Þjóðviljinn - 01.10.1968, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.10.1968, Qupperneq 6
0 SÍÐA — ÞJOÐVHJINN — Þriðjudagui’ 1. ofctóiber 1968. Vaxandi áhugi á þjóðdönsum Vetrarstarf . Þjóðdansafélags Reykjavikur er nú að hefjast og veirður með sama sniði og i verið hefur. Kennt er í bama- og unglmgaflokkum, sérstakir flokkar eru fyrir gömlu dans- ana, sem alltaf hafa verið mjög vinsælir og fjölmennir, einnig er kennsla fyrir byrjendur í þjóðdönsum, sem er vaxandi á- hugi fyrir. .Auk þess er fjöl- mennur 'sýningarflokkur, sem starfar allt árið og hefur auk- izt mjjöig eftirsþuim eftir ís- lenzkum dönsum bæði hér í Reykjavík og nágrenn.i og einn- ig úti á landi. Þá hafa sýningar á gömlúm ísienzkum búning- um lika verið mjög vinsælar, en félagið hefur komið sér upp búningum frá ýmsum tímum. Þjóðdansafélaginu berast ár- lega ýmis boð erlendis frá um þátttöku í ýmsum mótum, sem því miður er aðeins sjaldan hægt að þiggja. Til félagsins koma líka' erlendir gestir, sem félagið býður til að ettdiur- gjalda móttökur erlendis. Á næsta sumri er væntanlegur þýzkur þjóðdansaflokkur. ★ Aðalfundair Þ j ó ð d a nsaf élags Reykjavíkur var haldinn 19. september sl. Formaður var énd- urkjörinn Sölvi Sigurðsson, en aðrir í stjóm eru: Jón Alfons- son , gjaldkeri, Hrund Hj alta- dóttir ritari, Sigrún Helgadóttir og Þorvaldur Bjömsson' með- stjómendur. Logi Jónsson og Gunnlaugur Jónasson eru vara- menn í stjóm. Þorbjöm Jóns- son er formaður sýningarflokks- ins. Auk þess eru ýmsar nefnd- ir starfamdi, t.d. skemmtinefnd, \sem hefur yfirumsjón með öll- um félagsskemmtunum yfir vet- urinn og velur skemmtinefndir fyTir hvert einstakt kvöld, einn- ig búninganefnd o.fl. Yfirum- sjótt með öillum búningum fé- lagsins hefur frú Ingvoldur Markúsdóttir. , (Frá Þjóðdansafélaginu). Kommúnistar stofna aftúr ffokk i Vestur-Þýzkaiandi BONN 26/9 — í dag var dreift til fréttastofnana í Vestur-Þýzka- landi tilkynnmgu frá hópi karla og kvenna sem 9egjast haf a stofn- að nýjain flokk kommúnista í landinu. — Kommúnistaflokkur Vestur-Þýzkal ands var bánnaður með úrskurði stjómlagadóm- stólsins í Karlsruhe árið 1956 þar sem starfsemi flokksins bryti í bágf við stjómarskrána. Sá úrskurður var byggður á ákvæði stjóm arskrárinnar frá 1949 sem bannar starfsemi flokka sem stefna að einræðisstjóm. Kommúnistaflokkurinn neitaði því þá að það væri stefna hans, en síðan hefur nýnazistaflokkur- inn NPD sem oftast reynir ekki að leyna upphafi sínu fengið að starfa, og það svo vel að jafn- vel er búizt við að hann geti ráð- ið úrslítum á næsta , sambiuidíi- þingi. Bretar sökudólgar í Malasíu? MANILA 27/9 — Forseti Filipps- eyja, Marcos, sagði í dag að Bret- ar en ekki Malasíumenn væru raunverulegir andstæðingar Fil- ippseyja í deilunni um Sabah, eitt af sambandsríkjum Malasíu á Bomeó. Hann sagði, að ef Bretar hefðu ekki innlimað Sab- ah árið 1946 og síðan afhent ný- lenduna Malasíu, þá væru engar deilur uppi um málið í dag. Fil- ippseyjar hafa nýlega eigttað sér Sabah með þingsamþykkt. í dag fóru um 1000 stúdentar í kröfugöngu til sendiráðsbygg- inga Bretlands og Bandaríkjanna í Manila til að mótmæla afstöðu þessiara ríkja til deilu Filípps- eyja og Malasíu. Hrópuðu þeir vígorð og köstuðu grjóti. «> □ Á tíu starfsárum æskulýðsráðs Kópavogs hefur framlag bæjarsjóðs til starfseminnar 65- faldazt! Þetta kom fraim á fundi, sem æskulýðs- ráð hélt með bæjarstjórn og fleirum í tilefni þess^ að tíu ár eru liðin