Þjóðviljinn - 24.01.1968, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐYILJINN — Miðvikudagur 24. janúar 1968.
Útgefandi: Sameinmgarflokkur aiþýðu - Sosiaiistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjórn. aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Afsökun alúmíníhaldsins
yísvitandi, margendurtekin blekking er sú full-
yrðing Morgunblaðsins í forystugreim í gær
'að deilt hafi verið harkalega á Alþingi um þá
ákvörðuia að virkja Þjórsá. Blaðið segir orðrétt:
,jEn það er full ástæða til þess að minna á það nú
að fyrir aðeins rúmu einu og hálfu ári var harka-
lega um það deilt á Alþingi, í blöðum og annars
staðar, hvort ráðast ætti í stórvirkjun við Búr-
fell og byggingu álbræðslu í Straumsvík. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar börðust gegn þess-
um framkvæmdum ..Síðar segir Morgunblað-
ið: „Nú geta menn velt því fyrir sér hvemig á-
standið væri í atvinnumálum þjóðarintnar um þess-
ar mundir ef fárið hefði verið að ráðum-stjórnar-
andstæðinga og hvorki ráðizt í stórvirkjunina við
Búrfell né álbræðsluna í Straumsvík."
j^æsta ótrúlegt verður að teljast að nokkrum sé
hleypt í Morgunblaðið með forystugreinar sem
ekki viti hið rétta í þessum málum. Em hið rétta
er að lögin um stórvirkjun í Þjórsá við Búrfell
voru samþykkt á Alþingi með samhljóða atkvæð-
um þingmanna allra flokka og frumvarpið flutt
án þess að það væri í nokkrum tengslum við al-
úmínverksmiðjuna í Straumsvík. Séu þær stað-
reyndir bornar saman og margemdurteknar full-
yrðingar Morgunblaðsins liggur nærri að álykta
að blað sem þannig fer með augljósar staðreyndr
ir sé ekki vant að virðingu sinni og hljótí að far
með vísvitamdi blekkingar.
yerið er að reyna að lauma því inn í vitund les-
enda, að íslendingar hafi orðið að selja auð-
lindir sínar og; vinnuafl á vald erlendu auðfélagi
um nær hálfrar aldar skeið til þess að íslenzkt
verkafólk hafi eitthvað við að vinna. Þetta á þá
líka að vera röksemd fyrir því að áfram sé haldið
að selja auðlindir íslands hverja af annarri á vald
erlendra auðfélaga, enda hefur Morgunblaðið
ekki farið dult með þá hugsjón Sjálfstæðisflokks-
ins að halda skuli áfram á þeirri braut seim illu
heilli hófst með hinum alræmdu alúmínsamning-
um. í þessu felst meginmunur á stefnu Alþýðu-
bandalagsins annars vegar og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins hins vegar. Alþýðu-
bandalagið vill að byggt sé á íslenzkum atvinnu-
vegum, að nýting íslenzkra auðlinda verði íslend-
inga verk og í þeirra eigu og þeirra þágu. Alþýðu-
bandalagið fulltreystir því, að allir íslendingar
geti haft næga vinnu af íslenzkum atvinnuvegum.
Stjómarflokkarnir hafa hins vegar kallað erlent
auðmagn inn í landið, erlend auðfélög, samtímis
því að framkvæmd rangrar og hættulegrar stjórn-
arstefnu hefur látið íslenzka atvinnuvegi drabb-
ast niður, og leitt atvinnuleysi yfir þjóðina. Af-
sakanir Morgunblaðsins fyrir alúmínsaimmingun-
um alræmdu og frekari landráðasamningum við
erlend auðfélög eru því blekkingaráróður, og ó-
svífni að reyna að blanda Búrfellsvirkjuninni þar
inn í, eins og sýnt hefur verið. — s.
Verður hálffasisti næsti
forseti Bandaríkjanna?
