Þjóðviljinn - 16.12.1967, Page 9

Þjóðviljinn - 16.12.1967, Page 9
Laugardagur 16. desember 1967 — ÞJÓÐVIIJINN — SlÐA 0 Ræða Jónasar Framhald af 7. síðu. dagur nú ekki alls fyrir. löngu. Þann dag voru haldnir fundir og farnar mótmælagöngur með mikilli þátttöku víöa um lönd, ekki sízt í Bandarikjunum sjáif- um — og í bandalagsríkjum þeirra hér í Evrópu. Með einni undantekningu þó. Á fslandi varð þess í engu vart, að þenn- an dag fyndi fólk til ábyrgðar fremur venju vegna hildar- leiksins í Vietnam. Engir fund- ir, engar mótmælagöngur. Dag- urinn sá varð jafn hljóður og kyrriátur eins og hver annar dagur ársins fyrir okkur íslend- inga, hetjur af konungakyni. Hvernig stendur á þessum ó- sköpum? Kannski er skýringin að ein- hverju leyti fólgin í athuga- semd sem einn kunningi minn gerði um dagirin þegar ég hafði látið útbýta á Alþingi upplýs- ingariti til að auka skilning þingmanna á eðli stríðsins í Vi- etnam, (jafnframt þvi sem ég vonaði — það skal ég fúslega játa — að fréttir af .tiltaekinu mundu kannski hafa einhver á- hrif utan veggja þingsins). Hétt um það sama leyti var verið að lækka gengi íslenzku krónunn- ar, og þessi kunningi minn sagði við mig: RAUÐA KVERIÐ Úr ritum Mao Tse-tung. □ Er á þrotum □ hjá forlagi. Heimskringla. „Alveg er ég gáttaður á þér að velja einmitt þennan tíma til að reyna að vekja athyjgli á þessu máli. Sérðu ekki hvað það er vita vonlaust? Veiztu ekki að það er allt útlit fyrir að kílóið af appelsínunum fari upp í 60 krónur? — Að maður nú ekki tali um brennivínið". Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram, hvert er álit mitt á þeirri gengislækkun ís- lenzku krónunnar sem nýlega var ákveðin. Mér sýnist til að mynda að þegar kílóið af app- elsínum er komið upp í 60 kr., þá sé að minnsta kosti ekki gert ráð fyrir af börn íslenzkra daglaunamanna borði mikið af þessum ávexti á þeim jólum sem nú fara í hönd. En ég spyr: T»arf gengi fs- lenzkrar sómatilfinningar og siðgæðisvitundar endilega að ~G> lækka í réttu hlutfalli við gengi íslenzkrar krónu? Fyrir fáeinum dögum var mér boðið að snseða hádegis- verð í mötuneyti einu hér í bænum. Á borðum var soðin ýsa og sky,r. Það var mikiil kliður í salnuni, og ég heyrði að nokkrir karlmenn sem næst- ir mér sátu voru að býsnast yfir nýja verðinu á brennivín- inu. Ætli hitt fólkið hafi ekki verið að tala um einhver álika vandamál. I einu hominu var útvarpstæki, og þegar frétta- lesturinn hófst voru menn komnir út í skyrið. Lesturinn hófst á frétt um þann úrskurð Russell-dómstólsins í Hróars- keldu, að Bandaríkin væru sek um þjóðarmorð í Vietnatn. Þjóðarmorð! Þetta orð glumdi allt í einu út yfir salinn. En ég gat ekki séð að nokkur maður léti það á s!g fá. legði við -4> RAUÐABÓKIN BLÁABÓKIN Óskabœkur unglingaitna Allar telpur vilja eignast bókina „Pollyanna giftist“ og drengimir auðvitað „Daníel djarfa“ BÖKFELLSÚTGÁFAN hlustir hvað þá meir. Allir héldu áfram að tala saman í óða önn og éta sitt skyr. Reyndar var ékki gott að fylgj- ast með fréttinni til enda, vegna þess að einn ungur piltur tók til við að hrópa hátt um að það væri glæpur að éta svona gott skyr með mjólk, venjulegrí mjólk; hann heimtaði rjóma. Hristum af okkur slenið Það er kannski til of mikils ætlazt að íslenzkur almenning- ur nenni alltaf að hlusta með athygli á þessar endalausu frétt- ir varðandi Vietnam. Engu að síður leyfi ég mér að segja, að tómlæti af þessu tagi beri vott um helzti lágt gengi íslenzkrar sómatilfinningar og siðgæðis- kenndar. En þá má líka spyrja, hvað sé eiginlega gert til að efla þessar dyggðir, leiða þjóðinni fyrir sjónir, hver ábyrgð á henni hvílir í þessum efnum. Já, vel á minnzt — Hin !s- lenzka Vietnam-nefnd — hvert hefur verið hennar starf að undanfömu? Hvað olii því t.d. að hún lét ekkert á sér kræla þann dag nú fyrir skemmstu þegar skoðanabræður