Þjóðviljinn - 05.12.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.12.1967, Qupperneq 5
Þriðjudagur 5. desember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA § V* □ Eflaust hafa fáir þorað að spá því að ÍTammi- staða íslenzka landsliðsins yr&i með þeim ágæt- um sem raun varð á. Andstæðingarnir voru ekki valdir af verri endanum, sjálfir heimsmeistararn- ir Tékkar. Mér er það til efs að landslið okkar hafi áður leikið betur og svo sterkt lið sem þetta tékkneska hefur ekki sótt okkur heim fyrr. Leik- fléttur þeirra, hraði og öryggi var stórkostlegt, auk HandknatBeikur: þess sem tveir af leikmönnum þeirra, þeir Bruna og Mares eru einhverjir þeir beztu sem komið hafa hingað. Islenzka liðið lék án Gunnlaugs Hjálmarssonar, sem kunnugt er orðið af blaða- skrifum. Ég er þeirrar skoðunar, að með fjarveru hans hafi liðið misst þann frumkraft og sóknar- brodd, sem vantaði á köflum, og hefði hann leikið með væri óvíst hvernig farið hefði. Heimsmeistararnir unnu með aðeins 2ja marka mun, 19:17 Tékkamir byrjuðu meðbolt- ann og þessi fyrsta sóknþeirra endaði með marki frá Benes (eitt af stóru nöfnunum 1 lið- inu). Strax í naestu sókn jöfn- uðu svo íslendingarnir, var Guðjón Jónsson þar að verki. Geir Hallsteinsson, bezti mað- ur íslenzka liðsins skoraði síð- an annað mark ísilands við gif- urleg fagnaðarlæti áborfenda. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ginner jafnaði fljót- lega fyrir Tékka, en þá kom einn af þessum sprettum sem íslenzka liðið tók. Sigurður Einarsson skoraði 3:2 og Guð- jón Jónsson bætti því fjórða við, staðan 4:2. Þessi íslenzki stormur stóð stutt og hvítalogn fylgdi í kjölfarið. Næstu þrjú mörk voru tékknesk og staðan orðin 5:4 þeim í vil. Næst skeði það að öm Hallsteinsson lét verja hjá sér víti og upp úr því skoruðu Tékkar sitt 6. mark. Þá tókst Sigurði Einarssyni að skora 5:6. en snillingarnir Mar- es og Bruna skora sitt markið hvor. Geir Halilsteinsson skorar 6. markið úr vítakasti, en Gre- gor skoraði 9. mark Tékkanna og á' síðilstu sekúndu hálfleikS4- * ins skoraði Ingólfur 7. mark Islendinga. Þannig var staðan í hálfleik 9:7 heimsmeisturun- um í hag. Síðari hálfleikur (10—10). Þessa hálfleiks verður án efa Iengi minnzt, þvf að hann var af íslendinga hálfu frábær, sér í lagi fyrstu 10 mínúturnar. Þann tíma hreint og beint lék íslenzka liðið sér að heims- meisturanum og skoraði fjög- ur mörk án þess að Tékkunum tækist að svara. Ingólfur byrjaði og skoraði 8. markað. Geir það 9.; staðan orðin jöfn 9:9. Aftur skorar Geir 10. mark ísl. liðsins og Þorsteinn Björnsson í markinu varði víti. Geir náði boltanum ogbrun- aði upp og skoraði 11. mark Islendinga. Nú ætlaði allt um koll að keyra á áhorfendapöllunum, <S> enda landinn kominn tvö mörk ýfir, 11:9. Þá gerði þjálfari liðs- ins, Birgir Björnsson, afdrifa- ríka skyssu, hann tók Geir Hallsteinsson útaf, manninn, se.m búinn var að skora þrjú mörk í röð og kominn í „stuð“ eins og það er kallað. Hann bókstaflega tætti . t.ékknesku vörnina í sundur með sinni stórkostlegu boltameðferð, hraða og leikbrellum. Um leið og Geir var kom- inn útaf jafnaðist leikurinn, Bruna skoraði tvö mörk í röð; staðan jöfn 11:11. Smám sam- an náðu Tékkarnir svo yfir- höndinni og Brana skoraði 12. mark þeirra, en Sigurbergur jafnaði 12:12. Næst skoraðu Tékkarnir 3 mörk í röð og staðan 12:15. Þá skoraði Einar Mggnússon úr víti, en rétt áð- ur var vítakast frá Geir varið. Geir skoraði 14. markið, en Bruna hið 16. og Mares 17. Ingólfur skoraði 15. markið, en Duda 18. mark Tékkanna. Nú voru aðeins tvær mín- útur eftir og útséð var aðTékk- er myndu sigra, enda lékuþeir nú mjög yfirvegað og reyndu fyrst og fremst að halda bolt- anum. Sigurbergur skoraði 16. mark ísl. liðsins, en Mares 19. mark Tékka og síðasta markið skoraði Ingólfur þegar aðeins 30 sek. vora eftir af leiknum. Þessi úrslit verða að teljast mjög góður árangur frá