Þjóðviljinn - 19.03.1968, Page 6

Þjóðviljinn - 19.03.1968, Page 6
T ' • - g SÍÐA — ÞJÓÐVIWINN — Þrtojudagur 19. irmrz 1968. Verkfallsannáll: Fjölmennasta verkfall á Islandi 70 félög með nœr 22 þúsund félagsmonnum tóku þátt í verkfallsaðgerðum □ Á miðnætti aðfaramótt mánudagstns 4. marz hófust verkföll 30 verka- lýðsfélaga um land allt með hátt í 12 þúsund fé- lagsmenn og 24 félög önnur höfðu boðað til verkfalla næstu daga. Voru vérkföll þessi gerð til þess að knýja fram samninga við atvinnu- rekendur um vísitöluupp- bætur á laun. □ Verkfallsbaráttan stóð í hálfan mánuð og lykt- aði með samningum við atvinnurekendur um nokkuð skertar vísitölu- uppbætur. Urðu þetta umfangsmestu verkfalls- aðger’ðir sem orðið hafa hér á landi. Alls tóku þátt í verkfallsaðgerðun- um 70 verklýðsfélög með nálega 22 þúsund félags- menn og þegar samning- ar tókust voru 57 félög með nær 20 þúsund fé- lagsmenn í verkfalli en 5 félög höfðu samið og 8 félög voru ekki byrj- uð i verkföllum. Hefur það aldrei áður gerzt á fslandi að 20 þúsundir manna hafi verið í verk- ifalli samtímis. f3 Hér á eftir fer stuttur annáll verkfallsins þar sem drepið er á helztu . , viðburð} í sambandi við það og samningana. 4. marz,i mánudagur Á miðnætti aðfaranótt 4. marz hófust verkföll 30 verkalýðsfé- laga, 12 í Reykjavík og 18 úti á landi, en 6 önnur fél., 3 í Reykja- vík og 3 úti á landi, sem boðað höfðu verkfall þennan dag frest- uðu framkvæmd þeirra um óá- kveðinn tíma, en áskildu sér rétt til að hefja verkföll með tveggja daga fyrirvara. Þessi verkalýðsfélög hófu verk- föll 4. marz. Í Reykjavík: Bif- reiðastjórafélagið Sleipnir, Bók- bindarafélag íslands,. Félag bif- vélavirkja, Félag blikksmiða, Fé- lag íslenzkra kjötiðnaðarmanna, Félag járniðnaðarmanna, Hið ís- lenzka prentarafélag, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Nót, sveinafélag netagerðar- manna, Sveinafélag skipasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún. Eftirtalin verkalýðsfélög úti á landi hófu verkföll 4. marz: Bíl- stjórafélag Akureyrar, Verka- lýðsfélagið Eining, Akureyri, Verkamannafélagið Hlíf, Hafnar- firði, Verkalýðsfélag Norðfirð- inga, Neskaupstað, Verkakvenna- félagið ' Aldan, Sauðárkróki, Verkalýðsfélagið Vaka, Siglu. firði, Félag byggingariðnaðar- manna, Árnessýslu, Járniðnaðar- mannafélag Árnessýslu, Verka- lýðs- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri, Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka, Verkalýðsfé. lag Skagastrandar, Verkakvenna- félagið Framtíð, Eskifirði, Verka- lýðsfélag Vopnafjarðar, Verka- lýðs- og sjómannafélag Fáskrúðs. fjarðar, Verkalýðs- og sjómanna- félag Stöðvarfjarðar, Verka- mannafélag Borgarfjarðar, Borg. arfirði eystra, Verkamannafélag- ið Árvakúr, Eskifirði, Verkalýðs- félag * Raufarhafnar. Sex félög frestuðu framkvæmd verkfallsboðunar um sinn. í Reykjavík voru það ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum, Mjólkurfræð- ingafélag íslands og Starfs- stúlknafélagið Sókn, Verkalýðs- félagið Þór, og Ökuþór á Selfossi fréstuðu einnig verkföllum sín- um og Verkalýðsfélag Borgar- ness., Af verkfallsfrestun þessara félaga leiddi, að ekki kom að sinni til stöðvunar á vinnslu, Hér scst hluti af samninganefnd verkalýðsfélaganna á fundi á dögunum. Talið frá vinstri: Jón Sigurðsson, Björn Jónsson, Jón Ingi- marsson, Sigfinnur Karlsson, Sverrir Hermannsson, Jón Ágústsso n. Ernar Ögmundsson, Benedikt Davíðsson, Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir og Hermann Guðmundsson. flutningum og dreifingu mjólkur né takmarkana á starfsemi sjúkrahúsa (Sókn). Þá höfðu 18 félög önnur boðað verkföll næstu daga. í félögunum 30 sem verkföllin hófu voru um 11.600 félagsmenn. 