hennarog okkar allra gengu fylktu liði um borgir Bandaríkjanna og Evr- ópu til að mótmæla stríðinu í Vietnam? Til hvers var hún eiginlega sett á stofn þessi nefnd? Til þess að meðlimir hennar og aðrir þeir sem að stofnun hennar stóðu gætu orð- ið kvitt við samvizku sína r-g étið sitt íslenzka skyr í þeirri hugarró og því áhyggjuleysi sem er nauðsynlegt til þess að meltingarfæri manna starfi eðlilega? Ykkur finnst kannski ósvífni af mér að spyrja svona. En mér dettur ekki í hug að biðjast af- sökunar á því. Ég þykist hafa' fullgilda ástæðu til að ásaka Hina íslenzku Vietnam-nefnd fyrir dugleysi, deyfð og sinnu- leysi. En ég ásaka ekki aðeins hana. Ég ásaka sjálfan mig líka og okkur ,ÖU. Við megum rll skammast okkar fyrir frammi- stöðu okkar í þessu alvarlega máli, sem við þykjumst þó bera fyrir brjósti meir en nokkrir aðrir fslendingar. Við höfum staðið okkur illa, hraksmánar- lega illa. ðg það er von mín, að enda bótt fundur þessi sé að vfsu ekki nein stóraðgerð. verði hann samt til þess að við hristum af okkur slenið og hefjum sókn til eflingar þeim málstað mannúðar og réttlælds sem er ekki aðeins sameiginleg- ur málstaður okkar og barn- anna í Vietnam, heldur einn- ig þeirra Bandaríkjamanna, ungra og gamaflla, karla .-vg kvenna, sem um þessar mund- ir mega þola kylfuhögg og fangelsanir fyrir einurð sína og þá djörfung og þann manndóm. sem helzti lftið hefur borið á hér hjá okkur að undanfömu. Fallegar skreytingar til jólagjafa í Blómaskálanum við Nýbýlaveg Skreytingaefni — Krossar — Kransar — Jólatré — Jóla- greni — Bamaleikföng og margt fleira, — fæst allt á sama stað. — Opið til kl. 10 alla daga. — Lítið inn í Blómaskál- ann— það kostar ekkert. — Geríð svo vel. BLÓMASKÁLINN við Nýbýlaveg og að Laugavegi 63. QII03 0 Q □ 0] ilið að berjast FramhaM af 2. síðu. birtingu umdeildrar auglýsing- ar- XXX Harkalega hefur verið ráðizt að þessari auglýsingu og svo kallað að hún sé brezk tilraun til að fá Bandarikjamen,n til að gerast föðurlandssvikarar. \ Hvemig hefði Bretum likað ef svipuð auglýsing hefði verið birt í bandarísku blaði 1939 til 1940? er spurt. Þeir sem hafa skrifað undir auglýsinguna segja aftur á móti að hér sé um afneitun á her- þjónustu að ræða á samvizku- grundvelli. Ef slík auglýsing hefði verið birt í bandariskum blöðum, þegar Bretar og Frakk- ar réðust á Egypta 1956 hefði verið auðvelt að verja hana sið- ferðileguiri rökum, segja þeir. Opinberir fulltrúar Banda- ríkjanna í London eru ekjri sér- lega upprifnir að sagt er, né heldur utanríkisráðherra Breta George Brown, sem talið er að verði nú að svara spumingum um þetta mál í þinginu bráð- lega. BJÖRN BJARMAN TRÖLLIN Skáldsaga Ný bók eftir höfund smásagnanna Í HEIÐINNI sem vöktu mikla eftirtekt á sínum tíma. Verð ób. kr. 210.00 — ib. kr. 270.00 (+ söluskattur) HE Tilkynning Bankamir í Reykjavík munu taka við fé til innleggs eða geymslu, laugardagrskvöld, 16. desember, kl. 22,30 - 24,00 og laugar- dagskvöld 23. des kh 0,30 - 2,00 eftir mið- nætti á neðangreindum afgreiðslustöðum: Landsbankanum: Austurbæjarútibúi, Laugavegi 77 Vegamótaútibúi, Laugavegi 15 Búnaðarbankanum: Austurbæjarútibúi, Laugavegi 114 Miðbæjarútibúi, Laugavegi 3 Útvegsbankanum: Aðalbankanum við Lækjartorg Útibúi, Laugavegi 105 Iðnaðarbankanum: Aðalbankanum, Lækjargötu 12 Grensásútibúi, Háaleitisbraut 60 Verzlunarbankanum: Aðalbankanum, Bankastræti 5 Samvinnubankanum: Bankastræti 7 Vegna áramótauppgjörs verða allir ofangreindir bankar svo og SEÐLABANKI ÍSLANDS lokaðir þriðjud. 2. janúar 1968 Athygli skal vakin á því að víxlar sem falla í gjalddaga föstudaginn 29. desember, verða afsagðir laugardaginn 30. desemb- er, séu þeir eigi greiddir fyrir lokunar- tíma bankanna þann dag (klukkan 12 á hádegi). Síminn er 17-500 Þjóðviljian

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.