Þjóðviljinn - 28.01.1968, Blaðsíða 6
w
g SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 23. janúar'
1968.
Svipmyndir
úr sögu
tóbaksins
□ Allt frá því að Indíánar geröu Spán-
verja Kólumbusar ringlaða í kollinum með
tóbaksreyk hefur tóbak komið mikið við
sögu siða og umgengnisvenja í Evrópu.
Tóbaksnotkun hefur og, oft á mjóg sér-
kennilegan hátt, endurspeglað sögulegt
umrót og breytingar. Eru rakin hér ým-
isleg dæmi af þeirri þróun.
Tóbakíð er komið frá Amer-
íku eins og kunnugt er og fyrstu
Evrópumenn sem kynntust því
voru þeir Kolumbus og félagar
hans er þeir stigu á land í Vest-
ur-Indíum 12. okt 1492. Orðið
sjálft, tóbak, er úr indíánamáli,
en það táknaði ekki jurtina
sjálfa.
Bartholomé de Las Casas
biskup (d 1566), sem tók þátt í
útgáfu bréfa Kólumbusar 1536
segir svo frá fyrstu kynnum
Evrópumanna af þessari jurt:
„Spánverjar hittu marga menn
og konvír, sem báru glóð, sem
lifði á ilmgóðum jurtum. Þurrk-
uð planta var vafin inn í breitt
blað sem einnig var þurrkað.
Kveikt var á ððrum enda en
um hinn saug fólkið til sín
reyk. Af þessu urðu menn syfj-
aðiir og ölvaðir en losnuðu um
leið við þreytutilfinningu. Fólk-
ið kallaði stöngla þessa tab-
acos". Fyrir sakir duttlunga ör-
laganná hefur tóbak, eða orð
því líkt, orðið hið evrópska
nafn, á þessari jurt sem svo út-
breidd hefur orðið síðan.
Tóbakið. sem kemur fram um
1600 og er orðið útbreitt á átj-
ándu öld, er það nautnalyf sem
hefur náð almennustum vin-
sældum meðal allra þjóðfélags-
hópa. Það hefur og, ásamt með
kaffi og tei, haft mikil áhrif
á umgengnisvenjur okkar og bá
heldur til ,góðs. Fyrir þann tíma
höfðu menn aðeins mat og öl
eða vín. Matur: menn gátu set-
ið við og étið sér til óbóta, öl
og vín: að því kom að menn
urðu fullir — kaffi, te og tóbak
höfðu í för með sér aðeins létta
örvun, kannski andagift í vin-
samlegum samræðum — ekki
ölvun og timburmenn.
Höfuðverkur
drottningar
Flestar tegundir tóbaksneyzlu
voru þegar til í Ameríku þegar
Evrópumenn lögðu þann heims-
hluta undir sig. Á Vestur-Indí-
um og í Mexíkó reyktu menn
samanvafin tóbaksblöð — sem
svara til vindla og vindlinga
okkar tíma. Brasilía kenndi
Portúgölum að taka fínskorið
tóbak í nefið. Pípur voru reykt-
ar á ýmsum stöðunA, en þó
einkum í Norður-Ameríku, og
það vom einkum Englendingar
og Hollendingar sem lögðú leið
sína til þessa hluta hins ný-
fundna meginlands.
Spánverjar, Portúgalar, Eng-
lendingar og Hollendingar komu
með þessar aðferðir til tóbaks-
neyzlu með sér til Evrópu. Á
Spáni reyktu menn vindla fram
að um 1800, pipa var allsstaðar
reykt, þó einkum af sjómönn-
um. Og neftóbak átti snemma
sína stórveldistíma.
Menn eins og Las Casas bisk-
up töldu það athyglisvert að
heiðnir innbyggjar AmerfKU
reyktu furðulegar jurtir, en hitt
gátu þeir méð engu móti skilið
hvers vegna hinir kristnu Spán-
verjar tóku upp bessa heiðnu
siði: „Ég þekki Spánverja sem
líkja eftir þeim og þegar ég á-
saka þá fyrir þennan villi-
mannasið . svara • þeir að þeir
geti ekki lagt niður þennan á-
vana. Ekki veit ég hvaða hag
þeir telja sér í þessu “
Hinsvegar þótti sjálfsagt að
prófa lækningamátt jurtarinnar.
