Þjóðviljinn - 24.01.1968, Side 3
)
Miðvilcudagur 24. Janúar 196S — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3
Eitt af njósnaskipum Bandaríkjanna
var tekii í landhelgi Norður-Kóreu
Skipið var á vegum stærstu njósnastofnunar Bandaríkjanna og taka
þess er talin mikið áfall fyrir þau — Moskva beðin um milligöngu
WASHINGTON 23/1 — Bandarískt njósnaskip, „Pueblo“
sem er 906 lestir og hefur 83 manna áhöfn, var í dag
tekið af norðurkóreskum varðskipum undan strönd Norður-
Kóreu. Að sögn Kóreumanna var njósnaskipið í landhelgi
Norður-Kóreu, en borið er á móti því í Washington. Farið
var með skipið til hafnar í Vonsan í Nofður-Kóreu.
Útvarpið í Pjongjang, höfuð-
borg Norður-Kóreu sagði í kvöld
að „Pueblo“ væri vopnum búið
njósnaskip, sem hefði farið inn
í norðurkóreska landhelgi í f jand-
samlegum tilgangi.
I Washington er sagt að skip-
ið hafi verið á Japanshafi 25
sjómílur frá strönd Norður-Kór-
eu þegar það var tekið. í til-
kynningu frá Hvíta húsinu sem
gefin var út í kvöld segir að taka
skipsins hafi valdið mjög alvar-
legu ástandi. Sagt er að John-
son forseti hafi verið vakinn
snemma morguns tiT að hann
fengi þegar í stað að vita um
töku skipsins og örfáum mínút-
um síðar hefði sovétstjórnin ver-
ið beðin að hlutast til um það
við Norður-Kóreu að skipiðyrði
látið laust.
Comin dæmd-
ur i Madríd i
16 mánaðn
Fréttaritari brezka útvarpsins í
Wasþington sagði í dag að „Pu-
eblo“ væri eitt. af þeim njósna-
skipum sem Bandaríkin halda úti
til að fylgjast með'öllum radíó-
boðum sem berast . frá hugsan-
legum óvinaríkjum — og reyndar
frá vinaríkjum líka. Bandaríski
flotinn sér um útgerð skipanna
fyrir njósnastofnúnina National
Security Agency (NSA). Skip
þessi eru oft dulbúin sem kaup-
för og skipverjar eru þá ekki
einkennisklæddir. Skipin eru bú-
ín fullkomnustu tækjum til að
fylgjast með radíóbcðum og
öðru því sem talið er koma land-
vörnum Bandaríkjanna að gagni.
Þau eru búin fullkomnum rat-
sjám og notast auk þess við
njósnatungl.
Mikilvæga. njósnir.
NSA sem hefur aðalstöðvar
skammt frá Washington er talin
langstærsta njósnastofnun Banda-
ríkjanna, miklu stærri en CIA,
sem þó er meira um talað. Eitt
helzta verkefni NSA er að fylgj-
ast með dulmálssendingum ann-
arra ríkja og ráða þá dulmáls-
lykla sem þau nota. NSA réð
þannig duknálslykil Japana rétt
fyrir síðustu heimsstyrjöld og
hafði það mikil áhrif á gang
stríðsins á Kyrrahafi.
Talið er víst að spvézkir sér-
fræðingar . muni fá aðgang að
„Pueblo“ í höfninni í Norður-
Kóreu og munu þeir geta feng-
ið margar mikilvægar upplýsing-
ar um rafeindáútbúnað hinna
bandarísku njósnaskipa ef skip-
verjum hefur ekki tekizt aðeyði-
leggja þau. Það er ekki búizt
við að skipið verði látið laust
fyrsta kastið.
Bandaríska skipið „Biberty“
sem Ís'raélsmerín skutu á við
strönd Egyptalands 1 júnístríðinu
var einnig eitt gf þessum njósha-
skipum NSA.
Stórsigur Rótt&ka fiokksins í
1 gær
Allar horfur á myndun borgaralegrar stjórnar eftir
ósigur verklýðsflokkanna — VS fékk engan kjörinn
fangelsi
gm
MADRID 23/1 — Rithöfundur-
mn’ Alfóriso Carlos Comin frá
Barcelona var í dag dæmdur í
sextán mánaða fangelsi af dóm-
stól í Madrid fyrir grein sem
hann birti í fyrra í franska tíma-
ritinu „Témoignage chrétien“,
en þar lýsti hann handtökum
verkalýðsleiðtoga á Spáni
skömmu eftir að þjóðaratkvæði
var látið ganga um hina nýju
stjórnarskrá. Comin sem er
verkfræðingur og hagfræðingur
að menntun hefur m.a. samið bók
um fátæktina á Suður-Spáni.
f öðrum réttarhöldum í Madrid
voru í dag kveðnir upp dómar í
málum þriggja manna sem sak-
aðir voru um að hafa starfað í
samtökum kommúnista í héruð-
um Baska. Voru þeir dæmdir í
6 mánaða fangelsi hver.