frá stofnun æskulýðsráðs'. Sigurjón Hiliaríussön, æsku- lýðsfulitrúi Kópavogs, bauð gesti velkomna til hátíðaifund- arins, en siöan var sýnd fcvik- mynd í litum, sem Valur Fann- ar hefur tdkið um æskuiýðs- starfsemi í Kópavogi á vegum aeskulýðsráðs. í kivikmyndinni kom fram, að starfsemi ráðsins hefur verið afar fjölbreytt. Þar hafa verið starfrækitir margvís- legir Múbbar — Ijósmyndun, snyrting, máílfundir, fröTDerikja- söfnun, kórsöngur, látbragðs- leilkur, fnamsögn, sfcák, þjóð- dansar, allt þetta og margt ann- að hefur verið á dagskra. Tvisvar í viku að undanfömu hefur verið svokallað opið hús — þar hafa fjölmargir unglinig- ar komið saman og almennt hefur geysilegur fjöildi ung- litt'ga í kaupstaðnum tekið þátt í sitarfsemi æskulýðsráðsins. Auk þess að efna til fjöl- breyttrar sitarfsemi fyrir ungt föllk á eigin spýtur hefur ráðið átt samstarf við æskulýðsráðið í Reykjavík um stainigaveiði- klúbba, ferðir í Saltvik o.s.frv. I ræðu sem bæjarstjórinn í Kópavogi, Hjálmar Ólafsson, ^ héit á fundinum kom fram að framlög til ækulýðsmála hafa 65-faldazt á undanfömum 10 árum frá því að starfsemi æskulýðsráðsins hófst, entekjur bæjarins hafa tífaldazt. Hjálm- ar færði Sigurjóni Hiliaríussyni beztu þakkir fyrir ágætt starf i þágu æskulýðsmála og tilkynnti að bæjarstjóm hefði ákveðið að heimila fulltrúum frá félaga- samtökum í Kópavogi að sitja fundi æskuiýðsráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Er siðalærdómur gamla testa- mentisins eftirbreytni verður? Þeir tímar ofbeldis sem við lifum, kalla á kristoa lífsskoð- un. Hver er náun,gi minn? er spurt. Og ævafom sannindi eru aftur ný, og svo mun lengi verða í heimi o .m setur hagsmuni fárra yfir fjöldans. Hverju bami ber að ínnræta það hugarfar sem stuðlar að réttlætiskennd, bróðurhug og sannleiksást, og við eigum ekki betri bók en ævi Jesú, tií að kemina þetta á. Allt tal um það, hvort hann hafi verið söguleg persóna eður ei, skiptir engu máli, hafi reisn mannlegrar hugsunar náð þeirrk þroska að telja þessa' þrenningu eftirbreytnilega. Hámarki er náð þegar þessar siðareglur en’ studdar trú, en trúin ílytur fjöll og er fáum gefin. í bama- skólurrí landsins eru kristin- fræði kennd, og eru það glefs- ur úr báðum testamemtunum, hinu gamla og því nýja. I Morg- unbl. hafa um sinn staðið yfir umræður um gamla testament- ið, vegna bréfs sem frú Auður Ingvarsdóttir skrifaði. en hún hefur gaumgæft þetta mál frá sjónarmiði foreldra, og komizt að þeirri niðurstöðu ,að ekki ætti að kenna gamla testament- ið í bamaskólum. Afturám.óti telja aðrir nauðsynlegt að það sé gert, vegna þess að það sé upphaf þess og aðdragandi er síðar varð, þ.e. komu Krists, iífs hans og starfs. Ég er sam- mála frú A. I. og ætla/að reyna að rökstyðja hvers vegna svo er. Þegár ég. í íyrra var að lesa gamla testamentið með un,gri dóttur minni, en kaflinn fjall- aði um Jósef og bræður hans. varð mér hugsað til þess, að þetta væri fimmta bamið sem ég væri að lesa þessa söinu vandræðasögu fyrir, en því les ég með bami mínu, að páfa- gaukslærdómur er illur lærdóm- ur að mínu viti, og því reynum við að skilja það sem í bókun- um stendur, og gildir þessi regla einnig um sögu, landafræði og Ijóð (um ljóðalærdóm í barna- - skólum mætti reyndar skrifa raunasögu, en hún á ekki heima hér). Satt að segja hefi ég reynt að skýra þessar kröníkur út með kristilegu hugarfari, og lái mér hver sem vill að það hefur tek- izt óhönduglega. Hinsvegar