Þjóðviljinn - 15.12.1967, Blaðsíða 16
Kaupmenn gerðu harða hríð að forsætisráðherra
Álagning mun aftur gefin frjáls
□ Blóminn úr reykvískri
kaupmannastétt hélt hádegis-
verðarfund að Hótel Sögu i
gærdag til þess að ræða hin-
ar nýju álagningarreglur og
fullyrða kaupmenn, að tak-
mörkun þeirra jafngildi 20 til
30 prósent tekjuHækkun hjá
þeim.
□ Margt viirðingarmanna var
þarna mætt með forsætisráð-
herra í broddi fylkingar. Var
gerð hörð hríð að honum á
fundinum. Var því haldið
fram, að kommúnistum hefði
tekizt að herleiða ráðherrann,
— og Jónasi Hairalz sérstök-
um ráðunaut ríkisstjómarinn-
ar í efnahagsmálum var líkt
við brezlta njósnarann Kim
Philby.
□ Þungt var í forisætisráð-
herra til andsvara og leidd.i
hann athygli kaupmanna að
sundrunginni í Alþýðubanda-
laginu og taldi sig vera þar
með fingurinn í spilinu —
hrópaði hann yfir kaupmenn
borgarinnar — mínir vinir —
lesið Þjóðviljann í gær —
lesið Verkamanninn á dögun-
um — þar getið þið séð ár-
angurinn. Var á forsætisráð-
herra að skilja, að tekizt hefði
að sundra Alþýðubandalaginu
pólitískt og væri verklýðs-
hreyfingin lömuð sem stæði.
Var. ráðherran drjúgur yfir
sínum hlut.
Fnndarályktun
Kaupmannasam-
taka íslands
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt einróma á fundi kaup-
manna í gærdag að Hótel Sögu.
„Almennur fundur Kaupmanna-
samtaka Islands, haldinn að
Hótel Sögu, fimmtudaginn 14.
des. 1967, mótmælir harðlega af-
greiðslu verðlagsákvæða á fundi
verðlagsnefndar hinn 12. þ.m. ag
lýsir allri ábyrgð og afleiðing-
um í því sambandi á hendur rík-
isstjórninni og þeim verðlags-
nefndarmönnum er að samþykkt-
inni stóðu.
Sérstaklega vitir fundurinn, að
verðlagsákvæðin eru sett án
nokkurs tillits til þarfa verzlun-
arinnar og að ákvarðanir meiri
hluta nefndarinnar eru byggðar
á því að ná pólitískum samning-
um milli aðila, sem standa utan
við verzlunina. Slík samþykkt er
auglióst og gróft brot á gildandi
landslögum, nr. 54 frá 1960-
Fundurinn krefst þess af ríkis-
stjóm Islands, að án tafar verði
hafizt handa um að bæta úr því
rnjsrétti sem átt hefur sér stað.
Loks beinir fundurinn því til
verzlunareigenda um land allt,
að með tílliti til þeirrar óvissu
sem ríkjandi sé í þessum efnum
að rétt mun vera að hafa lausa
samninga við verzlunarfólk, en
almennur uppsagnarfrestur er 3
•mánuðir“.
/
Hlutavelta
Hlutavelta verður haldin í
Tjamargötu 20 á laugardaginn og
hefst hún kl. 2 e.h.
Margir glæsilegir vinningar. —
Ekkert happdrætti. Engin núll.
Næsti fundur hér
Á ráðherrafundi Atlanzhatfs-
bandalagsins, sem haldinn var i
Brussel dagana 13. og 14. des-
ember var rákveðið að næsti vor-
fundur utanríkisráðherra Atlanz-
hafsbandalagsins skyldi haldinn í
Reykjavík, 24. og 25. júní 1963.
Nýjar umbúðir hjá Mjólkursamsölunni:
Á laugardag koma
„fernur" í biíðir
Mjólkursamsalan hefur fengið
heimild til að selja mjólk og
rjóma í nýjum umbúðum — fern-
um — á bráðabirgðaverði, sem
gildir til áramóta. Byrjað verður
að selja mjólk í fernum á laug-
ardag, ení fyirst um sinn verður
um lítið magn að ræða daglega.
Hyrnumar verða því áfram á
markaðnunj-
Stefán Björnsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar boðaði til
blaðamannafundar i gær af þessu
tilefni. Nýju umbúðategundirnar
eru tveggja lítra femur sem not-
aðar verða fyrir mjólk óg kostar
þá hver lítri kr- 9.10, í hymum
kostar hver lítri 8.70. 1 lítra og
hálfs litra fernur verða fyrst í
stað eingöngu notaðar fyrir rjóma
og kostar hann kr. 90-55 hver
lítri í eins lítra femum, en kr.
45.85 hver hálfur* lítri.
