Þjóðviljinn - 19.03.1968, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1968, Síða 7
I Þr&S&sdagux 19. nwz 1968 — ÞJÖÐ'VII.nNTí — SÍÐA ....... ——------------------------------------------------------------------ A samningafundi á dögunum. Talið frá vinstri: Eövarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Jóna GuðjónsdóUir, Guð- mundur J. Guðmundsson, Hermann Guðmundsson, Ifannibal VaHdimarsson, Jón Sigurðsson, Björn Jónsson, Magnús Sveinsson, Jón fiiirfinniir Kark^nn. Ino'iana.netiAn gegn 5 atkvaeðum Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar. Tvejr fultrúar Alþýðuflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna! — Um kvöldið voru yerkfallsmálin til umræðu á fundi fulltrúaráðs Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Benedikt Davíðsson hafði fram- söguræðu í málinu en aðrir ræðu- menn voru Guðmundur Ágústs- son, Páll Bergþórsson, Helgi Guð- mundsson, Magnús Kjartansson, Jón Snorri Þorleifsson, Jens Tómasson og Haraldur Steinþórs- son. 8. marz, föstudagur Eitt félag í Reykjavík hóf verk- fall 8. marz; Sveinafélag hús- gagnasmiða og er tala verkfalls- félaga þá komin upp í 40. í hóp þeirra félagá sem boðað hafa verkföll hafa bætzt Verkalýðsfé. lagið Fram á Seyðisfirði, Sveina- félag húsgagnabólstrara í Reykja- vík, Verkalýðsfélag Húsavíkur og Iðnsveinafélag Suðurnesja í Keflavík. Þá hefur eitt félag sem ekki er aðili að ASÍ, Félag ofsett- prentara, samþykkt að boða til verkfalls. Félag offsettprentara samþykkti einnig á fundi að banna félags- mönnum sínum að vinna við frá- gang Ijósprentaðra blaða meðan verkfall prentara stendur yfir. Var samþykkt þessi gerð vegna dulbúinnar útgáfu Vísis undir nafninu „Blaðið“, sem ljósprent- að er hjá Kassagerð Reykjavíkur. Þessi samþykkt kom þó ekki til framkvæmda þar er Kassagerðin hótaði skaðabótamáli. Sáttafundur hófst kl. 4 síðdegis og stóð til kl. 2 eftir miðnætti. 9. marz, laugardagur Enn eitt félag í Reykjavík hóf verkfall: Málarafélag Reykjavík- ur. Þá hófst verkfall félaganna Þórs og Ökuþórs á Selfossi, sem frestað höfðu framkvæmd boðaðs verkfalls 4. marz. Eru þá 43 félög komin í verkföll. * Af verkfalli Selfossfélaganna leiðir að aðeins um 15 þúsund lítrar mjólkur komast á markað- inn í Reykjavík daglega í stað 80 —90 þúsund lítra áður. Var mikil hömstrun á mjólk í Reykjavík og nágrenni í dag. 10. marz, sunnudagur Eitt félag enn bættist í hóp verkfallsfélaganna í dag: Súgandi á Suðureyri í Súgandafirði. Eru þá alls 44 félög komin í verkfall. Samningafundur hófst í kvöld og stóð hann fram á nótt en bar engan árangur fremur en fyrri fundir. Mikið þref stendur nú yfir út af losun olíuskipanna sovézku en olía er nú alveg á þrotum í borg- inni. Skipin eru búin að vera hér svo lengi að þeim ber ekki lengur skylda til þess að bíða og geta þau farið er þau vilja. Dags- brún neitar enn um leyfi til þess að losa oiíuna í geyma í landi. Þá vildu olíufélögin fá að losa olíu úr skipunum í Litlafell tfl flutn- inga á hafnir þar sem ekki er verkfall og töldu sam-ningsrof ef skipstjórarnir yrðu ekki við þeirri ósk. Dagsbrún lýsti hins vegar yfir að það væri verkfalls- brot að losa olíu í Litlafellið. 11. itjarz, mánudagur Fjögur ný félög hófu verkföll en þrjú sömdu. Mjólkurfræðinga- félag íslands og Starfsstúlknafé- lagið Sókn, sem frestað höfðu verkfállsaðgerðum í viku hófu þær nú. Þá hóf Múrarafélag Reykjavíkur verkfall og sömu- leiðis Verkalýðsfélag Austur- Húnvetninga á Blönduósi. Eru þá alls 45 félög í verkfalli. Þrjú félög á Austurlandi gerðu bráðabirgðasamkomulag við at- l vinnurekendur og afléttu verk- föllum sínum. Voru það Verka- kvennafélagið Framtíðin og Verkamannafélagið Árvakur á Eskifirði og Verkalýðs. og sjó- imannafél. Fáskrúðsfjarðar. Sam- ið var um að atvinnurekendur greiddu fulla vísitöluuppbót í einn mánuð en síðan tækju gildi væntanlegir Reykjavíkursamn- ingar. Þá