brosti sólin við mér þegat nýja testamentið var á dagskrá. Satt að segja hefi ég komizt á þá skoðun að gamla testamentið sé ungum bömum óhollur lestur. Þess Guð er Guð refsinga og heiftar. Hegðun og tal spá- manba þess heyra ekki síður undir læknavísindi en trúar- bragðarannsóknir. — („Þama lagði ég þig helvítið þitt Gunn- ar á Hlíðarenda“ sagði frægur maður á fylleríi, er hann glímdi við kolaofninn sinn, en hvem- ig skýrir sá lærði Jóhann Hann- esson prófessor glímu Jakobs fyrir bömum?) og það eru ekki fáir skuggalegir karakterar sem Guð gamla testamentisins þafði mætur á, en nútíma þjóðfélag tæki úr umferð af öryggisástæð- um. Allar eru þessar Ijótu krön- íkur himinhrópandi leiðinlegar í þokkabót; en það eru íslenzk- ar fomsögur og ævintýri áldrei þó oft séu þær Ijótar. Svo minnzt sé á drengskap sem einu sinni þótti dyggð á voru landi, og sumir meta að nokkru enn í da,g: fyrir hann virðist enginn maður hafa þurft að þakka ná- unga sínum í því gamla testa- menti. Þessar línux £rú A. I. í Mbl. urðu til þess að hr. Jóhann Hannesson próf. svaraði, og skrif hans hef ég ein séð, sem leiðinlegri eru gamla testament- inu, enda varð það til þess að ég fór að velta kenningu séra Áma Þórarinssonar fyrir mér, en hún er eins og kunnugt er á þá leið, að maður eigi ekki að leita til hinna lærðu til að finna saninleikann, heldur búi h-ann í brjósti alþýðunnar. Afturámóti skriíar Pétur Sig- urðsson regluboði grein um sama efni og við hann er hægt að eiga orðastað, því þar fer glaður guðsmaður sem ekki er haldinn ruglandi hins lærða manns. Trú h'ans er einlæg og það skal metið, þó ég sé á öðru máli en hann. Hamn tekur sér til vitnis marga staði í gamla testamentinu, að vísu misþarfa sínu máli til stuðnings, og tel- ur þá ómissandi ungum böm- um. Veigamesta atriði sem P.S. telur því gamla testamenti til gildis eru boðorðin tíu. Þau þyrftu nú ekki að vera nema níu, því tvö hin síðustu þýða hið sama á okkar dögum. Þriðja boðorðið er löngu úr söguruni á voru landi að minnsta kosti, jafnvel svo rækilega. að það stæði byggingaglaðri þjóð eins og fslendingum fyrir þrifum ef þeir ættu að fara eftir því og halda hvíldarda-ginn heilagan. Þá eru boðorðin í reynd ekfci orðin nema átta, og er bezt að nema hér staðar svo þettá verði ekki eins og kvæðið um tíu litla negrastráka. Allir munu að sjálfsögðu viðurkenna að ekki má mann deyða, ekki stela, ekki ljúga uppá náungann né sofa hjá konunni h-ans né annarra manna konum yfirleitt / og að maður á að heiðra foreldra sína og Guð og trúa á ha-nn einan. En Jesú segir þetta allt og miklu meira í einn-i setningu og hún er að sjálfsögðu í nýja testa- mentinu, a-uðskilin öllum, ekki sízt bömum: „Allt sem þér vilj- ið, að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra“. Þó biflían sé skilin og túlkuð á ýmsa vegu af kreddu og sértrú- arsöfnuðum, munu þeir þó all- ir á ein-u máli um að þetta sé grundvallarkenning um kristi- legt lífemi og fagurt m-annlíf. P. S. segir: „leiðsögn helgirita gamla, testamentisins megum við ekki sleppa úr siðferðisupp- eldi kynslóða-nna. þvi þau eru „loga-bjartur viti“ “ og hefur það eftir Einari skáldi Ben. Þar skriplaði Pétur minn heldur en ekki á skötunni, þó sterkur sé á svellihrösunarinna-r, eð-a dreymir hann eftilvill „um ein-a alveldissál“ eins og Ein-ar. Ned Pétur minn. Taktu ekki skáldín þér til vitnis um kennin-gar gamla testamentisins, því það Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.