Þjóðviljinn - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.04.1968, Blaðsíða 3
Þráð5Hete@«r 2. apwl 1968 — ÞJ0ÐV1I.JINN — SlÐA 3 Johnson hættir við framboð í haust Astarnl ríkisins (Louisville Courier-Joumal) ur meginatriði sem sitjóm Norð- ur-Viefcmams hafi jafnan fcalið hljóta að vena undirstöðu frið- arsamninga: 1) Bandaríkin flytji burt allan her sánn og allar er- lendar herstöðvar séu lagðar niður, 2) landshlutaimir tveir eigi enga aðild að hemaðar- bandalögum, 3) einkamálum Suð- ur-Vietn,ama verði þeir að ráða fram úr sjálfir án íhlutunar ann- arra, og 4) landshlutamir verði sameinaðir án íhlufcunar ann- arra. Viffbrögð Repúblikana Enda þótt Johnson hafi valdið mestu fjaðrafoki innan Demó- krataflokksins, kom hann einnig flafct upp á leiðfcoga Repúblikana, sem hafa fram að þessu flestir hverjir lýst fullum stuðningi við stefnu Johnsons í Viefcnam. Riehard Nixon, sem talinn er langsigurstranglegasfcur nú sem stenduT til þess að verða forseta- efni Repúblikana, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn yrðu að vera vel á verði til þess að koma í veg fyrdr að takmörkun loftárás- anna leiddi til viðræðna og þser aftur til „dulbúinnar uppgjafar“ Bandaríkj anna. Óbreytt í Wisconsin Á morgun, þriðjudag, fer fram prófkjör í Wisconsin-fylki. Búizt hafði verið við því að eftir sjón- varpsræðu Johnsons myndu fylg- ismenn hans í fylkinu draga sig í hlé, og hefði þá Eguene Mc- Carthy orðið einn um hituna úr röðum Demókrata. Svo fór þó ekki og barst sú fregn frá Milwaukee í kvöld að þrátt fyrir boðskap Johnsons myndu stuðn- ingsmenn hans vinna að því öH- um árum að afla honum „yfir- gnæfandi meirihluta“. McCarthy hefur verið spáð sigri og hafa stuðningsmenn hans talið að hann myndi fá um 60 prósent at- kvæða í prófkjörinu. En eftir er að vita hver áhrif ræða John- sons hefur haft. Framhald af 1. síðu. ingabaráttan nú og lyktir hennar myndu skera úr um hvernig mál myndu skipast í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Kennedy lauk annars lofsorði á Johnson fyrir þá ákvörðun að draga sig í hlé. Hún væri honum til mikils sóma, sýndi djörfung og eðallyndi. í sama streng hafa tekig ýmsir þeir sem harðast hafa barizt gegn stefnu Johnsons í Vietnam, eins og t.d. öldungadeildarþingmenn- irnir J. William Fulbright og Eugene McCarthy. Fulbright sagði að ákvörðun Johnsons bæri vitni um hugrekki og stjórnvizku og McCarthy sagði að með henni hefði Johnson auðveldað sættir bandarísku þjóðarinnar. Reiff i ,i. Saigon , Önnur hafa viðbrögðin orðið í Saigon. Brezka útvarpið segir að ákvörðun Johnsons um að tak- marka loftárásirnar á Norður- Vietnam hafi vakið mikla reiði bandarísku herforingjanna í Sai- gon. sem teljj loftárásirnar óhjá- kvæmilegar. Það hafi ekki hætt úr skák að þeir hafi ekkert verið látnir vita um hvað til stóð. „U.tanríkisráðherra“ Saigon. stjórnarinnar, Tran Van Do, sem staddur er í Wellington á Nýja Sjálandi á fundi SEATO, sagði þar í gær að ákvörðunin um tak- mörkun loftárásanna væri mis- ráðin; það yrði að halda áfram árásum á Hanoi og Haiphong ef torvelda ætti birgðaflutninga frá Norður-Vietnam