Þjóðviljinn - 20.12.1967, Page 2
2 SIÐA — I>JÖÐVIL«IINN — Miðvikudagur 20. desemiber 1967.
Alþingi fjalli um utanríkismál og taki mikilvægustu ákvarðanir
Hvert er samband íslands við
fasistastjórnina í Grikklandi?
□ Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Jónas
Árnason og Lúðvík Jósepsson, kröfðust þess á
þingfundi á laugardag að Alþingi yrði látið fylgj-
ast með afstöðu íslenzkra ráðherra á samþjóðleg-
um ráðstefnum. Töldu þeir mikla þörf að skýra
núverandi stjórnmálasamband Islands og Grikk-
lands, en utanríkisráðherra hefur um það mál mót-
sagnakennd og loðin svör.
Á þingfundi sl. laugardag,
kvaddi Jónas Ámason sér hljóðs
utan dagskrár og mælti m.a.
á þessa leið:
Ég hef kvatt mér hér hljóðs
til þess, að iáta í Ijós ánægju
mína með það að sjá hæstv.
utanríkisráðherra hér aftur á
meðal vor, heilan á húfi, og
bjóða hann velkominn heim.
Það hefur að vísu ekki verið
venja hér á Alþingi að bjóða
hæstvirta ráðherra velkomna,
þegar þeir koma heim til sín
frá útiöndum, og ég vil taka
það fram að með þessu tiltæki
mfnu vakir það síður en svo
fyrir mér að innleiða nýjan sið
í þessum efnum, enda hætt við
að mönnum myndi þykja nóg
um þær tafir frá þingstörfum.
sem af því mundi leiða af menn
færu að. standa upp og bjóða
, ráðherra vora sérstaklega vel-
komna með ræðum, þegarþeir
koma heim frá útlöndum.
Þó geta stundum verið ástæð-
ur til þess meiri en endranær.
Til að mynda hefði mér fundizt
mjög vel við eigandi vorið 19f>0
að fagna sérstaklega heimkomu
þáverandi hæstvirts utanríkis-
ráðherra Guðmundar í. Guð-
mundssonar, sem hafði farið :il ,
Tyrklands til að sitja sams
konar fund eins og núverandi
hæstvirtur utanríkisráðherra
sat nú í þessari viku, fund sem
utanríkisráðherrar og ýmsir
aðrir áhrifamenn Atlanzhafs-
bandalagsríkja héldu til stað-
festingar því hve mikil frið-
semd og elskusemi ríkir íþessu
bandalagi, hversu staðráðin öll
aðildarríki þessa kærleiksheim-
ilis eru í því að vemda lýð-
, ræðið og frelsið. Hinn fslenzki
utanríkisráðherra og starfs-
bræður hans margir, er þenn-
an fund sóttu, urðu sem kunn-
ugt er að fara huldu höfði og
ferðast jafnvel í brynvörðum
-<5>
Ot-
smogið
Alþýðublaðinu er það við-
kvæmnismál að Emil Jónsson
sé spurður um utanríkisimál-
efni, og hefur ritstjórinn ef-
laust sínar ástæður til þess.
Samt kemst ráðherrann ekki
undan þvi að ræða um þetta
sérsvið sitt; til að myndasátu
fréttamenn sjónvarpsins fyrir
Emil á föstudaginn var þegar
hann kom af fundi í stofnun
þeirri sem hann nefndi á,
frummálinu „The North Atl-
antic Treaty Organization" og
kynntu þjóðinni ráðherrann
og frásagnir hans. Ekki voru
frásagnir Emils Jónssonar af
fundinum sérlega skýrar og
ekki virtist ráðherrann hafa
ýkja mikla vitneskju um á-
standið í Grikklandi, enda
þótt hann hefði haft aðsessu-
nauti Pipinelis utanríkisráð-
herra fasistastjómarinnar —
sem ráðherrann kallaði raun-
ar „min sidekammerat". Þó
virtist ráðherrann ekki telja
að nein breyting hefði orðið
á ' stjórnmálasambandi ríkis-
stjórnar Islands og Grikk-
lands við síðustu atiburði; „ég
segi bara nei“ mælti hann á
íslenzku.
Nokkuð önnur viðhorfkomu
t fram á þingi daginn eftir,
þegar Jónas Ámason kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár og
spurði hvort ráðherrann myndi
ekki gefa alþingi skýrslu um
þátttöku sína í ráðherrafundi
Atlanzhafsbandalagsins og af-
stöðu íslenzku ríkisstjórnar-
innar til þeirrar grísku.
