Þjóðviljinn - 28.01.1968, Blaðsíða 3
Stinmtdagw 28. famöar 1868 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J
• T
Loftsigling Andrées verkfræðings — Úrklippur í
pappakassa -f Gátur hins tvísýna ævintýris
— Fangi fyrirframfrægðar?
Eftirfarandi umsögn birtist
nýlega í norska Dagblað-
inu um bók Per Olofs Sund-
mans, sem á dögunum hlaut
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs:
Það var Per Olof Sundman
sem fékk bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í ár fyrir
bók sína nýútkomna, Loft-
sigling Andrésar verkfræð-
ings. Það er góð bók. Hún á
verðlaunin sannarlega skilin.
Sjálfur hefur Sundman
sagt frá því að hann hafi
rekizt á söguna um Andrée
í pappaöskju uppi á lofti, en
í hepni geymdi faðir hans
blaðagreinar um Andrée og
Friðþjóf Nansen. Sagan hafði
mikil áhrif á hann bam að
aldri og seinna tók hann að
safna kerfisbundið efni umy
þennan leiðangur. Og nú hef-
ur af þessum efnivið sprott-
ið skáldsagan um S. A.
Andrée, uppfinningamanninn
og verkfræðinginn sem hlaut
svo dapurleg örlög.
Sagan er þessi: Á miðjum
síðasta áratug 19. aldar fór
Andrée, sem. snemma hafði
fengið áhuga á flugferðum
í loftbelg, í nokkrar ferðir á
loftbelgnum Svea og varð
frægur maður af. Seinna
gerði hann miklar áætlanir
um loftbelg sem mætti stýfa
og hægt væri að nota til
leiðangurs til norðurheim-
skautsins. Eftir áralangan
undirbúning lagði Andrée á-
samt tveim mönnum. Strind-
berg og Frænkel, upp frá
Svalbarða í loftbelg sem hafði
hlotið nafnið Örninn.
Flugtak, sem gert var í
júlímánuði, var misheppnað.
þar eð þeir félagar misstu
meirihluta þeirra dráttar-
tauga. sem áttu að tryggja
það. að hægt væri að stýra
loftbelgnum. Belginn rak því
fyrir öllum vindum burt frá
Svalbarða. Síðan spurðist
ekki meir til Andrées og fé-
laga hans.
Það var ekki fyrr en 30
árum síðar að leifar leiðang-
ursins fundust á eyju fyrir
austan Svalbarða. Meðal ann-
ars fannst ítarleg dagbók
Per Olof Sundman
Andrées og athuganir Strind-
bergs. Það er þessum skjöl-
um að þakka, að menn hafa
getað gert sér grein fyrir ör-
lögum mannanna þriggja
Eftir þrjá daga á lofti strand-
aði Örninn á ísnum, eink-
um fyrir sakir ísingar — en
körfuna tók hvað eftir ann-
að niðri á hafísnum. Eftir 65
klst. siglingu neyddist leið-
angurinn' til að lenda og það
tókst ekki að fá belginn á loft
aftur. Leiðangursmenn reyndu
að bjarga lífi sínu með þvi
að snúa aftur til Svalbarða
yfir ísinn. en það tókst ekki
fyrir sakir ísreks. Andrée og
Frænkel frusu í hel skömmu
eftir að Strindberg hafði lát-
izt og verið grafinn í kletta-
sprungu.
Aþessari sögu reisir Sund-
man skáldsögu sína. Hann
byggir á þeim skjölum sem
til eru — að því leyti er um
ótvíræða heimildarskáldsögu
að ræða. Engu að síður er \
þetta skáldverk; á sviði ytri
frásagnartækni hefur Sund-
man til að mynda sigrazt á
hinu mikla staðreyndaefni
með þvi að leggja söguna í
munn Frænkels. þess leiðang-
ursmanns sem ekki skildi eft-
ír sig skrifað orð. Með þessu
móti nær Sundman vissu
skáldlegu frelsi og fjarlægð
frá þekktum staðreyndum
sem eru hinsvegar alltaf ná-
lægar og tengja saman lýs-
inguna.
