Þjóðviljinn - 15.12.1967, Blaðsíða 2
I
2 SÍÐA — Í>JÖÐV'XjJXNN — Fösfcudagur 15. desember 1967.
Minningarorð
Halldér Fríðríksson
frá Helgastöðum
í dag verður tengdafaðir
minn, Halldór Friðriksson frá
Helgastöðum í Reykjadal, S.
Þing., jarðsunginn frá dómkirki-
unni í Reykjavík.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an á Akureyri fyrir rúmum 15
árum, nokkru á&ur en ég gekk
að eiga einkadóttur hans, Stein-
tinni. F-lutti Halldór og kona
hans, Þorgerður Sigtryggsdóttir,
nokkru síðar til suðurlands, og
höfðum við hjónin ásamt þeim
haldið hópinn allt frá þeirri
stundu.
Halldór fæddist 16. janúar
1695 að Kraunastöðum í Aðal-
dal, S. Þing., en fluttist ungur
með foreldrum sínum og syst-
kinum að Helgastöðum í Reykja-
dal. Var hann þar búsettur allt
til ársins 1946, er hann fluttist
til Akureyrar.
Það verður ekki ofmælt, að
átthagatryggð var sterkur þátt-
ur í skapgerð Halldórs. Hann
unni ættbyggð sinni mjög heitt,
allt til síðasta dags. Þótt hann
flyttist suður yfir fjöllin var
hugurinn alltaf heima, heima í
Reykjadalnum, þar sem gróður-
sælir lyngmóar, kyrrlát Reykja-
dalsáin, skógúrinn í Vatnshlíð-
inni og Vestmannsvatn heilla
og seiða hvem bann gest, sem
þar ber að garði. í þessu um-
hverfi mótaðist persónu-leiki
Halldórs, og hann bar þess
merki alla tfð.
Foreldrar Halldórs voru þau
hjónin Guðrún Þorgrímsdóttir
og Friðrik JÓnsson bóndi á
Helgastöðum í Reykjadal. Frið-
rik var kunnur maður víða um
land og ef til vill ekki sízt fyr-
ir tækifæriskveðskap sinn, hon-
------------------------------$
Forsetaefni var
hætt komið
SAIGON 12/12 — Charles Percy,
öldungadeildarmaður frá Illinois,
sem talinn er koraa til greina
sem forsetaefni Repúblikana í
næstu koáningum, var hætt kom-
inn í Suður-Vietnam þar sem
hann er nú staddur. Skæruliðar
hófu skothríð á yfirgefið þorp
sem hann var staddur í ásamt
konu sinni og nokkrum öðrum
Bandaríkjamönnum. Fjórar þyrl-
ur voru sendar honum og sam-
ferðafólki hans til bjargar. 1
um virtist það auðvelt að tala
í Ijóðum. Svo var og um fjöl-
marga frændur Halidórs og
sveitunga, og mun hann snemma
hafa farið að setja saman vís-
ur og kveðlinga, enda varð
hann prýðishagyrðingur, einsog
þeir (gerast beztir.
Halldór var maður víðlesinn
og um.i fögrum listum. Varði
hann oft mörgum stundum að
loknu dagsverki við iestur góðra
bóka. Hann var og maðuij mjög
vinfastur og eignaðist marga
góða vini og kunningja á lífs-
leiðinni, ekki hvað sízt í hópi
þeirra manna, er hann starfaði
með. Hánn var í þeirra hóni,
sem og annarra vina sinna,
jafnan hrókur alls fagnaðar og
gamansemi og létt lund var
eitt af einkennum hans og hygg
ég að óvini hafi hann enga árí.