Kvaðst ráðherrann nú ekki
vita hvemig háttað væri
stjómmálasambandi Islandsog
Grikklands eftir brotthlaup
konungs; um það hefði ekki
verið haldinn neinn fundur í
ríkisstjórninni. Fyrirspurnimi
um skýrslu svaraði hann með
því einu að bjóðast til að liá
Jónasi Ámasyni fréttatilkynn-
ingu um störf fundarins, en
Jónas kvaðst ekki hafa verið að
biðja um lesefni heldur mælt-
ist hann til þess við ráðherra
að hann rækti þá þingræðis-
legu skyldu síná að greina
frá utanríkismálum og gefa
alþingi kost á að ræða þau,
gins og tíðkast til að mynda
í öllum nágrannalöndum
okkar. En þótt ráðherrann
væri þráspurður fékkst hann
ekki til að lofa því að birta
alþingi skýrslu um störf ráð-
herrafundarins.
Alþýðublaðið segir f for-
ustugrein sinni f gær að það
athæfi Jónasar að spyrja Em-
il Jónsson um utanríkismál
sé ,,dólgsháttur“. „skammir“,
„svívirðingar", skortur á
„þingkurteisi", „æsingur",
„frumhlaup“, „ofstæki", „fár-
ánleiki" og „siðleysi“, og hef-
ur öðmm naumast tekizt að
hnappa jafn mörgum fúkyrð-
um saman í ámóta stuttu
máli. Hitt er hinsvegar mis-
skilningur ef einhver heldur,
að Benedikt Gröndail sé með
þessu að sýna umhyggju sfna
fyrir Emil Jónssyni. Hann er
öllu heldur að koma þeirri
skoðun inn hjá Alþýðuflokkl-
mönnum á útsmoginn hátt, að
Emil sé þess ómegnugur að
svara fyrir sig, hvort heldur
er í sjónvarpi eða á þingi;
nú sé orðið tímabært. að fela
nýjum manni húsbóndavald-
ið í utanríkisráðuneytinu.
— Austri.
bifreiðum, ella var talin hætta
á að þeir kæmust ekki óskadd-
aðir út úr landinú aftur, vegna
þess að nokkrir hershöfðingjar
höfðu gert uppreisn og hrifs-
að völdin og leyst upp þing og
handtekið ríkisstjórnina, gest-
gjafa Guðmundar 1. Guðmunds-
sonar og þar á meðal forsæ':-
isráðherra, sem síðar var tek-
inn af lífi opinberlega.
En hamingjunni sé lof, að
íslenzki utanrikisráðherrann
slapp 'óskaddaður úr þessum
háska. Og sama má raunar
segja um Atlantshafsbandalagið
sem slíkt. Menn þeir, sem eft-
ir þetta réðu og ráða lögum og
lofum f þvf landi, Tyrklandi,
létu það verða sitt fyrsta verk
að lýsa hátíðlega yfir, aðTyrk-
land mundi eftir sem áður taka
fullan þátt f starfsemi NATO-
ríkja til verndar lýðræði og
frelsi; — og er ekki að efa, áð
þá hefur þungu fargi létt af
mörgum þeim, sem bera sér-
staklega fyrir brjósti hag Atl-
antshafsbandalagsins og frels-
isins og lýðræðisins.
Þessi atriði, sem ég var að
rifja upp, sýna það og sanna
að það getur verið áhættusamt
starf að vera utanríkisráðherra
í NATO-ríki eins og Islandi,
að minnsta kosti þegar skyld-
an kaliiar slíka menn út fyrir
landsteinana til skrafs og ráða-
gerða um lýðræðið og frelsið,
þar sem aldrei er að vita hverju
gestgjafar þeirra kunna aðtaka
upp á, ef staðurinn er ekki
vandlega valinn og af fyrir-
hyggju. Og þó að núverandi
hæstvirtur utanríkisráðherra Is-
lands hafi að þessu sinni ekki
lent í saimskonar háska eins
og fyrirrennari hans 1960 í
Tyrklandi, þá er engu að síður
ástæða til að bjóða hann sér-
staklega velkominn, eða að
minnsta kosti að óska honum
til hamingju með það, að fund-
ur sá, sem hann nú sat, skuii
hafa verið haldinn á sæmilega
friðsömum stað, en ekki t.d. i
Aþenu á Grikkilandi.
En í þessú sambandi vil ég
jafnframt leyfa mér að beina
nokkrum fyrirspumum til hæst-
virts utanríkisráðherra. Má ekki
vænta þess að hann gefi Al-
þingi skýrslu um það, sem
gerðist á ráðherrafundi Atlants-
hafsbandalagsins þar út i
Brussel? Eftir fregnum að
dæma virðist þetta hafa verið,
býsna merkilegur fundur, og
það mætti því ætla að Alþingi
Islendinga varðaði nokkuð um
það, sem þarna gerðist. Eink-
um og sér í lagi væri fróðlegt
að vita með hvaða hætti full-
trúi íslands lét að sér kveða
ó þessum fundi, hvort hann
hefur t.d. haldið ræðu, og ef
svo er, hvað hann hefur þá
sagt. Eina fréttin, sem þjóðin
hefur hingað til fengið af ful.1-
trúa sínum og afskiptuim hans
af þessum fundi er sú, aðhann
hafi setið þama við hliðina á
fulltrúa herforingjastjórnarinn-
ar í Grikklandi. I sjálfu sér
er býsna fróðlegt að fréttaslíkt.
en það er bara ekki nóg.