Kosningabarátta Wallace fyrrum fylkisstjóra í
Alabama gengur betur en búizt hafði verið við
Wallace sem er 48 ára
gamall hefoir ekki sízt fengið
byr í seglinn eftir að honum
tókst að korna sér í framboð
í stærsta fylki Bandaríkjanna
Kalifomíu.
Kosningalög í Kaliforníu
kveða svt> á, að flokkur geti
ekki boðið fram mann til for-
setakjörs í fylkinu, nema
hann hafi svo marga skráða
meðlimi að það svari til
eins prósents af greiddum
atkvæðum í síðustu forseta-
kosningum. Þessir kjósendur
verða að vera skráðir í flokk-
inn fyrir 1. janúar fyrir
næstu forsetakosningar.
o o o
Þetta táknaði að Wallace
varð að fá 66.959 kjósendur,
sem áður höfðu verið demó-
kratar eða repúblikanar til að
skrá sig í flokk sinn Banda-
ríska sjálfstæðisflokkinn fyrir
árslok 1967. , ,
Reyndir pólitískir frétta-
menn töldu mjög ólíklegt að
hann mundi ná þessu marki
er hann hóf baráttuna í októ-
‘ bermánuði. .
( I byrjun janúar skýrði
Wallace frá því að rúmlega
100.900 kjósendur hefðu geng-
ið í AIP (American Indepen-
dence Party) Bandaríska
sj álf stæðisflokkinn.
Á blaðamannafundi í Santa
Monica í Kaliforníu lýsti
hann því yfir:
„að nú er raunhæfur mögu-
leiki á. þvi að ég verði kjör-
inn forseti“.
o o o
Þó þessi möguleiki sé
næsta ólfklegur, er ekki vafi
á því að Wallace getur eftir
sigur sinn í Kaliforníu fengið
töluverð áhrif á forsetakosn-
ingamar. Hann hefur sýnt, að
það eru ekki eingöngu kjós-
endur í suðurríkjunum, sem
eru veikir fyrir erkiíhalds-
sömum áróðri, sem höfðar
með miklum árangri til kyn-
þáttafordóma fólks og smá-
borgaratilfinninga.
Bæði í Alabama og Louisi-
ana hafa stuðningsmenn
Wallace náð undir sig flokks-
stofnunum demókrata, og bú-
izt er við. að þeim muni tak-
ast það í öðrum suðurríkjum.
Þetta' táknar að Wallace
verður f þessum ríkjum fram-
bjóðandi demókrata, en John-
son er neyddur til að fara
fram sem „óháður“ fram-
bjóðandi, ef hann vill hafa
nafn sitt á kjörseðlunum í
viðkomandi ríkjum.
o o o
Þegar Wallace talar um að
vinna sigur í kosningunum í
nóvember, býst hann í fyrsta
lagi við sigri í öllum suður-
ríkjunum. I öðru lagi treystir
hann á atkvæði fátækra
hvítra kjósenda í stórborgun-
um í norðurríkjunum. þangað
Hingað til bendir þó ekkert
til þess, að Wallace nái neitt
nálægt þriðja hluta atkvæða.
Síðasta skoðanakönnun bendir
til þess að hann geti enn sem
komið er ekki reiknað með
nema um 10 til 12 prósent af
atkvæðum, og stuðningismenn
hans eru flestir í suðurrfkj-
unum.
Þessar tölur hafa fengið
ýmsa stjórnmálamenn og
blaðamenn til að afskrifa
Wallace og telja að ekki þurfi
að taka hann alvarlega. Sér-
staklega hefur þessi tilhneig-
ing til að gera lítið úr þess-
□ Kosningabarátta George C. Wallace er að hefj-
ast af fullum krafti. Hinn nýi flokkur þessa fyrrver-
andi fylkisstjóra í Alabama, gegnir því einu hlutverki
að koma honum í frámboð við forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Flokkurinn
er þegar að skipuleggja sig í einstökum fylkjum Banda-
ríkjanna. Wallace hefur sjálfur lýst því yfir að hann
muni vera í framboði i 49 af 50 fylkjums.
sem stórfelldur flutningur
blökkumanna í suðurríkjun-
um og Puerto Ricomönhurri
héfur skapað mikla spennu
milli kynþátta af félagslegum
orsökum og fer versnandi
með hverju árinu.