Hún var komin i gfasgarð í
Lissabon þegar árið 1518. Lækn-
ar notuðu hana gegn sárum og
kýlum. Þar sá franski vísinda-
maðurinn og diplómatinn Jean
Nicot hana er hann var sendi-
herra Frakklands í Portúgal
1559-1561. Hann gerði tilraumr
með plöntuna og útbreiddi vit-
neskju um hana eftir heim-
komu sína. Hið latneska nafn
plöntunnar, Nicotiana» er dregið
af nafni hans. Sú saga hefur
gensið að einmitt Jean Nicot
hafi rááið bug á höfuðverk
Katrínar ekkjudrottningar af
Medici með því að kenna henni
að taka í nefið. Jurtinni var
gefið nafnið „l’herbe de la
reine“ — drottningargrasið. Og
frá frönsku hirðinni breiddist
út sá siður að troða mulnu tó-
baki í nasirnar.
Gullöld
neftóbaks
Læknar þeirra tíma töldu það
ekki nema eðlilegt að menn
gætu hresst upp á heilann, gert
sig „klára í kollinum“ með því
að taka í nefið, því um nefið
fengu menn beinast samband
við heilann. Það varð hámark
fínheita í tízkúsiðum að taka í
nefið. Mikill siðabálkur varð t-il
um neftóbak og neftóbaksdósir.
Aðferð manna við að bjóða í
nefið sýndi uppeldi þeirra, ald-
ur og stétt. Með því að bjóða
og þiggja í nefið gátu menn
látið í ljós hvaða tilfinningu
sem var, frá dýpstu virðingu til
ískaldrar fyrirlitningar. Til voru
námskeið fyrir þá sem höfðu
ekki vanizt umgengni við nef-
tóbak frá blautu barnsbeini.
Þetta getur virzt spaugilegt nú,
en menn hugleiði hvaða áhrif
þetta hefur haft á umgengnis-
venjur okkar. Þegar gerðir
verða upp reikningar fyrir tó-
bak á dómsdegi verða menn uð
taka tillit til framlags þess í
þá veru að siða Evrópumenn.
En um 1800 er neftóbakið að
verða gamaldags (ekki þó á Is-
landi). Mönnum fannst það 6-
fagurt að ganga með sultar-
dropa. Einkum leizt mönnum
illa á neftóbakskonur. Hinn
danski sagnfræðingur og um-
bótamaður G.L. Baden (1764-'
1840) lýsti því yfir, að konur
sem tækju í nefið, gætu ekki
búizt við þvi að komast f hjóna-
band, og ef það samt tækist þá
ættu neftóbaksvenjur þeirrá að
vera nægileg skilnaðarsök.
Tóbakssósa í
heilabúinu
Nú voru komnar nýjar tó-
baksvenjur.
Fyrst og fremst ber þá að
ræða um pípuna.
Pípur gerðu menn úr leir eins
og Indíánar. Holland var eink-
dm þekkt fyrir pípuframleiðslu.
Pípurnar voru yfirleitt hvítar
þegar þær voru nýjar, en oft
voru hausarnir skreyttir. Þær
voru ódýrar: menn keyptu pfpu
fyrir einn skilding um leið og
menn keyptu tóbak fyrir tvo.
En þær voru líka mjög brot-
hættar.
Svo varð ný iðngrein til: tó-
baksspuni.
Svo er mál með vexti að
menn reyktu aldrei blöðin sjálf.
Bezta tóbakið kom frá Ameríku.
Fyrst þurfti að tína blöðin, síð-
an að þurrka þau hægt og gæti-
lega. Efnabreyting fer þá
fram í þeim. En eítir þurrkun
þarf að vera í þeim gerjun; við
hana myndast þau ilmefni sem
Ijá tóbakinu hið sérkennilega
bragð. Eftir gerjun var tóbakið
flokkað. Blöðin, sem enn voru
rök, voru spunnin á þann hátt
að þau litu út eins og þuml-
ungsþykkur kaðall, af þessu
var nafn iðngreinarinnar dreg-
ið. Heima gátu menn skorið sitt
tóbak sjálfir í appírati sem
liktist gamaldags braúðskera.
