Þjóðviljinn - 28.04.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1968, Blaðsíða 3
\ Sunnudagur 28. apríl 1968 — ÞJÖÐVXLJINN — SÍÐA 3 Fer gofnt yfir snjó, ís, leðju og vatn • Þetta tarartæki var nýlega smíðað í Sovétríkjunum og kemur sér vel í vegleysum — það getur farið jafnt yfir snjó, ís, leðju og vatn. Það vegur 3600 kg og getur borið 1200 kg, farm. Hraði þess er 20 km á snjó og 10—12 km á vatni. Undir því-eru hvorki hjól né belti heldur sívalning- ar fylltir með fnauðplasti. Ferð Árna Oddssonar í Landfara 13. þ.m. er grein um iferð Áma Oddssonar yfir öræfin, skrifuð af Halldóri nofekrum Sigurðssyni. Nú hef- ut því víst ekki verið mót- mælt,, sð ferð þessi geti hafa verið farin á þeim tíma sem tiltekinn er. Hann ber sig illa yfir persónulegum brigzlum og hvefsni að mér skiist frá Hallgrími Jónassyni og Bene- dikt frá Hofteigi. Hann segir svo: „Á yngri árum hefði ég ekki látið mig muna um að taka í hnakkann á þessum herrum“. Hann kemst svo að þeirri niðurstöðu að Benedikt þykist vita allt milli himins og jarðar. Svo teik ég hór til- vitnun í grein Halldórs: „Það virðist hafa veriðþegjandisam- komulag samitíðarmanma hans (þ.e. Benedikts) að hafa sem fæst orð um þessa úrskurði, enda hefur hann opinberlega kvart- að undan því að Sigurður Nor- dal og aðrir afbragðsmenn vilji ekki eiga orðastað við sig.‘‘ Ég hefi nú ekki getað fundið þesa hvefsni í skrif- um þeirra. Hailgrímur Jónas- son er þekktur fyrir að hafa mann a mestan kunnugleika á íslenzkum öræfum og skrif hans yfirleitt vonduð að orð- færi og prúðmannleg. Hvað Benedikt snertir er þetta nú reyndar ekki svara- vert, svo kunnur fræðimaður og ættfræðingur sem hann er, og tæplega held ég að dr. Sig- urði Nordal sé nokkur þökk á að láta blanda nafni sínu í þessar deilur eins og Halldór þessi gerir. Sjálfsagt er Nordal vel ljóst að í upphafi síns ágæta fræðaferils hafði hann etkki höndlað alla vizku og að ýmis- legt, sem hann taldi gott og gilt þá, til dæmis tilurð og sannindi íslendingasagna, eru nú staðlausir stafir. Enda verð- ur víst seint full þreifað um brotin þar. Nokkuð mun á stundum hafa borið á milli um álit þeirra Nordals og Bene- dikts um ýmislegt viðkomandi íslenzkum fræðum. Og seint , hygg ég að úrslitadómur verði þar upp kveðinn. Hitt mun fremur að ályktanir byggðar á rannsóknum og heilbrigðu maiti verdi að notast að öðrum þnæði. Ég ar nú ekfci viss -----------------*-------------- Tryggja þarf nýtingu Alfta- nessvæðisins • Atvinnuflugmenn ræddu ný- lega á fundi flugvallarmál Rvík- ur ng nágrennis og samþykktn þá ályktun, þar sem áherzla er lögð á að tryggja þurfi nú þegar land | undir framtíðarflugvöll á Álfta- l nesi og jafnframt að þess verði ' gætt að flugtæknilegir kostir svæðisins nýtist til fullnustu. Áiyktun sú, sem hér um ræðir er svohljóðaindi : „Almennur fólagsfundur í Fé- lagi íslenzkra a.’fcvinnufluigmaniia haldinn 18/4 1968, beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjóm- ar og flugmálayfirvalda, að nú þegar verði hafizt handa við að tryggja land undir