I þriðja 'lagi væntir hann
þess að fá töluvert atkvæða-
magn í hinum íhaldssömu
miðríkjum, ekki sízt vegna
þess að í forsetakosningum
1964 fékk hann nærri 30
prósent af atkvæðum í Indi-
ana.
Loks sýnir árangur af kosn-
ingabaráttu hans í1 Kalifomíu
að hann getur reiknáð með
stuðningi umtalsverðs hluta
hægrisinna í vesturríkjunum.
unum.
o-o o
Wallace bendir enn fremur
á það, að hann þarf ekki að fá
nema þriðjung af atkvæðum
til að komast í Hvíta húsið,
ef hinir frambjóðendumir
tveír fá sinn helminginn
hvot af því sem eftir er.
Þetta dæmi setur hann ævin-
lega upp, þegar blaðamenn
draga sigurmöguleika hans í
efa.
um lýðskrumara frá Alabama
verið sterk í norðausturhluta
Bandaríkjanna.
o o o
En það verða reyndar sömú
aðilar sem undraðust mest,
þegar Wallace hafði tekizt að
ná 100.000 undirskriftum í
Kaliforníu.
Helzta málgagn frjálslynd-
is í þessum hluta Bandaríkj-
anna, New York Times, ítrek-
aði það mörgum sinnum við
lesendur sína, að fylkisstjór-
inn fyrrverandi í Alabama
muni að lfkindum ekki vera
fær um að safna þessum
nauðsynlegu 66.000 undir-
skriftum.
o o o
I . öðram hlutum Banda-
ríkjanna hefur kosningabar-
átta Wallace valdið mtpa
meiri áhyggjum. Claude R.
Kirk, sem er repúblikani og
fylkisstjóri í Florida hefur
þannig hafið mikla gagnsókn
gegn Wallace eftir að skoð-
anakannanir sýndu -að Wall-
ace getur nú þegar reiknað
með 27 prósentum atkvæða f
Florida.
Wallace
Repúblikanskir og demó-
kratískir stjórnmálamenn um
allt land hafa ekki áhyggjur
af því að draumur Wallace
um að flytja í Hvíta húsið'
rætist. En þeir hafa áhyggjur
af því að þátttaka hans í
kosningunum leiöi til þess að
enginn frambjóðandi fái
hreinan meirihluta kjör-
manna. Og verði það fer
kosning næsta forseta Banda-
ríkjanna fram í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings, sem er kos-
in sama dag og forsetakösn-
ingarnar fara fram.
Sem stendur hafa demó-
kratar meirihluta í fulltrúa-
deildinni, en repúblikanar
hafa raunhæfar vonir um að
þetta breytist í kosningunum
í nóvember.
o o o
En framboð Wallace . getur .
enn fremur orðið til þess að
styrkja hina vinstrisinnuðu
f riðarhreyf ingu.
Þegar Wallace og fýlgis- :
menn hans hófu kosningabar-
áttuna í Kaliforníu hafði hinn
svonefndi Friðar- og frelsis-
flokkur (PFP) sem er talinn
vinstrisinnaður þegar unnið
nokkum tíma að því, að safna
hinum nauðsynlegu 66.000
undirskriftum til að geta boð-
ið fram sinn eigin frambjóð-
anda í þessu fylki.
PFP sóttist aftur á móti.'
róðurinn miklu þyngra en
Wallace — m.a. vegna þess
að flokkurinn hafði ekkert
forsetaefni —, og állt benti
til þess, að hann mundi ekki
geta safnað nauðsynlegum
meðmælendafjölda.
En atgangur Wallace og
stuðningsmanna hans yzt til
hægri varð vinstrisinnum
mikil hvatning til að styðia
PFP og á síðustu vikum árs-
ins 1967 skráði flokkurinn
tæplega 80.000' meðlimi.
