Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 1
Aukablaö Stumudagur 10. desemlber 1967 — ID.U 32. órgangur — 281. tölublað. fcfcfci ELÍAS MAR: ARARAT 1 morgunbjarma og sólarmistri gráu hóf það sig uppaf jörðinni hvíthaddað handan landamæranna fislétt einsog hverönnur reginblekking fyrnsku og líðandi stundar nafnlaust í frægð sinni affluttri og hafði ekki blundað næturlangt nú né nokkru sinni fráþví um árdaga heldur staðið berskjaldað gagnvart sól og mána í linnulausri andvöku og þögn unz ég var loksins kominn og heyrði það mæla: Gjör þér ei örk af góferviði . . . (Érevan o.v., okt.-nóv. 1967). Hvíldardagar hvað sem tautar Smásaga eftir RING LARDNER Maðurinn minn er í Atlantic City, þar sem verið er að taka kvikmynd eftir sögu Dickens, David Copperfield, og á hún að heita „Elsku Dóra“. Maðurinn minn samdi lögin. Fyrr á árum var hann vanur að hafa mig með sér, þegar hann fór á frum- sýningar utan borgarinnar, en hann er haettur því. Auðvitað er hann öllum stundum í leikhúsinu, það er ó- hjákvæmilegt, en sjálf sit ég einsömul í hótelinu og hef ekk- ert fyrir stafni, og fólk er fljótt að komast að því, að ég sé kona þessa fræga manns, og það kemur til mín til að heilsa mér og kynna sig, og áður en ég get áttað mig er búið að bjóða okkur í viku eða yfir helgi til Dobbs Ferry eða Wester Bay. Þá verð ég að afsaka okkur og reyna að finna einhverja senni- leg ástæðu. En svo er fólk þetta víst til að segja: „Ef þið getið ekki komið tuttugasta og annan, þá getið þið komið tuttugasta og níunda." Af slíku og þvílíku verður Benn fokvondur og það dögum saman. Ekkert finnst honum jafn andstyggilega leiðinlegt og að fara í heimboð, og hann álítur að heimboð og spiiaklúbba ætti að banna með lögum. Hinsvegar þykir honum ekkert að því að búa á hótelum, þar sem hann getur haft sína hentisemi, lesið í rúminu á kvöldin við þægi- lega birtu, rakað sig við þægi- lega birtu og fengið mat hve- nær sem hann svengir og kaffi með. En það held ég fyrir víst að hann kysi heldur að vera í viku í fangaklefa dauðadæmdra í Sing-Sing en að eiga að fara í heimsóknir sjö kvöld í röð. Fyrir þremur til fjórum árum áttum við dálítið saman að sælda við hjón nokkur, sem ég nefni Buckley. Okkur geðjaðist að þeim og þeim geðjaðist að okkur. Við sátum miðdegisverð- arboð hjá þeim og þau hjá okk- ur að minnsta kosti tvisvar i viku, og eftir máltíðina sátum við saman yfir spilum eða fór- um á bíó eða sátum á tali sam- an. Benn fór alltaf í heimboð til þeirra og oft hringdi hann til þeirra og stakk upp á að við hittumst. En svo urðu þau að flytja til Albany vegna verzlun- arsambanda hans. Við söknuð- um þeirra, og þegar frú Buck- ley skrifaði okkur og bauð okk- ur að koma, urðum við ákaflega fegin. Það var voðalega kalt í gesta- herberginu, og það tók marga klukkutíma að fylla baðkerið, enginn lampi yfir rúminu, og svo komu þrír blaðamenn til að hafa viðtal við Benn. Til dag- verðar var ekki haft annað en ávextir og ristað brauð, ekkert kaffi með hádegismatnum, ekk. ert vatn kom úr krananum yfir þvottaskálinni nema barið væri á hann, fjórar nótur á píanóinu — þær sem sízt máttu missa sig — þögðu, en á hverju kvöldi var fólki boðið að koma óg hlusta á Benn spila á þetta hljóðfæri, og það var