Þjóðviljinn - 15.12.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fösfeudagur 15. desember 1967. Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Slgurður V Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19 Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Langt af leið jgnn virðist það vefjast fyrir Alþýðublaðinu að skýra hvernig níu þingmenn Alþýðuflokksins geti haldið áfram að nefna sig Alþýðuflokksmenn eftir þann óhæfuverknað gagnvart alþýðu að nema úr lögum verðtryggingu kaups, en þetta óhæfuverk unnu Alþýðuflokksþingmennirnir allir sem einn fyrir skemmstu. Þeir unnu þetta verk hafandi að engu yfirlýsta skoðun allrar verkalýðshreyfingar- innar að verkamenn og aðrir launþegar teldu sér verulegt öryggi í þeirri verðtryggingu sem í lög- um var. Ekki hefur heyrzt enn nokkur rödd frá Alþýðuflokksmönnum í verkalýðsfélögunum sem afsaki þetta óhæfuverk þingmanna Alþýðuflokks- ins, — öðru nær, verkalýðsfélög sem Alþýðuflokks- menn stjóma höfðu einum rómi fordæmt fyrirætl- un ríkisstjórnarinnar að rjúfa júnísamkomulagið um verðtrygginguna. Áratugum saman hafði verkalýðshreyfingin barizt fyrir því að koma á verðtryggingu kaupsins í einhverri mynd, og það er hatramlegt og hörmulegt að flokkur sem vax- inn er upp í verkalýðshreyfingunni, éins og Al- þýðuflokkurinn, skuli láta hafa sig til þess fyrir völd og ráðherrastóla að ráðast á ávinninga verka- lýðshreyfingarinnar, afnema þau réttindi sem al- þýðusamtökunum hefur tekizt með langri og fórn- frekri baráttu að festa á lögbækur þjóðarinnar. Þar fer varla milli mála að hinir níu þingmenn Alþýðu- flokksins voru ekki kosnir á þing til þess að vinna slík óhæfuverk gagnvart fólkinu í landinu, og hjálpa svo íhaldinu til árásar á verkalýðshreyf- inguna. j^Jeðan ritstjóri Alþýðublaðsins kveinkar sér við að útskýra óhæfuverkið gefur hann sér hins vegar tóm til að hlakka yfir því að Alþýðuflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum skyldi takast að ofur- selja íslenzkar auðlindir og íslenzkt vinnuafl er- lendum auðhring, eins og gert var með alúmín- samningunum. Og það samir raunar allvel flokkn- um sem hjálpaði íhaldinu við að afnema verðtrygg- ingu kaupsins um leið og verðhækkanaöldu er velt yfir þjóðina að Alþýðublaðið skuli beita þéirri rök- semd að fólk muni láta sér aliknínsamningana lynda vegna þess að annars héfði orðið atvinnu- leysi, og áfram verði að halda á þeirri braut til þess að íslendingar hafi vinnu. Þetta er vesæl rök- semdafærsla af hálfu manna sém farið hafa með stjórn árum saman í mesta góðæri sem íslending- ar hafa þekkt. Vegna vantrúar stjórnarherranna á íslenzkum atvinnuvegum hafa mikilvægar at- vinnugreinar eins og togaraútgerð og iðnaður ver- ið lamaðar, og svo á að nota ótta við atvinnuleysi sem röksemd fyrir því að selja auðlindir íslands, eina af annarri, erlendum auðhringum! Fátt sýn- ir betur en slíkur málflutningur hvernig ráðamenn Alþýðuflokksins virðast orðnir gersamlega við- skila við þann hugsunarhátt sem lyfti Alþýðu- flokknum; viðskila við arfðleifðina úr verkalýðs- hreyfingunni. — s. Veglegt safnrít um íslenzka haförninn Bó’kfellsútgáfan sendi í gær frá sér forkunnarfagra bók um íslenzka örninn, Haförninn, sem Birgir Kjaran hefur að mestu ritað eða tekið saman, en auk þess á dr. Finnur Guð- mundsson langan kafla í bóli- inni, ritaðan frá sjónarmiði náttúrufræðinnar. Þeir Bókfellsmenn kynntu blaðamönnum bókina í gær og sagði þá Birgir Kjaran m a. að kynni hans af eminum heföu hafizt fyrir 15 árum er hann sá haförninn i fyrsta sinn, en hefði aukizt eftir að hann kom í Náttúruverndarráð, enda er öminn einn af hinum friðuðu fuglum Islands. Lýsir Birgir í bókinni kynnum sínum og at- hugunum á erninum, en dr. Finnur Guðmundsson hefur ritað náttúrufræðilegan kafla. Auk þeirra lýsa tólf aðrir kynningu sinni af konungi fuglanna, — allt menn sem búið hafa i nábýli við örninn einhverntíma og búa jafnvel enn. Bókin er safnrit og seilist þvi inn á fleiri svið en bein kynni lifandi manna af þessum mikla fugli, svo sem með birtingu ís- lenzkra arnarljóða, málshátta sem til eru um örninn svo og þjóðsagna. Ennfremur varleit- að til Árna Böðvarssonar mál- fræðings og ritstjóra íslenzkrar orðabókar, og hann fenginn til Framhald á 13. síðu. FramímMsaðalfund- ur 1. L U í janúar Aðalfundur LÍÚ var haldinn í Reykjavík dagana 6—9. des. