Þjóðviljinn - 16.12.1967, Side 10

Þjóðviljinn - 16.12.1967, Side 10
]Q SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. desember 1967. Það var mikil launung yíir þessum sérstöku verúðarráðstöf- unum föður hans. McKell lét bilstjóra sinn aka sér á mið- vikudögum í Krikketklúbbinn. Bentleybíllinn var skilinn eftir í bílageymslu bakvið klúbbinn og Ramon gufaði upp. Á meðan skipti Ashton McKell um föt í herbergi sínu í klúbbnum, hann laumaðist út um bakdymar, steig upp í Continentalbifreiðina og ók burt- Á afskekktum stað í Central Park stöðvaði hann bílinn, fór inn í baksætið og setti á sig dulargervið. Síðan ók hann að bílageymslu — hann notaði sennilega margar til skipt- is, hugsaði Dane — skildi Cont- inentalinn eftir og fór með leigu- bfl að hominu á Park Avenue Rúsasamstæðunni, þar sem Mc- Kell íbúðabyggingin stóð. Og þetta var skipulegt þannig að hann kæmi inn í húsið, þegar dyravörðurinn Var í mat — svp að öruggt væri að John þekkti hann ekki þrátt fyrir dulbún- inginn. Hann átti minna á hættu þegar hann fór út úr húsinu, þegar vörðurinn var kominn til baka, því að John tæki ekki eins vel eftir gesti á útleið og manni sem kom inn. Læknátaskan ein gerði hann ósýnilegan á sama hátt og bréfbera. Þegar hann fór til baka, fór hánn einfaldlega aftur í bíla- geymsluna, þar sem hann hafði skilið Continentalinn eftir, ók í Krikketfclúbbinn og hafði þá los- að sig við dulargervið, trúlega í Central Park — fór aftur í fötin sín I herberginu í klúbbnum og TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðsiu- og snjrrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á lét síðan Ramon, sem kominn var aftur á vakt, aka sér heim í Bentleynum. En spumingin var: Fyrir hvern gerði hann allt þetta? Hvem var hann að heimsækja í sinu eigin húsi? Dane beið þess að hávaxni, gráklæddi dyravörðurinn birtist aftur á sínum stað. — Ó, herra Dane, sagði vörð- urinn. — Frú McKell er ekki heima. — Veiztu nokkuð hvert hún fór, John, eða hvenær hún kem- ur aftur? — Hún fór í Cohengalleríið að líta á einhver teppi, sagði hún. Ég veit ekki hvenær hún kemur til baka. John Leslie var ættaður frá norður Englandi og málfar hans var blanda af írsku og skozku og suður Corolina drafl. Á ung- lingsámnum hafði Dane stolizt til að reyk ja . í kjallaraíbúðinpi hjá Leslie, fengið og afhent skilaboð sem foreldrar hans hefðu ekki lagt blessun sína yfir. — Jæja, sagði Dane tvíráður. Svo hló hann við og sagði: — Meðal annarra orða, John, ég tók eftir manni sem fór inn í húsið rétt áðan og ég hef ekki séð áð- ur. Þú varst vist í mat. Gráhærð- ur með skegg, gleraugu og með læknatösku. Er einhver veikur? — Það gæti verið læknir ung- frú Grey, sagði John Leslie. — Ég hef séð i hann fara héðan nokkmm sinnum og spurði ung- frú Greý einu sinni um hann og hún sagði að það væri Stone læknir. Hvemig gengur yður með bókina, herra Dane? Þér verðið að segja okkur, hvenær hún verður prentuð. Við hjónakornin eigum hinar bækumar yðar (Dg við viljum vera með á nótunum. — Þökk fyrir, John. Dane vissi að bækumar hans tvær lágu í stofuskápnum hjá Lesliehjónun- um við hliðina á myndinni af konungsfjölskyldunni. — Nefndu annars ekki við mömmu að ég hafi komið. Henni þætti leitt að hafa misst af mér. Dane hélt yfir í Lexington Avenue og yfir í bar með áletr- uninni ,,Ekkert sjónvarp". Inni var svalt og ölþefur í loftinu eins og vera bar, en ekki matar- lykt og sósu'þefur. Hann bað um gin og tonic pg drakk úr glasinu og bað um annað. Ungfrú Grey. Sheila Grey. Svo að hún var „ihin konan'*. Það var reglulegt áfall- Sheila Grey var ein af tiu helztu stjömunum á himni fata- tízkunnar. Og hún var ekki miklu eldri en Dane (nógu ung, hugsaði hann, til að geta verið dóttir þess gamla). I Bandarfkj- unum taldist hún ein af þremur fremstu; sumir héldu þvi fram að hún væri fremst meðal jafn- ingja. Hún bjó f topphúsinu. Dane kom lagi á geðshræringar sínar. Hvað svo sem þetta var, þá var það ekki neitt venjulegt samband. Ash MoKell hélt Sheilu Grey ekki uppi, hún hefðd haft efni á að hafa tíu topphús; þetta var ekki ást á peningunum. Gat það verið — honum kólnaði snögglega — að um ást væri að ræða? Og guð hjálpi mömmu þá! Og nú varð ögn meira vit í leikaraskapnum og dulbúningn- um. Það var ekki hægt að hitta kpnu eins og Sheilu á ein- hverju bílahóteli eða felá hana í íbúð í Westchester. Hún var sjálfstæð; Dane vissi ekki annað en hún væri ógift; ef elskhugi ætti við hana stefnumót, þá yrði það stefnumót