Menn gátu einnig keypt tóbak
skorið í pökkum, sem prýddir
voru glæsilegum vörumerkjum.
En 'áður en svo langt var
komið hafði tóbakið lifað erf-
iða tíma. Það skaut upp koll-
inum á vettvangi læknisfræði
en varð fljótt að nautnalyfi og
neyzla þess var talin versti
löstur. Fyrir og eftir 1700 var
gerð hörð hríð að tóbakinu.
Frægar eru árásir Jakobs fyrsta
Englandskonungs á tóbakið og
skrifaði hann deilurit um efnið
bæði á ensku og latínu og í
Danmörku tók mágur Jakobsi
Kristján fjórði, í sama streng
og þeitti fyrir sig líflækni sín-
um. Læknisfróðir menn voru
komnir að þeirri niðurstöðu, að
inni í höfði manna sem reyktu,
myndaðist þykkt lag umhverfis
heilann með þeim afleiðingum,
að þetta ágæta líffæri liti út
eins og skorpinn pípuhaus.
Kristján fjórði innleiddi ým-
iskonar bönn við tóbaki. Menn
geta vel skiiið að hann var
mótfallinn reykingum á skip-
um flota síns. En að lokum
varð hann að láta undan. Árið
1640 skrifaði hann Corfitz, Ul-
feldt að hann ætti að sjá í tíma
um „tóbak fyrir Norðmennina
á flctanum, sem geta vart
heilsu haldið lengi án þess. Þeir
taka það gjaman í staðinn fyr-
ir morgunverð."
Virðingartákn
Krítarpípan hélt lengi velli,
en þegar í byrjun 18. aldar
kom nýtt efni, merskúm. Mer-
skúm er ekki myndað úr sjávar-
froðu eins og menn héldu, held-
ur er þetta steinefni sem finnst
á Balkanskaga, Spáni og Norð-
ur-Afríku. Merskúmspípan hef-
ur sömu eiginleika og krítar-
pípa — efnið er gljúpt, og get-
ur sogið í sig rakann úr tóbak-
inu. Auk þess er það fallega
hvítt og auðvelt að skera það
meðán það er nýtt. Þegar menn
tilreykja merskúmspípu á réttan
hátt fær það fallegan hunangs-
lit. Sé haus slíkrar pípu soðinn
í olíu, fá menn Kúrlandspípu
svokallaða;- Sagt er að And-
rassy nokkur fursti hafi feng-
ið skósmið í Búdapest til að
skera fyrstu merkúmspípuna
laust eftir 1720 — en mest voru
slíkar pípur notaðar á nítjándu
öld. Silfurslegin merskúmspípa
varð blátt áfram virðingartókn
ráðsettra borgara. Ungur maður
var fyrst fullorðinn talinn, þeg-
ar hann hafði fengið sína fyrstu
merskúmspípu. Slík pípa dugði
lengur en krítarpípa, hana þurfti
að hreinsa og fylgdi henni því
pípuskafari, helzt úr silfri. En
um leið var hún fyrst og fremst
karlmannsgóss. Með merskúms-
pípu hvarf tóbakið úr heimi
kvenfólksins. Sígaunakelling gat
reykt krítarpípu, en merskúms-
pípu hefur víst aldrei verið
stungið upp í hana.
Að komast á
pípuhaus
En með nýrri öld kom
píputegund — pípur með postu-
línshaus. En frá þeim burfti að
ganga með sérstökum hætti ,•
postulín er ekki gljúpt og get-
ur ekki sogið til sín raka, þvi
þurfti að útbúa svamp í pípu-
hausinn. Hér við bættist langt
mupnstykki úr kopar, sem
stundum var klætt í skinn eða
silki. Postulínshausinn var kjör-
inn gripur til skreytinga ýmis-
konar. Mesta frægð sem menn
öðluðust var að „komast á pípu-
haus“. Það voru kóngar, hers-
höfðingjar og dansmeyjar sem
komust á pípuhausa. Og auðvit-
að gátu menn líka fengið pípu-
hausa með klámmyndum, þvi
pípan var karlmannsgripur.