suður á bóginn. SEATO-fundurinn sem átti að hef jast á morgun er nú talinn til- gangslaus, því að þar átti að fjalla um hernaðarstefnu banda- lagsins í Suðaustur-Asíu á næst- unni, en enginn veit með neinni vissu hvað það er sem fyrir John- son vakir. Johnson sem kom í dag í ó- vænta heimsókn til Chicago skýrði þar frá því að hann hefði boðið Thieu hershöfðingja, „for- seta“ Saigonstjórnarinnar, að koma til Bandaríkjanna til við- ræðna við sig. Talið er að Thieu hafi verið skýrt fyrirfram frá þeim ákvörðunum sem Johnson kunngerði í sjónvarpsræðu sinni. Thieu lýsti því yfir um helgina að Saigonstjórnin myndi halda áfram að berjast, enda þótt Bandaríkin legðu niður vopn. Sigur, segir ÞFF Haft er eftir stjórnarerindrek- um í Saigon að ákvarðanir John- sons muni grafa undan áhrifa- valdi Saigonstjórnarinnar, en bæta aðstöðu Þjóðfrelsisfylking. arinnar, sem muni telja þær mik- inn sigur fyrir sig. Hún hafi ein- mitt haldið.því fram að stórsókn hennar um tunglnýárið myndi leiða eitthváð þess háttar af sér. í Saigon er einnig sagt, samkv. Reuter, að stjórn Norður-Viet- nams muni neyðast til þess að veita jákvætt svar við takmörk- un loftárásanna. Geri hún það ekki muni Johnson geta fyrir- skipað „miskunnarlausan loft- hemað“ gegn Norður-Vietnam, því að þá myndi hann ekki leng- ur þurfa að taka tillit til álits bandarískra kjósenda. Saigon- stjórnin er hins vegar sögð ekki munu sætta sig við neitt annað en algeran hernaðarsigur í stríð- inu. Fréttaritari Reuters bætir við að þag sé aukaatriði fyrir al- menning í Suður-Vietnam hvern. ig stjórn sú sé skipuð sem yfir honum sé. Aðalatriðið sé að hann fái loks frið í landi sínu. Meiri liðsauki Það stingur nokkuð í stúf við yfirlýsingu Johnsons að hann hafi stigið fyrsta skrefið til að draga úr hernaðaraðgerðum í Vietnam, að einmitt í dag var til- kynnt í Washington að í þessari viku yrðu 14.000 Bandaríkja- menn kvaddir til vopna til þjón- ustu í Vietnam. En á næstu vik- um eða mánuðum myndu 50.000 varaliðsmenn kvaddir til þjón- ustu og eiga þeir að hlaupa í skarðið fyrir þá sem sendir verða eða sendir hafa verið til Viet- nams. Þegar þessi nýi liðsauki er kominn til Suður-Vietnams verða þar samtals 549.500 banda- rískir hermenn. Fjögrur meginatriði Japönsku fréttaritaramir í Pekinig sem telja að stjóm Norð- ur-Vietnams muni ófús til við- ræðna nema að fullu sé gengið að þeirri kröfu hennar að hætt verði öllum hemaðaraðgerðum gegn Norður-Vietnam, segja hina kínversku heimildairmenn sína hafa benfc á það að Johnson hafi ekki minnzt eimu orði á þau fjög- Svoboda íorsetimeð næröllum atkvæSum Miðstjórn kommúnistaflokksins komin saman á fund — Skipt um fleiri menn í háum embættum PRAG 1/4 — Það fór eins og við hafði verið búizt að Ludvik Svoboda, hinn vinsæli yfirmaður tékkóslóvösku hersveit- anna sem’ börðust með sovézka hemum í síðari heimsstyrj- öldinni, myndi verða kjörinn forseti Tékkóslóvakíu. Forseta'kjörið fór fram á þjóð- þinginu í Prag á laugardaginn og hlaut Svoboda sem allir flokk- ar studdu 282 atkvæði, en sex sátu hjá. Forsetakjörinu var Ludvik Svoboda forseti. sjónvarpað. Að