Þjóðviljinn - 20.12.1967, Side 7

Þjóðviljinn - 20.12.1967, Side 7
\ _ • , - ; Miðvílcudagur 20. desomber 1067 — IjTÖÐVTLJINN — SlÐA J Miguel Angel Asturias Suður-Ameríkuskáldið, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár segir að hinir fátæku verði stöðugt fátækari í Suður-Ameríku Harm hefur skrifað leikrit, Ijóð, smásögur og skáldsðgur — aðallega skáldsögur. Stjórn- málaástand í landi hans hefur rekið hann í áralanga útlegð, sem varir allt fram á 'þennan dag, þó hann sé að vísu full- trúi ríkisstjómar sinnar ogfor- setans Julio Cesar Mendez Montenegro, sem /kosinn var árið 19R6, sem sendiherra Guat- emala í París. Afieiðingin er sú að ^hann, ein af öflugustu raustum bylt- ingarsinna í Suður-Amerfku, er í hópi hægrisinna'talinn komm- únisti en vinstrisinnaðir mennta- menn telja hann allt að því evikara, ekki sísrt eftir að hann þáði þessar 320.000 sænsku krónur sem Nóbelsverðlaunin færa með sér. Rithöfundur og sendiherra Miguel Angel Asturias er mjög önrntm kafinn. Á hverj- um morgni situr hann við skriftir milli khikkan 6 og 0. t>að sem eftir er dags sinnir hanh skyldustörfum sendiherra. Á síðustu dögum hafa blaða- menn, útvarps- og sjónvarps- rnenn frá mörgum löndum lagt hann f ernelti. Þeir hafa leit- að á hans fund á öllum tim- um sólarhríngsins til þess að setja fram sömu spurntngamar aftur og aftur. Hann býður mér inn á hina stóru skrifstofu sína og vinnu- herbergi. Fyrsta sem maður rek- ur augun í þar inni er stá'r glerskápur fullur af bókum og eins og hafejó af dýnrm heilla- óskablómum. ----------------------------- Umræðufundur um hleðslu og stöðiigleika síld- veiðiskipa Á fimmtudaginn í næstu viku, 28. desember, verður efnt til umræðufundar I Reykjavík um stöðugleika og hleðslu síldvciði- skipa. Það er skipaskodunarstjóri sem gengst fjn-ir fundi þessum og hefur hann sent frá sér svo- fella boðsbréf til ýmissa (a.ðila: Skipaskoðunarsljórínn býður hérmeð til umræðufundar um stoðugleika og hleðslu síldveiði- skipa. Fundurinn verður hald- inn í Sjómannaskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn ' 28. desember 1967, og hefst í há- tíðasalnum klukkan 9 f.h. Fundurinn vérður settur af herra Sjávarútvegsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinssyni. Fyrir hádegi verða flutt tvö erindi, hið fyrra um ályktanir nefndar Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar um stöðugleika ' fiski- skipa, og áhrif hleðsluborðs á stöðugleikann verða skýrð. Síð- ara erindið verður um hleðslu- merkja-útreikninga eins og þeir eru nú samkvæmt alþjóðasam- þykkt fyrir flutningaskip. Að erindunum loknum verða fyrirspumir og umræður um þessi mál. Hádegishlé verður klukkan 11-30-13.30, en þá hefst fundurinn með yfirliti yfir um- ræðumar fyrir hádegi, og síðan verður fundinum skipt í smærri umræðuhópa, en að þeim lokn- um verða almennar umræður í fundarsal. Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um klukkan 17.30- FUndur þessi er fyrst og Framhaild á 9. síðe Augnabliki síðar sit ég djúpt í leðurstól og hlusta. Þetta breiða þunga andlit gagnvart mér, sem starf langrar ævi hef- ur rist djúpum rúnum, hefi:r opnazt og hann er þegar tek- inn til við að svara vanaspurn- ingum, sem mig hefur ekki einu sinni dreymt um að setja fram. En það er ekki einsog grammó- fónsplötu hafi verið brugðið á fóninn. Fljótt, skýrlega og lif- andi gerir Asturias grein fyrir skaparins, en hyllir aftur á móti alþýðuna, hinn nafnlausa fjölda og raunveruleg og varan- . leg verðmæti í mótsetningu við rotnandi baksviðið. Átök þau sem hann fjallar um eru sjálf- ur veruleiki Suður-Ameríku. Þess vegna er hann hvarvetna þekktur í þessari stóru álfu, valdhafar óttast hann og al- múginn elskar hann. einnig þeir, sem geta ekki lesið verk hans. Því