Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 10. dcsember 1967. Hvíldardagar hvað sem tautar Framhald af 1. sídu. upp á æru og trú að enginn lif- andi maður skuli ónáða yður á hinn minnsta hátt. Ég skal eng- um segja að þér séuð hjá okkur, og ef einhver skyldi koma, skul- um við látast ekki vera heima. Herra Drake skal ekki fá að snerta hljóðfæri. Ef hann skyldi þurfa að hreyfa sig eitt- hvað undir beru lofti, þá er all- ur garðurinn okkar honum heimill, og enginn sér til hans þar því veggurinn er hár. Hann má lifa og láta sem hann lystir allan daginn frá morgni til kvölds, og kvöldið með — þessu lofum við upp á okkar æru og trú. Hann þarf engum að segja hvar hann elur manninn, en ef samt skyldi fara svo að vinir hans eða viðskiptamenn komist að því, skal ég hræða þá frá. Hvernig lízt yður á?“ „Það er guðdómlegt," sagði ég. „Þá er það afráðið,“ sagði frú Thayer. Og svona atvikaðist það að ég þáði að vera hjá þeim vik- una sem hófst þann tuttugasta og fimmta, og Benn lét sér þetta lynda. „Ef þau svíkja okkur nú ekki, heldur halda loforð sitt um að fela okkur vandlega," sagði hann, „er þetta miklu skárra en að vera í New York. Mér er sagt að Buck og Shuberts og Ziegfeldt vilji ná í mig, en nú er ég að komast á strik og ef þeim tekst þetta, þá er úti um það áformið. Og ef eitthvert ------------------------------c Gaf móður- og föðurarf sinn Vefrarhjálpinni Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá Vetrarhjálpinni í Reykjavík: Þorbjörg Sigurðardóttir, Aust- urbrún 6. Reykjavík, hefur gef- ið allan móður- og föðurarf sinn til Vetrarhjálparinnar í Reykja- vík, alls að upphæð kr. 27.000.90. Foreldrar Þorbj argar voru Jóna Kristjana Símonardóttir cg Sigurður Guðmundsson frá Kirkjubóli í Amarfirði Vetrarhjálpin vill af alhug þakka þessa fómfúsu gjöf. og sérstaklega vegna þess, að hún er frá öryrkja. babb skyldi koma í bátinn þarna, þá er alltaf útvegur að sleppa þegar Irene sendir sím- skeytið.“ Á leiðinni til Philadelphia var hann að raula ákaflega ljótt lag, sem hafði hljómað með ó- hljómi í höfðinu á honum síðan við fórum að heiman. „Þetta er tónverk sem segir sex,“ sagði hann, „mikið hlakka ég til að komast að einhverju hljóðfæri til þess að geta spilað það.“ „Já, en ætlarðu ekki að hvíla þig, góði?“ „Ætlastu til að ég láti svona ljómandi fallegt lag hverfa út í bláinn? Mér dettur ekki svo margt í hug að ég megi við því að glata nokkru af því. En þeg- ar ég er seztur við hljóðfærið, er ég fljótur að koma því sam- an.“ Gistivinirnir sóttu okkur í dýrindis bíl. „Ralph“, sagði konan við mann sinn, „sezt þú nú á einn af litlu stólunum, ég læt herra og frú Drake sitja hérna aftur í við hliðina á mér.“ „Ég vil miklu heldur sitja í litlu sætunum," sagði Benn, og honum var alvara því honum er illa við að böggla fötin sín, en hjá því varð ekki komizt ef hann átti að sitja milli tveggja svona gildvaxinna kvenna eins frúar þessarar og mín. „Nei, herra," sagði frú Thay- er ákveðin. „Þér komuð hingað til að hvíla yður, og ég ætla að sjá um að það fari vel um yður meðan þér eruð hjá mér.“ „Én satt að segja vil ég miklu heldur ...." Engin mótmæli dugðu. Benn varð að sitja í hnipri milli okk- ar og það var engin sjón að sjá frakkann hans þegar hann steig út úr vagninum. Það var ríkmannlegt og vist- legt og smekklegt heima hjá hjónum þessum, og ekki var sú stofan, sem okkur var fengin, lökust. f henni voru tvö rúm hvort öðru betra, ágætur lampi til að lesa við stóð á borði milli rúmanna, og þar var líka stór kommóða og rúmgóður fata- skápur með fjöldann allan af hcrðatriám, baðherbergi með heitu vatni í krananum, hand- klæði, sem ekki voru of ný af nálinni, vatnshanar, sem vatn rann úr, þegar skrúfað var frá. öskubakkar, sem hægt var að =°i1ast í hvar sem maður sat. Ef við hefðum aldrei þurft að fara út úr þessu herbergi, hefði allt farið vel. En brátt_ var kallað á okkur að borða. Ég var búin að gefa frú Thayer vísbendingu, svo Benn fékk kaffi. Hann drekkur það svart. „Viljið þér ekki rjóma í kaff- ið, herra Drake?" „Nei, aldrei." „En er það þá ekki af því að sá rjómi, sem fæst í New York, er ekki nógu góður?" „Nei, það er af því að ég kæri sig ekki um að hafa rjóma út í kaffi." „Ég er viss um að yður líkar rjóminn hjá okkur. Við höfum kýr, og rjóminn er svo þykkur að varla þarf að strokka hann. Viljið þér ekki láta svolítið út í kaffið yðar?