KAUPMANNAHOFN 23/1 — Róttæki vinstri-
flokkurinn vann mikinn sigur í þingkosningunum
sem fram fóru í Danmörku í dag, .meira en tvöfald-
aði þingmannatölu sína. Verklýðsflokkamir þrír
töpuðu allir þingsætum og hafa borgaraflokkarn-
ir nú, vegna sigurs Róttækra mikinn meirihluta
á þingi.
Þingsæti munu að öllum lík-
indum skiptast svo á milli flokk-
anna: Sósíaldemókratar 63 (-r-6),
Róttækir 28 ( + 15) íhaldsflokk-
ur 38 (+4), Vinstriflokkur 35
(óbreytt), SF 11 (-r-3). Tveir
flokkar sem sæti höfðu á síðasta
þingi fengu nú engan mann kjör-
inn, þ.e. Liberalt Centrum sem
hafði 4 og Vinstrisósíalistar (VS)
sem höfðu 6.
Það er þó ekki alveg útséð
um það að þessi verði endanleg
skipting þingsæta. . Vinstrisósíal-
ista vantar aðeins örfá atkvæði
til þess að hafa þau tvö prósent
atkvæða sem er lágmark þess að
flokkur fái hlutdeild í uppbót-
arsætum. Danska útvarpið taldi
ekki óhugsandi að þeir myndu
fá bessi atkvæði við endurtaln-
ingu og má þá búast við að þeir
féi eina fjóra menn kjörna. Sósí-
aldemókratar myndu þá senni-
lega verða að láta tvo menn, SF
einn' og íhaldsflokkurinn þann
fjórða.
En það mun engu breyta um
meginniðurstöðu kosninganna,
hinn mikla sigur Róttækra sem er
jafnvel enn meiri en þegar SF
tvöfaldaði þingmannatölu sína í
síðustu kosningum.
Krag forsætisráðherra hefur
þegar tilkynnt að hann muni
biðjast lausnar og þykja nú
horfur á myndun stjórnar borg-
araflokkanna, þótt ekki sé loku
fyrir það skotið að Róttækir
gangi nú sem oft áður til sam-
starfs við sósíaldemókrata.
Leitað að vetnissprengfum
Framhald af 1. síðu.
vopna á danskri grund og flug
með þau yfir dönsku landi. Af
síðdegisblöðunum var „Ekstra-
bladet“ sérstaklega harðort í
garð Bandarfkjanna og sagði að
það væri augljóst að bandarísk-
ar flugvélar hefðu árum samail
flogið með kjarnasprengjur í
danskri lofthelgi yfir Grænlandi.
„Politiken" sagði í forystu-
grein í morgun, að Danir yrðu
að geta búið svo um hnútana að
alveg öruggt væri að banninu
við kjarnavppnum væri fram-
fylgt. — Bandarísk stjórnarvöld
verða að gera sér Ijóst að samn-
ingurinn um filug til Thule-
stöðvarinnar er alveg ímdir því
komirin að gagnkvæmt traust
riki. Sé brotið gegn honum, verð-
um við annaðhvort að fá óyggj-
andi tryggingu gegn endurtekn-
ingu eða þá rétt til eftirlits í
Thule-stöðinni, eða þá að við
verðum að segja samningnum
upp vegna þess að hann hafi ekki
verið haldinn, sagði „Politiken".
4 eða 100 megatonn?
Að venju hefur ekkert verið
gefið upp um styrkleika sprengn-
anna. Þess er getið til, segir í
Reutersskeyti, að sprengimáttur
hverrar þeirra sé eitt megatonn
(samsvari 1 milj. lesta af TNT),
en samkvæmt öðrum tilgátum
mun hann vera 20—25 megatonn.
(„New York Times“ taldi á sín-
um tíma að sprengjurnar sem
voru með þótunni sem fórst yfir
Spáni 17. jan. 1966 hefðu verið
20 megatonna).
öll slysanefnd bandaríska
sprengjuflugvélaflotans (SAC)
hefur verið send til Thule ásamt
þremur sérfræðingum Kjarnorku-
ráðsins. Þeirra verkefni verður
fyrst og fremst að komastðað því
hvort geislavirkni gerir vart við
sig.