jafnvel ólæst fó'k □ Hinn mikli rithöfundur Guatemala, Migu- el Angel Asturias, sem tók við Nóbelsverðlaun- unum fyrir bókmenntir á dögunum, er marg- þættur persónuleiki. Hann er kynblendingur — mestiz, annar helmingur ættar hans kom fyr- ir tvö hundruð árum frá Oviedo á Norður-Spáni til Mið-Ameríku, en hinn er af indíönskum mayastofni. Hann skrifar á spænsku — tungu- máli Conquistadoranna — um íbúa Guatemala og vandamál þeirra, en næstum enginn af lands- mönnum hans getur lesið verk hans. bókmenintalegu baksviði sínu, tilgangi sínum með því aðhalda áfram að skrifa, afstöðu sinni til skáldskapar og ijóðlistar. Hann er þess fullviss aðhann 'gcti bezt lagt fnam sinn skerf til að leysa ihin gríðarlegu fé- lagslegu vandamól sem herja á ■ ættjörð hans og reyndar aila Suður-Ameríku með því að skrifa skáldsögur. Hann ereitt- hvað í ætt við „hina mxklu tungu“ (E1 Gran Lengua) fyr.ir landa sína/ rödd mayaindíán- anna í veröldinni, sá sem hefur árum saman tekið málstað fóiksins gegn hinum hundings- ilegu öflum, sem halda því niðri í eymd, soltnu og fúfróðu. í öllurn bókum Ásturiasar speglast vonir fólksins ogþján- ingar, valdastrei tnn í efnahags- málum og pólitísku glæfraveric- iTi hlið við hiið sem föst atriði. Hann flettir ofan af sigri rudda- veit hver hann er og fyrir hverju hann berst. Skáldsögur og kvikmynda- handrit 1 Af mæli hans er einsogþessi 68 ára gamli rithöfundur sé, andstætt við marga aðra Nob- elsverðlaunaþega, á miðjum þróunárferli sínum og sé enn gæddur öllum krafti. æsku sinn- ar og barúttugleði. Ónn má bú- ast við mörgum skáldsögum frá honum. Á næsta ári eiga tvær, kannski þrjár, að koma út, þeirra á meðal frámhaldsbindi og • lokaverk hins víðrómaða sagnabálks (Viento Fuerte — Stormur, • E1 papa verde — Græni páfinn, Los ojos de los enterrados — Augu hinna jarð- settu) sem gerir upp sakir við vinnubrögð bandariska auðfé- lagsins United Fruit Company og kúgun þess á fátaaku sveita- fólki í bananalýðveldinu Guate- mala. Þar að auki hefur Asturias i fyrsta skipti á ævinni tekiðað sér að vinna fyrir kvikmynd- ir, hann hefur tekið að sér að skrifa handrit ‘ að kvikmynd. sem ítalskt kvikmyndafélag ætlar að gera um mexíkanska forsetann Benito Juares sem uppi var á 19. öldinni og var meðal binna fyrstu iýðræðis- sinna í álfunni og mjög fram- sýnn stjómmálamaður. Asturias ræðir um bó.i - menntir í Suður-Ameríku ogþá nýju hæfileikamenn, sem skyndilega hafa skotið uppkoll- inum þar: Carlos Fuentes og Juan Rulfo í Mexfkó, Julio Cortazar og Ernesto Sabato i Argentfnu, Mario VargasLlosa í Perú, Gabriel Garcia Marques í Kólumbíu, Cabrera Infanteog Lezama Lima á Kúbu ... Bókmenntir okkar eru auð- ugastar og beztu bókmenntir sem nú eru settar saiman, kannski vegna þess að við höf- um um raunveruleg vandamál að skrifa, vandamál sem hiópa á iausn, segir Asturias. Og hann bætir við: Jafnvel moð bezta vilja get ég ekki lesið hinar nýju frönsku og spænsku skáldsögur. Þær falia bókstaflega úr höndum mér niður á gólf ög þar mega þær liggja. Þær segja mér ekk- ert með sínum gervivapdamál- um. Og þær geta ekki gefið mér neitt. Asturias lýsir einnig ágrein- ingnum sem ríkir um alla Suð- ur-Ameríku milli hinnar ungu óþolinmóðu kynslóðar, sem vilja vopnaða uppreisn og eldri kyn- slóðarinnar sem viija heldur bíða í þeirri (ef til vill bama- legu) von að friðsamleg lausn finnist með tið og tíma á vandamálum sem fara geysilega ört vaxandi. Hetjufórn „Ches" Fidel Castro og EduardoFrei forseti Chile eru fulltrúar hinna andstæðu meginstrauma, sem kljúfa álfu okkar. Hvor þeirra Jólabókasalan er áð komast í hámark na ;\ituy® „ ÍRIEH DAR BÉKUR Miguel Angel Asturias um sig dæmir og staríar fíá sínum forsendum og þeir hafa báðir rétt fyrir sér. Ég skil þá og ég viðurkenni líka