Þjóðviljinn - 29.02.1968, Page 4

Þjóðviljinn - 29.02.1968, Page 4
I 4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJ.NN — KmmAuda©ur 29. febróar 1968. Otgéíancii: áameiningarfiokKuj alþýðu - Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj.: ■ Eiður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr 120.00 á mánuði — Lausasöluverð krónur 7.00 Á þeirra vaidi ^ðdragandi þess stórverkfalls sem boðað hefur verið eftir nokkra daga er einstæður í sögu ís- lenzkrar verklýðshreyfingar. Fjallað var um kröfumar og hinar sameiginlegu aðgerðir á þingi Alþýðusambands íslands og þingi Verkamanna- sambandsins, og á báðum stöðunum var alger einhugur, engin mótmaelarödd, ekki eitt einasta mótatkvæði. Allir fulltrúar verklýðssamtakanna voru á einu máli, þrátt fyrir mjög víðtækan.ágrein- ing um stjómmál og önnur þjóðmál. Valdamenn þjóðarinnar eru ákaflega glámskyggnir ef þeir gera sér þessa staðreynd ekki ljósa. Ekid verður þess sarnt vart að málgögn stærsta stjórnmálaflokksins á íslandi, Morgunblaðið og Vísir, eigi til það raunsæi að draga óhjákvæmi- legar ályktanir af einhug alþýðusamtakanna. Þau blöð taka ekkert tillit til kjósenda Sjálfstæðis- flokksins í verklýðshreyfingunni; þegar á reynir hafa þeir engin áhrif á málgögn sín og mættu vel minnast þeirrar staðreyndar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á því að Álþýðublaðið tekur í gær eindregið undir með verklýðssamtökunum og flokksmönnum sínum í þeim. Blaðið skýrir frá því að verklýðsmálanefnd Alþýðuflokksi'ns hafi „hvatt allt flokksfólk í verkalýðsfélögunum til þess að stuðla að.þeirri lausn deilunnar,; sem bezt tryggir atvinnuöryggi og raungildi vinnutekna. Jafnframt hefur nefndin heitið á ráðherra Alþýðuflokksins að vinna ötullega að lausn málsins án þess að til vinnustöðvunar komi. Verkalýðsmálanefnd Al- þýðuflokksins einbeitir sér þannig að því tvennu, sem allt vinnandi fólk hefur mestar áhyggjur af, fullri atvinnu og áframhaldandi verðtryggingu launa.“ Þannig segist Alþýðublaðinu frá og það tekur í forustugrein sinni eindregið undir kröfuna um að samið verði um vérðtryggingu launa án verkfalla. • ,|>essi yfirlýsing Alþýðublaðsins er ákaflega mik- ilvæg vegna þess að það var alþingi sem afnam lögin um verðtryggingu og leiddi þannig yfir verkafólk það ástand sem gert hefur verkfallsboð- un óhjákvæmilega. Enginn ágreiningur kom fram milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins þegar það óhappaverk var unnið, en þeim mun meiri tíðindi eru það ef þingmenn Alþýðu- flokksins hafa nú lært af reynslunni og skipt' um skoðun. Ríkisstjómin hefur lausn deilunnar í sín um höndum; þótt að forminu til sé rætt við full- trúa atvinnurekenda er kunnugt að þeir munu ekkert segja og gera án heimildar ríkisstjórnar- innar. Því geta ráðherrar Alþýðuflokksins og þing- menn leyst þessa deilu án þess að til verkfalla komi og firrt þannig þjóðarbúið og verkafólk mikl- um erfiðleikum og fórnum. — m. Fríhafnarverzlunin í flugstöðvarbygg'ingrunni á Keflavikurflugvelli. Breytingar á flugstöðvarbygg- ingunni á Keflavíkurflugvelli ■ Nýlega var lokið endurbótum og breytinigum á flug- stöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli, en þær hófust í marz á síðasta ári og hefur verið unnið óslitið að verkinu síðan. Eins og fram kom í frétt í Þjóðviljanum í gær eru breytingar þessar gerðar til þess að mæta vaxandi umferð ferðamanna um Keflavíkurffugvöll. ið 1967 og er fjármagin fengið til þess úr framkvæmdasjóði ríkisins. Tei'knistofan s/f Ár- múla 6 í Reykjavík gerðitedkn- ingar að breytingunni í sam- ráði við húsameistara ríkisins. Helgi Hallgrímsson húsgagna- arkitekt teiknaði innréttingar í minjagripaverzlun. .Einar Ey- fells, verkfra?