Þjóðviljinn - 01.10.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1968, Blaðsíða 7
Þriðjud&gur 1. október 1968 — ÞJÓÐVTLJINN — SfÐA 'J EINI MÆLI- KVARÐINN ER ÁHUGI... Austur-Þjóðverjarnir ræða við starfsmenn Þjóðleikhússins. Frá vinstri: stjóri, Manfretl Gruntl leikmyndasmiður, Guðni Bjarnason leiksviðsstjóri ijósameistari. — Ljósmyntlirnar tók ljósm. Þjóðviljans A.K. Wolfgang Pintzka leik- og Kristinn Daníelsson Austur-þýzki leikstjórinn Wolfgang Pintzka, sem æfir nú leikrit Bertolts Brechts ,,Puntila bóndi og Matti vinmii- maður hans“ af miklum krafti í Þjóðleikhúsinu var ekki nema 16 ára gamall, þegar hamn var sendur með hópum annarra unglinga í stríðið til Sovétríkj- anna árið 1945. — Nei, ég lentí ekki í neinni orustu og hlevpti • ald-rei af byssu, enda liðu ekki nema fáar vikur þangað til ég var orðinp stríðsfamgi. Næstu fi-mm ári-n muldi h-ann kol í Síberíu. — Eigum við eifcki að segja að ég hafi verið námuverkamað- ur. En ég kom aftuir frá Síberíu ■ ákveðin-n andfasisti, að sjálf- sögðu . var . okkur sa-gður sann-j. leikufinn um fasismanm, og ég hafði reynd-ar lent í þess-u la-ndi aðeins sem fómarlamb fasism- ans. Og ég var orðinm m-arxisti. Þegar ég var nýkominm heim aftur til Öerlín-ar sá ég jeikrit Brechts Mutter Courage. Hvílik áhrif. Ég gerðist nemamdi við leiklistarskóla í Weimar og Leipzig. Á náms-árum mínum va-r ég tvívegis í verklegu æfinganámi hjá Bertolt Brecht, og aðstoðar- leikstjóri hans m.a. við Kákas- íska krítarhringin-n. Að námi loknu bauð Brecht mér að koma til starfa við leikhús sitt, það var árið 1955, en því miður lézt Brecht ári síðar. ☆ ☆ ☆ — Hvemig. gen-gur íslenzkum leikurum að leika í Brecht-st-íl? — Brecht-stíll. Hvað ter það? Við berjumst gegn þeirri skoð- un afi það sé einhver ákveðin formúluruna. Ég vil taka það skýrt fram, að þó við berum virðingu fyrir Brecht er alra-ngt að láta þá virðin-gu skjóta manni ógn og ótta í brjóst. Að sjálfsögðu verða menn þó að bera virðingu fyrir verkinu, en þó fara með það af fullkomnu virðingarleysi til að dra-ga fram þau atriði, sem viðkomandi finmast máli skipta. Emd-a er sú meðferð ein í and-a Brechts. Pintzkst og Grund bera saman bækur sinar. ' ☆ ☆ ☆ Pimtzka tekst naestum á loft er hanm' svarar spumin-gu um hvemig honum Hki við íslenzk-a leikara. — Mjðg vel. Mér líkar mjög vel við þá. Já, svo til und-an- tekningarlaust og ég er sérstak- le."a ánægður með hlutverka- skipánina hér. Ég veit ekki hvort rétt er að leggja nokkra áherzlu á þanm mun sem .er á starfsaðferðum okkar og þei-rra. Leikarar hér em eins og leik-arar hva.rvetna misjafnir að þvi leyti að þeir leggja mismikið fram við sköp- un sýningar — sumir em mjö-g frjóir — öðrum verður að segja allt. B.B. segir: Hinn raunverulegi mælikvarði á hæfileika leikhús- fólks er sá áhugi sem viðkom- andi hefur á leikhvisi. Það er að segja mælikvarðinn ek ekki hvað náttviran hefnr gætt leikarann miklum þæfileik- um — sumir mjög hæfileika- miklir leikarar liugrsa ekki um annað en græða peninga — og aftur tekst Pintzka á loft — eða er það bara sannfæringarþung- inn í orðum lvans sem villir blaðamanninum sýn. — Mér er miklu kærara- áð vinna með leikurum sem ekki háfa eins mikla hæfileika og Leiksjtjórinn og sviðsmenn þurfa að ýmsu að hyggja. fjárplógsleikararnir, en hafa meiri áhuga á leikhúsinu sjálfu — hinu daglega starfi — vinn- unnl. # V V Við víkjum aftur að Brecht- leikhúsiftu, hvort þar sé ekki leikið í Imnum eina sanna „Brecht-9tíl“. — Sú hætta er æfinlega á- leitin að leikhús breytist í safn, en Berliner Ensemble gerir sér þessa hættu