Haéstvirtur utanríkisróðhefra
sagði f viðtalinu við Morgun-
blaðið í gær, að maður þessi,
sessunautur hans þar á fund-
inum, hefði ekki látið neinorð
falla um ástandið í Grikklandi.
En hvað um hann sjálfam,
hæstvirtan utanríkisráðherra ís-
lendinga? Lét hann ekki heldur
nein orð fálla um ástandið í
Grikklandi? Fréttir herma, að
þetta ástand hafi verið raatt á
fundinum í Briissel. Mér .hefði
fundizt ekki óviðeigandi fyrir
fulltrúa okkar Islendinga að
taka þátt í þeim umræðum,
' jafnvel þótt hann hefði ekki
viljað ganga svo langt að spilla
andrúmsloftinu þar, á þessu
kærleiksheimili, með því að
lýsa yfir þeirri skoðun alls
þorra íslendinga, að fasista-
stjórn, eins og sú, sem nú sit-
ur að völdum í Grikklandi, sé
til lítillar prýði fyrir banda-
lag sem telur sig sérstaklega
helgað lýðræði og frelsi, og ó
þeirri forsendu væri rétt að
víkja þessari ríkisstjóm úr
Atlantshafsbandalaginu. Já, hon-
um hefði þó átt að vera óhætt
að láta þess getið, að Islend-
ingar væru ekki alls kostar á-
nægðir með ástandið í Grikk-
landi.
Harold Wilson, forsætisrað-
herra Breta, hefur lýst því yfir,
að eftir að Konstantín konung-
ur hefur nú hrökklazt frá vðid-
um, þá sé úr gildi fallið stjóm
málasamband — að minnsta
kosti lögformlega séð — «i'
gildi fallið stjórnmálasamband
Breta og Grikkja, og í gær
segir í frétt í Morgunblaðinu:
„Allt er á huldu um viður-
kenningu fjölda landa á hinni
nýju ríkisstjórn, sem Papata-
polous ofursti myndaði í gær,
enda virðist hún engan laga-
legan grundvöll hafa eftir flóttn
konungsins."
Ég vildi því leyfa mér
spyrja: Hver er afstaða
lenzkra stjórnarvalda varðandi
betta atriði? Mér skilst að vísu,
að hæstvirtur utanríkisráðherra
hafi látið orð falla um þetta í
sjónvarpi í gær, en ég hef ekki
siónvarp, og svo er um marga
aðra íslendinga; og Alþingi 1-3-
lendinga á að minnsta kosti
heimtingu á því að fá formlega
yfirlýsingu um þetta efni. Er-
um við, Islendingar, eða enim
við ekki f stjórnmálasambandi
við Grikkland?
Sannarlega væri vert að
spyrja ýmislegs fleira, nú í sam-
bandi við heimkomu haestvirts
utanríkisráðherra. Ég læí bó
nægja að þessu sinni að bæte
aðeins við einni fyrirspurn.
Tilkynnt hefur verið að næsti
svonefndur vorfundur utanrík-
ráðherra Atlansbafsbandalags -
ins muni haldinn hér í Reykja-
rík, 24. og 25. júnf. Og í Morg-
unblaðinu í gær segir svo nánar
um þetta, með lej>fi hæstvirts
forseta:
„Mikill viðbúnaður er eðli-
lega hér heima fyrir fund þenti-
Framhald á 9. sfðu.
wmíííSííss/.-.s ....
Dregið í Happdrætti Þjóðviljans
á Þorláksmessu - Afgreiðslan
opin til kl. 10 eh. sími 21560
TRÉLEIKFÖNG
Nýtt frá Bílófix
fní 1111)j|livI ^
Aðalstræti — Grensásvegi — Nóatúni.
Almennur fundur ibúBu-
og húseigendu íReykjuvík
verður haldinn í Sigtúni í dag, miðviku-
daginn 20. des. 1967 kl. 8.30.
DAGSKRÁ: Hitaveitumál.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Jóhann-
es Zoéga hitaveitustjóri mæta á fundin-
um og gefa upplýsingar.
Húseigendafélag Reykjavíkur.
NÝ BÓK EFTIR GUNNAR BENEDIKTSSON
Skyggnzt
umhverfis
Snorra
Nokkrar ritgerðir um SNORRA STURLUSON, vanda-
menn hans og vini.