Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 5
Sunnudagur 24. desember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA g
V
Jolatré
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýri-
mannafélag íslands halda jólatrésfagnað
sihn
Hótel Sögu föstudaginn 29. desember kl. 3 e.h.
Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum mönnum
Guðjóni Péturssyni, Höfðavík, sími 15334.
Jóni B. Einarssyni, Laugateig 6
sími 32707.
Þorvarði Ámasyni, Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217
Herði Þórhallssyni, Fjölnisvegi 18, sími 12823.
Trésmiðafélag
Reykjavíkur
fyrir börn félagsmanna verður haldin í Sigtúni
laugardaginn 30. desember.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu félagsins
eftir 27. desember.
Skemmtinefndin,
Félag
jámiðnaðarmanna
Jólatrésskemmtun
Félags járniðnaðarmanna verður haldin í Sigtúni
föstudaginn 29. des. kl. 3 e.h.
/
Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins Skóla-
vörðustíg 16 á miðvikudag og fimmtud. kl. 5—7.
W";. f
Egyptaland ætti að fara að
dæmi Kínverja gagnvart USA
KAÍRÓ 22/12 — Blaðið „A1
Ahram“, sérstakt málgagn eg-
ypzku stjórnarinnar, segir í dag
að. Egyptar ættu að taka Kín-
verja sér til fyrirmyndar í sam-
skiptunum við Bandaríkin. Kín-
verjar hafi getað varizt ásælni
Bandaríkjanna, en vegna þolin-
mæði þeirra hafi þeim tekizt að
koma í veg fyrir að í odda skær-
ist.
Egyptar gætu að sjálfsögðu
ekki staðið Bandaríkjunum
snúning, en þeir yrðu að halda
áfram að veita allt það viðnám
sem þeir gætu. Engin lausn
myndi fást á málum í Aust-
urlöndum nær án samþykkis
Bandaríkjanna, hins vegar vildu
Bandarikin ekki neina póli-tíska
lausn þar. Þeim bæri hins vegar
skylda til að leita hennar. Þau
væru í fyrsta lagi skuldbundin
Egyptum vegna þess að þau
lögðu að þeim að verða ekki
fyrri til í stríðinu í sumar, en
það hafi verið meginorsök ófar-
anna. í öðru lagi myndu Banda-
ríkin endurheimta vináttu araba
ef þau stuðluðu að slíkri lausn
og að lokum væri vert að hafa
í huga að Bandaríkin ættu mik-
illa hagsmuna að gæta í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Vietnamar eru flestir Búddatrúarmenn, og hlusta á frásagnir um dauða og pínu Jesú Krists án mikilla geðbrigða. Og vissulega
eiga þeir sjálfir marga píslarvotta, því daglega faiia tigir þeirra fyrir morðtólum Bandaríkjamanna og leppa þeirra. Þessi Búdda-
munkur, sem brcnnir sig til bana til að mótmæla ofbeldi Bandaríkjanna og leppa þeirra í Vietnam, er dæmi um það óbugandi
siðferðisþrek og fullvissu, sem einkennir baráttu Vietnama. Þessi Búddamunkur, veit að hann er ekki að frclsa heiminn. Fórn hans
er einungis skerfur til hins sameiginlega málstaðar.
Óskum félagsmönnum sambandsfélag-
anna og samstarfsmönnum
Gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Málm- og skipasmiðasamband
íslands
(M. S. í.)
Enn er fæðingarhátíð fagnað
af gjörvallri Adaras ætt. Að
baki henni liggur hugþekk
vögguminníng Krists, jötu-
barnsins í Nazaret, sem við
sjáum nú stöðugt blikna fyrir
sfcrani Dg kaupskap í höndum
þeirra hinna sömu og afmælis-
barnið rak útúr helgidóminum
forðum. Slíkri hneigð hefur þó
ekki með öllu tekizt að ger-
sneyða jólahátíðina þeim mann-
úðarhugmyndum, sem tilefni
hennar, mannkynsfrelsari
fæddur í jötu, hefur óhjá-
kvæmilega innblásið hverri
kynslóð af annarri; börnum eru
gefnar gjafir, og fátækum á
fætuma. Af þcssu lciðir að
varla getur talizt goðgá að
leiða hugann að þcirri stað-
reynd, að meðan við í ár ósk-
um hver öðrum gleðilegra jóla,
er í fjarlægu landi unnið að
útrýmingu þjóðar, bókstaflega
talað-
Eyðíngarhernaður Bandaríkja-
manna í Víetnam ber öll sér-
kenni þjóðarmorðs. Með beinu
innrásarstríði, spreingjurcgni
og pyndíngum hyggst herra-
þjóð Natóveldanna knýja ber-
fætta bændur hinum megin á
hnettinum í sáttafaðm sinn, og
e»- nú með eitri og brennum
lángt á veg komin með að gera
þessu fólki ólíft í sínu eigin
iandi. Þrátt fyrir þá staöreynd
að árum saman ihafa blóðlæk-
imir streymt um Víetnam af
ÁJÓLUM
Úr jólaboðskap Æskulýðsfylkingarinnar
völdum Bandarikjanna og ann-
arra erlendra gistivina, er hin
opinbera skýríng þeirra sú að
takmarkið sé eingaungu friður
og samkomulag, ásamt háleit-
um oröum um vilja guðs varð-
andi ]>etta fátæka land. Þessi
sérstæða friðunaraðgerð Banda-
ríkjamanna er nú orðin ein-
hver mesta viðurstyggð heims-
sögunnar.