fullljósa. Meðan Brecht stýrði sjálfur sínu leik- húsi voru alltaf. færð upp verk má-rgra höfunda. En eftir lát hans hafa að mestu verið leifc in hans eigin verk. — En stjórn leikhússins og frú H. Weigel er ljóst, að það verður að víkka starfsvið leikhússins, en binda það ekki við verk. Brechts ein- gön.gu. Auk þess finnst leikur- unum ófullnægjandi að vinna eingönigu verk Brechts — og hafa sumir flúið til annarra leikhúsa. Pintzka flytur latn-ga nafna- runu þegar spurt er um vest- ræna höfunda, sem leiknir séu í A-Þýzkalandi: Hochmufh, Weiss, Prisch, Durrenmatt, Behan, Wesker, James Baldwin — þá er mikið leikið eftir Dario Fo og næsta verkefni Pin-tzka verður að setja ^ á svið leikrit eftir franska skáld- ið Gatti: V eins og í Vietnam. — Nei, það er ekkert leikið eftir absúrd höfunda. Ég hef en-ga skoðun á absúrd leikhúsi. Mér finnst vanta í það tvo þætti: söguþráð og raunsæi — og mér fimnst ég ekkert hafa á absúrd verkum að græða — hef engan áhuga á því ... Og þunginn sem býr í þess- um dökkleita manni gerir það að verkum að manni finnst and- artak eins og absúrdleikhús sé allt að þvi dapurleg fjar- stæða ... — Hvert er persónulegt mark- mið yðar í leikhúsinu? — Leikh-ús á að setja markið hærra en bjóða eingöngu dægra- dvöí. Það á að vera skemmtun og upplýsing að fara í leikhús. Við þurfum að fá leikhús- gesti til að hugsa um heiminn- og þjóðfélagið — taka til end- urskoðunax viðtekn-ar hu-gmynd- ir sínar — eða eigum við ekki bara að segja: Hugsa, læra hlæja. ☆ ☆ ☆ Leiktjöldin í sýningu Þjóð- leikhússins á Puntila bónda ger- ir Manfred Grund. gamall vinur Pintzka, en þeir kynntust á námsárunum í leikhúsinu. Hann hefur starfað í leik- húsi i tuttu-gu ár — og virðist þó ekki nema rúmlega tvítugur. Grund hefur starfað við Berl- iner Ensemble og mikið við önnur leikhús og þegið boð um að gera leikmyndir i leikhúsum Havana, Turku og Helsinki m.a. Báðir starfa listamennirnir núna við Volksbiihne við Lúx- emborgartorg í Austur-Berlín. M.J. r ÁSTRANDSTAÐ Það hefur jafn-an þó-tt nokkr- um tíðindum sæta þe.gar skip stranda og því meiri sem fleyt- umar h-afa verið stærri. En sbröndum fylgja mikil eftirmál, yfirheyrslur yfir áhöfn hins ' stramdaða skips, og þá ekki sízt skipstjóra og stýrimönnum, þeim sem strikið hafa ma-rkað, er stýrt var eftir. Fæstum þeim skipstjórnar- mönnum, er siglt hafa skipi sín-u í strand, mun þykja að því nokkur sómi, ekki sízt hafi þ-að upplýstst við réttarhöld, að skorti á skipstjórna-rhsefni h-afi verið um að kenna. Nú hefur það skeð, að stærsta skipi okkar íslendinga, þjóðar- skútunni sjálfri m-eð allri ís- lenzku þjóðin.ni s-em áhöfn, hef- ur verið siglt svo rækilega i strand á sviði efnahagsmál-a, áð skipstjóri og stýri-menn eru famir að kalla á ráð þess hluta áhafnarinnar, hverrar ráð þeir lil þessa hafa afbeðið sér, ef vera mætti að mcð þeirra full- tingi mæ-tti íleyta þjóðarskút- unni af strandstaðnum. Það mun fátítt, að stjórnend- ur strandaðs skips beri sig jafn borginmannlega og strandstjóm þjóðarskútunnar gerir. Á sama tima og hún kallar á aðra til hjálpar við að bjarga skútunni úr brimgsjrðinum, þykist hi'm sjálfkjörin til að hnfa forustu um bjöirgunaraðgerðirnar. Verð- ur það að teljast háma-rk í sjálfs- áliti en j-afnframt sjálfsblekk- ingu, að þeir menn sem siglt hafá um sjö eða átta ára skeið án stýrisútbúnaðar og allra al- gengra siglingatækj-a, skuli telja sig þess umkomna að hafa með höndum stjórn björgunarstarfs- ins. Það er þó lýðum ljóst, að það er handleiðslu forsjónar- innar að þafctoa, að skútan hefur haldizt utan brimgarðsins meiri- hluta