Bókin fjallar þannig um
staðreyndir. um öll hin hlut-
lægu smáatriði lífsins sem
Sundman hefur mætur á að
lýsa. en um leið um ýmislegt
annað: um hin sérkennilegu
samskipti. félagsskapinn sem
verður tii á milli mannanna
þriggja sem eru aleinir
skammt frá norðurpól. Hún
fjallar um órökrænar hvatir.
hugdettur sem örva ímyndun-
araflið. sálfræðilegar gátur.
Hvað var það til að myndá
sem rak Andrée og förunauta
hans í þetta furðulega ævin-
týri á Norðurslóðum? Menn
geta með því að styðjast við
bókina sagt að það hafi ver-
ið metnaður, löngun í frægð
og heiður Menn geta einnig
skýrt það með því, að benda
á það að Andrée varð fangi
hinnar miklu auglýsingar, sem
ferðin hafði fengið áður en
hún var farin. Sú hugmynd
að fara í loftbelg yfir Norð-
úrpólinn vakti hrifningu um
allan heim, og jafnvel þótt
Andrée hefði vilja þá gat
hann ekki dregið sig i hlé
eftir alla þá eftirvæntingu
sem hann hafði vakið upp
bæði með sjálfum sér og
öðrum. Hann vildi heldur láta
'lífið en hrapa úr hetjutign
í hugleysingjasess. Sundman
sýnir þannig hvernig stífni
og metnaður Andrées gjörði
hann að þræl sinna eigin á-
ætlana. dæmdan til að hætta
lífinu í aevintýri sem hann
sjálfur ef til vill vissi að
hlaut að mistakast.
En engin þessara skýringa
nægir alveg. Og það er
afrek Sundmans að fá okkur
til að finna til þess með svo
sterkum hætti sem raun ber
vitni. að það er. þegar dýprn
er kafað eitthvað dularfullt
við norðurpólsástríðu And-
rées. Og bókin er líka ekki
um Andrée og förunauta hans
heldur um landslag og töfr-
andi áhrif þess. um norðrið
Eða réttara sagt ..Loftsigling
Andrées verkfræðings" er
bók í mörgum ,.lögum“ Hún
er og auðlesin og mjög spenn-
andi skáldsaga. sem mun
tryggja Sundman marga nýja
lesendur. Hún er skáldverk
um manneskjur, skrifuð f
knöppum. andsálfræðilegum
stíl Sundmans: og hún u frá-
sögn um land sem er i sern
grimmdarlegt og yfirþyrm-
andi og glæsilega fagurt. ó-
gleymanlegt...
Arthúr frændi í heimsókn
Hann Arthúr frændi, þ.e.
Arthur 8. Maxwell rithöfund-
ur, er staddur hér þessa dag-
ana og ætlar m.a. að kynnast
íslenzkum börnum, en hann er
kunnur meðal barna í öllum
heimshlutum og hefur skrifað
handa þeim yfir 100 bækur
sem gefnar hafa verið út í tug-
um miljóna eintaka.
Reyndar hafa nokkrar bæk-
ur Arthurs S. Maxwells komið
út á íslenzku líka, eins og hann
komst að sér til mikillar
ánægju er hann kom til lands-
ins, að því er hann sagði í
viðtali við blaðamenn í fyrra-
dag. Var það hluti af „Uncle
Arthur’s Bed-Time Stories" eða
-Q
Sjálfvirkt fisk-
talningartæki
Sovézkir vísindamenn
hafa með aðstoð vélfræð-
inga búið til tæki til fisk-
talningar, sem skráir með
sjálfvirkum hætti niður
ekki aðeins fjölda heldur og
stærð þeirra fiska, sem fara
fram hjá teljaranum. Tæk-
ið er byggt á nýtingu fótó-
sellu sem nýtt er með sér-
stökum hætti. Þegar ljós-
geislinn til fótósellunnar er
rofinn verður til boð sem
magnað er og sent áfram tiíl
sjálfrar talningarvélarinnar.
