Þjóðviljinn - 04.08.1968, Page 4
A SIÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Suimudasur 4. ág&t 1968.
Otgefandl: Sameiningarflokkui alþýöu Sosialis'aflokkurlnn.
Ritstjórar: tvar H. Jónsson. fáb.). Magnús Kjartanseon.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttarltstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann. ^
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavðrðustig 19
Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Tímaskekkja
j bók nýútkominni eftir hagfræðimenntaðan mann
er athyglisverð grein þar sem hann veltir því
fyrir sér hve mikið atvinnuleysi geti talizt eðlilegt.
Slíkra hugleiðinga hefur áður orðið vart í íslenzk-
um stjómmálum, að ákveðríir hugmyndafræðingar
íhaldsaflanna hafa talið það eðlilegt að halda svo
og svo stórum hópi fólks atvinnulausum. Slíkum
mönnum er að sjálfsögðu skemmt í núverandi á-
landi í landinu. Þeir vilja gera atvinnuleysisdraug-
inn hluta af þjóðfélagsveruleikanuim.
^em stendur eru enn tugir manna og kvenna skráð
atvinnulaus í Reykjavík á mesta framkvæmda-
og annatíma ársins, einkum þó æskufólk. Vitað er
að f jölmargir láta ekkj skrá sig þó þeir séu atvirínu-
lausir lengri og skemmri tíma. En slíkt atvinnuleysi
er að sjálfsögðu ósæmandi. Full atvinna allra
vinnufærra manna er frumskilyrði fyrir vaxandi
möguleikum og eðlilegri þróun hins íslenzka þjóð-
félags. Og þeir menn sem enn í dag tala um „eðlilegt
atvinnuleysi" eru haldnir tímaskekkju. En þó eru
enn verri þeir sem framkvæma stefnu þessara hag-
spekinga. Þrátt fyrir hjal ríkisstjórnarinnar um
annað stendur sú staðreynd óhögguð að stefna henn-
ar leiðir af sér atvinnuleysi, sem blasir við í dag.
Þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherzlu á nauð-
syn þess hér, að ríkisstjórnin hverfi um leið og at-
vinnuleysisdraugurinn. Það er í rauninni óhjá-
kvæmilegt að þessi tvö fyrirbæri hafi samflot út úr
ísl. stjómmálum — eins og þau leiddust inn í þau.
Skipulegrí vinnubrögð
j gær var birt í Þjóðviljanum athyglisvert viðtal
við ungan fiskifræðing, sem stjómað hefur til-
raunum með nýja gerð af síldamót á vegum Haf-
rannsóknarstofnunarinnar. Þar keimur m.a. fram,
að með þessari nýju gerð af síldarnót verður vem-
legur spamaður í efniskostnaði, svo nemur um 200
þús. kr. á hverja síldarnót af venjulegri stærð.
t
Jjessi tilraun með síldarnótina mun vera fyrsta til-
raun sem gerð er á vegum Hafrannsóknarstofn-
unarinnar með nýja gerð veiðarfæra, og varpar
þessi staðreynd skýru ljósi á það ástand sem ver-
ið hefur í þessum efnum hjá okkur íslendingum.
Rannsóknir í sambandi við þennan undirstöðuat-
vinnuveg hafa til þessa að mestu verið komnar und-
ir framtaki og hugkvæmni einstakra manna, en
ekki unnið eftir neinni áætlun og sjaldnast orðið
framhald á þeim tilraunum sem hafnar hafa verið.
Þar hefur tilviljunin ráðið. í þessu þjóðfélagi hafa
aldrei verið til fjármunir til þarflegra hluta, sem
skila sér þó margfalt til baka, þótt á sama tíma sé
hent miljónafúlgum í einskisverðar framkvæmdir,
og sóunin á mörgum sviðum gegndarlaus.
^onandi marka þessar tilraunir Hafrannsóknar-
stofnunarinnar þáttaskil í þessum efnum og
•áðamönnum sé að verða ljóst að veita verður vís-
idamönnum betri og ’tryggari aðstöðu til að sinna
>essum máluim í framtíðinni.