En þrátt fyrir það var hann
einnig gjörhugull rökhyggju-
maður og lagði jafan þunga á-
herzlu á það, jafnt í orði sem
á borði i hverju máli, að gera
sér sem bezta grein fyrir hlut-
unum, og oft var hann búinn
að reyna að innprenta okkur
hjónunum þá gullvægu reglu og
ekki alltaf að ástæðulausu.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um minn trausta vin ogtengda-
föður, kem ég auga á eitt í
hans fari, sem vert er að minn-
ast, og það er það, að ég held
að ég hafi aldrei fyrirhitt mann,
sem jafn laus var við alla
metnaðargimd, það að trana
sjálfum sér fram, verða
eitthvert númer, frægur maður
eða eitthvað þessháttar. Hann
kaus sér veg hógværðarinnar í
þeim efnum. Þessi hógværð
hans kom meðal annars fram
í því, að þótt hann ætti oft 1
orðdeilum við kunningja sína
og vini um ýmis máiefni, hafði
það aldrei minnstu áhrif á:yin-
áttuna. Reiði af slíku tagi var
honum víðsfiarri. Hann hafði
bað góða stiórn á skapi sínu, að
ée man aldrei eft.ir því að hann
reiddist illa. Deiiur og jafnvel
stæiur við aðra menn voru í
hans augum aðeins skemmtileg
íhrótt til þess eins fallin að fá
fram kjarna hvers máls. Því
veit ég það fyrir víst, að sam-
ferðamenn hans munu einhuga
minnast hans sem drenglundar-
manns og góðmennis íhvivetna.
Þessum kveðjuorðum væi'i.
mjög áfátt, ef ekki væri minnzt
á þá listgrein, er ég hygg að
Halldór hafi haft hvað mestar
mætur á, en það var sönglistin.
Hann var afbragðssöngmaður,
og söng að ég held í flestum
kórum í sínu héraði í marga
áratugi. Sönglistin, ekki síður
en Ijóðlistin, var honum mjög
hjartfólgin, og ekki get ég neit-
að því, að hann var mjög
gagnrýninn og hafði mjög fast-
mótaðan smekk varðandi tón-
list. Ef til vill hefur tónlistinni
óvíða verið gert jafn hátt und-
ir höfði í sveitum landsins eins
og á Helgastöðum, og bar þar
hæst Halldór og Jónas bróður
hans, sem um árabil var kirkju-
organisti og vann að tónlistar-
Skrifað vegna Ieiðara f
Timanum, 13. desember,
1967, en þar er brennan
á „Johnson" gagnrýnd.
Geta fylkingarféiagar ög aðrir
andstæðingar stefnu Bandaríkj-
anna í Víetnam tekið mark á
ráðleggingum Tímans um það,
hvemig mótmælaaðgerðir skulu
fara fram? Til þess 'að svara
þessari spurningu, þarf fyrst
að ganga úr skugga um það,
hvort Tíminn sé 'á sama máli
í afstöðunni til'stríðsins í Víet-
nam. Sé Tíminn ekki sammála
okkur, er hæpið að taka ráð-
um hans.
Við í Æskulýðsfylkingunni
fordæmupa styrjaldarrekstur
Bandaríkjanna í Víetnam. Við
málum í Reykjadal. Tónlistin
var því óvenju snar þáttur í
lífi fjölskyldunnar og veitti
heimafólkinu og gestum ótaldar
gleðistundir.
Eiginkona Halldórs var, sem
fyrr segir, Þorgerður Sigtryggs-
dóttir, og lifir hún mann
sinn. Hún reyndist honum alla
tíð tryggur lífsförunautur, allt
til hinztu stundar. Ég veit sð
nú, er leiðir skiljast, vill Hail-
dór færa henni sínar kærustu
þakkir fyrir trygglyndi hennar,
umhyggju og hlýju á liðnum
árum.
Norður í Reykjadal,. þar sem
lygn Reykjadalsáin liðast miiii
grasigfóinna bakka, átti Hail-
dór sælustu stundir síðustu ár
ásvinnar. Þangað fór hann hvert
sumar í sumarleyfum, tók veiði-
stöngina með og undi tímum
saman á árbakkanum við sil-
ungs- og laxveiðar. Þarna í
kyrrðinni naut hann bezt æsku-
stöðvanna í eliinni. Hver þú£a
og hvert leiti talaði þar sinu
þögla máli og minnti á liðnar
stundir. Fyrir þrem árum tók
hann sjúkdóm þann, er varð
honum að bana, og hygg ég»að
hann hafi, í.þ.m. síðan þá, talið
að hver ferð norður gæti orðið
sú síðasta. Og síðustu ferðina
fór hann norður með konu sinni
þótt ei gengi hann heill til
skógar. Hann kom mun hress-
ari heim úr þeirri ferð en hann
var, er hann fór.