Löngu pípurnar eru teknar í
notkun um 1825 og eru algengar
frá því um öldina miðja. Þá
hófst stríðið milli hvítra glugga-
tjalda húsmóðurinnar og pípu
eiginmanns. En þar eð um svip-
leyti komu til sögunnar betri
ofnar og lampar, gátu menn
leyft sér að nota fleiri herbergí
en áður, og reykingum húsbónd-
ans mátti vísa í húsbónda- eða
reykstofu. Uppfinningar og siða-
breytingar héldust í hendur —
á sviði tóbaksneyzlu sem og
öðrum.
Jafnrétti
sígarettunnar
Og tóbaksneyzlán óx jafnt og
þétt. Vindlillinn kom til skjal-
anna við hlið löngu nípunnar.
Spánverjar höfðu lært að reykja
samanvafin tóbaksblöð þegar er
Kólumbus kom til Ameríku. Og
þessháttar vindlar voru fluttir
til Evrópu á 17. og 18. öld,
einkum frá Mexíkó, og vindla-
neyzla breiddist út, þótt hægt
færi. En á 19. öld verða vel
vafðir úrvalsvindilingar forsenda
þeirrar tóbaksnautnar sem göf-
ugust var talin, og kunnáttu-
menn lögðu metnað sinn í að
þroska með sér sem vandlátast-
an smekk.
*
Sígarettan er yngsta greinín
á virðulegum ættmeiði tóbaks-
ins. Hún er hvorki fin né ófín,
hún er fyrir alla. Hún varð al-
geng meðan á stóð Krímstríð-
inu og breiddist hægt út á
seinni hluta síðustu aldar. En
miklum vinsældum náði sígar-
ettan fyrst á árum heimsstyrj-
aldarinnar fyrri. Það var fljót-
legt að kveikja í henni, fljót-
legt að drepa í henni, hún var
vélkomin örvun í hamagangi
og sviptingum stríðsins. Síðan
hefur sígarettan unnið á þrátt
fyrir ýmsar blikur á lofti. Og
hún hefur endurreist jafnrétti
kvenna og karla í tóbaksbrúk-
un. Nú er svo aftur komið sem
var i upphafi evrópskrar tó-
bakssögu, þe’gar frönsk drottn-
ing tók þessa indjánajurt með
■ sér inn í heim hirðlífsins- og
heim kvenfólksins . . .
!«: ®
Reykjandi maður, teikning cftir Adrian van Ostcnde (1610-‘85).
Þessi trcskurðarmynd sem sýnir reykjandi Indjána fylgir elztu
frásögn um ferðir Kólumbusar.
ny
Tékkneskir rithöfundar
fá aftur málgagnið
PRAG — Rithöfundasambandið í Prag á að fá aftur í
hendur vikublaðið um bókmenntir Literarny Noviny, sem
yfirvöldjn tóku af því í september síðastliðnum/segir þýzka
blaðið Frankfurter Rundschau. — Sagt er að hinn nýkjörni
flokksforingi Dubcek hafi í haust þegar mest gekk á, neit-
að að taka hið gagnrýnandi vikublað Kulturni Zivot af
rithöfundasambandinu' í Slóvakíu.
í því þlaði krefst nú einn af
fyrrverandi höfuðleiðtogum
kommúnista í Slóvakíu, Gustav
Husak að fullkomnu lýðræði
verði komið á í Tékkóslóvakíu,
frjálsar kosningar verði haldnar,
tj'áningarfrelsi verði tryggt og
lýðræðislegt eftirlit verði með
ríkisstjórninni.
Árið 1960 var Husak stimplað-
ur „borgaralegur þjóðernissinni“
og var sviptur öllum trúnaðar-
stöðum á vegum flokksins. Árið
1954 var hann dæmdur í. ævi-
langt fangelsi. Þessum dómi var
hrundið 1963 og Husak var veitt
full uppreisn æru. En hann hef-
ur ekki verið kosinn til trúnað-
arstarfa.
1 grein sinni í Kulturni Zivot
segir Husak m.a.:
„Evrópubúar nú á tímumvilja
vita hvað er raunverulega að
gerast í löndum sínum. Þeirvilja
skilja viðburðina, þekkja mála-
vexti, vera með í umræðum og
ákvörðunum. Þeir vilja sjálfir
geta valiö leiðtoga sína og getað
hrósað þeim og gágnrýnt eftir
atvikum cg jafnvel sett þá af“.
i
i
i
I