því loknu var hinn nýkjömi forseti hylltur á- kaft af miklum mannfjölda sem safnazt hafði saman úti í hinu hlýja vorveðri sem nú er víðast- hvar í Mið-Evxópu. Miðstjórnarfundur í Reutersskeyti frá Prag segir að búizt sé við því að á fundi miðstjómar Kommúndstaflokks Tékkóslóvakíu sem hefst aftur í Prag í dag eftir þrdggja daga hlé muni ákveðið að skipta um menn í fleiri háum embættum. Talið sé að bæði Lenart forsæt- isráðherra og David utanríkisráð- herra verði látnir víkja. Þá er einnig talið að skipt verði um menn í forsæti miðstjómar flokksins og þá þeir látnir fara sem handgengnastir hafa verið Novotny, fyrrvenandi forseta, eins og t.d. þeir Chudik og Simunek. Frakkland var eitt á móti níu ríkjum á Stokkhólmsfundinum Búizt við að samkomulagið í Stokkhólmi muni leiða til nýrra, harðra átaka í Efnahagsbandalagi Evrópu B STOKKHÓLMI og BRUSSEL 1/4 — f aðalstöðvum Efna- hagsbandalags Evrópu í Brussel óttast menn nú að fyrir dyrum standi ný hörð átök innan bandalagsins vegna þess samkomulags sem gert var í Stokkhólmi á laugardaginn af fulltrúum níu ríkja gegn atkvæði Frakka einna. Samkomulagig sem gert var í Stokkhólmi milli fjármálaráð- herra og seðlabankastjóra níú af tíu auðugustu auðvaldsríkjunum, Bandaríkjanna, Bretlands, Jap- ans, Sviss, Svíþjóðar og banda- manna Frakka í EBE, Belgíu-Lúx- emborgar, Hollandjs, V-Þýzka- lands og Ítalíu, var um að láta koma til framkvæmda það sam- komulag sem í fyrra var gert í London og Rio de Janeiro um myndun nýs alþjóðlegs forða- gjaldmiðils með hinni svonefndu „sérstöku yfirdráttarheimild“ í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). jjafnframt var lýst stuðningi 1 ríkjanna níu við núgildandi gjaldmiðilskerfi, sem byggist á því að í viðskiptum seðlabanka sé gullúnsan 35 dollara virði, hvað svo sem verð hennar er á frjálsum markaði. Það var sænsk málamiðlunar- tillaga sem fékk sámþykki ríkj- anna níu, en áður höfðu fulltrúar EBE-ríkjanna fjallað um hana án þess þó að komast að samkomu- lagi. Debré, fjármálaráðherra Frakkia, sagði að hann hefði haft tvær veigamiklar mótbárur gegn hinni sænsku tillögu. í fyrsta lagi væri gengið mun lengra í henni en í því samkomulagi sem náðist í Rio í september, og í öðru lagi hefðu Frakkar seskt þess að á fundinum í Stokkhólmi yrði fjallað um grundvallaratriði hins alþjóðlega gjaldmiðilskerfis. Málalokin í Stokkhólmi hafa valdið framkvæmdastjórn EBE miklum vonbrigðum, því að hún hefur beitt sér fyrir því og lagt á það megináherzlu að aðildar- ríkin kæmu fram semeinn aðili í þessu máli. Búizt viff tíffindum Það þykir víst að Frakkar muni ekki sætta sig við málalok- in í Stokkhólmi og muni halda á- fram baráttu sinni fyrir algerðri endurskoðun hins alþjóðlega gjaldmiðilskerfis í því skyni að afnema forréttindi dollara og sterlingspunds. í Brussel er við því þúizt að til tíðinda muni draga á fundum utanríkisráð- herra EBE-ríkjanna sem fyrir dyrum standa. oðskapur sá sem Johnson forseti flutti bandarísku þjóð- inni — og heiminum öllum — í fyrrakvöld, að hann hefði á- kveðið að „sækjast hvorki eft- ir né fallast á að verða í kjöri“ fyrir