heima hjá henni. Og þar sem íbúð hennar var í sama húsi og elskhugi hennar og eiginkona hans voru búsett í, þá varð að grípa til einhverra ráð- stafana. Ash McKell hafði valið dulbúning. íhaldssemi föður hans stang- aðist stundum á við lífsþorstann, og að því leyti eins og fleiru var hann þverstæða. Honum fannst það fráleit tilhugsun að gera sig að fífli, en svo kunni hann listina að dulbúast- Þetta var nefnilega mjög fallega gert. En allt sem Ash McKell gerði, það gerði hann vel. Dane hafði aldrei vitað að faðir hans kunni karate, fyrr en kvöldið sem þeir rákust á innbrotsþjóf í McKell íbúðinni. Faðir hans hafði brbtið úlnliðinn á manninum og þrjú rifbein með örfáum hreyfingum. Dane pantaði sér þriðja glasið Og meðan hann var að tæma það, kom reiðin á ný. Þetta var allt mjög flókið, en þó virtist þetta ástasamband Ashtons Mc- Kells ofureinfalt. Að drýgja hór næstum beint fyrir ofan höf- uðið á eiginkonu sinni! Það var ruddaskapurinn einber, svívirði- leg.t í hæsta máta. Vissi móðir hans að keppinaut- ur hennar bjó í topphúsinu? Dane hellti í sig drykknum. Hvort sem hún vissi það eða ekki (og hann hefði þorað að veðja að hún vissi það), þá varð eitt- hvað að gera-. 1 Hann reyndi ekki að skilgreina bessa þörf, enda hefði hann ekki fremur getað það en hann hefði getað skilgreint tilfinningar sín- ar í garð móðurinnar. Hún var kjánaleg, séi*vitur, hræðilega aamaldags, utan við tíma og rúm, og hann dýrkaði hana. Hvort *em hann dýrkaði hana fyrir bað sem hún var eða þrátt fyrir það, skipti ekki máli. Tilveru. hennar var ógnað og hver anraar gat fjarlægt þá ógnun? Og nú kpm dálítið framandi inn í huga hans- Hvað átti að gera næst ...... binda enda á þetta samband, en hvernig? Hann bar- fram spum- inguna, ekki til málamynda — hann efaðist ekki um að það væri hægt — heldur til að skipu- leggja aðgerðir sínar ...... þá kom þessi framandi gestur inn í hugsanir hans. I fyrsta skipti, undir áhrifum áfengisins, viðurkenndi Dane fyr- ir sjálfúm sér að tilfinningar sínar væru dálítið blendnar. Hann vorkenndi móður sinni. Hann var reiður föður sínum. En hvers vegna fann hann líka til ánægju? Ánægju með sjálf- an sig? Dane pantaði enn einn gin og tonic. I fyrsta lagi hafði honum reynzt það hiægilega auðvelt að komast að því hver ástkona föð- ur hans var og hvar þau hitt- ust. Þótt sigurinn væri ekki mik- 111, þá fagnaði hann honum. Öll þykjumst við vera svo göfug, hugsaði hann, en það sém við höfum í rauninni áhuga á í sam- bandi við annað fólk, er þátttaka okkar sjálfra í viðburðunum, ekki þeirra. Við ánæejuna varð hann að bæta spennu, Sú kennd var fyr- fyrir hendi, andsvar hans sjálfs við ögrun. Það var vegna þess hvernig allt var í pottinn búið. Þett.a var söguefni — eitt hið elzta í bókmenntunum að vísu; en það hefði þó getað komið úr ritvél hvers sem var. Það vakti hugsanir um þráð. Hvernig brygðist ég við, ef þetta kæmi fyrir í einni af bókunum mínum? Var eins auðvelt að ráðskast með lifandi fólk pg fólk á pappír? Ef svo væri .... Þetta var raun- verulgg sköpun! — sköpun at- burðarása og viðbragða þar sem lifandi persónur af holdi og blóði áttu í hlut og hann var meðal þeirra. Og það stórkostlegasta af öllu saman var það, að hægt væri að gera það án þess að aðalper- sónumar hefðu hugmynd um að bær væru leikbrúður. Er ég ótukt? hugsaði Dane og dreypti þunglyndislega á fjórða glasinu sínu. En eru ekki allir rithöfundar ótuktir í raun og veru? Eru þeir ekki mannætur sem nærast á vinum sinum og ‘p- vinum, breyta þeim í annað form til að njóta meltingarinnar? (Og var ekki margt sem fór sömu leið og hjá venjulegum mannætum, hugsaði Dane, út um ræsið!) Sannleikurinn var sá að hvaða rithöfundur sem var myndi vitja gefa mikið fyrir tækifæri nf þessu tagi. Það var alvana- legt að höfundar gerðu sítrónu- þríhyrningnum BRAND'S A-1 sása: Með k|öti9 með kiski. itaeð Biverfii sem er Ég heyri eitthvert aukahljóð, athpgaðu hvort hurðin þín megin er lokuð- Engin verðhækkun — LEIKFÖNG í ÚRVALI — góð — falleg — ódýr. ☆ ☆ ☆ GJAFAVÖRUR Allar á gamla verðinu. ☆ ☆ ☆ Notið þetta einstæða tækifæri. — Það borgar sig að verzla hjá okkur. VERZLUN GUÐNÝAR Grettisgötu 45. Drengja-jólajakkarnir komnir’ einnig buxur og skyrtur. Smekkleg og ódýr vara. Póstsendum um Iand allt. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BfLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145 , > Láfið stilla bílinn Önnumst hjóla-, Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.