Við dánarbeð Halldórs skort-
ir mig orð' til að tjá honum þá
virðingu og það þakklæti, sem
ég helzt kysi, fyrir ógleymanleg
kynni og trausta vin^Jtu á liðn-
um árum. Eitt er víst, að hans
mun ég þá jafnan minnast, er
ég heyri góðs manns getið.
Leifur Unnar Ingimarsson.
krefjumst þess, að Víetnamar
fái að ráða málum sínum sjálf-
ir, og að allur erlendur her
verði á brott úr landinu.
Hvað vill Tíminn? S.l. sunnu-
dag var haldinn fjöimennur
fundur um Víetnam að Hótel
Borg. Til fundarins boðuðu sex
félög í Reykjavík, þar á meðal
Samband ungra Framsóknar-
manna og Æskulýðsfylkingin.
Tilgangur þessa fundar var að
upplýsa um, að vekja almenn-
ing til umhugsunar um það
ægilega stríð, sem nú er háð í
Víetnam. Tíminn sá ekki á-
stæðu til að birta frétt um
fundinn. I þriðjudagsbláði
Tímans er ekki vikið einu orði
að fundinum. 1 miðvikudags-
blaðinu er ekki heldur frétt um
fundinn, en þar fá lesendur
Tímans þó óljósa hugmynd um,
að. fundurinn hafi verið hald-
inn, untíir leiðarafyrirsögninni.
„Skrípalæti mega ekki spilla
góðum málstað". Fundinum að
Hótel Borg er þar lýst með
þessum orðum einum: ,,Hann
fór í alla staði vel fram“. Til-
gangur leiðarans er annars að
fordæma það, að „Johnson“ var
brenndur. Hefði „Johnson“ ekki
verið brenndur, hefði Tíminn
lfklega enn ekki minnzt á fund-
inn. Hvers vegna vildi Tímino
helzt ekki minnast á fundinn
að Hótel Borg? Hvers vegna
hét leiðari Timans ekki: —
„Stöðvið loftárásir á Norður-
Víetnam" eða þvílíkt? Hvers
vegna krefst leiðarahöfundur
þess ekki, að Ioftárásir verði
tafaríaust stöðvaðar í Norður-
Víetnam? Það lengsta, sem
gengið er í leiðaranum er að
segja, að þeim fjölgi sitöðugt,
sem skora á stjóm Bantíarfkj-
anna að hættá loftárásum á
Norður-Víetnam. Eru þeir
kannski ekki orðnir nógu marg-
ir, til að Tíminn þori að taka
undir þessa sjálfsögðu grund-
vallarkröfu? Hvað þá um aðr-
ar kröfur, sem andstæðingar
hernaðarstefnu Bandaríkjanna
gera til handa víetnömsku
þjóðinni? Hvað finnst þér, Ies-
andi þessa pistils? Finnst þér
afstaða Tímans í þessu svo
skýr, að ásitæða sé til þess
fyrir okkur sem mótmælum að
fara að hans ráði? Væri það
kannski óráð?
Fylkingarfélagi.