Slíku tæki hefur verið
komið fyrir við Saratofraf-
stöðina við yolgu og við
ýmis önnur mannvirki við
ár f Austur-Sfberíu (APN)
Rökkursögum, eins og þær
nefndust á íslenzku, en útgef-
andi var Bókaforlag Aðvent-
ista. Rökkursögur hafa nú ver-
ið þýddar á meira en tuttugu
tungumál og komið út í 30
miljón eintökum.
Nýjasta verk A. Maxwells
eru Sögur Biblíunnar, sem eru
í 10 bindum, og vakið hefur
mikla athygli víða um lönd,
en í þessum bókum er mikill
hluti biblíuilnar endursagður
í því fráságnarformi sem börn
skilja, þ.e. hann hefur þýtt
biblíuna á mál barnanna.
Fyrsta bindið í þessu ritverki
er yæntanlegt á íslenzku í vor
í þýðingu Bergsteins Jónsson-
ar capd. mag. og er það sem
áður Bókaforlag Aðventista
sem stendur fyrir útgáfunni.
Arthur Maxwell er fæddur
Englendingur, en fluttist ásamt
fjölskyldu sinni til Banda-
ríkjanna 1936. Að því er hann
sagði var það nánast tilviljun
að hann þyrjaði að skrifa íyr-
ir börn. Hann gerðist blaða-®^
maður að loknu námi í Eng-
landi og fékk þá m.a. það verk-
efni að sjá um barnasíðurnar
í blaðinu sem hann vann við.
Þegar hann vantaði annað
betra fór hann sjálfur að skrifa
uppbyggjandi sögur íyrir börn-
in, það var árið 1920, og 1924
átti hann orðið nógu margar
til að gefa út bók. Útgefand-
inn sem hann sneri sér til var
tregur í fyrstu og vildi ekki
prenta nema 5000 eintaka upp-
lag í byrjun. en það átti eftir
að koma á daginn að sögurnar
seldust svo vel að prenta varð
þær í miljónaupplagi.
XJm þessar miklu vinsældir
bóka sinna sagði A. Maxwell,
að þær stöfuðu sennilega af
þvi að þetta væru í raun og
veru sannar sögur, teknar úr
daglegu lífi barnanna, — eins
hafa margir hinna ungu les-
enda hans sent honum bréf
með hugmyndum í nýjar sög-
ur. Beztu gagnrýnendur Arth-
úrs frænda hafa verið hans
eigin börn, — hann á sex, —
og kvaðst hann aldrei hafa sett
sögu á prent sem þeim hefði
ekki líkað fullkomlega.
— Fyrst var þessi sagnarit-
un tómstundavinna mín, en
hún varð brátt svo umfangs-
mikil, að þetta varð mín aðal-
atvinna, segir Maxwell. Alls
eru sögurnar nú orðnar um
þúsund, en auk rithöfundar-
starfanna hefur hann síðan
hann fluttist til Bandaríkjanna
stjórnað trúmálatímaritinu
„Tákn tímanna", einu kunn-
asta riti sinnar tegundar í
Bandaríkjunum.
Arthur Maxwell bjóst við að
dveljast hér á landi pokkra
daga og kvaðst hlakka mikið
Eitt af auglýsingaspjöldunum.
HerferS í umferíar-
fræðslu uð hefjast
Arthur S. Maxwell eða Arthúr
frændi eins og börnin kalla
hann.
til að kynnast landi og þjóð,
enda er þetta í fyrsta sinn
sem hann kemur hingað.
Þessa dagana er að hefjast
almenn umferðarfræðsludag-
skrá á vegum umferðarnefnd-
ar Reykjavíkur og lögreglunn-
ar í Reykjavík. Markmið þess-
arar dagskrár er að veita öll-
um vegfarendum. ungum sem
öldruðum. sem ítarlegasta
fræðslu um umferðármál, en
lögð verður sérstök áherzla á
-vandamál aldraðra i umferð-
inni sem og yngstu vegfar-
endanna. Framkvæmd þessar-
ar dagskrár er í höndum
fræðslu- og upplýsingaskrif-
stofu umferðarnefndar Reykja-
víkur.