7.500 í Reykjavíkurfélögunum 12 og 4.100 í félögunum 18 úti á landi. Félögin 6 sem frestuðu vérkfölium Háfa úm 1800 félags- menn, 1.300 í Reykjavíkurfélög- unum þrem og um 500 í Selfoss- og Borgarnessfélögunum. Er verkföllin hófust stóð yfir fundur sáttasemjara ríkisins með fulltrúum deiluaðila. Á þessum fundi buðu atvinnurekendur að hefja greiðslu vísitölubóta á kaup að nýju í vor miðað við grunn- töluna 100 1. maí n.k. og yrði vísi_ talan þá reiknuð út í fyrsta sinn 1. júní. Fólst í þessu tilboði, að launþegar ættu að gefa eftir 5.34 % vísitölubætur sem þeim bar að fá 1. marz og ca. 2—3% bætur fyrir tímabilið 1. marz til 1. maí. Fundinum lauk um miðja nótt og bar engan árangur. Nýr fundur hófst kl. 2 um daginn og stóð til kl. 2 e.m. Á alþingi 4. marz kröfðust leiðtogar stjórnarandstöðunnar, Lúðvík Jósepsson og Eysteinn Jónsson, þess, að ríkisstjórnin beitti sér þegar í stað fyrir sam- þykkt lagaákvæða um verðtrygg- ingu kaups og leysti þar með kjaradeiluna. Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra svaraði með því að ítreka fullyrðingar sínar um að þjóðin öll yrði að þola kjaraskerðingu og hótaði óspart atvinnuleysi. Ráðherrar Alþýðu- flokksins, Gylfi og Emil, lögðu lítið til málanna. Emil tók undir hótanir Bjarna um atvinnuleysi en Gylfi ræddi eingöngu um SÍS. Framkvæmd verkfallanna gekk hvarvetna átakalaust þennan dag. Fimmtudaginn 14. marz afhenti söfnunamefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Alþýðusambandinu nær hálfa miljón króna er safnað hafði verið meðal opinberra starfsmanna til verkfallsmanna. Haraldur Steinþórsson formaður söfnunamefndar sést hér afhenda Hannibal Valdimarssyni forseta ASl f járhæðina. Sitjandi til hægri er Kristján Thorlacius formaður ’ BSRB. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hóf strax þennan fyrsta verkfallsdag undirbúning að fjársöfnun meðal félagsmanna bandalagsins til stuðnings verk- fallsmönnum. 5. marz, þriðjudagur 6 verklýðsfélög hófu verkföll 5. marz. 1 í Reykjavík, Verka- kvennafélagið Fraimsókn, og 5 úti á landi: Verkalýðsfélag Akra- ness, Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfir^i, Verka- lýðsfélag Hveragerðis óg Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðarhrepps, Reyðarfirði. í verkfölum voru þá 36 félög með um 15.400 félagsmenn, 13 fé- lög með um 9.200 félagsmenn í Reykjavík og 23 félög úti á landi með samtals um 6.200 félags- menn. Þá boðuðu 5 ný verklýðsfélög verkföll: Bifreiðastjórafélagið Keilir í Keflavík, Verklýðsfélag Tálknafjarðar, Súgandi á Suður- eyri, Verkalýðs- og sjómannafé- lag Bolungarvíkur og Verkalýðs. fél. A-Húnavatnssýslu á Blöndu- ósi. Sáttasesnjari hóf fund með deiluaðilum kl. 2 síðdegis og stóð hann til kl. 3 eftir miðnætti og bar engan árangur. Sovézkt olíuflutningaskip með 15000 lestir af gasolíu kom til Reykjavíkur og lagðist á ytri höfnina en ekki var leyfð losun úr því vegna verkfalls Dagsbrún- ar. Hins vegar leyfði Dagsbrún afgreiðslu olíu til kyndingar í- búðarhúsa og í nokkrum fleiri tilfellum; ennfremur voru veittar undanþágur til benzínafgreiðslu á sama hátt og í fyrri verkföllum. Olía er hins vegar á þrotum í borginni og benzínbirgðir tak- markaðar. 