J0NATHAN SCHELL:
' p
„ m
Þ0RPIÐ SEM VAR
JAFNAD VID JÖRÐU
Seytján ára gamall piltur setn
hafðd tannbursta i skyrutvasa
sínum sagði: ,,t>egar' hermenn-
imir komu og stórskotahríðin
hófst, faldi ég mig úti á akri.
Svo Heyrði ág tilkynndnguna
frá þyrlunum. t>á skiláði ég
flugmiða sem ég haifði fundið
fyrir mánuði.“
Annar maður, sem viður-
kenndi, að hafa ver.-ið foringi
fyrir smádeild hermanna, fimm
í allt, sagði: „t>egar þyrlan kom,
hljóp ég sitað úr stað og reyndi
að sQeppa, en gat ekki, svn ég
gaf mig fram hjá hermönnum
stjómarinnar og fékk þeim
flugmiða, sem ég hafði tekiö
upp.“
Það átti að skera úr um bað
hver væri iiðhlaupi og hver
ekki af þeim sem aðkomnir
voru og settir höfðu verið tveir
kostir: að gefa sig fram eða
að vera skotnir, hvort , þeir
höfðu á sér flugmiða af þeim
sem kastað var niður þegair
árásin hófst, og átti að tryggja
hverjum manni grið, sem bar
hann á sér, annars var maður-
inn stimplaður „liðhlaupi".
Sjaldnast. þurfti sá sem geikk
stjómarliðinu á vald, að hafa
mikið fyrir. Samkvæmt skýrslu
Bandaríkjahers höfðu fimm-
hundruð tuttugu og níu gefið
sig fram i Binh Duong í jan-
úar. 1 nágrannahéruðnnum
Phuoc Long og Binh Long, en
þar höfðu engar meáriháttar
hemaðaraðgerðir átt séi- stað,
höfðu aðeins fjórir menn gefið
sig fram á sama tíma.
Áður en ég fór úr Vinabúð-
um, settist ég snö^^vast, niður
í einu af Opnum tjöldum hers-
ins, og komu bangað tíu til
fimmtán menn „endurheimtir“
til bess að skoða mig með sín-
um syfiulegu augum, sem bó
voru ekki laus við forvitni. Ég
spuirði þá með aðlstoð túlks
hvemig vaeri að vera í Ben
Suc, og ungur maður fór þá
að segja mér frá því bcgar
sprenigjurnar féliu á miðhluta
þorpsins, og um stjómarflangið,
sem sett hafði verið á hirís-
grjónaskemmuna miklu þorpinu
til vamar. Ég tók eftir því að
hann leit öliu öftnr á endur-
heimtu mennina við hlið sér,
sem mig, t>g hann talaði af
ákofð og gleði þess manns, sem
veit að það sem hann hefur að
segja er vel þegið og vel tekið
eftir því. Það er háttur allra
sem vdl kunna að segja frá, að
láta sem minnst bera á því, að
þeir séu að segja nokkuð fynd-
ið og skemmtilegt, og svo (fór
honum, samt örlaði lítilsháttar
á spélegu brosi í svipnum. En
aðrir áttu bágt með að verjast
hlátri, f rauninni var svipur-
inn'allur ein hláturssinfónía. og
allt lifnaði af gamni. „Stjórn-
in sagði að ef við drægjum
upp fána stjómarinnar á ein-
hverju húsi, mundi ekki yerða
varpað á það sprengjurri,“ sagði
hann, og lét som hann hefði
haft barnslega trú á sannleiks-
gildi hvers orðs, sem útgekik af
vörum stjómarinnar. „Þess-
vegna keyptum viö stjómar-
flagg í Phu Cuong og settum
það efst á hrísgrjónaskemmuna,
— og það var stórt flagg.“
Hann breiddi út báðar hendur
til að sýna hve stórt fllaggið
hefði verið. „En svo komu flug-
vélar, og þær köstuðu sprengj-
um á húsið, og fáni stjómarinn-
ar féll um leið og það féll“. Nú
voru flestir hinna yngri famir
að hlæja, og voru þó fæstir
frá Ben Suc. Og svo leið mín-
úta eða lengri tími, að ekki
bólaðd á syfjunni, sem annars
var sem límd í svip þeirra.
