Þjóðviljinn - 16.12.1967, Side 4
<
4 SlÐA — Þ.TÓÐVTLJINN — La<ugardagur 16. desember 1967.
Otgefandi: Sameiningarflokfcui alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivai H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Siguróur Guðmundsson
Fréftaritstjóri: Sigurður V Priðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja sicólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 Iinur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónui 7.00.
Skýrínga þörf
^ síðasta Alþýðusambandsþingi var samþykkt
mjög einörð ályktun um kjaramál. í>ar var lögð
megináherzla á nauðsyn þess að alþýðusamtökin
stefndu markvisst að því að tryggja verkafólki
sómasamlegar árstekjur fyrir dagvinnu eina sam-
an, að samtök launafólks hættu að una því hlut-
skipti að dagvinnukaup væri svo lágt að fólk yrði
að sækja allt að því helming árstekna sinna í eft-
irvinnu og óumsamdar yfirborganir, næturvinnu
og helgidagavinnu. Að þessu • leyti hefur ísland
verið einsdæmi meðal þjóða með hliðstæðan efna-
hag; í nágrannalöndum okkar þykir það sjálfsögð
meginregla að dagvinnukaupið hrökkvi verkafólki
til viðurværis. En ályktanir Alþýðusambandsþinga
um þetta efni hafa því miður engan árangur bor-
ið; ástandið í kjaramálum hefur í staðinn versnað
mjög á síðasta ári. Atvinna hefur dregizt saman
hjá afar mörgum án þess að nokkur leiðrétting
hafi fengizt á dagvinnukaupi, og nú að undan-
förnu hefur verið framkvæmd stórfelld árás á
lífskjör launafólks — bein lækkun á raunverulegu
kaupi sem sérfræðingar telja að muni nema allt
að því 10% þegar þll kurl eru komin til grafar.
J^/Jörguim finnst verklýðshreyfingin hafa tekið
þessari þróun af furðu miklu langlundargeði.
Það þótti til að mynda undarlegt fyrirbæri að
Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands
íslands, skyldi fela Bjama Benediktssyni forsætis-
ráðherra að birta opinberlega á þingi tilkynning-
una um það að verklýðsfélögin hefðu hætt við alls-
herjarverkfall sitt lsta desember — einmitt í sömu
ræðunni og forsætisráðherrann skýrði frá gengis-
lækkuninni og afnámi vísitölubóta! Þessa sömu
-daga lét Hannibal Valdimarsson hafa eftir sér í
Morgunblaðinu, sjónvarpi og útvarpi ummæli sem
ýmsum tókst að túlka sem stuðning við gengis-
lækkunina og þær ráðstáfanir sem henni 'fylgja. í
„Verkamanninum“, málgagni Hannibals Valdi-
marssonar og Björns Jónssonar, hefur sú kenning
verið boðuð opinberlega að samningar í verðlags-
nefnd eigi nú að koma í staðinn fyrir kjarabaráttu
verklýðsfélaganna; alþýðusamtökin eigi semsé að
sætta sig við það hlutskipti að fá íhlutunarrétt um
framkvæmd gengislækkunarinnar, fá aðstöðu til
að semja um það hvemig ráðstafa skuli svo sem
fimmeyringi af hverri krónu sem rænt er af launa-
fólki.
JJér em að gerast atburðir sem launafólk verður
að fá skýringar á. Telja þessir fomstumenn al-
þýðusamtakanna ekki að ályktun síðasta Alþýðu-
sambandsþings hafi verið rétt? Var þessum trún-
aðarmönnum ekki alvara þegar þeir lýstu yfir því í
haust að verklýðssamtökin myndu ekki sætta sig
við kjaraskerðingu? Þegar lögð verða á ráðin um
þá vandasömu og afdrifaríku kjarabaráttu verk-
lýðsfélaganna sem framundan er má enginn vafi
leika á um afstöðu þessara trúnaðarmanna* — m.