hendi íslenzka iandsliðsins, þar sem mótherjar voru sjálfir heims- meistararnir og ég efast um að íslenzkt landslið hafi áður bef- ur gert. Langbezti maður ís- lenzka liðsins var Ge*r Hall- steinsson, knattleikni hans og leikbrellur voru hreint stórkost- legar og líktust helzt töfra- brögðum á stundum. Guðjón Jónsson og Sigurbergur Sig- steinsson voru báðir mjög góð- ir, Ingólfur Öskarsson sótti sig er á leikinn ileið. Annars voru allir íslenzku leikmennirnir við sitt bczta. Hjá Tókkunum báru þeir Mares og Brana af ásamt markverðinum Arnost. Annars er allt liðið stórkostlegt ogeng- inn veikur hlekkur í þvi. Dómari var Svíinn Lennart Larsson og dæmdi sæmilega, ekkert framyfir það. Mörkin skoruðu: FyrirTékka: Bruna 7, Mares 5, Duda 4, Benes 2, Konecný 1. Fyrir ísland: Geir Hallsteins- ^ son 6, Ingólfur 4, Guðjón 2, ^ Sigurður Einarsson 2, Sigur- berguL- 2, Einar M. 1. S.dór. Geir Hallsteinsson skýtur á mark. Fjárhagserfiðleikar setja mark á K.K.Í. Geir Hallsteinsson hefur lyft sér yfir vörn Tékka »g „dúndrar“ á mark. Sjöunda ársþing Körfuknatt- leikssambands íslands var hald- ið sunnudaginn 26. nóv. sl. i Reykjavik. Alls sóttu um 25 fulltrúar þingið, og voru full- trúar frá fimm aðildarfélögum KKÍ. Þingforseti var kjörinn Gunnar Torfason, formaður KKRR, en þingritarar Agnar Friðriksson og Magnús Björns- son. Mörg mál lágu fyr- ir ársþingi þessu, sem mjög mótaðist af fjárhagsvandræð- um sambandsins, en einkum vegur þar þungt á metunum hin háa leiga. sem greiða þarf fyrir afnot íþróttahallarinnar í Laugardal. En þrátt fyrir vax- andi aðsókn að körfuknattleik hefur leigugjaldið reynzt körfu- knattleiknum þungur baggi. í reikningum KKÍ fyrir síð- asta ár kom m.a. fram, að leiga fyrir afnot af íþróttahöllinni fyrir leiki I. og II. deildar nam rúmum 108 þús. krónum, en tekjur af aðgangseyri svo og þátttökugjöld námu rúmum 80 þúsund krónum, en þessi upp- hæð ber annars með sér, að aðsókn að körfuknattleiksleikj- um hér í höfuðstaðnum fer mjög vaxandi. Með tilkomu Akureyrarliðs- ins Þórs í I. deildina, verða 5 leikir íslandsmeistaramótsins í körfuknattleik leiknir á Ak- ureyri, en aðsókn að körfu- knattleik þar er mjög góð auk þess sem leiga íþróttahússins þar er miklu lægri. Einnig kom fram á þinginu tillaga frá fulltrúum ÍKF að hluti íslands- meistaramótsins, þ.e. sá hluti þess, sem ÍKF á rétt á að fá sem heimaleiki verði leikinn í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Einnig kom fram á þinginu tillaga um breytingu á reglum bikarkeppninnar í körfuknatt- leik, þannig að 1. deildarliðun- um verði einnig heimilt að senda lið til þátttöku í keppn- ina, en reglugerð bikarkeppn- innar hljóðar þannig, að þátt- taka er heimil 2. deildarliðum og 1. flokksliðum þeirra félaga, sem eiga lið í I. deild. Er þetta mál nú í athugun hjá nýkjör- inni stjórn, en hana skipa: Bogi Þorsteinsson formaður, en aðr- ir í stjórn eru: Magnús Björns- son, Helgi Sigurðsson, Gunnar Petersen, Magnús Sigurðsson, Þráinn Scheving og Jón Ey steinsson. (Frá KKÍ). ICELAND1966 ss>í> HANDBOOK PUBLISHED BYTHE CENTRAL BANK OF ÍCELAND Kjörin tækifærisgjöf til fyrirtækja og vina erlendis. Mikilvæg handbók stofnunum og heimilum hér á landi. í ICELAND 1966 er að finna allar helztu upplýsingar um land og þjóð. Bókin er 390 lesmálssíður, prýdd nokkrum fögrum litmynd- um og íslandskorti. Bókinni er skipt í 11 höfuðkafla: Landið og fólkið Saga og bókmenntir Stjórnarskrá og ríkisvald Utanríkismál Atvinnuvegir Verzlun og samgöngur Efnahags- og fjármál Félagsmál Trúarbrögð og menntamál Vísindi og listir Tómstundaiðja. SEÐLABANKI ISLANDS ©AUGLÝSINGASTOFAN Hátt á annað þúsund atriðisorð (Index) er að finna aftast í bókinni. ICELAND 1966 er tvímælalaust vandaðasta handbók um íslenzk máiefni sem völ er á. Bókin kostar kr. 400,00 með söluskatti. Útgefandi: Seðlabanki íslands. i i v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.