Áður en ég fór frá bænum
settist ég snöggvast í einu af
tjöldum herisins, og komu þá
tíu til fdmmtán „endurfundnir"
til að skoða mig. Augnaráð
þeirra var forvitnislegt og syfju-
legt í senn. Ég lét túflk minn
spyrja þá um þorpið Ben Suc,
ogvarð ungur maður fyrir svör-
um, og sagði hann mér hvemig
farið var að þegar miðhluti
þorpsins var allur gerður undir-
orpinn sprengjuregni, einnig
sagði hann mér frá flaggi stjóm-
arínnar, seim sett var upp yfir
hrísgrjónaskemmunni, þoi-pi™
til vamar. Ég tók efttir því að
hann leit jafnvel oftar á félaga
sínia, sem með honum voru, en
mig, og auðfundið var, að hon-
um þótti gaman að segja frá
þessu. Frásögn hans var svo
kátleg að þeir-voru færri, sem
ekki þuftu að stilla sig til að
verjast hlátri, en sá var háttur
hans eins or' flestra seim vel
kunna að segja írá, að láta
engan andlitsdrátt bærast til
morkis um það, að hann vissi
að fráögn hans væri fyndin. Að
lyktum lá við að allir spryngju.
og kviknaði fjör og gáski með
hópnum. „Stjómin sagði að ef
við drægjuim upp flagg sitt á
húsi, mundi það hús vera friö-
heila-gt", sagði hann og lét þá
som allir hofðu trúað orðum
stjórnarinnar. „Þessvegna var
það sem við keyptum stjómar-
flagg í Phu Cuong o-g settum
efst á hrísgrjónaskieimmuna,' —
og það va-r stórt flagg". Hann
breiddi út báðar hendur til að
sýna okkur hve stórt flaggið
hefði verið. „En svo komu flug- '$>
vélar hersins og köstuðu
sprengjum á húsið, og fllagg
stjóimairinnar brann með hús-
inu“. Þá hlógu ýmsir hinna
yngri, og voru þó faastir þeirra
frá Ben Suc. Svo leið mínúta
eða len.gri tími áður en kætin
straukst af andlitttnum og syfj-
an. og dapuirleikinn fékk yfir-
höndina.
Fyrstu vikuna í búðumum við
Phu Loi glarðd ég ekki annað
margan dag efltir hádegi en að
spyrja og spyrja fólkið frá Ben
Suc með aðstoð túlksins míns.
Ég hafði ætíð hinn sama for-
mála: að ég væri fréttaimaður
öldunigis Óháður hemuim. Þessu
trúði enginn. Fyrst kinkuðu þedr
kolli og létust trúa, en fóru svo
að biðja um sailt, olíu í matinn
eða hrísgrjón og fyrst og firemst
um leyfi til að fara burt úr búð-
umiim, en ég svaraðd á móti
ætíð hinu saima: að ég hefði
ekkert umboð til neins. Samt
hélt fólkið áfram að kvabba
við mig, svo að auðfundið var,
að það hélt að ég hefði þetta
að blóra, að látast vera frétta-
maður, og væri ég víst ekki
hinn fyrsti. Það fék'kst ekki til
að trúa því, að þessi ungi mað-
ur, ég, ætlaði sér ekki að
þröngva upp á það ákveðinni
stjómmálaskoðun, né heldur
væri hann að skara eld að köku
sinni á þeirra kostnað. Samtal
okkar truflaðist ekiki lítið af
hávaðanum í þessum trúhrifnu
röddum á segulbandinu í hátöl-
urunum. sem látnir voru glymja
endalaust.