Ný bók Þorst, Thorarensen:
Saga uppreisnar-
manna um aldamót
Út er komin bók eftir Þor-
stein Thorarensen rithöfund og
blaðamann sem nefnist Eldur
í æðum og ber undirtitil:
Myndir úr lifi og viðhorfum
þeirra sem voru uppi um alda-
mót.
Þetta rit er önnur bók í
flokki rita sem Þorsteinn setur
saman um
pólitíska stór-
viðburði ár-
anna eftir
aldamótin
síðustu og
helztu þátt-
takendur
þeirra. — í
fyrra kom sú
fyrsta út, hét
hún „í fót-
spor feðr-
anna“ og
•hlaijt góðar
viðtökur. — í úpphafi bókar
innar Eldur í æðum segir frá
Skúli
Thoroddsen
óánægju- og uppreisnarhug
meðai skólapilta í Reykjavik
og síðan er alllangur kafli af
Jóni Ólafssyni, höfundi fslend-
ingabrags og rakinn sögulegur
og andstæðuríkur ferill hans.
f þriðja kafla hefur að segja
frá Thoroddsens-bræðrum, og
þá einkum Þórði Thoroddsen.
En tveir stærstu kaflarnir segja
frá hinum merkilega pólitíska
ferli Skúla Thoroddsens og
hinum frægu deilum og mála-
ferlum sem af honum spunn-
ust. Lokakaflinn fjallar síðan
um Þorstein Erlingsson — pað
er því ekki að ástæðulausu að
á k-ápusíðu er bókinni lýst með
þessum orðum: Saga íslenzkra
uppreisnarmanna um aldamót-
in.
Bókin er í stóru broti, 456
bls. og prýdd mörgum mynd-
um. — Útgefandi er Fjölvi.
laut ö. og h
Stjórnmálastefnuskrá ÞFF /
S- Vietnam send ríkjum i SÞ
NEW YORK 14/12 — Ú Þant
aðalritari Sameinuðu þjóðanna
sendi I dag öllum aðildarríkjum
SÞ afrit af stjórnmálástefnuskrá.
Þjóðfrelsisfylkingarlnnar I Suð-
ur-Vietnam, sem hann tók við í
gær frá utanríkisráðherra Rúm-
ena Vmircea Malitza.
í greinargerð sem fylgir skjal-
inu segir Malitza, að tilgangur
með dreifingunni sé aðgefarétta
mynd af ástandinu í Suður-Viet-
nam og leiðrétta rangtúlkanir
sem settar hafa verið fram af á-
kveðnum aðila á allsherjarþing-
inu.
MtERKIR.
ISL€NDINGAR
ÆVISÖGUR FJÖRTÁN
ÞJÓÐKUNNRA fSLENDINGA:
Jósep Skaftason, læknir
Pétur Guðjónsson, organleikari
Þóra Melsteð, forstöðukona
Valdimar Ásmundsson, ritstjóri
Einar Jónsson, prófastur. Hofi
Sigurður Stefánsson, prestur, Vigur
Bríet Bjamhéðinsdóttir, ritstjóri
Ólafur Davíðsson, fræðimaður
Jón Ólafsson, bankastjóri
Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri
Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðingur
Magnús Sigurðsson, bankasfjóri
Gunnlaugur Claessen, yfirlæknir
Steinþór Sigurðsson, náttúrufræðingur.
BÓKFELLSÚTGÁFAN hf.
JÓLASKREYTINGAR
GRENIGREINAR
MIKIÐ ÚRVAL
VÖNDUÐ VINNA
Gjörið. svo vel og lítið inn
Jólaljösin lýsa yður
hringaksturinn um gróðrarstöðina
Gróðrarstöðin við Miklatorg
Símar 22-8-22 og 1-97-75.
úeríð skil í Happdrætti
Þjóðviljans — dregið 23.
>
t
t