Sam-
kyæmni
Morgunblaðið birtir í gær
tvær forustugreinar um nýju
verðlagsákvæðin og kemur
þar fram næsta lofsverð hrein-
skilni. Blaðið fer fyrst fjálg-
legum orðum um það að all-
ir þegnar þjóðfélagsins verði
að taka á sig þungar byrðar
og heldur síðan áfram: „Þess
vegna hafa verið ákveðin
mjög ströng verðlagshöft nú
til bráðabirgða og verðlagn-
ingarreglur sem vissulega þýða
stórfellda kjaraskerðingu fyr-
ir verzlunina um nokkurra
vikna skeið." Blaðið minnir
síðan kaupsýslumenn á að
setja.eigi nýjar verðlagning-
arreglur eftir skamma stund:
„Brýna nauðsyn bar tíl- að
setjá einhverjar verðlagsregl-
ur til bráðabirgða til þess að
eðlileg viðskipti gætu komizt
á fyrir hátíðamar... Bráða-
birgðaréglumar skipta ekkí
meginmáli, heldur sú lausn
sem fundin verður eftir ára-
mótin og á að vara þetta ár-
ið... Og ákvæði þau er rikja
eiga nær alit næsta ár eru
meira virði en þau bráða-
birgðaákvæði sem nú varð að
setja til að eðlileg viðskipti
gætu hafizt.“ Og Morgunblað-
ið lítur lengra fram í tím-
ann; það segir enn að sú skip-
an verðlagsnefndar sem nú
hefur verið ákveðin gildi að-
eins til eins árs og heldur
áfram: „Vissulega ber að
vinna að því að á þeim tíma
komist á slíkt jafnvægi í við-
skiptum, að ekki þurfi leng-
ur á verðlagshöftum að halda
... vissulega ber að vona og
treysta að menn geri sér
grein fyrir því, að frjáls sam-
keppni er hagkvæmari en op-
inber afskipti."
Stefna Morgunþlaðsins og
ríkisstjórnarinnar er þannig
algerlega skýr. Kaupsýslu-
menn eiga að taka á sig byrð-
ar í fáeinar vikur. Síðan eiga
þeir að búa • við mun rýmri
verðlagsákvæði í eitt ár. En
þegar því tímabili er lokið á
blessað frelsið að taka við á
nýjan leik; kaupsýslumenn-
irnir megaþáleggja eins mik-
ið á vörur sínar og þeim
sjálfum sýnist. Naumast var
hægt að segja það öllu greini-
legar að verðlagningarreglur
þær sem ákveðnar voru fyrir
nokkrum dögum séu af hálfu
ríkisstjórnarinnar exnber
skrípaleikur.
Launamönnum þykja það
ekki mikil tíðindi þótt kauþ-
sýslumenn taki á sig byrðar
í nokkrar vikur. Það fyrir-
komulag hefur launafólk orð-
ið að búa við undangengin
verðbólguár; vísitölubætur á
kaup hafa komið á þriggja
mánaða fresti. En má þá ekki
einnig vænta þess að Morg-
unblaðið leggi til að launa-
fólk fái Ieiðréttingu á kaupi
sínu eftir áramótin, engu sxð-
ur en kaupsýslumenn? Og vill
Morgunblaðið ekki tryggja
fullt samræmi með því %ð
beita sér fyrir því að eftir ár
fái verklýðssamtökin ein að
ákveða kaup og kjör launa-
fólks af fullkomnu frelsi?
— Austri.
■■■■■■■■■■■■mmmmmmmmi
l■■■l■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■•■■■■*■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l
ÓRÁÐ „TÍMANS
/
EINKAUMBOÐ
Biðjið bóksalann yðar að sýna yður BÓKAFORLAGSBÆKURNAR
BÓKAFORUAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKURLYRI
FRIÐJÓNSSON
LJÓÐ og ÆVIÁGRIP
Nú eru liðin 100 :ír frá fæðingu
hins kunna skákllxónda, Sigurjóns
Góð og eiguleg bók, sem öllum Ijóðelskum
mönnum mun þykja mikill fengur að eignast
rriðjónssonar, og a£ þvf tilcfni
er bók þcssi gcfin út. 1 hókina
hefur Arnór, sonur skáldsins, val-
ið 100 ljóð úr ljóSabókum þess,
og auk þess ritaS um uppvöxt og
ævi höfundar athyglisverSan og
forvitnilcgan þátt.
hjólbaxðar slöngur
500x16 kr. 625,— kr. 115,—t
650x201 kr. 1.900,— kr. 241,—
670x15 kr. 1.070,— kr. 148,—
750x20 kr. 3.047,— kr. 266,—
820x15 kr. 1.500,— kr. 150,—
Eiars trading coi
Laugavegiin3^^J
(oiiiiiieníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, me,ð okkar íull-
komnu sjálívirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó og
háíku.
t
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
f eða án nágla, undir hílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustn með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
SBpholii 35 — Sími 3-10-55.