Þjóðviljinn - 29.02.1968, Side 1

Þjóðviljinn - 29.02.1968, Side 1
Flóð í Elliðaárstööinni í gær t gærmorgun snemma brast 30-4o metra breitt skarð í Ell- iðavatnsstífluna með þeim af- Ieiðingum, að nokkru síðar eða um kl. 6.30, er flóðbylgjan var komin niður að spennistöðinni við Elliðaár fór allt svæðið umhverfis stöðvarhúsin á kaf undir vatn og flæddi inn í hús- in. Tjón varð ekki mikið i spennistöðinni en litlu munaði að illa færi, því hefði vatnið komizt í spennana myndi allt Reykjanessvæðið hafa orðið rafmagnslaust um lengri eða skemmri tíma. Myndimar hér að neðan eru af þessum fjóðum. Sýnir önnur hvernig vatnið flæðir undir spennana úti en á hinni sést vatnið flæða inn i kjallara spennistöðvarinnar. Sjá fleiri myndir og frásögn á 3. síðu. Miklar skemmdir á Selfossi F/œtt hefur inn í mörg hús ■ : E ■ B : ■ : B B B E ■ B B 5 ■ B B E t ■ : B Það var nánast flóðbylgja, sem skall á okkur um fjögur j leytið í nótt, sa-gði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi í viðtali við Þjóðviljann um klukkan þrjú í gær- dag. Vatnsborðið í Ölfusá he'fur trúlega hækkað um fjóra til fimm metra og valdið miklu tjóni þegar hér á Selfossi, sagði Jón. Síðan heíur l>etta gengið í sveiflum. Hefur áin ýmist verið í vexti eða í rénun. Þessa stundina er hún heldur í vexti. Fólk hefur orðið að flýja hús. Flætt hefur inn í alla kjallara í húsum við götur eins og Þóristún, Selfossveg, Grænuvelli og í tvö hús við Árveg. Til dæmis var vatn upp undir hendur í kjallara hússins við Þóristún 1. Þá hefur flætt inn í kjallara kirkjunnar, inn_ í verzlundna Addabúð og einnig inn í vörugeymslu hennar vestan við ána og þegar ég var ataddur í Tryggvaskála í hádeginu, þá var vatn upp á mitt læri í eldihúsinu þar. Þá hefur flætt inn í verkstæði kaupfélagsins og hefur vatnsagi sennilega valdið miklum spjöllum þar eins og ann- arsstaðar. Þar er um að ræða bifvélaverkstæði, renniverk- stæði, málningarverkstæði, mótorverkistæði. eldsmiðju og rafsuðuverkstæði. Hefur flóðanna gætt einna mest fyrir- vestan brúna eða austan við Selfosstúnið. sagði Jón yfir- lögregluþjónn. Mikill jakaburður er í Ölfusá og haf a eins metra þykk- ir jakar borizt upp á götumar hér í kauptúninu og nokkuð af bilum lenti í þessum flóðum, en þegar hefur tekizt að bjarga öllum þessum bílum og urðu þeir fyrir litlum skemmdum. Ein jakahryðjan lenti með svo miklum krafti nprðaust- an megin á brúnni skömmu fyrir hádegi, að brúin skalf öll við og kvamaðist steinsteypan úr stólpunum og beygði stál- festingar í brúnni — svona mikill kraftur er í stórum jök- um er skella með miklum þunga á brúnni öðru hvoru. Mér er sagt, að gamla brúin yfir Brúará sé farin héma uppi í Tungunum og óttazt er um uppfyllinguna að nýju brúnni, sagði Jón. Klukkan 17.30 höfðum við aítur samband við Jón yfir- lögregluþjón á Selfossi og kvað hann Ölfusá hafa rutt sig talsvert fram — bafði myndazt uppistaða við kauptúnið — og hefði yfirborðið rénað nokkuð. Hinsvégar væri vatnsmagnið vaxandi í ánni og núna væru menn frá vegagerðinni’ að setja planka austan megin til þess að verja stren.gina höggum frá ísskriðinu í ánni. Seinna í. gærkvöld sagði Jón að vatsnið væri með mesta, móti. Þá var vatnsleiðslan farin í sundur undir brúnni og þorpið orðið vatnslaust. f flóðunum í Arnessýslu Q Gífurlegir vatnavextir og flóð hafa orðið í Árnessýslu undanfarna daga. Hafa stórfljótin flætt yfir bakka og valdið