1 þessu verði er ekki hækkun
vegna gengisbreytingar þar sem
áfyllingarvélar og það magn um-
búða sem nú verður notað, var
fengið fyrir gengisfellingu en
hinsvegar hafa tollayfírvöld úr-
skurðað að tollur á femuefni
skuli vera 30 prósent til áramóta.
Tollur á hymuefni er 15 prósent
og er það flutt inn í rúllum.
Framhald á 13. síðu.
Sósíalistafélag Reykjavíkur:
Skipuleggja verður baráttu
fyrir veruiegri kauphækkun
□ Á fimdi Sósíalistafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld var
samþykkt ályktun, þar sem skoráð er á verkalýðsfélögin
að hefja sem allra fyrst umræður um kjaramálin og gera
skipulagslegar ráðstafanir til að undirbúa átök sem fram-
undan kunna að vera.
Samþykkt fundarins var svo-
hljóðandi:
„Vorið 1966 var það mat
verkalýðssamtakanna, að nauð-
synlegt væri að knýja fram
hækkun á kaupi verkafólks.
Baráttunni var þó ekki haldið til
streitu að því sinni, heldur gert
„bráðabirgða“-samkomulag um
minniháttar lagfæringar á kjara-
6amningum. — Jafnframt var þvi
lýst ytfir, að baráttan yrði hafin
á ný næsta haust, en sumarið
notað ti'l að undirbúa átökin.
Raunin er hinsvegar sú, að enn
hefur ekkert framhald orðið á
þessari kjarabaráttu. Á bessu
tímabili hefur þróunin f verð-
lags- og atvinnumálum aftur á
móti orðið sú, að valdið hefur
verulegri kjaraskerðingu hjá al-
þýðu manna, — og ofaná það
bætist nú sú stórfelda verðhækk-
anaskriða, sem hlýtur að leiða
af gengisfellingunni, og sem
launafólki er ætlað að bera bóta-
laust.
Með tHvisun til alls þessa ligg-
ur i augum uppi, að verkalýðs-
samtökin geta ekki lengur vikið
sér undan því að hefja harðvít-
uga baráttu fyrir verulegri hækk-
un á grunnkaupi — ásamt fullri
verðtryggingu launa.
Sósíalistafélag Reykjavikur
skorar þessvegna á verkalýðsfé-
lögin að hefja sem allra fyrst
umræður um kjaramálin, og gera
skipulagslegar ráðstafanir til að
undirbúa átökin.
Jafnframt skorar fundurinn á
alla sósíalista að beita áhrifum
sínum, hvar sem þeir geta því
við komið, til að etfla áróður t>g
vekja baráttuhug fólksins til öfl-
ugrar sóknar í þeim stéttaátök-
um sem framundan eru‘‘.
Loft var lævi blandið þegar i
upphafi fundar og stóðu kaup-
menn dreifðir út um allan sal í
viðræðuhópum — með glas og
vindil — og ræddu hugsanlegar
aðgerðir til þess að mótmæla
verðlagsókvæðunum.
Ein hugmynd virtist eiga
miklu fylgi að fagna hjá kaup-
mönnum og var hún rædd of
miklum ákafa með stórsígara á
lofti — það er að loka verzlun-
um í nokkra daga og fara þann-
ig í verkfall til þess að mólmæla
hinni miklu frelsissviptingu að
mega ekki leggja ótakmarkað á
vöruna til neytenda.
Síðar kom fram, að stjórn
'Kaupmannasamtakanna hafði lika
athugað þennan mögnleika gaum-
gæfilega, en hætti við að beita
sér fyrir þessari framkvæmd á
síðustu stundu — voru þóskipt-
ar skoðanir.
Kim Philby og- Jónas
Haralz
Þá kom það fram hjá mörg-
um, að þeir höfðu ráðizt í mikla
fjárfestingu að undanfömu við
húsbyggingar enda búðir þotið
upp eins og gorkúlur á haug
undir viðreisnarstjórn síðu’stu ár-
in — væru útreikningar við þessa
fjárfestingu- miðaðar við óbreytt
ástand í álagningu. '
Allt í einu er þessu dýrðará-
standi breytt á einni nóttu og
upptekin takmörkuð verðlagsá-
kvæði — hver á að borga bnis-
Bnn?
1 einum viðræðuhópnum var
formaður VerzlunarmannafélagS-
Reykjavíkur upptekinn við að
sannfæra nokkra kaupmenn um
að Jónas Haralz væri einskonar
Kim Philby og væri enn trúr
kommúnisti eins og áður — við
hverju er að búast frá slifcum
manni? Virðist það orðið furðu
algengt að ræða aldrei pólitfk r.ú
orðið nema á njósnaplani og er
það raunar eftir engilsaxneskri
hefði.