var samið um að hreppsfélögin greiddu mismun- inn, þ.e. bættu atvinnurekendum það sem þeir kynnu að greiða umfram væntanlega Reykjavík- ursamninga þennan mánaðar- tíma. Eitt félag utan vébanda ASÍ, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði boðaði verkfall 18. marz. Þá var um helgina sam- þykkt í Verzlunarmannafélagi Akureyrar heimild til vinnu- stöðvunar í samráði við önnur félög innan LÍV. Lögg var fram á Alþingi eftir- farandi þingsályktunartillaga um lausn verkfalla. Flutningsmenn: Lúðvík Jósepsson, Ólafur Jó- hannesson, Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsson: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér þegar í stað fyrir lausn verkfallanna með lagasetningu um verðtrygg- ingu launa í samræmi við það sem verkalýðsstéttin hefur sett fram.“ Farið var fram á útvarpsum- ræður um þingsályktunartillög- una. Sáttafundur hófst kl. 20.30 og stóð til kl: 4 eftir miðnætti. Hafin fjársöfnun á vegum ASI um land allt til styrktar þeim sem í verkföllunum eiga. Fram- kvæmdanefnd söfnunarinnar skipa Þórir Daníelsson fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands íslands, Sigfús Bjarnason varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Helgi K Guð- brandsson stjórnarmaður í Verzl- unarmannafélaginu. 12. marz, þriðjudagur Fimm ný verklýðsfélög úti á landi hefja verkföll: Verka- kvennafélagið Snót og Vérka- lýðsfélag Vestmannaeyja, Verka. lýðsfélag Patreksfjarðar, Verka- lýðsfélag Tálknafjarðar og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Þá stendur yfir verkfall hjá 50 verklýðsfélögum með samtals um 18.500 félagsmenn, 19 félögum í Reykjavík með um 11 þúsund fé. lagsmönnum og 31 félagi úti á landi með um 7.500 félagsmönn- um. 5 félög úti á landi með sam- tals um 800 félagsmenn hafa samið. Sáttasemjari boðaði til fundar með deiluaðilum að kvöldi 12. marz og stóð fundurinn fram um kl. 2 um nótina. Á þessum fundi hneyfði sáttasemjari fyrsit hug- myndum sem hann var með um lausn deilunnar og fóru tillögur hans nokkuð bil beggja. Voru helztu atriði þeirra að verkalýðs- félögin gæfu eftir um helming þeirra vísutölubóta sem þau áttu rétt á 1. marz en fengju síðan greiddar vísitöluuppbætur í á- föngum. Einnig að miðað yrði við um 10 þúsund króna laun jafnt fyrir alla, sem vísitöluuppbætur yrðu greiddar á. Verkakvennafélagið Framsókn felldi niður undanþágu sem veitt hafði verið til ræstingar í skólum borgarinnar og er búizt við að af því kunni að leiða lokun skól- anna innan tíðar. Enn óbreytt ástand í olíudeil- unni en olíufélögin hætt að geta afgreitt olíu til húsakyndingar vegna oliuskorts. Sovézka sendi- ráðið tilkynnir að olíuskipin tvö geti ekki beðið öllu lengur en heitir að tilkynnt verði um brott. för þeirra með sólarhringsfyrir- vara. 13. marz, miðvikudagur Þrjú félög hefja verkfall: Bif- reiðastjóriafélagið Sleipnir í Reykjavík sem hefur verkfall að nýju eftir viku frestun, Bifreiða- stjórafélagið Keilir í Keflavík og Verklýðsfélagið Skjöldur á Flat- eyri. Þrjú félög bætast í hóp þeirra sem boða verkföll: Prentmynda- smiðafélag íslands, Verklýðsfé- lagið Jökull í Ólafsvík og Verk- lýðsfélag Stykkishólms, Jökull 20k marz en hin tvö 21. marz. Undimefnd samninganeíndar ASÍ, sjö manna nefndin, átti fund með fulltrúum ríkisstjóm- arinnar síðdegis og voru þar rædd atvinnu- og húsnæðismál. Sáttafundur hóíst kl. 4 síð- degis og stóð hann aðeins í tvo tíma. Var þar áfram rætt um tillögur sáttasemjara. Síðdegis var undinritað sam- komulag milli Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar annars vegar og ríkisstjómarinniar hiné vegax um að DagS'brún leyíði losun stæxra sovézka oh'uskipsins í tanka í Ör- firisey og Laugamesi gegn því að Dagsbrún fengi að hafa eft- irlit með geymunum og ekki yrði losuð úr þeim olía nema með leyfi Dagsbrúnar. Er skipið með um 15 þúsund lestir olíu. Vegna veðurs gat skipið þó ekki komið upp undir Örfirisey inn kvöldið. 