Sprengjuþotan var frá einni
SAC-flugstöðinni í New York-
fylki, við Plattsburg. Sagt er að
eldurinn hafi fyrst komið upp í
loftsiglingaklefanum og hafi þot-
an haldiö áfram að brenna eftir
að hún féll á ísinn. Þetta er 13.
alvarlega slysið sem bandaríska
1 a ndvamaráðuneytið hefur orðið
að viðurkeTmg að komið hafi
fyrir flugvélar sem höfðu kjarna-
vopn meðferðls.
Frásögn sjónarvotta:
Kjarnorkuþotur oft
á sveimi yfir Thule
KAUPMANNAHÖFN 23/1 — Tveir Danir sem unnið hafa
í herstöð Bandaríkjamanna í Thule héldu því fram í dag
að þeir hefðu oft séð B-52 þotur með kjarnasprengjur á
sveimi þar og tvisvar orðið þess varir að þær lentu á
flugvellinum.
Maður að nafni Finn Samson
segir að hann hafi séð það tví-
vegis að B-52 þotur lentu á flug-
vellinum í Thule. — Mér var
sagt að það hefði gerzt þrisvar
sirinum, en ég sá það aðeins
tvisvar sjálfur, sagði hann.
Bandaríkin
viðurkenna
AÞENU 23/1 — Sambúð Nato-
ríkjanna við herforingjaklíkuna í
Aþenu er nú aftur að komast í
eðlilegt horf, eftir að þau höfðu
flest neitað henni um fulla við-
urkenningu þegar Konstantín
konungur fór úr landi. Banda-
ríkin tóku í dag upp eðlilegt
stjórnmálasamband við Aþenu-
stjómina og búizt er við, ersagt
í Aþenu, að önnur Natoríki muni
gera það einnig á næstunni.
Danska utanríkisráðuneytið
segist ekki vita til þess að B-52
þotur hafi nauðlent í Thule og
bandaríska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn kvaðst heldur ekki
vita um það.
— Venjulega gátum við tekið
allar þær myndir sem okkur
lysti, en myndataka var bönnuð
meðan B-52 þoturnar voru á
flugvellinum. Við sáum þessar
þotur stöðugt yfir herstöðinni.
sagði feamson.
Annar maður sem ekki vill láta
nafns síns getið af ótta við að
hann komist í klandur fyrir að
ljóstra upp leyndarmáli segir að
meðan hann starfaði í slökkvi-
liðinu í Thule hafi flugvélar
nauðlent þar þrisvar fjórum
sinnum.
— Við sáum oft B-52 flugvél-
arnar, en þær lentu bara þegar
þær voru í nauðum staddar,
sagði hann. Það er danskt fyrir-
tæki sem annast brunavarnir í
Thule-herstöðinni.
Flugið með
kjamavopn
Kort þetta lét vesturþýzka tímaritið „Der Spiegel" fylgja frá-
sögn af slysinu yfir Spáni fyrir tveimur árum. 1. Leiðirnar
til norðurs. Á heimleiðinni er flogið rétt framhjá ströndum
Grænlands. 2. Bækistöð þotnanna í New York-fylki. 3. Aust-
urleiðin að Balkanskaga.
Hver getur treyst þeim?
Enn einu sinni hefur einni
af þotum bandaríska
sprengjuflugvélaflotans (SAC)
hlekkzt á. Og enn einu sinni
hafa bandarísk stjórnarvöld
lýst yfir gegn betri vitund, að
engin hætta hafi verið á þvi
að vetnissprengjurnar fjórar.
sem nú eru týndar einhvers
staðar í ísauðnum Grænlands
eða þá á hafsbotni og hver
um sig hefur haft þúsundfald-
an sprengimátt á við kjarn-
orkusprengjurnar sem lögðu
japönsku borgirnar Hiros-
hima og Nagashki í eyði.
myndu springa. Og jafnframt
var gefið í skyn að „lítil sem
engin hætta“ væri á því að
geislavirkni myndi gera vart
við sig, enda þótt aðeins séu
liðin tvö ár síðan jarðvegur
á stóru svæði á Spáni meng-
aðist af völdum sams konar
slyss. Þá leið hálfur annar
mánuður frá því að slysið
varð þar til bandarísk stjórn-
arvöld neyddust til að skýra
frá atvikum — sem þá voru
reyndar flest öllum kunn af
blaðafréttum. Nú dróst það
að vísu ekki nema einn dag
að skýrt væri frá því hvað
gerðist í nágrenni Thule á
Grænlandj á sunnudaginn og
er þó langt frá því að öll .
kurl séu komin til grafar.