Helztu þættirnir i þessari
dagskrá en hún mun standa
fram i miðjan marz, verða
þessir:
1. — Dreifimiðar um umferð
gangandi vegfarenda hafa' þeg-
ar verið sendir á öll heimili á
höfuðborgarsvæðinu. Á þess-
um dreifimiðum er vakin at-
hygli á fjórum reglum, sem
mikilvægar eru hverjum gang-
andi vegfaranda, en einkum er
þó vakin athygli á mikilvægi
þess, að gangbrautir séu rétt
notaðar.
2. — Um næstu mánaðamót
verða sendir dreifimiðar til
allra skólabarna hér á höfuð-
borgarsvæðinu. sem eru 7-12
ára. Dreifimiðar þessir bera
heitið „Forðizt slysin“. Á þeim
verða m.a. úpplýsingar um
helztu orsakir barnaslysa á sl.
ári.
3. ■*— Komið verður upp 600
auglýsingaspjöldum á höfuð-
borgarsvæðinu. Á , spjöldum
þessum eru hvatningarorð til
vegfarenda. Þegar hefur um
500 slíkum spjöldum veriðkom-
ið upp.
4. — „Ökumaðurinn" nefnist
fræðslu- og kynningarrit sem
gefið verður út og sent öllum
atvinnubifreiðarstjórum á höf-
uðborgarsvæðinu.
5. — Efnt verður til skipu-
lagðra fræðslufunda með at-
vinnubifreiðastjórum. Hefur sá
fyrsti þegar verið haldinn. Á
þessum fundum verður at-
vinnubifreiðarstjórum. Hefur sá
menn fræðsla um umferðar-
mál. jafnframt því að rætt
verður um undirbúning H-dags.'
Gert er ráð fyrir, að hver at-
vinnubifreiðarstjóri eigi kost
á að sækja 2-3 slífea fundi fram
að H-degi.
6. — f febrúarmánuði verð-
ur efnt til almennra fræðslu-
funda með íbúum höfuðborgar-
svæðisins. Þar verður rætt um
almenn umferðarmál, jafn-
framt þvi að gefnar verða upp-
lýsingar um undirbúning fyr-
ir breytingu í hægri umferð.
Gunnar og Björn
halda forusiunnl
A fimmtudag var tefld 5.
umferð í meistaraflokki á Skák-
þingi Reykjavíkur 1968. í A-
riðli gerðu Gunnar Gunnarsson
og Jón Pálsson jafntefli og í
B-riðli gerðu þeir Bjöm Þor-
steinsson og Bragi Kristjáns-
son jafntefli. Gunnar er því
enn efstur í A-riðli með 4%
vinning úr 5 skákum og Guð-
mundur Sigurjónsson næstur
með 3% vinning og biðskák
sem hann á líklega unna. í B-
riðli er Bjöm Þorstéinsson
efstur með 4% vinning og
Bragi Kristjánsson annar með
4 vinninga.
LEIPZIG
Sýningartímar:
3. — 12. 3. 1968
Sýning á iðnaðar-
og neyzluvörum.
1. — 8. 9. 1968
Neyzluvörur.
Á kaupstefnunni í Leipzig sem er elsta og umfangsmesta vörusýning í
heimi, getið þér fylgzt með þróun framleiðslunnar í yðar atvinnugrein.
— Þar mætast iðnrekendur og feaupsýslumenn, vísindamenn og iðn-
íræðingar, hvaðanæva úr heimi. — í Leipzig sýna framleiðendur frá 70
löndum í austri og vestri vörur sínar í 60 skýrt aðgreindum vöruflokk-
um. Leipzig styður þannig að framþróun heimsviðskipta og tækniþró-
unar. — Heimsækið Leipzig, miðstöð alþjóðlegra viðskipta.
Kaupstefnuskírteini sem jafnframt gilda sem vegabréfsáritun fáið þér
hjá umboðsmönnum: KAUPSTEFNUNNI — REYKJAVÍK Pósthússtræti 13.
Símar: 10509 og 24397 eða við landamæri DDR. ^
KAUPSTEFNAN í LEIPZIG — Þýzka alþýðulýðveldið.
*