kominn hundur á heimilið, gríðarlega stór, en sagður vera „hvolpur sem aldrei glefsaði í nokkurn mann, sem hann þekkti“, en auðfundið var að hann áleit sig ekki þekkja Benn. Að morgni fjórða dags gerði Benn heyrum kunnugt að hann hefði týnt fyllingu úr tönn og þyrði engum að fela viðgerðina nema tannlækni sínum í New York. Þessu var trúað og svo fórum við og höfum ekki séð hjón þessi síðan. Ef við sjáum þau einhverntíma, hljótum við að skoða það sem slys. Þau fara varla að bjóða okkur heim, nema við bjóðum þeim heim, og það þorum við ekki því að þá eigum við á hættu að þau bjóði okkur heim. Samt eru þetta viðfelldnustu hjón sem við höfum nokkurntíma þekkt. Það var eftir að við höfðum þegið heimbog hjá Craeg í Stamford að Benn datt það ráð í hug sem hann kallar „neyðar- útgöngudyr“. Það var svo voða- legt að vera hjá Graeg og enn voðalegra að komast þaðan, að Benn sór og sárt við lagði að hann skyldi aldrei koma neins- staðar framar, fyrr en hann hefði fundið rág til að komast burt, ef hann ætlaði alveg að yfirbugast af leiðindum. Svona var ráðið sem hann fann: Hann skrifaði sjálfum sér símskeyti og skrifaði undir nafnið Ziegfields eða Gene Buck eða Dillingham eða Ger- orge M. Cohan. í símskeytinu stóð að hann ætti að koma til New York þegar í stað og á- stæðan var tilfærð. Daginn sem við fórum í boð, fékk hann símskeytið ritara útgefanda síns, Irene, og bað hana að senda sér það eftir sólarhring. Þegar símskeytið kom til þeirrar borgar, þar sem við vor- um stödd í þann svipinn, lét hann ýmist húsráðanda eða húsfreyju, gjestgjafa okkar, taka við því í síma, eða hann bað símstöðina að afhenda það, svo hann gæti sýnt það. Svo settum við á okkur sorgarsvip, og sögðum að okkur þætti þetta ákaflega leiðinlegt, en viðskipti væru viðskipti og kvöddum svo og fórum. Engan grunaði neitt, hver skollinn sem stóð í sím- skeytinu, eins og þessi vitleysa, sem við létum senda okkur þeg- ar við voru í margra daga heim- sókn hjá Marshall-hjónunum, og Globe-leikhúsið hafði frum- sýnt „Afmælisdag Bertu“. Fólk- ið sem við vorum hjá hafði mikið dálæti á óperettum, en enga hugmynd um tónlist, og trúðu öðru eins og þessu eins og nýju neti: SHAW OG UNGFRÚ MILL- ER HAFA BÆÐi FENGIÐ HÁLSBÓLGU STÓP TÓN- SMÍÐINNI VERÐUR ALLRI AÐ BREYTA OG SETJA HÁLFRI TÓNTEGUND LÆGRA STOP KOMDU ÞEG- AR í STAÐ —- C B DILLING- HAM. Ef það kraftaverk gerðist að Bill þætti gaman, sagði hann auðvitað engum hvað í sím- skeytinu stæði, eða þá að hann sýndi það öllum og gerði sig digran og sagðist ekki ætla að láta þennan eða hinn leikhús- stjórann spilla fyrir sér þessari einstæðu ánægju af heimsókn- inni. Nú er Benn í Atlantic City, og ástæðan til þess að ég er að skrifa þetta er engin önnur en sú, að ég er margbúin að lesa allar bækur sem til eru á heim. ilinu og hef ekkert að gera. Auk þess á ég mér góðvin, Joe Frazier sem stjórnar vikublaði, og um daginn sagði ég við hann, að mig hálflangaði til að skrifa skáldsögu, en mig vantaði bara efnið í hana, og hann benti mér á það að í flestum sögum er enginn efniviður, engin at- burðarás, t.d. hjá Hemingway, það er stíll hans sem öllu veld- ur. Og hann — Frazier meina ég — stakk upp á því að ég skrifaði um það þegar við heim. sóttum frú Thayer og herra