Þjóðviljinn - 15.05.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1968, Blaðsíða 3
Mdðvikudagur 15. maí 1968 — ÞJÖÐVHUINN — SÍÐiA 3 Talíð hugsanlegt að boða^ verði til Genfarráðstefnu Stewart, utanríkisráðherra Breta, fer til Moskvu í næstu viku — Nýr fundur um Vietnam í París í dag PAE.ÍS og MOSKVU 14/5 — Samtímis því sem nokkurrar b'jartsýni gætir eftir fyrsta fund fulltrúa ríkisstjórna Bandaríkjanna og Norður-Vietnams í París berast um það fréttir frá Mosfcvu að þar sé talið að til greina komi að boðað verði til nýrrar ^Genfarráðstefnu um Vietnam, ef viðræðumar í París, sem eiga að halda áfram á morgun, gefa vonir um árangur. Það er fréttaritard Reuters í Moskvu sem hefiur eftir erlend- um stj ómareri nd rekum ]>ar að sovézikir leiðtogar kuinni að hafa í hyggju að stjórnir Sovétríkj- anna og Bretlands, sem sikipuðu flanmenn síðustu Genflarráðsitefnu um Indókfna 1954, boði í sam- einángu til nýrrar ráðstefinu, ef miðar í átt til samkomulags í viðræðunum í París. Þetta er talið geta verið skýr- ing á því að Michael Stewart, utanrfkisráðherra Bretlands, kemur til Mcskvu í næstu viku. >að er hins vegar talið ósenni- legt að sögn fréttaritarams að Sovétríikiin faflist á nýja Genfar- ráðstefnu efl viðræðumar í Par- fe fara út um þúflur. Fundur í dag í París Á mjongun, miðvikudag, munu flulltrúar rílkisstjóma Bandaríikj- anna og Norður-Viietnams koma samsm á anmian flumd sdmn í París. 1 dag unmu þedr að því að kamna gaumgæíilega þær greimargerðir sem flluttar voru á fyrsta fumdinum í París á mánu- dag — lesa þær með smiásjá, eins og formaður bandarísku sámniiníganefridarinnar, Averell Harriman, komst að orði. Greiðum ekki Iausnargjald Talsmaður vietnömsiku samn- ingamannanma sagöi í París . í dag að tilgamgur viðræðnainma í París væri sá eimm að kamma hvort og hvenær Bandaríkin myndu stöðva loflbárásir sínarog aðrar hemaðaraðgei’ðir gegn Noi’ður-Vietmam. Þegar hanm var spurður hvort Norður-Vietnam myndi fallast á að draga úr hemaðaraðgerðum ef Bandarík- in hættu loftárásunum, svaraði hann: — Við greiðum árásar- mönnunuim élcki neitt lausnar- gjald. Bn þegar lofltárásimar eru úr sögunni munum við sjálf- sögðu reiðubúnir að ræða önnur mál. Greinargerðin sem formaður vietnömsku samningamannanna, Xuan Thuy,- filutti á fyrsta fund- inum í París í gær ber með sér að stjóm Noi’ður-Vietnams 'er staðráðin að ræða af fylistu al- vöru við Bandaríkjamenn, enda þótt hún telji að viðhorf Banda- ríkjastjói'nar fái ekikd staðizt, segir fréttamaður ÁFP, Bernard Joseph Cabanes, sem til skamims tíma var fuiltrúi fréttastofunnar í Hanoi. Uppreisn í SuðurJemen ÁDEN 14/5 — Qahtan Al-Shaabi, forseti alþýðulýðveldisins Suður- Jemens, sem stofniað var fyrir u.þ.b. hálfu ári þegar Bretar fluttu her sinn burt frá nýlendu sinni í Aden og grennd, skýrði frá því í útvaflpinu í Aclen í kvöld að uppreisn heflði brotizt út í landinu gegn 'stjóm Þjóð- frelsisfylkinigarinnar sem farið hefur með völdin síðan lýðveld- ið var stofnað. Al-Shaabi sagði að margir menn hefðu fallið í bardögum í baanum Abiyan fyrir norðan Aden. Nokkrir ættflokkar hefðu safnað liði í Abiyan og Shuqra. Aðalstöðvar uppreisnarm-anna væru í •Jaar. Herlið hefði verið sent af stað til að bæla upp- reisnina niður. Hundruð þúsunda fögnuðu de Guulle forsetu i Búkurest BUKAREST 14/5 — Hundruð þúsunda manna fögnuðu de Gaulle Frakklandsforseta ákaf- lega þegar hann ók um götum- ar í Búkairest, höfuðborg Rúm- eníu, en þangað kom hann í dag í sex daga opinbera hedimsókn. I ræðu þeirri sem hann flutti — á rúmensku — á flugvellin- um við Búkarest hvatti ‘ de Gaulle þjóðir Evrópu til þess að binda enda á þau hemaðar- bandalög sem sundra álfunni, en taka í þeirra stað upp samvinnu allra Evrópurík j a, hvert svo sem stjómiarform þeirra er eða hvaða huigrnyndafræði sem þau aðhyll- ast. Geausescu forseti og flokks- ritarí tók undir þessi