Kim Pfhilby var í þjónustu
brezku ríkisstjórnarinnar um 20
ára skeið og var ætíð trúr og
dyggur kommúnisti og njósnaði
fyrir Rússa.
Jónas Haralz var kommúnisti
fyrir tuttugu árum — er hann
ekki sami góði og gegni komm-
únistinn ennþá? — þrátt fynr
áralanga þjónustu .við Bjarna
Benediktsson — hver útbjóþess-
ar álagningarreglur? — svona
eru kommúnistar sniðugir.
Bjarni í herleiðingu
hfá kommum
Þegar menn höfðu rennt nið-
ur steikinni upphófst sérstákur
fyrirspumatími til „forsætisráð-
herra og'var það síður en svo
hraikinn lýður í útliti, seim þarna
sat yfir borðum — stynjandi af
velsæld með stórsígara.
Það feom fram í ræðu Péturs
Guðjónssonar, heildsala —
kvæntur Báru í Austurstræti —
að kommúnistum hefði tekizt að
reka fleyg miílli forystu Sjálf-
stæðisflofeksins og hinna óbreyt.tu
liðsmanna — efefei sízt kjamans
í flokknum, þar sem eru kaup-
ménnimir. Engir vinna eins ftt-
ullega í kosningum fyrir Sjálf-.
stæðisflokfeinn eins ogkaupmenn.
Hverjir lögðu fjárhagsgrundvöll-
inn undir Morgunblaðið? Hvað-
an er auglýsingakapítalið runn-
ið tiíl þess? spurði Pétur. fLófa-
klapp).
Hvað er orðið af forsætisráð-
herranum? Þannig er búið að
herleiða hann af kommúnistum.
fEkkert lófakilapp).
Þá mætti kannski minna for-
sætisráðherrann á fjöreggið og
helgasta vé Sjálfstæðisflokksins.
Það er eignarétturinn. Eitt af
undirstöðuatriðum Sjálfstæðis-
flokksins, sagði Pétur. (Mikið
lófaklapp).
f»eir sknmmta okkur
frelsið
Það sló óhug á okkur marga
i kaupmannastétt, er það frétt,-
Framihald á 13. síðu.
Mynd úr bókinni um Edison hugvitsmann.
★ Heimskringla hefur nú hafíð útgáfu á nýjum flokki fallegra,
skemmtilegra og fróðlegra foóka fyrir böm og unglinga. Fjalla
foækur þessar um ýmis mikilmenni heims og frægar persónur
úr mannkynssögunni.
★ Tvær fyrstu bækurnar eru komnar út, önnur um Kristófer Kól-
umbus, hin um Thomas Alva Edison. Texta bókanna hefur M.
de Lesseps samið, en myndimar eru eftir Raymond Renard-
Bækumar em mjög skemmtilega úr^garði gerðar, prentaðar i
Belgíu.
------------------- ............... —T
íhaldið vísaði tii-
lögunum báðum írá
Forsíða bókarinnar um Kristófer Kóllumbus.
DIODVIUINN
Föstudagur W. desember 1967 — 32. árgangur — 285. tölublað.
Kólumbus og Edison
Á síðasta fundi borgarstjómar
Reykjavíkur komu m.a. til um-
ræðu og afgreiðslu tvær tillögur
borgarfulltrúa Alþýðubandallags-
ins, önnur um ráðstöfun á áætl-
uðu en ónotuðu fjáirmagni til
byggingaframkvæmda, hin um
byggingu Iðnskólans í Reykja-
vík.
Eins og 1 getið hefur verið
í fréttum Þjóðviljans fór lang-
mestur hluti fundartímans fyrra
fimmtudag í umræður um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar
og borgarstofnana. ^essvegna
hafa önnur mál á fundinum
nokkuð horfið í skuggann og
orðið útundan, m.a. fyrrnefndar
tillögur Alþýðubandalagsmanna.
Þær virtust bögglast fyrir brjósti
íhaldsins, þvi að íhaldsfulltrú-
arnir létu vísa báðum frá!
Tillagan um ráðstöfun á áætl-
uðu en ónotuðu fjármagni til
byggingaframkvæmda var svo-
hljóðandi:
„Boirgarstjórnin ályktar, að það
fjármagn, sem áætlað var til
býggingaframkvæmda borgarinn-
ar á þessu ári og ekki verður
til þeirra notað, skuli lagt til
hliðar og nýtt til þeirra fram-
kvæmda á næsta ári, sem það
vair ætlað til í ár samkv. fjár-
hagsáætlun“.
Hin tillagan, er snerti bygg-
ingu Iðnskólans í Reykjavik, var
svohljóðandi:
,,Borgarstjórn Reykjavikur iegg-
ur ríka áherzlu á, að fram-
kvæmdum við byggingu Iðnskól-
ans í Reykjavík verði haldið á-
Framhald á 13. síðu.
*