Háttsettur sérfraslíngur USA
um Asíumálefni hefur lýst
því hve Víetnam sé Banda-
ríkjamönnum ómetanlegt, ekki
aðcins sem pólitísk bæki-
stöð cða liður í hernað-
arkerfinu, heldur einnig sem
prófvcrkcfni um, hvemig vold-
ugt hervcldi með litlum pólit-
ískum styrk á viðkomandi stað
geti sigrazt á homaðarlega
vanmáttugum en hugsjónalega
sterkum andstæðíngi. 1 Víet-
nam geti þeir lært hvernig þeir
geti auðveldlegast unnið slíkan
sigur á „þýðingarmiklum"
svæðum í Asíu, Afríku og Suð-
ur-Ameríku. Napalmeldurinn,
lati hundurinn, pyndíngamar
og citurdreifíngin em með öðr-
um orðum saklaus æfíng undir
afskipti þessara friðarboða af
þeim þjóðum sem kynnu að
vilja sækja fram til mann-
sæmandi lífskjara.
1 Víetnam er heimsbyggðin
í senn vitni að reisn og smán
mannsins, einsog þetta tvennt
getur skýrast birzt, þar sem
nær yfirskilvitlegt manndóms-
þrek lítilmagnans verst níð-
ínpslegu hci'vaidi, sem teflt er
fram af siðferðislegum og pól-
itískum mannleysum.
Herraþjóð Nató er að friða
land og æfa sig; og nú skortir
Islendínga tvo vctur á tuttugu
í aðild sinni að þessu morð-
félagi.
Bandai'íkin vinna aldrei
neinskonar sigur í Vietnam.
Hinn siðferðilegi sigur hins
hrjáða og smáa yfir heims-
böðlinum er laungu ótvíræður
í þessu yfirlýsta tilraunaslát-
urhúsi morðvarganna. Hversu
mörg saklaus börn þeim tekst
að tæta sundur með benzín-
hlaupi og flisaspreingjum,
hversu marga fátæka bændur
þeir klófesta handa kvala-
bekknum og þótt þeim tækist
að eyða víotrkim.sku þjóðinni
í eldslogum, biði þeirra ósigur;
og sérhver skyni borinn mað-
ur verður að skoða hug sinn
um það hvort hann vill bíða
þá niðurlægíngu með þeim.
Og nú óskum við hver öðr-
um gleðilegra jóla- Okkur er
tamt ‘ að tala um hátíð bam-
anna; og þeim er ekki gleymt
þarsem vará er seld. 1 ár gefa
verzlanirnar islcnzkum bömum
til dæmis kost á litabókum Dg
plastmódelum af Bandaríkja-
• forseta og ímynd hinnar amer-
ísku stríðshetju. Salan geingur
vel.
Á jólum skírskota menn
gjaman til mcölíöunar og rétt-
l'ætiskenndar. 1 því sambandi
er það vægast sagt sanngjöm
krafa aði menn vakni til vit-
undar um ok sinnar þagnar,
sinnulcysis og samsektar, þeg-
ar þeir hugleiða hinn amer
íska jóiaboðskap, einsog hann
horfir við hciminum.
Varðstaia vii bandaríska sendiráðii
í dag klukkan þrjú síðdegis hefst varðstaða
Æskulýðsfylkingarinnar við sendiráð Banda-
ríkjanna á Íslandi. Yarðstaðan mun standa
óslitið fram til klukkan þrjú á annan í jólum,
en þá mun henni ljúka með ávarpi, sem
Ingimar Erlendnr Sigurðsson flytur.
•f /
I tilefni þessara aðgerða hefur Æskulýðs-
fylkingin gefið út bælding til að vekja at-
hygli á málstað vietnömsku þjóðarinnar, sem
dreift er í 2500 eintökum.
Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar í Tjarn-
argötu 20 verður opin yfir jólin, og veitirhún
allar nánari upplýsingar. Eru allir ungir and-
stæðingar útrýmingarstríðs Bandaríkjanna í
Vjetnam hvattir til að hafa samband við
skrifstofuna og skrá sig á vaktir. Sími 17513.