ummæli de Gaulle með því að lýsa fylgi sínu við samvinnu frjálsra þjóða sem ráði sjálfir málum sínium. Jakúbovskí um heræfingarnar í Austur-Evrópu MOSKVU 1475 — Ivan Jaikúb- ovsikií herslhöfðiinigi, yfinmaður heraiflLa Varsjárbandalagsins, seg- ir í grein sem birtist í ,,Pravda“ í dag í tiHeflná af því að liðin eru 13 ár flrá sitotfniun bandailags- ins að blöð' heimsvaldasiinna hafli undanfaríð reynt að nota sameiginlegar herætfingar bandA- lagsríkjanna til a£ spilla saim- búð þeirra, og á hamin þargreini- lega við btaðafróttir á vastur- löndum í síðustu vifcu um liðs- flutninga sovézka hersims íPól- landii nálægt lamdamærum Tékikió- slóvakíu. Jakúbovskí segir að hann geti lýst því yflir að aliar árásir heimsvaldasinna mumi reynast gaignslausar og miuni ekki trutfla saimsitarf bandalags- ríkjanna, en hamn leggur á- herzLu á nauðsyn algerrar sam- stöðu sósíalistístou ríkjanna og allra sósíalistíslkra aflla/ Franska stjórnin neydd til undanhalds fyrir stúdentum Pompidou reynir að friðmælast við þá, lofar þeim ' sakaruppgjöf og endurbþtum á öllu háskólakerfinu PARÍS 14/5 — Franska stjómin hefur neyðzt til að láta undan síga fyrir stúdentum. Pompidou forsætisráðherra skýrði frá því á franska þinginu í dag að hún hefði ákveð- ið að veita þeim stúdentum sem handteknir voru í óspekt- unum í París i síðustu viku sakaruppgjöf og jafnframt myndi hafinn undirbúningur að gagngerum endurbótum á franska háskólakerfinu. Flokkar sitjómarandstöðunnair, kommúmistar og Vinsitribanda- lagið, höfðu borið fram tillögu um vainitraust á ríkisstjómdna vegna framlkomu hennar gagn- vart stúdentum. Þegar umræður hóíust um tillöguna á þjóðþinginu í dag, varð mikil háreysiti í þingsailnum og um tíma lá við handali*:- málum mdlli þdngmanina. Varð þinigforseiti að gera hlé á þing- fimdi til að getfa þingmönnu;m kost á að sitillast. Beint tilefni ólátanna á þingi Bandaríkjaher fíýr herstöð í J- Vietnam f r ' SOIGON 14/5 — Bandaríski herinn í Suður-Vietnam neyddist fyrir tveimur dögum til að flýja úr einni herstöð sinni í Quang Tri-fylki í norðurhluta landsins og var fyrst viðuirkennt í dag að ihann hefði á flóttanum misst stóra flutningaflugvél. "og hefðu 150 manns farizt. með henni. Þjóðtfredsisherinn var sagður hafla skotið niður þrjár aðrar fllugvélar auk fimm þyrlna við herstöðinia Kham Suc, sem á- kveðið hetfði verið að yfflrgetfa etftir að fjölmennt lið „norður- vietnamskra hermanna“ hetfdi setzt uim hana. Sagt var að 5.000 mianna lið hefði Ifert áblaup á herstöðina. Þið virðist greiniilegt að ætl- unin hafli verið að hailda þessum óförum hamdarísíka hersáns og Saigonhersiins leyndum og ídag var sú skýring geflin á fllóttan- um að „herstöðan hetfði verið yfirgefin af ásettu róði svo að hinair stóru spremgjuþotur af gerðinnii B-52 fengju , nýtt skot- rraark“, eins og komizt var að oi'ði í frétt frá Saigon. Var sagt að þetta hetfði gefizt vel, því að „500 Norður-Vietniamiar a.m.k.“ hdfðu > verið flalldir við Kham Duc í árásum B-52 þotna sið- ustu daga. var tillaga frá þingmönnum gaullisita um að þingheimur skyldii með einnar mínútu þögn mótmœila því framferði vinstri- sinnaðra stúden/ta í síðustu viku að breiða rauðan fána yfir gröf óþek’kta harmannsins. Vinstri- sinnaðir þingmenn mótmœiltu þessari tiffllögu. Eftir stutt fund- arhlé tók Pompidou forsætisráð- herra til máls og gerði grein fyrir fyrirætlunum ríkisstjómar- innar í því skyni að kcima aftur a kyrrð í frönskum háskólum. Pompidou skýrði frá því að de Gauille forsieti, sem i dag fór í opinbera heimsiðlcn til Rúmieníu, hefði falið sér forsetavöldin í fjarveru sinni, og hefðd hann reyndar hálft í hvoru verið að hugsa um aö fresita Rúmeníuför sinni vegna óigunnar sem mót- mæli stúdeirjta hafa valdið. Pompidou sagði að eftir hinar miMu óspektir sem urðu í Par- ís á fimmtudaginn var hefði hann í samráði við de Gaulle ákveðið áð