framtíðarflug- völl á Álftanesi, fyrir Reykjavík og nágrenni. Fundurinn leggur meginá- herzlu á, að tryggja land þaranig, að hægt verði að byggia filugvöll í saimiræmi við L tilhögun filug- vallar eims og fram kemutr í nefndaráiiti minnihluita fluigvalla- nefndar 1965-1967, og að tryggðir verði fulilir stækkunarmöguleik- ar slíks flu.giva'nar. Sú tilhögun hefir að mati flug- manna alla flugtæknilega kosti fram yfir fyrirkomulag X, sem meirihluti nefndarimnar mælir með. Flugmenm Hta svo á, sð um nægjanlega crfiðieika sé a\ ræða vegna staðhátta á ýmsum flug- völlum úti á landi, þó ekki verði vitandi vits bygigðul- filuigvöllur- á Álftanesi þanniig að flugtækni- legir kostir svæðisims séu ekki notaðir til hins ítrasta. Þá krefst fuindurimn þess, að af öryggisástæðum verði ekki Ikreppt meina að Reykjavíkur- flugvelli en 01 -ðið er meðan ann- ar fhigvöllur er ekki til fyrir Reykjavikursvæðið". Hvaðd reglur gilda um friðrn fugla? Nú er suimarið genigið í garð og senn hefst varptími ýmissa fugla. Af því tilefni hefur stjóm Dýravemdunarfélags ís- lands sent öllum skólastjórum á landinu bækling um verpdun fugla með þeirri ósk að efni hans verði vkynnt nemendun- um. í bækíingi þessum eru m.a. birt lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, sagt frá friðun fugla hér á landi og minnt á þær reglur er gilda um friðun grágæsar- innar. Til glöggvunar fyrir lesend- ur Þjóðviljans fara hér á eftir þær upplýsingar sem birtar em í fyrmefndum bæklingi um friðun einstakra fuglategunda: Á íslandi skulu aUar villtax fuglategundir vera friðaðar allt árið, að undanskildum þeim tegundum sem hér greinir: a. Ófriðaðir allt árið: Kjói, svartbakur (veiðibjalla), sílamáfur, (lilli-svartbakur), silfurmáfur og hrafn. b. Ófriðaðir frá 20. ágúst til 15. marz: Dílaskarfur, topp- skarfur, grágæs, heiðargæs, blesgæs helsingi. c. Ófriðaðir jrá 1. september . til 31. marz: Lómur, fýll, súla, stokkönd, urtönd, rauð- höfðaönd, grafönd, dugg- önd, skúfönd, hávella, topp- önd, skúmur, hvítmáfur, bjartmáfur, hettumáfur, rita. d. Ófriðaður frá 1. september FramJiald á 7. siðu. 'U-m að langskólamenn eigi að hafa nein sérréttindi til að vega og meta orð fornbók- menntanna og mynda niður- stöður.. Sjálímennlaðir gáfu- og á- hugamenn geta lagt þar til drjúgan skerf. sem ekki á að varwneta. Hitt er svo erfitt fyrir menntamennina að viðurkenna misstig, sem alltaf verða ein- hver, og ekki sízt ef það eru nú bara fyrrverandi bændur, t.d. á þorð við Benedikt frá Hofteigi eða Helga á Hrafn- kellsstöðum, sem telja sig vita betur. Menntun er máttur, en það skiptir ekki öllu máli á hvem hátt hennar hefur ver- ið aflað. Höfundar gullaldar- bókmennta okkar hafa eflaust verið menntaðir á þeirra tíma vísu. En samkvæmt áliti Hall- dórs hefðu þeir sennilega flest- ir talizt alþýðumenn og því ekki svara veröir. Þó mundu nú orð Ara fróða „að hafa það er réttara reynist" og hvaðan, sem það kemur, standa enn í fullu gildi. Það vita nú íleiri en ég hvílíkur fræðasjóður Benedikt írá Hofteigi er, og margur