“ „Nei, þökk fyrir.“ „Svolitla ögn svo þér finnið hve þykkur hann er.“ Svo hellti hún einni teskeið af rjóma út í bollann hans, og ég bjóst ekki við öðru en að hann mundi skvetta úr bollan- um framan í hana. Ég sá að hann tók á öllu sem hann átti til, honum tókst að brosa ofur- lítið, en hann neitaði að þiggja meira af rifjasteikinni. „Þér hafið ekki bragðað á kaffinu," sagði frú Thayer. „Vfst gerði ég það,“ sagði Benn (hann laug því). „Rjóm- inn er dásamlegur. En því mið- ur þoli ég ekki rjómakaffi." „Það er mitt álit að enginn þoli kaffi,“ sagði frá Thayer. „Ég held þér ættuð að reyna að venja yður af kaffi núna, þetta er rétti tíminn tii þess, þegar þér eruð að hvíla yður.“ „Þá yrði ég svo geðvondur að ég yrði ekki í húsum hæfur. Auk þess þoli ég vel svart faffi, það er rjómakaffi, sem ég þoli ekki.“ „Ekki skil ég að nokkrum geti orðið meint af svona ágætum rjóma, hvorki yður né öðrum,“ sagði frá Thayer, og nú gat Benn engu svarað. Hann ætlaði að fara að kveikja sér í Jagúar-vindli, en þá vindlategund hafði hann reykt árum saman, en þá þaut herra Thayer upp til handa og fóta. ,,Bíðið þér við,“ sagði hann. „Prófið heldur einn af mínum.“ „Hvað heitir hann?“ sagði Benn. „Trumps,“ sagði húsráðandi og rétti honum vindlakassann. „Þetta eru ekki sterkir vindl- ar. Maður fær ekki í hálsinn af þeim.“ „Ég prófa hann seinna," sagði Benn. „Nei, takið hann heldur núna,“ sagði frá Thayers. „Það er þessi tegund sem þér eigið að reykja meðan þér eruð hérna, svo yður er eins gott að byrja nú þegar. Við afsegjum að gestir okkar reyki sitt eigið tóbak meðan þeir eru hjá okk- ur.“ Og hlaut nú Benn að stinga á sig vindlinum og taka við Trump, og var það enn verri vindill en hann hafði búizt við. Að máltíðinni lokinni fórum við inn í dagstofuna og Ber/n gekk rakleitt að hljóðfærinu. „Nei, það verður ekki af því,“ sagði frá Thayer. „Ég hef ekki gleymt því sem ég lofaði.“ „Hverju lofuðuð þér þá?“ spurði Benn. „Hefur konan yðar ekki sagt yður það? Ég lofaði henni því upp á æru og trú að ef þér kæmuð hingað í heimsókn skyldug þér ekki fá að snerta á hljóðfæri." „En ég verð að gera það,“ sagði Benn. „Ég er að semja lag og mér er lífsómögulegt annað en spila það.“ „Ja, ætli maður kannist ekki við það,“ sagði frá Thayer. „Þér eruð ag hugsa um að yður beri skylda til að skemmta okkur. Það skuluð þér ekki gera. Við buðum yður hingað einungis sjálfs yðar vegna, en ekki til að hafa gott af yður. Það væri dáfallegt afspurnar að hafa boð- ið yður heim undir því yfir- skini að þér ættuð að hvíla yður, og láta yður svo vera að skemmta okkur alla dagana." „Þið eruð ekki að láta mig gera eitt eða neitt, heldur er það ég sjálfur, sem vildi gjarna fá að setjast við hljóðfærið í fáeinar mínútur. Lagið, sem er að verða til í höfðinu á mér, týnist aftur ef ég fæ ekki að leika það.“ „Því trúum við ekki,“ sagði frúin. „Konan yðar hefur víst sagt yður hve dýrlegar okkur finnast tónsmíðar yðar, og nú ætlið þér að gera okkur það til yndis og ánægju að spila fyrh okkur, hvað sem hver segir. En ég ætla að láta yður vita að það eru fleiri en þér, sem kunn? að sitja fastir við sinn keip. Þér snertið ekki þetta hljóðfæci meðan þér eruð gestur hjá okk- ur.“ Benn leit til mín yfirkominn með dauðans angist í augnaráð- inu, umlaði eitthvað um ferða- tösku, sem þyrfti að taka upp úr — það var reyndar búið að taka upp úr henni — og fór svo upp, og kom ekki aftur fyrr en liðinn var klukkutími. Á meðan reykti hann hvern Jagúar-vind- ilinn af öðrum, var að óska sér þess að komið væri heitt kaffi í vatnshanann, og bögglaðist við að skrifa nótur að nýja laginu. Þegar klukkuna vantaði kortér í fimm bauðst frú Thayer til að sýna honum garðinn. „Ég verð að fara að heiman á morgun að annast fyrirtækið mitt,“ sagði herra Thayer, „og þér verðið að bjarga yður sjálf- ur. Ég bjóst við að yður mundi þykja meira gaman í garðinum ef þér þekktuð hann og búið væri að sýna yður hann. En auðvitað er miklu fallegra í honum á vorin.