6. marz, miðvikudagur Eitt félag bættist í verkfallið 6. marz; Sveinafél. pípulagninga- manna í Reykjavík. Bifreiða- stjórafélagið Sleipnir frestaði hins vegar verkfalli sínu til 13. marz, er verkfall Bifréiðastjórafé- lagsins Keilis í Keflavík hefst. Á Norðfirði tókust' samningar 6. marz milli Verklýðsfél. Norð- firðinga og atvinnurekenda á staðnum og var verkfallinu þar aflýst úm kvöldið og vinna hafin á ný. Atvinnurekendur féllust á þá kröfu verklýðsfélagsins að greiða fulla visitöluuppbót á laun, 5,34%, frá 4. marz að teljg. Samningurinn er uppsegjanlegur með mánaðarfyrirvara á þriggja mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. maí n.k. miðað við að samningurinn renni út 1. júní. Sáttafundur hófst með deilu- aðilum kl. 20.30 og stóð nokkuð fraAi yfir miðnætti en bar engan árangur. Annað sovézkt olíuskip kom til Reykjavíkur með 6000 lestir af gasolíu og allmikið magn af ben- síni. Lagðist það einnig á ytri höfnina: 7. marz, fimmtudagur Undirritaður var samningur milli Verklýðs- og sjómannafé- lags Stöðvarfjarðar og atvinnu- rekenda þar á sama grundvelli og Norðfjarðarsamningurinn. Fimm ný félög hófu verkföll, eitt i Reykjavík: Fél. íslenzkra rafvirkja, og fjögur úti á landi: Verkalýðsfélagið Baldur á ísa- firði, Verkakvennafélagið Sigur- von og Verkalýðs- og sjómanna- félag Ólafsfjarðar og Verkalýðs- félagið Bryjnja á Þingeyri. Alls eru þá í verkfalli 39 félög með um 16 þúsund félagsmenn,' 14 félög í Reykjavík með um 9600 félaga og 25 félög úti á landi með um 6400 félagsmenn. 20 félög til viðbótar þessum 39 hafa boðað verkföll. Sáttafundur hófst kl. 2.30 síð- degis og stóð til kl. 7 um kvöldið en bar engan árangur. Selfossfélögin, Þór og Ökuþór, hafa tilkynt að þau muni hefja verkfall á laugardaginn en þau frestuðu verkfallinu 4. marz eins og áður er sagt. Þa mun Mjólk- urfræðingafélagið hefja verkfall sitt á mánudaginn. Leggst vinnsla mjólkur og flutningar hennar frá Selfossi til Reykjavíkur því nið- ur á laugardag. Þá hefur Starfs- stúlknafélagið Sókn ákveðið að hefja verkfall sitt á mánudag, 11.1 marz og lamast þá strax starf- semi sjúkrahúsa borgarinnar. — Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur kom til umræðu og afgréiðslu svohljóðandi tillaga frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins: „Borgarstjómin ályktar eftir- farandi varðandi vísitölubætur á laun: • 1. aS fela borgarstjóra og borgar- ráði að taka nú þegar tipp sér. samninga um verðtryggingu kaupgjalds við þau verkalýðs- félög, sem borgin er samnings- aðili við. 2. að greiða starfsfólki borgar- innar og borgarstofnana visi- tölubætur á laun samkv. vísi- tölu Hagstofunnar frá 1. marz 1968 og eftirleiðis með sama hætti og var, áður en verð- trygging launa var numin úr lögum.“ Þessari tillögu var vísað frá með i i l I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.