stjómartíma Viðreisnar- innar, þó-tt hrakizt ha-fi hún fyx- ir veðri og vindi. En eins og það er a-ndstætt lögmálum náttúr- unnar. að veðurblíða haldist áratugum saman, svo stjóm- lausu skipi hlekkist ekki á, jafn eðlilegt er. að þegar harðnar í ári og veður versna, verði á- reksturinn því harkalegri sem stjómleysið hefur verið meira. Gamla testamentið segir frá þvi, að Fornegyptar hafj stjóm- að svo vel efn-aha-gsmálum sín- um í sjö ára góðæri, að þeir hafi áfallalaust þolað sjö haUæris- ór, er á eftir fylgdu. Mikill mun- ur hefur verið á fyrirhyggju þeirrar landsstjómar og Við- reisnarstjórnar okkar, sent ekki stenzt eins árs harðæri að loknu sjö árh góðæri, ekki sízt þeg-ar á það er litið, hversu 611 aðstaða Viðreisn-arinn-ar hefur verið betri hvað tækni og sérfræði snertir. Því ekki er þess getið, að Fomegyptar hafi h-aft & að skipa nokkrum hagfræðin-gum á borð við okkar Nordal og Har- aldz, né fjáwnála-mönnum, sem jafnist á við okkar Magnús frá Mel. Aftur á móti hefur Við- reisnin sýr það til afsökun-ar, að hún virðist ekkj hafa átt sér neinn Jósep til að segja fyrir um, að á Islandi gæti brugðið lil beggja vona um hags-tætt og óhagstætt árferði, enda virðist hún hafa í einfeldni sinni lif- að í þeirri sælu trú, að hjá okk- ur gæti aldrei syrt í álinn og þvi ekki séð neina ástæðu til að vera að bera umhyggju fyrir morgun- deginum. Það vakti eftirtekt margra. þegar aðalmálgagn ríkisstjóm- arinnar, Morgunblaðið, skýrði frá því hinn 4. september, að viðræð-ur rikisstjómnrinnar við f ull trú-a stj óm aran d stöðu flokk- ana væru hafnar. þá birtist einnig á forsiðu blaðsins frá- sögn fjármálaráðherra um ný bráðabirgðalög, er hann hafði sett um nýja skattheimtu til ríkissjóðs. Yfirskrift frásagnar- inna-r var mjög hástemmd: „Sköpum þjóðareiningu um lausn vandans" og henni til áréttin-gar fylgdi mynd af eininga.rtákninu, fjár- málaráðherranum sjálfum. Varð ekki annafi séð af lestrj alls þessa en nú hefði strandstjómin tekið forustuna um björgun þjóðarskútunnar með fjármála- ráðherrann í fararbroddi og hin nýju bráðabirgðalög sem leið- arstjömu fyrir því björgunar- starfi, sem nú skyldi hafið, og stjórnarandstaða-n væri nú köll- uð til að fallast á. Það mikillæti, sem í þessum aðgerðum birtist mun margan hafa hneykslað og minnir óneitanlega óþægilega á samtíma a-tburði i Tékkósló- vakíu, er ráðstjómin býður til viðræðna um stjórnarstefnu, sem hún þegar hafði ákveðið. hver skyldi vera, og ákveðið að knýja íram með hervaldi. En virðum fyrir okkur, hver svo er hin nýja stefn-a um við- reisn Viðreisnarinmar, sem mót- uð er með bráðabirgðalögum þessum. Enn auknar skatta-álög- ur á þá, sem lægstar í tekjur hafa og þyngst koma niður á l>eim. sem flesta hafa fram að íæra. Enn aukin dýrtíð og þar með enn margendurtekin árás á verðgildi sparifjár þjóðarinn- ar. Sömu siendurteknu Viðreisn- arúrræðin síðustu ára, sem leitt hafa þessa þjóð út í það forað, sem hún nú er sokkin í í efna- hagsmálum. Það ætti öllum að vera ljóst, að núverandi strand- stjórn hefur engin skynsamleg úrræði upp á að bjóða til að komast út úr fjárhagsógön-gun- um. Hún sér engin úrræði önn- ur en skattpíningu, algerlega án tillits til greiðslugetu. Hún virðist loka augunum fyrir því, sem ér að gerast. að eignir ein- st.aklinga ekki síður en fyrir- tækja eru tugum og hundruðum saman auglýst til na-uðungar- sölu fyrir ógreiddum sköttum, afborgunum og vöxtum lána. vegna ófullnægjandi tekna tál að standa undir öllum þeim út- gjöldum, sem menn hafa tek- Framihald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.