“ „Það þykir mér trúlegt," sagði Benn. „Áður en við förum inn aft- ur,“ sagði herra Thayer, „lang- ar mig til að spyrja yður að nokkru. Þegar þér eruð að semja tónsmíð, kemur hún þá svo til sjálfkrafa, svo þér þurf- ið ekki annað að gera en að skrifa, eða setjizt þér við hljóð- færið og spilið á það eftir hend- inni, þangað til úr því verður lag?“ „Stundum hið fyrra, stundum hið síðara," sagði Benn. „Þetta er fróðlegt að heyra,“ sagði herra Thayer. „Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér. Og svo vildi ég spyrja yður ann. arrar spurningar: Yrkið þér tónverkið fyrst og biðjið svo skáldið að semja textann, eða semjið þér lagið við eitthvert ljóð, sem búið er að yrkja?“ „Stundum hið fyrra, stundum hið síðara," sagði Benn. „Mikið er þetta fróðlegt,“ sagði herra Thayer. „Þetta þyk- ir mér vænt um að heyra. Og nú verðum við víst að fara inn og hitta frúrnar, því annars I heldur konan mín að ég ætli mér að hafa eitthvað gottaf yð- ur.“ Svo komu þeir inn, varð ég því fegnari en frá megi segja því einmitt í því átti ég aðeins um tvennt að velja, að segja „Hildu“ hvað við hefðum í árs- tekjur, eða að segja henni að hana varðaði ekki um það. „Ég var farin að halda að Ralph væri búinn að stela yður,“ sagði frú Thayer við Benn. „Hann sýndi mér runnana yðar,“ sagði Benn og reyndi að láta líta svo út sem hann hefði verið stórhrifinn af þessu ill- hrísi. „Þér verðið að koma í vor og sjá hvernig þeir verða þá.“ „Venjulega á ég annríkt á vorin.“ „Við Ralph erum ákaflega hreykin af þessum runnum." ,fÞað er ekki að ástæðu- lausu.“ Benn var í þann veginn að ná sér í bók í bókaskápnum. „Hvaða bók er þetta,“ spurði frá Thayer. „Það er Gatsby hinn mikli,“ sagði Benn. „Þá bók hefur mig lengi langað til að lesa, en ég líef aldrei komizt til þess.“ „Drottinn minn,“ sagði frú Thayer, „þetta er gömul bók. Og hún tók af honum bókina. „Hérna eru nýútkomnar bæk- ur. Við fylgjumst vel með. Við erum bæði mikið fyrir bækur. Þér ættuð heldur að velja eina af þessum bókum. Það eru allt góðar bækur.“ Benn leit á þær og valdi eina. Svo settist hann og opnaði bók- ina „Nú ofbýður mér,“ sagði frú Thayer. „Eruð þér ekki setztur 1 versta stólinn á heimilinu. Setjizt þér heldur í þennan stól hérna. Þetta er sá þægilegasti og mýksti stóll sem ég á í eigu minni.“ „Ég vildi nú heldur sitja í hörðui., stól,“ sagði Benn, um leið og hann sökk niður í mjúka stólinn dásamlega og opnaði bókina. „En þér sjáið ekki til þama,“ sagði frá Thayer. „Þér skemm- ið í yður augun! Standið þér nú upp og látið þér Ralph flytja stólinn yðar undir lampann.“ „Ég sé vel til hérna.“ „Nei, það þýðir ekkert að vera að segja þetta. Ralph, færðu til stólinn hans svo hann sjái til að lesa.“ „Ég held annars ekki, að mig langi til að fara að lesa núna,“ sagði Benn og gekk þangað sem grammófónninn var. „Bess,“ sagði hann um leið og hann lagði plötu á grammófóninn, „sko, hérna er Ó, ungfrú Hanna, úr óperunni Svallararnir." T~ IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. AFGREIÐSLUTÍMI: Kl. 9,30 til 12.30 og kl. 13,30 til 16,00. Laugardaga (1. október til 15. maí) kl. 9,30 til 12,00. IÐNAÐARBANKI ISLANDS H.F. Lækjargötu 12, Reykjavík. Sími 20580. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Útibú Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 50980. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Útibú Geislagötu 14, Akureyri. Sími 21200. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Grensásútibú, Háaleitisbraut 60, Reykjavík. Sími 38755. Afgreiðslutími: KI. 10,30 til 12,00 og kl. 14,30 til 18,30. Laugardaga (1. október til 15. maí) kl. 10,30 til 12,30. Bankinn annast hvers konar bankastarfsemi innanlands. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Hverskonar Wðgerð/V á bátum Einnig bifreiSa- viSgerSir HjólbarcSar (Bridgesfone) Benzin- og oliusala GleÓileg jól, farsœlt komandi ár, þökkum samstarfiS á liSna árinu. Vélsmi&jan Logi, Patreksfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.