framlag, þá hetjulegu fóm, sem ,.Cbe" Guevara færði. Hann er . . . var einn af hinum miklu róm- antfsku pensónum okkar, sem njóta samúðar okkar strax. En ég kinoka mér við að trúa því að skæruhernaður sé leiðin til bjartari framtíðar um alla Suður-Ameríku. Vanda- málin eru ekki þau sömu alls- staðar. Þad eru engar skyndi- lausnir til. Hjá okkur i Guatemala er nú frjálslynt lýðræði og það er betra en nokkuð sem við höfum áður haft, en það er engan veginn nóg. Það er ekki nóg. vegna þess að einnig undir því verða hinir riku ríkari og fáftæku fátækari. (Viðtal Ebbe Traberg; stytt úr INFORMATION). Jólabókasallan er nú komin í hámark og er mikil ös í bókabúðum borgarinnar þcssa dagana. Mynd- in hér að ofan er tekin í einni stærstu og rúmbcztu bókabúð borgarinnar, Bókabúð Máls og menn- ingar að Laugavegi 18, sl. laugardag en þá voru færri að verzla cn á mostu annatimunum. Hins vegar sýnir myndin að þarna hafa viðskiptavinirnir óvenjugott svigrúm til þess að skoða þær bækuff sem þeir hyggjast kaupa. Sigurður Þárðurson skipasmiður 1. júní 1886 — 12. desember 1967 Fallinn er frá í heiðurselli Sigurður Þórðarson skipasmiður í Reykjavík. Hann hafði ungur komið austan úr sveitum til þess að léita sér menntunar og at- vinnu- Lærði hann í fyrstu húsasmíði, en hóf síðan skipa- smíðar og vann í þeirri iðn- grein í tugi ára. Si gurður Þórðarson var .þekkt- «r maður, ekki eingöngu innan stéttar sinnar sem merkur og ágætur félagi, — , hann var þekkturi sem einn ‘af forvígis- mönnum verkalýðshreyfingar- innar, einn af þeim, sem stóðu í stormum stéttarbaráttunnar, þegar veður voru hörðust á þeim vettvangi. Má minnast hans í sambandi við marga þá 'atburði, sem úrelitum réði, og þá .jafnan sem óhvikuls for- ingja, sem hélt á lofti merki mannréttinda og mannbóta. Ég kynntist Sigurði Þórðar- syni allvei, ér ég tök saman rit um skipa$míðar á lslandi og félagsskap skipasmiða, erByrð- ingur rfefmst. Hann var einn af aðalhvatamönnum -þess að ritið var samið, enda var hann þá enn í forustu skipasmiða um málefni stéttarinnar. Hann var þá orðinn roskinn maður, en það leyndi sér ekki að enn lifði í honum hugsjónaeldur- inn, sem hafði veitt honum afl og kjark til að standa i forystunni. Þegar skipasmiðir efndu fyrst til samtaka í Reykjavík, voru í samtökunum bæði sveinar i iðninni og meistarar. Sigurður beitti sér fyrir því að þessir aðilar hefðu aðgreind samtök, þar eð ekki væri samrýman- legt frá stéttarlegu sjónarmiði að yfirmenn og jafnvel atvinnu- rekendur væru í sama félagi og sveinar í siéttinni. Þessi barátta Sigurðar bar sigur jaf hólmi og var Sveinafélág skipa- smiða í Reykjavík stofnað 1936. Sigurður var þegar kjörinn for- maður samtakanna. Vann hann traust stéttarbræðra sinna og í rauninni allra þeirra, sem hann átti skipti við. Hann var að visu harður í hom að taka í sókn sinni og baráttu fyrir réttindum og mannsæmandi kjörum, en hann var heili og enginn grunaði hann um græsku. Er skemmst frá að segja, að Sigurður varð síðan forustumaður stéttar sinnar næstu áratugi. Hann var íoi- maður Sveinafélags skipasmiða í 12 ár, sat á Alþýðusambands- þingum fyrir félagið og gegndi fjölmörgum þýðingarmiklum störfum fyrir stétt sína og verkalýðssamtökin í heild- Er hann lét af störfum var hann kjörinn heiðursfélagi samtak- anna. Sigurður Þórðareon var greindur maður og hugsandf. Hann las mikið, átti gott og valið bókasafn, starfaði í ýms- um fél- utan stéttar sinnar. var t.d. guðspekinemi. Hann lifði fyrir réttlæti í orði og verki og hvikaði ekki frá málstað sínum, þó óft biési svalan á móti. Þessa heiðurmanns verð- ur jafnan minnzt sem eins af framámönnum alþýðusamtak- anna fyrir miðja 20. öldina, þegar mikið reyndi á mann- dóm. G.MM. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.