flokk sinn í forsetakosn. ingunum í haust, en einbeita sér í þess stað þá níu mánuði sem eftir eru af kjörtímabili hans að því að koma á friði í Vietnam — sá boðskapur hlaut að koma öllum á óvart. Hann stingur svo í stúf við allar athafnir og yfirlýsingar Johnsons að undanförnu að það var næsta eðlilegt að margir þeirra sem hlustuðu á fréttir ríkisútvarpsins í gær- morgun töldu að frásögnin af þessum ummælum hans hlyti að vera aprílgabb. Það eru með hinum mikla ósigri John- sons í prófkjörinu í New Hampshire í síðasta mánuði og allt benti til þess að eins myndi fára fyrir honum í prófkjörunum í Wisconsin í dag og í Kaliforníu eftir tvo mánuði. Þótt Johnson bæri sig mannalega eftir ósigurinn í New Hampshire minntust ýmsir þess að Truman forseti ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs 1952 einmitt eftir að hann hafði beðið ó- sigur fyrir Kefauver öldunga- deildarþingmanni í prófkjör- inu í New Hampshire. Óá- nægjan með stríðið í Vietnam og reyndar alla stjórnarfor- ystu Johnsons hefur ágerzt svo í Bandaríkjunum ag und- anförnu ag telja niátti meira Johnson ekki alls varnað? ekki liðnir nema nokkrir dag- ar síðan að Johnson lýsti því yfir að Bandaríkin yrðu að leggja sig öll fram til þess að vinna endanlegan hernaðar- sigur í Vietnam; þá yfirlýs- ingu ítrekaði hanif daginn eft- ir og bætti við að Bandaríkja- menn myndu aldrei hverfa burt frá Asíu. Svo herskár var hann þá, að jafnvel þau blöð í Evrópu sem enn höfðu gert sér nokkrar vonir um að skynsemin yrði ofan á í Was- hington, töldu alla von úti um það. „Þetta er í sannleika sagt geigvænlegt", sagði „Politiken" í forystugrein 20. marz. „— bæði fyrir Banda- ríkjamenn og alla aðra jarð- arbúa .... Forsetinn byggir stefnu sína á viðhorfpm sem eru jafnfjarri raunveruleikan. um í Asíu og Bandaríkin eru langt frá meginlandi Asíu. Og því getum við Evrópumenn aðeins gert okkur vonir um að þeir Robert Kennedy, Eugene McCarthy og sam- berjar þeirra geti hamlað upp á móti þessum fanga í Hvíta húsinu“. Nú, hálfum mánuði síðar, hefur Johnson alveg snúið við blaðinu. r að var þvi við búið að skiptar skoðanir myndu verða um einlægnina að baki þess- ari yfirlýstu ákvörðun John- sons. Tass-fréttastofan sov- ézka er ekki ein um þá skoð- un að boðskapur Johnsons hafi aðeins verið herbragð, gert í því skyni að slá vopnin úr höndum keppinauta hans í Demókrataflokknum, þeim Robert Kennedy og Eugene McCarthy, og búa þannig í haginn fyrir það að flokks- þing Demókrata í Chicago í sumar hvetji hann með yfir- gnæfandi meirihluta til þess að verða í framboði til endur- kjörs í haust. Annað eins hef- ur gerzt í bandarískum stjórn- málum og það að verðandi forsetaefni láti tilleiðast að verða í framboði þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að það kæmi alls ekki til greina — þótt þess muni að vísu engin dæmi að ríkjandi for9eti hafi hafniað endurfram- boði en tekið þá ákvörðun aftur. Johnson hefur hins veg- ar svo rækilega fyrirgert því trausti sem hann áður naut meðal bandarísks almennings að hann er talinn til alls vís. Það er annars furðulegt að ekki skuli vera liðin