óhemju míklum skemmdum á vegum, rafmagns- og símaleiðsl- um, svipt af brúm og skemmt hvers konar mann- virki. Rafmagnslaust var í gær í uppsveitum Árnessýslu og veldur rafmagnsleysið vandræða- ástandi. □ Heil byggðahverfi og stakir bæir hafa ein- angrazt og eru umflotin vatni og eru víða vand- ræði með mjólkurflutninga frá bæjum og aðrar eðlilegar samgöngur við umhverfið. Sjónarvott- ar segja láglendið víða sem yfir stórvötn eða sjó væri að líta. □ Á Selfossi og í grennd hefur Ölfusá gert hinn mesta usla, borið jakahröngl upp á götur bæjarins, flætt inn í húsin og valdið mikium skemmdum á þeim og öðrum mannvirkjum. □ Segir nánar af þessum náttúruhamförum í viðtölum við fólk á flóðasvæðunum hér á síð- unni. Fleiri fréttir m.a. um vegaskemmdir víðs vegar um land eru á 12. síðu. Mesta flóS í Brúorá á þessari öld Uppsveitir Árnessýslu einangraSar? • Við náðum tali af Garðari | Hannessyni, stöð.varstjóra í Arsitungu um miðjan dag í gær og kvað hann ástandið | vera ískyggilegt á þessum slóðum. • Þegar er Ijóst, að svona mik- Ið flóð hefur ekkí komið í Brúará á þessari öld og var það hrikalleg sjón að sjá gömlu brúna sópast burtu klukkan elíefu í morgun og steypast ofan í straumálinn í jakaburðinum. • Brúin var byggð árið 1921 og var í notkun til síðustu ára- móta og hefur aldrei orðið fyrir skakkaföllum fyrr. Mik- il flóð eru einnig í Tungu- fljóti og Hvítá og eru orðin álíka og í jamúar 1947. Það sem er ískyggilegast við þetta, sagði Garðar er að flóðin í þessum . þremur ám fara vax- andi og .eru horfur á bví að Skálholt verði sambandslaust með kvöldinu Skeiðamegin. • Flætt hefur inn í dælustöðv- amar í Syðri Reykjum og á Spóastöðum bg hafa þær stöðvazt. Eru mörg gróðurhús kuldanum ofurseld á þessum slóðum en það hafði ver,ið komið upp í þessum gróður- húsum. • Auðshbltshverfið í Biskups- tungum hefur nú verið ein- angrað á annan sólarhring og hafa bændur farið á bátum til þess að sinna skepnum í Jámsmiðir í Vestmannaeyj- um hófu mótmælaverkfall í öllum vélsmiðjum í Eyjum í fyrradag. Hafa járnsmiðirnir ekkl fengið greidd fii'll viku- Iaun í smiðjunum' síðan um árajnót og hafa fengið kaupið sitt í smáslöttum’í hverri vlku fram til þessa. útihúsum — miklar skemmdir hafa orðið á girðingum. þar sem jakaburður og vatns- flaumur hefur sópað þeim burtu þegar. • Klukkan hálf éllefu rofnaði allt rafmagn við uppsveitir Árnessýslu, en komst aftur á hluta af Biskupstungum, en Skeiðahreppur, Gnúpverja- hreppur, Hrunamannahreppur og hluti af Biskupstungum Járnsmiðimir mættu yfir- leitt hver á sínum vinnustað, en neituðu að hefjast handa fyrr en kaupið væri greitt. Ekkert gerðist þann daginn. Jámsmiðirnir mættu í smiðjumar í gærmorgun og hófu enn setuverkfall og stóð svo þangað til klukkan þrjú eru ennþá rafmagnslaus og hafa Ieitarflokkar ekki ennþá fundið bilanir á rafmagns- línum. Rafmagnsleysi er mjög ískyggilegt fyrirbrigði fyrir bændur í þessum sveitum vegna mannfæðarinnar, þar sem alllar mjaltavéiar og vatnsaustur til kúnna byggist á notkun rafmagns. • Flætt hefur inn í fjárhús á Frambald á 2. síðu. um daginn. Hófu jámsmiðim- ir þá aftur vinnu og gáfu vél- smiðjunum frest til þess að gera upp við járnsmiðina vinnulaun til föstudagsins 8. marz. 1 Er þá ætlunin að hefja aft- ur verkfall, ef ekki hafa feng- izt greidd vinnulaunin. Júrnsmföir í Eyjum geru verkfull I 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.