Einu sinni' fór ég ásaimt túlki
inn í deffld nokkra í búðunum,
hitti þar ungan mann, sem
leiddi son sinn, og'spurði hvort
við mættum slást í för með
honuim stundarkom, en hann
beygöi sig niður að baminu oig
sagðd því að fara til mömmu
sinnar, sem stóð þar skammt
frá: ung kona breiðleit með
stór, svört auigu. Svo gekk hann
til okkar þessd ungi maður með
þessu sama látbragöi, sem ein-
toanndi íbúa Ben Suc: rósemi
og látlleysi eins og þeim þætti
það sjálfsagður hlufur að standa
andspænis Bandaríkjamanni og
eiga við hann orðastað. Dauft
bros lék uim varir hans, eins og
hiann væri að huigsa um eitt-
hvað, sem honum þætti kátlegt,
Þegar ég var búinn að segja
til nafns míns, spurði ég hvað
honuim fyndist um að eiga að
vera í þessum búðum. Túlfcur-
inn bar mér orð hans, svdlét-
andi: „Nú veit ég það fyrir víst,
að það' er ófriður í landinu, og
að ég varð að fara að hedman,
til þess að njóta verndar hjá
her stjómarinnar. Hér er óhætt
að vera, hér verður hvorki varp-
að sprénigjum né skotið úr fall-
byssum. Uppskeran á akrinum
mínum er nú gereyðilögð af
jurtaedtri, og elzti bróðir minn
féll fyrir sprengjuárás. Margir
féllu í fyrra þegar sprengjum
var. varpað á þorpið mitjt. Hér
emm við undir veimd banda-
rískra hersveita".
Ég spurði hann hvað honum
hefði þótt þezt í Ben Suc.
Hann hló við, því að honum
þótti spumingin sikrýtin, og
svaraði svo: „Ég kann að spila
á gítar, og mér þótti gaman að
synigja á nóttinni og drekka með
félögum mínum, — borða fisk
og drekka þangað til sól var
komin upp. Ég er þrjátíu og
eins árs núna og ég giftisí þeg-
ar ég var tuttugu og þriggja.
Ég á þrjú böm. Ég trúi á Kon-
fúsíuis og bið hann að varö-
veita mig frá illu, og gefa mér
frið og hamingju. Oftast varð
ég að fara á fætur kflukkan sex,
og þá fór ég fyrst í bað og svo
út á akur að vinna. Ég kom
heiim um hádegi, fékik að borða,
fór aftur í bað og s/vo út á ak-
ur. Þegar ég kom heim að.
kvöldi fór ég enn í bað. Það
var í þriðja sinn. Nú hef ég
ekki fengið bað í fjóra daga.
Skyldi ég etoká þráðum fá að
fara í bað?“
Bœtt síma>
þjónusta hjó
SVFÍ
Sú nýbrcytni hefur nú verið
tekin upp hjá Slysavarnafélagi
íslands, að það hefur tekið sím-
svara I þjónustu sína.
Þeir, sem óska aðstoðar SVFl
utan skrifstofúitiíma, geta fengið
upplýsinigar í númeiri símsvarans
um það, hver srvarar hjálparbeiðni
hverju sdnni.
Símanúmer símsvarans er 20360.
Um verzlunanmainnahel gina gæti
símsvarinn komið í góðar þarf-
ir, en til þess að vera viðbúið
óhöppuim á Islamdi, hiefur Slysa-
vamafélagið velbúinn bdörgunar-
bfll til reiðu alla helgina.
-Félagar úr björgunarsveit Ing-
ólfs munu annast talstöðvarvakt-
ir, „en þjónusta sjúkraibifreiðar-
innar verður að sjálfsögðu í sam-
vinnu við lögreglu og Slysavarð-
stofu Reykjavfltour.
Auk þess mun þyria SVFÍ og
Landhelgisgæzlunnar verða tál-
tæk, ef. á þarf að halda.
(Fréttati lkyn n ing frá Slysa-
vamarfélagi Islands).
Frá Hreðavatnsskála Borgarfirði.
Ferðafóik athugið:
Njótið helg-arinnar með fjölskyldunni f fögru
umhverfi á rólegum stað.
Endurbætt tjaldstæði.
Veitingar á staðnum — Verið velkomin.
Hreðavatnsskálinn.
Hef opnað lækningastofu
í Fischersundi (Ingólfs-apótek).
Viðtalstími kl. 10—11,30 alla daga nema laugardaga
og þriðjudaga. — Þriðjudaga kl. 16 —18.
Símaviðtalstími alla daga kl. 9—10, nema þriðjudaga f
kl. 15—16. — Sími 12636.
Magnús Sigurðsson, læknir.