hefur fengið drjúgan skerf úr þeim sjóði. Og að lokum lilfæri ég svo niðuriagið á grein HaiHdórs Sig- urðssonar, svona sem ábend- ingu um þá andlegu breiddar- gráðu sem hann virðist stadd- ur á. Það er svona: „Þó vil ég stinga þvi' að honum, að ég sem Húnvolningur mun þekkja hross á borð við hann“. Þetta er kannski einhver húnvetnsk málvenja eða speki, en ég er nú það treggreindur að mér er ofvaxið að skilja. Annars verða rannsóknir á fombók- menntum okkar vonandi eilífð- ar verkeíni íslenzkri þjóð og okkur' ber að þakka öllum jafnt lærðum, sem leikum, sem þar leggja hönd að. Meðan svo er eigum við nokkurn rétt á að halda landi og þjóðemi. Kópavogi 17/1 1968. Þórarinn frá Steintúni. Ég þið Þjóðviljann fyrir þessa grein, sem legið hefur lengi á ritstjóm Tímans, en ekki fengizt birt í þættinum „Landfara“ þrátt fyrir loforð. Þ. V. M. Flugkennara- félag fslands Nýlega var stofnað á Reykja- víkurflugvelli stéttarfélag flug- keniniara og amnarra aifcviinimiflug- manna. Hlutverk félagsin er: Að efla kynningu og samheldni íslenzkra flugkennara. Að auka áhuga þek-xa og þekk- ingu á sibarfinu, og fylgjast með nýjungum á sviði flug- og flug- kennslumála. Að gæta hagsmuna félags- manna í hvívetna. Að vera í forsvari fyrir þé gagnvart atvinnuveitendum, yfir- völdum og öðrum aðilum, inn- lenduim og erlendum, sem félagið kann að eiga samskipti við. Heiimili félagsiins og varmar- þing er í Reykjavfk. Stjóm fé- lagsiins skipa: Einar Frederiksen, flugstjóri, form., Helgi Jónsson, flugkennari, ritari, Petuir Valbergsson, flug- kennari, gjaldkeri. KOMMÓÐUR — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar Kjörskrá til forsetakosninga fyrir Kópavogskaupstað sem fram eiga að fara hinn 30. ]úní 1968 liggur frammi á pósthúsinu í Kópavogi frá og með 30. apríl, til og með 27. maí 1968. Kjærtim út af kjörskránni ber að skila bæjarskrif- stofunni eigi síðar en 8. júni 1968. Pósthúsið er opið frá kl. 9—18 alla virka daga nema laugardaga til kl. 12,30 26. apríl 1968. Bæjarstjórinn í Kópavogi. AÐALFUNDUR HUSEIGENDAFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl n.k. kl. 18 að Bergstaðastræti 11. FUNDAREFNI: 1. Veniuleg aðalfundarstörf, 2. Lagabreytingar. Stjómin. R-RKI R-RKI SumardvaUr tekið verður á móti umsóknum um sumardvöl fyr- ir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, dagana 2. og 3. maí n.k., kl. 10—12 og 14—18 á skrifst&fu Rauða krossins, Öldugötu 4. Ekki tekið við umsóknum í síma. Eingöngu verða tekin Reykjavíkurböm fædd á tímabilinu 1. janúar 1961 til 1. júní 1964. Aðrir aldursflokkar koma ekki til greina. Áæflað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna tímabilum. Stjóm Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. HUGMYNDASAMKEPPNI UM EINBYLISHÚS SÝNING 1 Tillöguuppdrættir er bárust í keppn- inrii verða til sýnis að Laugavegi 1 8a 3. hæð í dag laugardag og morgun sunnudag kl. 2—6 e.K. I næstu viku daglega.kl. 4—10 e.h. Ollum heimill ókeypis aðgangur. Dómnefndin. * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.