ðiingur annaðist störf við hita- og loftræsting- arkerfi og Keflavíkurverktakar hf. önnuðust alla framkvæmd verksins í ákvæðisvin’nu. Stækkunin var fraimikvæmd með því að flytja ýmiskonar starfsemj af fyrstu hæð bygg- ingarinnar, svo sem flugsitjóm- arskrifstofur, skrífstofur flug- fðlaganna og ýmiskonar aðrar starfsdeildir. Gistihúsið á ann- Farþegarými á flugstöðinni er nú orðið um 2962 fermetrar og er þá meðtalið það rými seim þarf til ýmiskonar þjón- ustu við farþegana svo sem eldhús ásamt veitingasölum, verzlanir, póst- og símaþjón- usta, farangursgeymslur, snyrti- herbergi o.fl. Rcikmað er með að saimtiimis geti um 900 far- þegar haft viðdvöl í flugstöð- irrni. Fyrir breytinguna var þetta rými um 1596 fermetrar. Eins og fyrr segir var byrj- að á framkvæmdum í marz á s.l. ári en þeim var hagað þannig að flugstöðin gat starf- að óhindrað og truflanalítið meðan á verkinu stóð. Verkið er hluti af fram- kvæmdeérethin ríkisins fyrirár- arri hæð var lagt niður og þar komið ^fyrir þeirri starfsemi si=m vék af fyrstu hæð. Farþegar sem búasit tilbrott- ferðar af land inu koma nú i bifreiðum norðanvert við fliuig- stöðvarbygginguna, þar tekur við rúmgóður brottfararsalur sem er 335 fermetrair að flátar- máli. I salarkynnum þessum er skrifstofa farþegaafgreiðslu og móttaka á farangri. Samibamd er þaðan við stórain farangurs- skála fyrir farangur út úrland- inu. Ný tengibygging tengir salinn við annan af tvedmur veitimgasölum fluigstöðvarinnar. Þá er þama verzlun, afgreiðsla pósts- og sírna og snyrtiher- bergi. tJr salnum er innangenigt á aðra hæð byggingarinnar, þar sem allar skrifstofur flugstöðv- arinnar eru til húsa. ÍTr brottfararsalnium er farið í gegnum vegabréfaeftirlit in-n í aðalbiðsal, svokallað „Transit" svæði. Svæði þetta er lokað öði-um en þcim farþegum sem cru að fara landa á milli og sérstöku starfsfólki fflugstöðvair- innar. Frá þessu svæði fara farþegar út í flugvélar. Aðal- biðsalurinn er um 700 ferm. I tenigslum við hann eru Frí- hafnarverzlun, am 130 ferm., minjagripaverzlun Ferðaskrif- stofu ríkisins, um 65 fermetrar, ■vínbar, afgreiðsla pósts og síma og veitingasalur fyrir um 160 manns í sæti. Einnig snyrti- herbergi, ýmiskonar geymslur fyrir söluvarning, aðstaða fyr- ir upplýsinigaþj ónustu, fjar- skipti, ræstángu o.fl. I surðurenda aðalbiðsalar fer fram vegabréfaeftirlit inn í landið. Þá taka við salar- kynni fyrir farþega, sem eru að koma til lamdsins, bæki- stöðvar tollgæzlu, tollvöru- geymslur, snyrtiherbergi o.fl. Þetta svaaði er nú um 520 fer- metrar, en var áður tæpir 200. Farþegar fá farangur sinn á færibandi úr farangursskála inn í biðsalinm. Þaðan fara þeir með fæianguir sinn í gegnum toliskoðun og eru þá komnir á svæði í fflugsitöðinni, sem nefi.t er móttökusalur. Þetta rými var tæpast mokkuð fyrir breytinguna en er nú um 220 fenmetrar með snyrtiherbergj- um. Húsakynmi þessi eru fyrir þá sem koma til að taka á móti farþegum og jafnframt biðsalur fyrir þá, sem bíða fflutnings frá flugstöðinni. Séð inn í brottfararsalinn. Fjölþætt starfsemi Málarameistarafélags Reykjavíkur MáHarameistarafélag Reykjavík- ur átti 40 ára afmæli nýlega. f félaginu eru nú 82 starfandi mál- arameistarar og um 20 á auka- skrá. I tilefni af afmælinu var gefið út vandað hátíðarblað uf Málaranum sem Jökull Pétus- son ritstýrir. Starfsemi MMFR hefur verið fjölþætt- 1 aðalatriðum skiptist hún í ívo þætti — annars vegar hefur verið aukin og bætt menrrtun stéttarinnar og hins vegar bætt kjör þeirra sem hafa valið sér málaraiðnina að ævi- starfi. Málaraskólinn var stofn- aður við Iðnskólann 1944 og sama ár var einnig stofnaður verðlaunasjóður próftaka í mál- araiðn. Einn aðalþátturinn í starfi félagsins var þegar í upp- hafi á sviði verðlagningar mál- aravinnu. Merkasti áfangi i því máli var sá að 1935 var full- samin gjaldskrá sem síðan hef- ur verið f gildi, en tekið ýms- um breytingum. Félagið vair meðal stofnaðila Landssambands iðnaðarmanna og sama máli gegndi um stofnun Iðnsambands byggingarmanna er var undanfairi Meistarasambands byggingamanna. 1949 gerðdst MM FR aðili að Nordiska málare- más terorgan i sati onen. Afmælis félagsins verður rr.inzt með ýmsum hætti. Nýlega hafðd félagsstjómin móttöku fyr- ir ýmsa gesti í húsakynnum fé- lagsins að Skiphólti 70 en aðal- hátiðin verður haldin n.k. föstu- dag að Hótel Borg og hefst með borðhaldi. t i I stjórn Málarameistarafélags Reykjavíkur eru nú bessir menn: Formaður Kjartan Gíslason, varaformaður Óskar Jóhannes- son, ritari Guðmundur G. Ein- arsson, gjaldkeri, Einar Gunn- arsson og meðstjórnandi Sigurð- ur A. Bjömsson. *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.