leita sátta við stúd- enta. — Ég hvet nú alla, og þá stúdenta fyrst og fromst, til sam- vinnu um þetta, sagði hann. Hanin kvaðst bráölega myndu lcggja fram frumvarp um saik- aruppgjöf fyrir stúdenta sem á- kærðir voru etftir óspektimar í síðustu vi'ku. Skipuð myndi rað- gja.famefnd prófessora, stúdenta og foraldra sem ætti að leggja fyrir rílcisstjónnána tillögur um endurbætur á háskólakerfinu. Pompidou sagðd að þeir at- burðir sem gerzt hefðu undan- faríð væm elckert stundarfyrir- bæri. — Það sem uim er aðræða er sú mynd sem sdðmenniing oddkar hefiur tekið á sig, það er ekki rfkisstjörnin, ekki stofnan- irnar, ekki einu sinni Frakkland, heldur neyzluisjúkt nútimaþjóð- félag okkar, sagði hann oghvatti samtök stúdenta til þess að gera sem fyrst grein fyrir því á hvem hátt þedr vildu bæta háskólana og kemnsllufyrirkomulag þeirra. Rauði fáninn blaktir En meðalh þessu fór fram á þingi, héldu stúdentar áfram „menningarbyltingu sinni að kínýerskuim hæt(á“, edns bg fréttaritari Reuters komst að orði. Mikilar rökræður fara nú fram í Sorbonne og öðrum fmnskum háskólum um allt há- slcóilakerfið. Þúsundir stúdenita eru nú allsraðandi í bygginguim Sorbonne-skóla í París eftir að lögregfflusveitimar héldu þaðan brott að fyi’irmæfflum ríkisstjóm- arinnar. Rauðir fániar bfflakta yf- ir bygginigunum og þar er um- horfs eins og bylting' stæði yfir, segir Reuter. ! c Stúdentar við Sorbonne hafa lcrafizt þess að fá að gera grein fyrir viðhorfium sínum í framska sjónvarpinu. Þá hafa þeir'einnig krafizt þess að ríkisvaldið verði svipt yfirráðum yfir slcólanum, en 'stjóm hans flengin í hendur nefndum sem slcipaðar séu stúd- • entum, kennurum og vei"kamönn- uim. Nafni skólans verði þreytt og hann lcallaður „sjálfstjómar- háskóffli alþýðumnar". Slcýrt var frá því í París í dag að die Gaulffle forseti myndi flytja ávarp til þjóðarínnar í franska sjónvarpinu 24. miaí og er tafflið víst að ófflgam í háskól- unum sé tilefni ávarpsins. BRAZZAVILLE 14/5 — Hópur erlendra máfflaliða kom í gær til' Kongðlýðveldisins sennifflega með flugvél eða fiugvélum semlen-tu skammt frá hötfuðborginni Brazzaville og var erindiþeirra að steypa stjóm landsiins. Upp komst uim áform þeirra og voru þeir aiilir handteicnir. TILKYNNING Samkvæmt 22. gr. reglugerðar nr. 79/1960 um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála o.fl., er.óheimilt að flytja íslenzka peninga úr landi eða til landsins nema með heim- ild Seðlabankans. Með reglugerðarákvæðum frá 21/6 1962 og 31/8 1967 var ferðamönnum heimilað að flytja með sér við brottför eða við koimu til landsins íslenzka peninga, þó ekki hærri fjárhæö en 1500 krónur. Seðla stærri en 100 krónur er þó bannað að flytja úr landi. Er þeim sem fara frá eða kpma til landsins bent á, að þei-r geta átt von á þvi að þurfa að gera grein fyrir fjárhæð þeirra íslenzku peninga, sem þeir eru með við brottför eða við komu til landsins. « Reykjavík 14. maí 1968. SEÐLABANKI ÍSLANDS. Vegnu jurðurfurur Jóhanns Gíslasonar deildarstjóra, verða aðalskrifstofur félagsins í Bændahöllinni v/rlagatorg lokaðar fyrir hádegi í dag, miðvikudaginn^lð. maí. Rituri óskust í Landspítalanum er laus staða læknantara. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt úrskurði Kjanadóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur. menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. maí n.k. Reykjavfk, 14. maí 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. Móluri óskust Vífilsstaðahælið óskar eftir að ráða málara um ó- ákveðinn tíma. Urhsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítal- anna, Klapparstíg 29, fyrir 25. maí n.k. Skrifstofa ríkisspítalanna. AÐALFUNDUR íslenzk - pýzka menningarfélagsins verður haldinn í Félagsheimili prentara. Hverfis- götu 21, föstudaginn 17. maí kl. 8,30 e.h. FUND AREFNI: 1. aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.