nema rúm þrjú ár síðan Johnson vann einn mesta kosningasig- ur í sögu Bandaríkjanna. Skömmu áður en hann flutti boðskap sinn í fyrrakvöld hafði Gallupstofnunin birt niðurstöður skoðanakönnunar sem sýndu að aldrei hefðu vinsældir Johnsons verið minni en nú, og aðeins rúmur fjórðungur lýsti fylgi við stefnu hans í Vietnam. Þetta kemur alveg heim við niður- stöður annarra skoðanakann- ana undanfarna mánuði. Þannig leiddi athugun Louis Harris í Ijós þegar í nóvem- ber sl. að aðeins 23 prósent Bandaríkjamanna bæru traust til Johnsons. Þetta staðfestist en vafasamt að hann myndi ná endurkjöri í haust, jafn- vel þótt hann yrði í framboði fyrir Demókrata. *r ví má vel vera að það sé nú einlægur ásetningur John- sons að verða ekki í kjöri í haust, nema að gerbreyttum aðstæðum. Hann sjái fram á nær vísan ósigur nema honum takist að vekja þá von með hinni stríðsþreyttu bandarísku þjóð að samningar um frið í Vietnam séu á næsta leiti. „New York Times“ gat sér þess til í gær að það væri ein- mitt þetta sem fyrir honum vekti, ætlun hans væri að láta þing Demókrata skora á hann að gefa aftur kost á sér þar sem honum myndi bezt treyst- andi til að ganga frá friðar- samningum. En þótt sú tilgáta væri rétt, skortir mikið á að Johnson hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að greiða fyrir samninga'viðræð- um. Þótt hann hafi fyrirskip- að að dregið skuli mjög úr á- rásum á Norður-Vietnam, hef. ur hann ekki orðið við kröfu Hanoistjórnarinnar um skil- yrðislausa stöðvun þeirra. Og nær samtímis því sem hann flutti boðskap sinn bárust þær fréttir frá Washington að stríðskostnaður Bandaríkj- anna í Vietnam á yfirstand- andi fjárhagsári (fram til 30. júní) myndi aukinn um hálf- an þriðja miljarð dollara og um svipaða fjárhæð á næsta fjárhagsári, og að enn yrði sent 13.000 manna herlið til S-Vietnam. Þetta eru að vísu bæði lægri fjárhæðir og færra lið en herforingjarnir í Saigon og Pentagon hafa krafizt, en benda þó síður en svo til þess að tekin hafi verið upp sú ger- breytta stefna í Vietnam sem ein getur leitt til þess að stríð- inu Ijúki. E n hvað sem því líður bei að fagna boðskap Johnsons Hann er spor í rétta átt. Hanr er enn ein vísbending um hvílíka ófæru Bandaríkja menn eru komnir í Vietnan og þá einnig um að jafnve þeir menn sem mestu haf; ráðið um ferðina séu famir ai gera sér grein fyrir því. Fyrs fór McNamara, síðan West moreland og nú er röðin kom in að Johnson forseta sjálf um. Það má vel vera að rét sé sem sagt hefur verið ai Johnson hafi jafnan verið ; báðum áttum í Vietnam-mál inu, en látið misvitra ráðgjaf; teyma sig út í kviksyndií Ýms ummæli sem áður haf; verið höfð eftir honum bend; til þess að hann hafi ekki ver ið alls kostar ánægður mei gang mála. eins og þessi t.d sem hann er sagður hafa við haft við dóttur sína Luci fyrravor: „Það gæti vel svi farið að pabbi þinn fengi þai orð í sögunni að hafa verið s; sem kom þriðju heimsstyrj öldinni af stað“. Það vit; menn af reynslunni að Lynd on B. Johnson er til alls ví; — en kannski er honum evk aUs vamað. ás

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.