Fréttaritari brezka útvarpsins
í Washington sagði í gær að
ástæðan til þess að frestað
var í átján klukkutíma að
skýra frá slysinu kynni að
vera sú að menn hefðu vori-
að í Washington að frestur-
inn myndi verða til þess að
þessi óhugnanlegi atburður
hefði „minni áhríf en ella á
þær mikilvægu þingkosning-
ar sem í dag færu fram í
Danmörku”. Þau ummæli er
varla hægt að skilja á aðra
leið én þá að bandarískir ráða-
menn hafi óttazt fylgisaukn-
ingu þeirra stjórnmálaflokka
í Danmörku sem andvígir eru
Atlanzbandalaginu og banda-
rískum herstöðvum innan
endimarka danska ríkisins.
T-jegar hér var sagt áðan að
* það væri gégn betri vit-
und að bandarísk stjórnarvöld
hefðu í þetta skipti sem
endranær fullvissað menn um'
að engin hætta hefði verið
á kjarnasprengingu, þá er það
byggt á heimild serri frá þeim
sjálfum er komin. f handbók
Kjarnorkumálaráðs Banda-
ríkjanna > um „Verkanir
kjarnavopna“ segir berum
orðum að þrátt fyrir allar
varúðarráðstafanir getj „æv-
inlega svo farið að sprenging
verði af vangá eða fyrir
slysni við óheppilegar aðstæð-
ur“. Bandaríska blaðakonan
Fljora Lewis bætir við í bók
sinni um týndu sprengjurnar
á Spáni að „engin alger eða
ótakmörkuð trygging sé (gegn
því að kjarnasprengja springi)
meðan kjamavopn eru til“.
Reynsla manna af sannsögli
bandarískra stjómarvalda,
ekki hvað sízt varðandi slys
sem komið hafa fyrir kjarna-
flugsveitir þeirra, er slík, að
þau geta varla búizt við því,
að tekið sé mark á nokkru
orðí þeirra. Þau hafa jafnan
í lengstu lög reynt að koma
í veg fyrir að fréttir bærust
af þessum slysum og þegar
þess var ekki kostur lengur
hefur verið reynt að gera sem
minnst úr þeim. Þannig var
farið að með mjög hæpnum
árangri fyrir tveimur árum
og sami leikurinn verður á-
reiðanlega reyndur nú. Frá
því að Bandarikjamenn hófu
reglubundið og sleitulaust
flug sitt með kjamavopn
hefur því alþaf verið haldið
fram að engin hætta væri -á
því að kjarnasprengingar yrðu
fyrir slysni, mistök eða bil-
anir; kerfið hefur verið kall-
að algerlega „fail-safe“, það
gæti ekki brugðizt. Það eru
nú liðin mörg ár síðan grunur
vaknaði um að kerfið væri
ekki jafn traust og af var
látið. Það var þegar gæsa-
hópur sem birtist á radar-
tækjum kom yfirmönnum
kjamasprengjuflotans til að
halda að kjamorkustríðið
væri hafið; sovézkar sprengju-
flugvélar væru á leiðinni til
Bandaríkjanna. Það er liðinn
áratugur síðan fréttir tóku að
berast af slysum sem kom-
ið höfðu fyrir hinar banda-
rísku kjarnasprengjuþotur.
1957 hrapaði ein slík í flug-
stöð Bandaríkjamanna í Sidi
Slimane í Marokkó og dreifð-
ist þá geislavirkt plútóníum
fyrir vindinum. 8. febrúar 1958
rakst ein af sprengjuþotunum
á orustuþotu yfir Georgía í
Bandaríkjunum. Sprengjuþot-
an gat nauðlent mjög mikið
skemmd, en missti niður eina
kjarnasprengjuna í hafið,
skammt frá mynni Savannah-
fljóts. Hún fannst aldrei. í
annarri þotu bilaði útbúnað-
ur Sá sem tryggja á að
kjarnasprengjunum sé ekki
dritað niður hvar sem er.
Sprengia féll rétt við bónda-
býli í Suður Carolina og mik-
il sprenging varð í hinu
..venjulega" sprengiefni sem
kemur sjálfri kjamaspreng-
ingunni af stað. Sjö metra
djúpur gígur, 17 metra í þver-
mál myndaðist. Ein af fyrstu
þotunum af gerðinni B-52
liðaðist í sundur í lofti yfir
. Bandaríkjunum, ein af
sprengjunum féll til jarðar í
fallhlíf, hinar fóru fallhlífar-
lausar og sundruðust á jörðu,
þótt engin sprenging yrði.
Þannig mætti lengi telja. Vit-
að er með vissu um ein þrett-
án slys af þessu tagi og má
það kallast mikil mildi þegar
höfð eru í huga varnaðarorð
í bandarísku handbókinni að
enn hefur ekki hlotizt verra
af. Ekki enn. ás.
1