaða, sjónvarps og út-
varps. Á vegum APN eru gefin
út tímarit, blöð og bækur um
Sovétríkin í 110 löndum i öll-
um heimsálfum. Sterkustu og
víðlesnustu tímaritin eru: Sovi-
et Land (gefið út í Indlandi á
12 indverskum málum, nep-
ölsku og ensku). Soviet Life
(gefið út í Bandaríkjunum),
Soviet Weekly (í Englandi). Þá
hefur APN samstarf við erlend
útgáfufyrirtaeki um útgáfu á
bilöðum og bókum um Sovétrík-
in. Af slíkum bókum má nefna
t.d.: „Sovétríkin, Spurningar og
svör“, „Saga Moskvu og fbúa
hennar“, „Sovézk félagsfr,æði“,
„Saga rússneska ballettsins",
Alfræðiorðabók um Sovétríkin.
APN gefur út árbók á mörgum
tungumállum. Þar getur að líta
í samþjöppuðu formi efni, sem
fréttastofan hefur viðað að sér
yfir árið. Nýlega hófst útgáfa
á mánaðarritinu „Spútnik11, sem
er svipað að formi og „Readers
Digest" og hefur að geyma úr-
val greina og fróðleiksmola úr
sovézkum blöðum og tímarit-
um, ríkulega myndskreytt.
Um 7500 manns vinna hjá
APN. Meðal þessa fólks eru
margir frægir blaðamenn, rit-
höfundar og vísindamanna, sov-
ézkir og erlendir. 1 ár hefur
þetta fólk meira að gera en
nokkru sinni fyrr vegna fimm-
tíu ára afmælis Októberbylting-
arinnar og heiminn þyrstir í
fréttir af afmælisbarninu.
Fréttaritarar APN eru á þönum
um Sovétríkin og þefa hvar-
vetna uppi fréttir af bylting-
unni; hverju hún hefur komið
til leiðar á þessum 50 árum,
geta sér til um hvensu henni
muni vegna á næstu 50 árum.
Skrif þeirra birtast í bóka-
flokknum „Sovétrfkin í gær, í
dag og á morgun“. Þar er fjall-
að um efnaihagsmál, vísindi,
uppeldis-mál, menningu og al-
menn lífskjör þjóðarinnar.
APN er blómleg og vaxandi
stofnun. í stónhýsinu við Púsk-
intorg þagnar síminn hvorki að
nóttu né degi og glerhurðin i
anddyrinu leggst sjaldan að
stöfum. önnum kafnir bílaða-
menn þjóta um gangana, hróp
og köll blandast við ritvéla-
kliðinn og suðið í símritanum.
7. nóvember er á næsta leiti
þegar þetta er skrifað og þann
dag skal allur heimurinn lífca
til Sovétríkjanna, föðurlands
byitingarinnar, þangað sem
vinnandi fólk hefur jafnan sótt
sér fordæmi og stuðning.
Ingibjörg Haraldsdóttir APN.
Nokkur tímaritanna sem út eru gefin af sovézku fréttastofunni APN.
Hugleiðingar um ó-í-munn-beranlegan stað
í sumar er ég skrifaði pistilinn
um hinn eilífa kvalastað for-
dæmdra, sem segja má að- síra
Snorri á Húsafelili hafi sannað
að sé þar undir sem hann lifði
mestallan aldur sinn (er þetta
sagt Borgfirðingum til guðræki-
legrar umþenkingar), þá vissi
ég þa_ð ekki að kirkjuhöfðingj-
ar á íslandi eru aftur farnir að
boða þessi eilífu sannindi, sem
hlé hefur orðið á að boðuð
væru síðan sú furöa gerðist hér
og ámátleg undarlegheit, að
anda trúarmaður varð prófessor
í guðfræði við Háskóla Islands,
og hélt því embætti til dauða-
dags, enda blöskraði prófessor
Hallesby ákaflega, þegar hann
kom, trúarástandið á Islandi og
sagðist vona að (kaldir) vindar
trúarvakningar færu að næða
um íslands þurru þorp ogsveit-
ir.
Hversu fagnaðarríkt, að Hall-
esby skyldi verða ofan á!
Hallelúja skulum vér hrópa
með hæstum gný! Og boðið þér
nú Helvíti, þér klerkar, boðið
það vel! Ekki mun af veita.
Fyrst mundi tiltækilegt að
gæta þess hvað Helvíti er, síð-
an hvar það er.
Samkvæmt Helgakveri er
Heílvíti: „ævinlegur kvalastaður
í sambúð við illa anda, án
vonar um frelsun".