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Fundurinn átelur þann seina- gang, sem Verið hcfur á af- greiðslu mála, sem stefna t'l hagræðis fyrir útveginn. Seinni árin hafa svo til sömu vanda- málin verið óleyst frá ári ril árs, og er glöggt dæmi þar um tillögur vélbátaútgerðarnefndar. sem fáar hafa haft framgang. Ovéfengjanleg rök útvegsmanna hafa ekki verið tekin til greina, eða verið sniðgengin. Fundurinn skorar á stjórn LítJ að taka upp nýja og harð- ari stefnu gagnvart verðlags- málum bátaútvegsins og fallast ekki á lægra hráefnisverð en það, að útgerð báta með meðal- afla standi undir sér. Fundurinn samþykkir, að bátaútvegsmenn hefji ekki út- gerð á komandi ári fyrr en við- unandi rekstrargrundvöílur ligg- ur fyrir, að dómi framhalds- aðalfundar Lítr, sem væntan- lega verður haldinn eigi síðar en 5. janúar 1968“, I stjórn LílJ voru kjömir: Sverrir Júlíusson Rv. form., Ágúst Flygenring, Hafn., Finn- bogi Guðmundss., Rv., Ingvar Vilhjálmsson Rv., Margeir Jóns- son Keflav., Stéfán Péturssön Húsav. Loftur Bjamason Hafn., Ólafur Tr. Einarsson Hafn., Sv. Benediktsson Rv., VilhelmÞor- steinsson Akureyri. Fyrir voru í stjórn: Baldur Guðmundsson Rv., Björn Guð- mundsson Vestm., Hallgrímur Jónsson Reyðarf., Jón Ámason Akran., Matthías Bjamason Is. Á fundinum var gerð breyt- ing á samþykktum samtakanr.a varðandi stjórnarkjör. Varfull- trúum bátadeildar fjölgað um tvo, úr 8 í 10, og fulltrúum togaradeildar fækkað um tvo, úr 6 í 4. NJOSNIR AÐ NÆTURhELI eftir GUÐJÓN SVEINSSON. Þetta cr án cfa cinhvcr mest spennamli linglingabók, sem skrifuö hcfur vcrið af islcn/.kum höfundi. I»rír röskir strákar, þeir Vcrð kr. 175.00 án sölusk. Bolli, Skúli og Addi verða varir við grunsamlegar fcrðir brczka jarðfræðingsins John Smiths, skömmu eftir að Bolli hefur séð grilla í kafbát í þokunni i Hol- lendingavogi. I»cir ■ njósna um fcrðir hans og flciri, og tckst loks að ljóstra upp hinu mikla lcynd- armáli. GUÐJÓN SVEINSSON er óvenjulega cfnilegur og hug- myndaríkur ungur ritlröfundur, scm sendir nú frá scr sína fyrstu bók. — Það er forráðamönnum Bókaforlags Odds Bjömssonar scrstök ánægja að kynna þennan unga og efnilcga ritliöfund fyrir íslcnzkúm lesendum. Það er sann- færing vor að hann eigi eftir að cignast stóran Icsendahóp — bæði hcrlendis og crlendis. Fylgist með bókum GUÐJÓNS frá byrjun. Biöjiö bóksalann yðar að sýna yÖur BOKAFORLAGSBÆKURNAR m---------------------------------------- BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKUREYRI Kaupið Minningakort Slysavarnafélags tsíands. Eldur í æðum heitir ný bók eftir Þorstein Thorarensen, ■r ' <“ • f TV A sem er hliðstæð bók hans í fyrra „I fót- spor feðranna“. ,i§ Bókaútgáfan FJÖLVI Hún segir frá uppreisnarmönnum aldamótatímabilsins, rekur það, hvernig uppreisnarandinn gegn hinu danska valdi mágnaðist, þegar nálgast tók aldamótin. Hún hefst á frásögn af hinum alræmda „Ráðherrabrag" skólapilta 1903 og skýrir þau rök, sem lágu að baki honum, harm- sögu skáldsins Jóhanns Gunnars Sigurðssonar, sem ortí hann. Hún rekur þróunina frá „íslendingabrag“ Jóns Ól- afssonar, segir frá hinni öru framsókn Thóroddsens- bræðra í hinu islenzka þjóðfélagi og þeim hötðu rimm- um, sem þeir urðu að heyja við ofurvaldið. (pin rekur ýtarlega Skúlamálið og skýrir þá stöðugu andúð, sem jafnan ríkti milli Skúla og Hannesar Hafstein. íboks seg- ir hún frá skáldinu Þorsteini Erlingssyni og uppreisn hans gegn yfirráðastéttinni og kirkjuvaldinu. Um l§ið er að finna í bókinní all ýtarlega Iýsingu á þremur Iwfejarfélög- um í sköpun, ísafirði, Keflavík og Seyðisfirði.,: Bókin er skreytt fjölda mynda, og margar þeirra hafa aldrei birzt áður. F. r rQBBBDinB D A 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.