14. marz, fimmtudagur Eitt félag bættist í vsrkfiallið, Verkalýðsfélag Húsavíkur og er tala verkfiáilsfélaga þá komin upp í 54. Sáttafundur hófst kl. 2 e.h. og stóð fram til kl. 3 um nótt- ina en án árangurs. Fyrir hádegi ræddi sjö manna nefnd ASÍ öðru sinni við full- trúa ríkisstjómarinnar um at- vinnu- og húsnæðismál. Kl. 1.30 e.h. afhenti Harald- ur Steinþórsson formaður söfn- unamefndar BSRB Hannibal Valdimarssyni forseta ASÍ kr. 460 þúsund er komið höfðu inn í söfmminmi tii styrktar verk- fallsmömnum. Væntanlegar voru til viðbótar um 40 þúsund krón- ur utan af liandi þannig að söfn- unin í heild nam um hálfri mdljón króna. Verður henni hald- ið áfiram. Að söfinuninni standa öll helztu aðildarfélög BSRB nema Starfsmannafélag Reykja- vikurborgar. Auk Haraldar eiga sæti í söfnunamefndinni Einar Ólafsson, Magnús Eggertsson, Karl Guðjónsson og Bjami Ól- afsson. Borgarlæknir ítrekiar tilmæli sín um það að komið verði á skömmtun þeirrar mjólkur sem á markaðnum er i Reykja-vík til ungbama og bamshafiandi kvenna. Mjólkursamsalan gengst loks inn á að athuga um að koma 'slíkri skömmtun á, en telur bó. að íramkvæmd hennar muni þurfa nokkum undirbúning. Til j>essa hafa mjólkurbúðimar sjálfar skammtað hverjum kaupanda 1 lítra en ekkert ver- ið farið eftir því, hvort í hlut eiga bamafjölskyldur eða ekki. Fyrir hádegi kom sovézka olíu- skipið Upp undir örfirisey, og hófst löndun olíunnar úr því í geyma þar. Harðair umræður urðu á al- þingi utan dagskrár um þings- ályktunartillögu Lúðviks Jóseps- sonar, Ólafs Jóhannessonar, Magnúsar Kjartanssoniar og Þór- arins Þórarinssonar um lausn verkfaUanna. Kröfðust flutnings- menn þess, að þingsályktunartil-- lagan yrði tekin fyrir tafarlaust og útvarpsumræður færu fram um hana á föstudagskvöld. For- sætisráðherra, Bjami Benedikts- son, og Birgir Finnsson, farseti sameinaðs alþingis héldu uppi vöm fyrir stj ómarflokkana fyr- ir að vilja ekki ræða mólið og báru því við að Vinnuveitenda- sambandið, sáttasemjari og Hannibal Valdimaxsson vildu ekki að alþingi fjaUaði um málið meðan á samningaviðræðum stæði. Var þeim bent á að eng- in tilmæU hefðu komið frá verka- lýðssamtökunum um slikt og tug- þúsundir verkfallsmanna um land aUt ættu heimtingu á að skýrt kæmi fram afstaða flokka og þingmanna til hinnar sanngjömu kröfu verkalýðssamtakanna um verðtryggingu launa. Óþingleg og ólýðræðisleg hindrun etjómar- • flokkanna á útvarpsumræðum sýndi aðeins að ríkisstjómih þyrði ekki að korna fram fyrir þjóðina með málstað sinn. 15. marz, föstudagur Enn eitt verklýðsfélág hóf verk- fall í dag: Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði. Eru félög- in í verkfaUinu þá orðin 55 að tölu, 20 í Reykjavík og 35 úti á landi. Sáttafundur hófst kl. 4 síð- degis og stóð í 12 tíma eða til kl. 4 um nóttina. Almennt var við þvi búizt, að um helgina færi eitthvað af- gerandi að gerast í samninga- málunum, enda margt sem far- ið var að reka á eftir, t.d. var að verða oUulitið viða úti um land og verksmiðjur að stöðv- ast á þeim stöðum þar sem ekki var verkfall. Þá var ástandið £ mjólkurmálunum orðið alvar- legt, vandræpi víða á bama- heimilum vegna mjólkurskorts og tjón bænda orðið mikið, en þeir voru farnir að hella niður mjólkinni þar sem þeir gátu ekki geymt hana eða unnið úr henni nema að mjög takmörkuðu leyti. Var talið að tjón bænda nærni um 1 miljón króna á dag. í sjúkrahúsum borgarinnar og ríkisins var einnig orðið alvar- legt ástand vegna verkfaUs starfsstúlknanna og hafði fjórð- Framhald á 10. síðu. Þessi mynd er tekin í Félagsheimili prentara við Hverfisgötu og áttu prentarar kest á verkfa/Ilssopa í verkfailinu. Það vorn konur prentara scm sáu um kaffihitun og kökugcrð. Frú Eiín Guðmunds- dóttir er hér að hclla upp á könnuna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.