Thayer í Lansdown fyrir utan Philadelphia, það, sagði hann, var heimsókn í lagi, heimsókn sem vert væri um að skrifa, og henni á ég það að þakka eða kenna að ég sit hérna einsömul. Þetta var fagurt kvöld, og í september var ár liðið síðan Benn var að stjórna sýningu sem heitir „Dansaðu fjörugt“, og ég stóð úti á stéttinni sem lá meðfram sjónum og var að horfa á tunglið hvernig það speglaðist í sléttum fletinum. Hjón nokkur, sem ég hafði tek- ið eftir í matsal hótelsins, sett- ust hjá mér, og ekki leið á löngu fyrr en konan var farin að tala við mig, um tunglskinið hve fagurt það væri, og svo spurðu þau mig þessarar marg. endurteknu spurningar, hvort ég væri frú Drake. Ég sagðist vera það og konan hélt áfram: „Ég heiti frá Thayer — Hilda Thayer. Og þetta er maðurinn minn. Við erum bæði fjarska hrifin af tónlist herra Drakes og okkur langar ákaflega til að hitta hann. Munduð þér ekki fást til að borða kvöldmat með okkur þegar sýningunni er lok- ið í kvöld?“ „Hrædd er ég um að af því geti ekki orðið,“ svaraði ég. „Sjá- ið þér, meðan verið er að æfa eru bæði hann og leikhússtjór- inn á fótum alla liðlanga nóttina þangað til allt er tilbúið undir frumsýningu í New York. Þeir hafa aldrei tíma til annars en að narta í brauðbita af nesti sínu.“ „Jæja þá, hvað munduð þið segja um hádegisverð á morg- un?“ „Á morgun er hann að æfa allan daginn." „En annað kvöld þá?“ „Það er þvi miður engin leið, frú Thayer. Herra Drake fer aldrei út meðan verið er að æfa verk hans.“ „Og líklega langar hann ekki til að sjá okkur,“ sagði herra Thayer. „Hvaða gaman skyldi það svo sem vera fyrir annað eins sjení að kynnast svona hiversdagslegum aðdáendum eins og við erum. Ef við værum eitthvað þá væri öðru máli að gegna!“ „Ekki er það,“ svaraði ég. „Herra Drake er mjög hvers- dagslegur maður. Hann gengst upp við lof, og ég er viss um að hann hefði mikla ánægju af að hitta ykkur ef hann ætti ekki svona annríkt.“ „Munduð þér vilja borða með okkur hádegisverð þó hann komi ekki?“ „Á morgun?“ „Hvenær sem er.“ Hvað sem Benn og öðrum eig- inmönnum líður, er ekki vanda- laust að neita svona vel boðnu heimboði. Auk þess var ég ein og einmana og þessi hjón buðu af sér góðan þokka. Ég þáði boðið, og borðaði hjá þeim trvisvar þennan sama dag. Dag- inn eftir einnig og það sem eftir var vikunnar. Á föstudaginn gat ég komið Benn til að fara með mér, og honum gazt vel að þeim, enda voru þau ekki nærri því jafn aðgangshörð og áleitin og ýmsir aðrir af „aðdáendum" hans. Á laugardagskvöldið spurðu þau mig spjörunum úr um fyr- irætlanir okkar á næstunni. Ég sagði þeim að undir eins og þessi sýning í New York væri afstaðin, ætlaði ég að reyna að koma Benn til að vera kyrr heima og gera ekkert í mánuð. „Það verður víst enginn hægðarleikur fyrir hann að fá næði til að hvílast hérna í borg- inni,“ sagði frá Thayer, „fyrst alltaf er verið að hringja til hans frá útgáfufélögum og leik- húsum og grammafónfélögum.“ Ég játaði þessu og sagði að hann hefði sjaldan næði. „En heyrið þér mig, kæra frú,“ sagði frú Thayer. „Væri nokkuð á móti því að þér kæm- uð til Landsdown til þess að hvíla yður hjá okkur svo sem eins og í viku? Ég lofa yður því Framhald á 6- síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.