Samkvæmt Dante Alighieri,
sem manna fróðastur var um
Helvíti því hann var einn hinna
fáu sem þangað hafa komið í
lifanda lífi, (og eftir það dróg-
ust munnvik hans um allt að
því 90 gráðu horn niður á við),
samkvæmt hans vitnisburði er
Helvíti merkilegur vitnisburður
um algæzku (il primo amore),
réttlæti (giustizia) og alvizku
(la somma sapienza) guðs, og
hefur hann engan stað skapað,
sem varanlegri eigi að vera.
1 gömlum prestaræðum frá
17. öld og 18. og allt fram að
þessari kvað vera mikla auð-
legð að finna um þennan ógn-
arlega dvalarstað og skelfilega
pyndingapláss, og mætti þar
margt fagurt til tína til sann-
indamerkis um þann ágapa
(kærleika) réttlæti og vizku,
sem hvatti il alto fattorc til að
gera þennan eilífðar-kvalastaö.
En því get ég þeirra Snorra og
Dantes fyrst, að þeir höfðu „syn
for sagn“ svo sem komizt er að
orði í dönsku.
Fór annar niður, en hinn
horfði niður.
I mínu ungdæmi voru Hel-
vítisboöendur flestir fyrir bí, að
mig minnir, nema einn (að mig
minnir), og hann var á vegum
danskra samtaka. Minnir mig
hann tala heldur hógværlega,
og segja færra en efni stóðu
til, nema hvað hann laumaði
út úr sér þessari setningu: En
ef það væri! En þar með var
líka nóg sagt.
I Danmörku hélt ég vera
mikla trú á Helvíti, og fannst
hana leggja að úr ýmsum átt-
um. Ekki fylgdi henni svo sem
neitt, að ég fann, nema óskil-
greinileg ónot, eins og þegar
vond kona vill gera óvelkomn-
um gesti (þó að hún hafi boð-
að hann á sinn fund) illt til, og
setur einhvern rækals ófögnuð
í matinn (eöa hefur komið slíku
í matinn með langvinnri
geymslu og mulli), svo gestin-
um verður illt og ætlar að
deyja. En allir trúðu, eins og
vera ber, á Helvíti.
Nú vildi ég vita á þessum
stað nánari skil af munni þess-
ara réttlátu kvenna, sem á Hel-
víti trúðu. Ég spurði þær hvar
sá staður væri: Ein svaraði með
þjósti: Om Helvede vil jeg ikke
udtale mig, for det er Det Onde.
— Ég segi ekkert um Helvíti,
því það ér Hið illa. — Og á-
fram hélt ég að jagast um að
ég skyldi frædd um þetta tópó-
grafiska atriði, unz öllum kom
saman um að mér skyldi sökkt
þangað niður. Svar fékk ég
aldrei neitt.
En þó að fáfróðar hjúkrunar-
konur gætu ekki svarað þessu,
gat ítalska skáldið sem fræg-
ast er allra skálda, gert það
því betur. Halvíti er, sam-
kvæmt vitnisburði hans, langt í
jörð niðri og gerði hann af því
uppdrátt. Það er stærst um sig
efst, og heitir þar fyrst Limbo,
þaðan eiga menn afturkvæmt
sumir, en sumir ekki. Þangað
fara óskírð börn, og góðir heið-
ingjar, og aðrir meinlausir
menn, sem ekki hafa uppfyllt
skilyrðin fyrir upptöku annars-
staðar (í skárri stað). Á næstu
hæð fyrir neðan Limbo (Limbó
er raunar á tveim hæðum) er
hið vægasta Helvíti, þar svífa
frægir elskendur brotlégir um
eilífð í lofti með hníf í gegnum
sig, og stingur sami hnífurinn
bæði í gegn. Aldrei verður lát
á þeirra svifi, aldrei losna þau
við hnífinn. Þar fyrir neðan
telst mér vera 17 hæðir, og
harðnar atlætið eftir því sem.
neðar kemur, enda verður þar
hver þrjóturinn öðrum argari,
Allra neðst situr Satan og er
þríhöfðaður þurs eins og í ís-
lenzkum þjóðsögum og hefur
uppi í sér þrjá höfuðþrjóta og
tyggur þá, en þetta eru bana-
menn Júlíusar Sesars og sá ó-
lánsmaður, sem sveik herra
sinn með kossi, nú fær hann
makleg málagjöld.
(Rafaello Santi hefur gert
mynd af Dante þar sem hann
er sýndur allur sótugur í fram-
an úr ferðinni, krýndur lárvið-
arlaufi, óhagganlega sannfærð-
ur um hið eilífa böl, og dregur
munnvikin fjarskalega niður).