Yrkisskólaþing Norðurlanda
haldið / Reykjavík næsta ár
Lokið er hér í Reykjavík
sameiginlegum fundi fulltrúa
Norðurlandanna allra til að
undirbúa svokallað „Yrkis-
skólaþing", sem halda á hér á
landi árið 1969. Yrkisskólasam-
tök Norðurlanda hafa gengizt
fyrir ýmis konar samvinnu i
fræðslumálum þessara fræðslu-
stofnana, sem e.t.v. mætti á
íslenzku kalla atvinnuskóla, allt
frá því 1924, með því m’.a. að
halda með sér þing á 5 ára
fresti og skipuleggja ýmiskon-
ar námskeið, fræðslufundi og
kynningarstarfsemi meðal
kennara oe starfsfólks Sknl
anna.
Þing þessi hafa sum verið
mjög fjölmenn og eru haldin
í löndunum til skiptis. Síðast
var slíkt þing haldið hér árið
1949.
Fyrsta undirbúningsfund
næsta þings sátu þrír fulltrúar
frá Finnlandi, einn frá hverju
hinna Norðurlandanna auk ís-
lerizku fulltrúanna, en hinn ís-
lenzki hluti undirbúningsnefnd-
arinnar er skipaður fulltrúum
tilnefndum af menntamála-
ráðuneytinu, Reykjavíkurborg.
Landssambandi iðnaðarmanna.
Fél ísl iðnrekenda. Sambandi
tðnskóla á íslandi, Verzlunar-
skóla íslands, Stýrimannaskól-
anum. Iðnaðarmannafélaginu í
Rvík. Iðnskólanum f Rvík oe
'rennarafélagi hans.
Á undirbúningsfundinum vai
samþykkt, að þingið yrði hald-
ið í Reykjavík fyrstu daga
júlímánaðar 1969, og hefjist
' með hátíðlegri samkomu fyrir
allan þingheim, væntanlega um
5-600 manns. að morgni fyrsta
þingdags.
Gert er ráð fyrir skiptingu
þingheims í mismunandi hópa
eftir áhugamálum og að ýmis
konar fræðsluerindi verði flutt
og umræður fari fram um þau
Jafnframt er áformað. að hald-
in verði sýning á kennslubók-
um og öðru efni um fræðslu-
mál á þessu sviði hjá hverr
þjóð fyrir sig Loks er til um
ræðu fyamtíðarskipulag sam-
takanna, nýskipan á fyrir
.komulagi þinganna. kennára-
fræðslu, nánari samvinnu land-
anna á ýmsum sviðum o.fi
Skipulagðar verða fræðslu-
og skemtiferðir fyrir eiginkon-
ur þátttakenda, meðan þingið
stendur og að þingstörfum
Ioknum fyrir þá, sem óska
Undirbúningsfundur þessi var
haldinn i Iðnskólanum í Rvík
dagana 11. og 12. janúar
Næsta haust er m.a ráðgert
að efna til þriggja mánaða
námskeiðs fyrir leiðbeinendur
á sviði æskulvðsstarfs og al-
þýðufræðslu.
Kennslugjöld eru engin á
námskeiðum stofnunarinnar. en
ferða- og dvalarkostnað þurfa
bátttakendur sjálfi'r að ereiða.
Þátttakendur dvelja f beima-
vist. og er ekki gert ráð fyr-
ir, að húsnæðis- og fæðiskostn-
aður verði nema tnn sænskar
krónur á viku.
Tilkynning um bátttöku skal
■hafa borizt Lýðháskólanum
hálfum mánuði fyrir upphaf
viðkomandi námskeiðs Skrá
um námskeiðin ásamt eyðuþlöð-
um undir þátttökutilkynningar
fæst í menntamálaráðuneytinu.
StjórnarríAr.’-'.-i-. -.= * t.^ví-
artörg
(Frá menntamálaráðun.).