Þarna á Satan góða ævi, svo
sætir sem honum eru í munni
höfuðþrjótar allra þrjóta, og
aldrei verða þeir fulltuggnir, sá
veizlufagnaðar varir um eilífð.
M.E.
Félag áhugamanna um fiskirækt:
Tryggður sé f járhagsgrund-
völlur klak- og eldisstöðva
Fyrsti aðalfundur Félags á-
hugamanna um fiskrækt var
haldinn 9. nóvembcr síðastlið-
inn, en félagið var stofnað af
nokkrum áhugamönnum um
fiskrækt 6. júní 1966. í félag-
inu eru nú 170 félagsmenn.
Síðastliðið starfsár hélt fé-
lagið 2 útbreiðslufundi. Á þeim
fyrri hélt veiðimálastjóri, Þór
Guðjónsson, erindi um fiskrækt
en á hinum síðari hélt Aðal-
steinn Sigurðsson fiskifræðing-
ur erindi um fiskeldi í sjó og
skýrði frá tilraunum Breta við
ræktun skarkola. Einnig var
sýnd kvikmynd frá þeim til-
raunum. Hafði ræðismaður
Breta, Brian Holt, lánað fé-
laginu þessa kvikmynd.
Auk þess hafa verið haldnir
nokkrir stjórnarfundir.
Félagið beitti sér fyrir því
að fjárveiting til ráðstafana
vegna fiskeldis og fiskvega
varð hækkuð úr 350 þús. kr.
í 700 pús. kr. Frumvarp til
fjárlaga fyrir árið 1967 hafði
hinsvegar gert ráð fyrir kr.
350 þús.
Formaður íélagsstj. Bragi
Eiríksson las skýrslu stjómar-
innar og bar fram nokkrar til-
lögur til samþykktar. Eftir
nokkrar umræður voru eftir-
farandi tillögur samþykktar:
ITm fjáröflun til klak- og
eldisstöðva
Fundurinn benti á aðkallandi
nauðsyn þess að skapaðir verði
fjárhagsmöguleikar fyrir stofn-
un og rekstur klak- og eldis-
stöðva laxfiska í landinu hið
allra fyrsta. Benti fundurinn í
þessu sambandi á eftirtalin
meginatriði í þessum efnum:
1) Að á fjárlögum verði stór-
hækkaður styrkur sá, sem
landbúnaðarráðherra er
heimilað að veita til þess-
arar starfsemi einstaklinga
og félaga.
2) Að skylda beri þá aðila,
sem virkja fallvötn landsins
og þannig hindra fiskigengd,
að þeir leggi fram ríflega
upphæð til þessara mála,
svo sem gert er í nágranna-
löndum vorum á Norður-
löndum.
3) Framkvæmdasjóður ríkisins
láni til þessarar starfsemi
og þróunar þessara mála í
landinu hagkvæm ián tii
langs tima, innan ákveðinn-
ar upphæðar frá ári til árs,
í samræmi við þróun þeirra
og vöxt.
4) Að Stofnílánadeild landbún-
aðarins verði heimilt að
verja ákveðnum hluta láns-
fjárs síns til þessara mála
árlega til að örva þróun
þeirra og íramgang.
Þá skoraði fundurinn á Al-
þingi það, sem nú situr, að
taka mál þessi föstum tökum
og tryggja vöxt þeirra og við-
gang í þessum efnum á eðli-
legan og sjálfsagðan hátt, svo
sem nú er viðurkennt og við-
tekið meðal allra menningar-
þjóða heims.
Um fræðslu í fiskrækt
Fundurinn beindi þeirri á-
skorun til Alþingis og ríkis-
stjórnar, að tekin verði sem
fyrst upp kennslugrein við
búnaðarskólana í landinu um
uppbyggingu og rekstur klak-
og fiskeldisstöðva. Jafnframt
verði hafinn undirbúningur að
því að Háskóli íslands geti
veitt vísindalega fraeðslu og
brautskráð kunnáttumenn í
málefnum þessum.
Cm þingsályktunartillögur
Fundurinn fagnaði þings-
ályktunartillögu þeirri, sem
fram var borin á 87. löggjafar-
þingi 1966 um fiskeldisstöðvar.
Jafnframt lýsti fundurinn
stuðningi sínum við þingsálykt-
unartillögu. sem fram var bor-
in á 86. löggjafarþingi 1965
um stofnun klak- og eldis-
stöðvar fyrir laxfiska við Laxá
í Aðaldal, Suður-Þingeyjar-
sýslu, enda sé tryggt aukið
fjármagn til reksturs þeirra
fiskeldisstöðva, sem þegar eru
starfandi í landinu.
Þá var það eindreginn vilji
fundarins að skora á Alþingi
Framhald á 9. síðu.